Þjóðviljinn - 14.04.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.04.1981, Blaðsíða 1
ÞWÐVIIIINN Þriðiudagur 14. april 1981— 87. tbl. 46. árg. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Vorhappdrætti Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir glæsi- legu vorhappdrætti þessa dagana og verður dregið hinn 10. maí. Vinningar eru þrjár sólarlandaferðir og einn ferðavinningur eftir eigin vali. Flugstöðin í neðri deild: Verð hvers miða er kr. 25,— og útgefnir miðar að- eins 5280, þannig að möguleikar á vinningi eru miklir. Féll aftur á iöínu Öflugt starf Alþýðubandalagsíns Happdrætti þessu er hleypt af stokkunum til aö kosta þaö öfluga starf sem félagið i Reykjavik heldur nú uppi. Allir Framsóknarmenn í deildinni á móti lántökukvöð Tillaga um að fyrirskipa ríkisst jórninni að taka 5 miljóna króna lán til greiðslu byrjunarkostnað- ar við byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli var felld f neðri deild Alþingis í gær að við- höfðu nafnakalll að lok- inni 2. umræðu um láns- fjárlög. Tillagan var felld á jöfnum atkvæðum, 18 greiddu atkvæði með til- lögunni en 18 voru á móti og 4 voru fjarstaddir. Al- bert Guðmundsson og Egg- ert Haukdal greiddu at- kvæði með tillögunni ásamt stjórnarandstöðunni í Sjálfstæðisf lokknum og þingmönnum Alþýðu- flokks. Tillaga um sama efni var felld i efri deild í siðustu viku, en sá var Heimsókn í leirverkstæöi Glitshf — sjá opnu þó munurinn að þar var aðeins kveðið á um heimild fyrir rikis- stjórnina til lántöku en i þeirri til- lögu sem felld var i neðri deild stóð „rfkisstjórnin skal á árinu 1981 take lán...”. Það var þessi t*-eyting á tillögunni sem gerði það að verkum aö Albert Guð- mundsson greiddi henni atkvæði en hann hafði kallað þá tillögu sem flutt var i efri deild sýndar- mennsku þar sem hún hefði að- eins kveðið á um heimild en ekki skyldu. Við atkvæöagreiðsluna gerði Steingrimur Hermannsson sér- staka grein fyrir afstöðu Fram- sóknarflokksins. Hann sagði, að aðalfundur miðstjórnar flokksins hefði 3.-5. april s.l. lýst stuðningi við byggingu nýrrar flugstöðvar. Við myndun núverandi rikis- stjórnar hefði hins vegar þing- flokkur og framkvæmdastjórn flokksins samþykkt að ekki yrði ráðist i framkvæmdir við flug- stöðvarbygginguna nema fyrir lægi samþykkt allrar rikisstjórn- arinnar. Steingrimur sagöi að Framsóknarflokkurinn myndi vinna að þvi að samkomulag næð- ist i rikisstjórn um byggingu flug- stöðvarinnar. Slikt fyrirkomulag væri enn ekki fyrir hendi og þvi ekki timabært aö ákveða lántöku vegna flugstöðvarbyggingarinn- ar. Fram kom hjá Eggert Haukdal að hanu teldi að fyrir löngu hefði átt að vera byrjað á nýrri flug- stöð. Endurskoða yrði þó ýmis- legt varðandi núverandi bygg- ingaráform m.a. ætti hlutur Bandarikjanna i byggingarkostn- aði að vera mun meiri en rætt hefði verið um. Af þeim 4 þingmönnum sem fjarstaddir voru atkvæöagreiðsl- una voru 2 stjórnarþingmenn og 2 stjórnarandstöðuþingmenn. 3. og siðasta umræöa um láns- fjárlög hófst kl. 9 i gærkvöld og 'viðþá umræðu lagði stjórnarand- staðan fram tillögu um lántöku- heimild vegna flugstöðvarbygg- ingarinnar á Keflavikurflugvelli. Tillagan erfrábrugðin þeirri sem felld var eftir 2. umræðu að þvi leytiað nú er kveðið á um heimild til handa rikisstjórninni að taka lán, en ekki skyldu. Hins vegar er þessi nýjasta tillaga i málinu samhljóða þeirrier felld var i efri deild i siðustu viku. Atkvæðagreiðsla verður um til- löguna á Alþingi i dag. —þ Borgarstjórnarkosningar verða 30. mai á næsta ári. Viðtækt undirbúningsstarf er þegarhafiðog mun einkenna starfsemi félags- ins fram að kosningum. Þvi er það mjög mikilvægt aö sem flestir taki þátt i þessu átaki til styrktar félaginu, og stuðli þannig að þvi að það geti tekist á við þau stóru verkefni sem framundan eru með þeim hætti sem nauðsynlegt er. Þess er vænst að félagar og stuðningsmenn AB i Reykjavik bregð- ist vel við og geri skil hið fyrsta á skrifstofu Alþýöubandalagsins, Grettisgötu 3, simi 17500, en þar er miðstöð happdrættisins og miðar til sölu. Bó DREGIÐ VERÐUR 10. MAÍ VigdisFinnbogadóttir, foseti tslands hafði f gær móttöku á Bessastöðum fyrir gamla starfsfélaga hjá Leikfélagi Reykjavikur og Lnokkra fleiri gesti. Þessar myndir voru teknar við þaö tækifæri. Ljósm: gel. ■ ■■■■■ m wmmmmmmmm m rnmmmmmmm m mmmmmmmmm m m f 1 Frá Straumsvik: — Bætum árangurinnistendur á skiltinu til hægri. ÁLMÁL í ÁSTRALÍU: Alusuisse í útistöðum við skattayfirvöld þar Borguðu einn tíuþúsundasta af brúttóhagnaði í skatt! Það er viöar en á islandi, sem auðhringurinn Alusuisse á i úti- stöðum við stjórnvöld út af skattamálum og reikningshaldi. Nú hefúr verið frá þvi greint í fagtimaritinu Metal Bulletin, að Austrasuisse, sem er dótturfyrir- tæki Alusuisse i Astraliu, hafi að undanförnu átt i viðræðum við áströlsk skattayfirvöld og sé staðan i þeim efnum enn óskýrð. 1 frétt Metal Bulletin sem höfð er eftir Australian Financial Review segir, aö dótturfélag Alu- suisse I Astraliu hafi greitt „óverulega fjárhæð i skatt” árin 1972—1979, þrátt fyrir að hagnaöur af viöskiptum á tima- bilinu hafinumið 122,7 miljónum ástralskra dala, það er 937 miljónir króna (93,7 miljarðar gamalla króna). Fram kemur að á árinu 1979 hafi dötturfyrirtækiö hagnast um 19,18 miljónir ástraliudala (hagnaður fyrir afskriftir), en greitt aðeins 2000 ástraliudali i skatt, sem er rétt rúmlega einn tiuþdsundasti af brúttóhagnaði fyrirtækisins. Alusuisse heldur þvi fram að þaö sé ekki skuldbundið til að greiða hærri tekjuskatt nú, m.a. vegna þess aö á móti komi „upp- safnaö tap fyrri ára”, — og ættu menn aö kannast við orðalagið Ur okkar fræga álsamningi við Alusuisse. Eins og menn muna var greint frá þvi hér i Þjóðviljanum skömmu fyrir jól i vetur að á timabilinu frá janúar 1974 — júni 1980 hafi Alusuisse „hækkað i hafi” verö á þeim súrálsförmum sem fluttir voru frá Ástraliu til tslands um 54,1% aö jafnaði, eða samtals um 30 miljarða gamalla króna. Hér var um að ræða mis- mun á opinberu útflutningsverði súrálsfarmanna i Astraliu og þvi útflutningsverði á þessum sömu förmum sem gefið var upp hér. Strax í desember fól Islenska iðnaðarráöuneytið bresku endur- skoöunarskrifstofunni Coopers & Lybrand að kanna þessa verð- lagningu m.a. meö tilliti til þeirra samninga sem á sinum tima voru gerðir um súrálskaup frá Alu- suisse til dótturfyrirtækis þess hér. Skýrslu Coopers & Lybrand um málið er að vænta á næstu vikum. Fréttirnar frá Astraliu sem greint er frá i Metal Bulletin þann 24. mars s.l. sýna okkur að það er viðar en á Islandi sem Alusuisse þykir ekki hafa hreint mjöl i pokahorninu. 30 miljarða hækkun súrálsins i hafi á skipaleið milli Gove’ i Astraliu og Straumsvikur á ís- landi lækkar að sjálfsögðu skatt- stofn dótturfyrirtækisins hér verulega, en ekki aðeins skatt- stofninn hér heldur væntanlega lika skattstofn dótturfyrirtækis- ins i Astraliu, sem súráliö fram- leiöir. Það veröur. þvi fróðlegt fyrir okkur íslendinga að fylgjast með glimu ástraiskra yfirvalda við Alusuisse i skattamálum. k. Sjá greinina úr Metal Bulletin - Síða 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.