Þjóðviljinn - 14.04.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.04.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 14. april 1981 Fyrra bindi 3200 sveila- heimili era án s jáh virks síma Lagthefur verið fram stjórnar- frumvarp um sérstaka 5 ára áætlun um lagningu sjálfvirks sima. Nær samhljóOa stjórnar- frumvarp var lagt fram 1979 en varö ekki útrætt. 1 greinargerð meö frumvarpinu segir: „Um 3200 heimili hér á landi i sveitum, utan þéttbýliskjarna, búa enn við handvirkt simasam- band um innansveitarlinur, þar sem ekki er unnt að tala þannig að tryggt sé að ðviðkomandi aðilar ekki geti hlýtt á, auk þess sem slikt handvirkt samband er yfirleitt miklu seinvirkara heldur en sjálfvirkt. Þó er ótaliö það mikikilvægasta. Viðast hvar, þar sem handvirkt samband er, verð- ur ekki náð sambandi nema stutt- an tima sólarhrings. Þessu fylgir að sjálfsögðu gifurlegt öryggis- leysi, ekki sist þegar læknaþjón- usta hefur færst áaman á færri staði. Er vel skiljanleg mjög mikil og vaxandi krafa ibúa dreifbýlisins um sjálfvirkan sima. Þvi er að þvi stefnt með lagafrumvarpi þessu að veita þeim fram- kvæmdum, sem hér um ræðir ákveðinn forgang.” Rafmagnsstrengurínn yfir Hvalfjörð bilaður síðan á Þorláksmessu: Viðgerðln er ráðgerð í maí Helgi Seljan ganga en hins vegar flutti þáver- andi fjármálaráðherra frumvarp þar sem lögfest var undanþága varðandi byggingu ibúðarhús- næðis i verksmiðju. Flutningsmenn telja hins vegar að þörf sé á viðtækari undan- þáguheimild eins og var i upphaf- legu frumvarpi Helga til að tryggja jafnrétti byggingaraðila. Flutningsmenn benda á að nú hefur orðið mikil aukning á verk- smiðjuframleiddum húsum al- mennt og allt sé það til hagsbóta fyrir byggingariðnaðinn i landinu og enn frekar fyrir hús- byggjendur og aðra þá er i byggingarframkvæmdum standa Fram kom i máli Helga að Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra er hlynntur þvi að heimildin til undanþágu frá sölu- skatti verði viðtækari hvað varðar verksmiðjuframleidd hús, enda nauðsynlegt að efla þennan byggingariðnað sem hefur leitt til þess að menn hafa komist fyrr i hús sin og jafnframt komist i ódýrari hús. —Þ 1 slðustu viku svaraði iðnaðar- raðherra fyrirspurn frá Skúla Alexanderssyni um orkuflutning á Vesturlandi. Fyrirspurnin var I fjórum liðum og hljóöaöi svo: ,, 1) H vaða þá tt á tti sú bilun sem verið hefur á rafmagns- strengnum yfir Hvalfjörð frá 23. des. s.l. I þeim rafmagns- truflunum sem verið hafa á Vesturlandi undanfarið? 2) Eru fleiri ástæöur en veður- far sem komið hafa i veg fyrir viðgerð á Hvalfjarðar- strengnum? 3) Hvaöa áætlanir eru til um nýjar flutningslinur raforku til Vesturlands? 4) Hvernig verður brugðist viö, og aflað raforku fyrir Vesturland ef bilanir verða á linunnifrá Geit- hálsi að Vatnshömrum i Borgar- firði. Er þá t.d. búnaður til staðar tilað fá raforku frá Norðurlandi á vestursvæðið?” Hjörl eifur Guttormsson iðnaðarráðherra svaraði þessum spurningum og voru svör hans byggð á greinargerö frá Raf- magnsveitum rikisins. Svarið við fyrstu spurningunni hljóðaðisvo: „Litinn sem engan. Þess má þd geta, að i tveimur til- vikum á bilanatimabili strengsins hefði rafmagnstruflun á Vestur- landi staðið skemur en raun varð á, ef strengurinn heföi ekki veriö bilaður.” Svarið við annarri spurning- unni var eftirfarandi: „Strengur- inn er orðinn 23 ára.Viðskoðun á honum neðansjávar hefur komiö i ljós tæring á hlifðarkápu a.m.k. á einum stað i námunda við bilunarstaðinn. Vegna sifelldrar ótiðar og hafróts hefur ekki reynst kleift að kafa meðfram öllum strengnum, eins og nauð- synlegt er áður en til viögerðar kemur, en hún er ráðgerð i mai- mánuöi n.k.” Svarið við þriðju spurningunni hljóðaði svo: „Aætlaö er að ný h'na 220 kw ffá Hrauneyjarfossi að Brennimel veröi tengd haustið 1982. Þá er áætlað að ný lina 132 kw, verði lögð frá Brennimel að Vatnshömrum 1984 og frá Vatns- hömrum til Glerárskóga i Dölum Vinna við verksmiðjuframleidd hús: 1985, einnig 132 kw, lina. Þá er á áætlun lina frá Ólafsvik til Hellis- ands, sem ráðgert er að leggja á þessu ári, 19 kw, og ráögerð er 66 kw. lina frá Stykkishólmi til Grundarfjaröar og fyrirhugað samkvæmt fyrirliggjandi áætlun aðhún komi á árunum 1986-1987.” Svariö viö f jórðu spurningunni var svohljóðandi: „Takist að gera við sæstrenginn yfir Hval- fjörð og halda honum i rekstri, er hægt að þjóna Vesturlandinu, Snæfellsnesinu um hann. Að öðrum kosti getur orðið knappt um raforku á Vesturlandi, suð- vestanvert eða sunnanvert, ef linur frá Geithálsi, Brennimel og Vatnshömrum eða þar á milli bila.” Iðnaöarráðherra bætti þvi við að mikilvægt væri að flutnings- kerfi raforkunnar væri i sem bestu lagi. Það væri ekki nóg að hafa virkjanir og dreifa þeim um landið heldur þyrftu tengi- linurnar að vera I eðlilegu horfi. Yrðu menn aö hafa þetta i huga i sambandi við fjárveitingar tii orkumála. Skúli Alexandersson þakkaði Skiíli Alexandersson þingsjá ráðherra svörin en sagði kald- hæönislegt við það að búa, að sæ- strengur eins og sá sem er við Hvalfjörð, skuli vera bilaður frá þvi á Þorláksmessu og fram i mai, ekki sist þegar það sé svo staöfest í svari ráðherra að hug- myndin sé sú, að Vesturland búi við flutning raforku sem m.a. er tengdur þessum streng. Það megi kannski alveg eins búast viö þvi aö þessi strengur fari i sundur á næstu Þorláksmessu. Skúli lagði á þaö áherslu að fyrir næsta vetur yröi undirbúin raforkutengingin við Norðurland til að auka raforkuöryggi á Vesturlandi, en eins og er sé um mikið varaafl að ræða á Norður- landi. —Þ Söluskattur falli niður llelgi Seljan mælti I siðustu viku fyrir frumvarpi sem hann flytur ásamt Stefáni Guðmunds- syni, Agli Jónssyni og Eið Guðna- syni um að vinna við verksmiðju- framleiðsiu á barnaheimilum, leiKskólum, félags- og safnaðar- heimilum sem og atvinnuhúsnæði verði undanþegin söluskatti. Nú er i lögum ákvæði Þess efnis að ekki þurfi að greiða söluskatt vegna vinnu við ibúðarhúsnæði sem framleitt er i húseiningar - verksmiðju. Helgi Seljan var fyrsti flutn- ingsmaður að frumvarpi á sinum tima er fól i sér að öll vinna hjá húseiningarverksmiðju er sam- svaraði vinnu á byggingarstað yrði undanþegin söluskatti svo sem er um aðrar húsbyggingar. Það frumvarp náði ekki fram aö Afkoma ríkissjóðs 1980: TJtlit er fyrir greiðsluamang 1 gær var lögð fram á Alþingi skýrsla fjármálaráðherra um af- komu ríkissjóðs 1980 samkvæmt bráðabirgðatölum rikisbókhalds miðað við 31.12. 1980. Niðurstöðu- talan felur í sér greiðsiuhalla að fjárhæð 2581 miljónir gamalla króna en þessi tala er byggð á greiðslugrunni. Endanleg afkoma rikissjóðs sem kemur fram i rikisreikningi verður þó liklega nokkur önnur, en niðurstöðutala rikisreiknings byggir á rekstrar- grunni. I þessu sambandi ber að hafa i huga að skil á stærsta tekjustofni rikissjóðs, þ.e. söluskattier ávallt mánuði eftir að skattlagning fell- ur til. Athugun á gjaldföllnum en óinnheimtum söluskatti um s.l. áramót bendir til þess aö eftir- stöövar séu meiri en eðlilegt get- ur talist þegar tekið hefur verið tillit til verðbreytinga. Sýnt er að útistandandi óinnheimtar tekjur rikissjóös vegna sölugjalds 1980 vaxa um 3—4 miljarða króna vegna þessa, sem bæta mun greiösluafkomuna að sama skapi. Stööu ríkissjóðs i árslok má einn- ig skoða með tilliti til jafnvægis- áhrifa rikisf jármálanna. Afborg- anir lána i Seðlabanka ganga þá upp i rekstrarhallann og miðaö viö bráöabirgðatölur frá áramót- um veröur þá greiðsluafkoma rikissjóðs 5504 miljónir gamalla króna. Þetta er I annaö sinn siðan 1972 sem greiðsluafgangur verður hjá rikissjóði i þessum skilningi, þannig að rikisfjármálin hafa dregiö úr þenslu á árinu. —þ Skýrslan um útvarpið Menntamálaráðherrahefur lagt fram á Alþingi skýrslu um rikisút- varpið og er það i samræmi við beiðni 10 þingmanna. Skýrslan er með fylgiskjölum rúmar 60 blaðsiður og skiptist i eftirfarandi kafla: 1) Hagur og staða, 2) Framtiðaráform útvarps og sjónvarps, 3) Hvernig verður halli undanfarinna ára greiddur?, 4) Fjármögnun nýrrar lang- bylgjustöðvar, 5) Fjármögnun útvarpshúss, 6) Húsnæðisvandinn næstu ár, 7) Alyktanir um styrkingu dreifikerfis, 8) Fjárhagslegir þættir sjónvarpssambands um gervitungl,9) Hvenær ná stereoútsendingar til landsins alls? og 10) önnur útvarpsrás eða landshlutaútvarp. —Þ —Þ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.