Þjóðviljinn - 14.04.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.04.1981, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 14. april 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ Við verðum í skrípódei Idinni, mamma.... eða dótadeildinni, eða nammideildinni... Stjórnmálamennirnir: Alltaf með prófskrekk? A aðalfundi Verkfræöinga- félags Islands, sem haldinn var um miðjan mars hélt Egill Skúli Ingibergsson borgarstjöri tölu um samskipti verkfræöinga og stjórnmálamanna. Hann rakti stjórnkerfi borgarinnar, sem er eins og tvöfalt, þ.e. embættis- menn annars vegar og pólitlk- usar hins vegar og sagöi aö oft kæmi upp ágreiningur um af- greiöslu mála, bæöi málsmeö- ferö og endanlega afgreiöslu. Síðan sagöi borgarstjóri: Þessar umræöur veröa oft mjög skemmtilegar og voru mér mikilnýjungþegar ég byrjaöi aö taka þátti þeim, einkum vegna þess að mér læröist aö fleiri híiðar voru á hverju máli heldur en þær eöa sú, sem sneri aö beinni tæknilegri lausn og samanburði á sllkum. Viö bætt- ist sii hlið að pólitikusar skoða Hvurnin þessi nútimi leikur okkur. Þegar amma min dó rifumst viö systurnar um rokk- inn hennar. Nú sagöi hún Disa min viö mömmu I gær: Heyrðu amma, má ég svo ekki fá nafn- númeriö þitt, þegar þú deyrö? Helgi gegn lesendum málin meira út frá þeirri hliö- inni, sem snýr aö pólitiskum andstæöingum þeirra, þ.e. hver myndu viöbrögö þeirra veröa, hvaöa atriöimyndu þeir nota til aö gera litiö úr ákvöröun eöa jafnvel segja aö ákvöröun væri röng, hvaö mun hártogað og affært og hvernig skyldi þá svaraö. Þaö aö skoöa mál út frá - neikvæöri gagnrýni er oft mjög þarft þeim sem fyrir máli ætlar aö tala. Kannski kom mér mest á óvart aö sú afstaða kom upp i sumum málum aö þau átti ekki aö leysa. Þá hjálpuöu rök ekkert. Þá höföu vafalaust komiö inn í málin hin ágætu borgarmálaráö flokkanna, sem oft eru hiö raunverulega vald. Þá veröur pólitikusinn að spila á þau kort og er það stund- um greinilega erfitt. Fyrir okkur verkfræöinga hefur þetta vist varla komiö fyrir aö viö eigum að finna lausn á máli, sem ekki á aö nota til aö leysa verkefni heldur til aö leysa þaö ekki. í framhaldi af þessu fór ég auðvitað aö skoöa nánar hvernig stjórnmála- mennirnir flestir vinna og verö aö viðurkenna aö mjög margir þeirra eru dynamiskari og fljót- ari aö átta sig á ymsum hliöar- greinum heldur en stór hópur okkar verkfræðinga. En stjórn- málin eins og þau eru rekin, krefjast þess aö þeir, sem þau stunda séu sivakandi og alltaf aö undirbúa sig i próf, þvi það sem miöur fer hjá einum veröur öðrum til framdráttar og vinnu- dagur margra pólitikusa er langur. Við verkfræöingar lásum eins og „hestar”þegar munnleg próf voru framundan og reyndum aö vera viðbúnir alls konar óvænt- um spurningum sem tókst nú upp og niöur eins og gengur. Þetta er ástand sem stjórn- málamaðurinn lifir og hrærist i alla daga. Þeim tekst auövitaö misvel, stundum mjög illa, en þeirra daglegi vinnudagur er haröari en flesta grunar. (Úr Fréttábréfi VFI) viðtalid Frá og meö deginum -i dag breytum viö fyrirkomulagi keppninnar þannig aö lesendur utan af landi eigi betur kost á þátttöku. Lesendur hafa tvo daga til umhugsunar, og veröa leikirnir birtir á þriöjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Þannig er fresturinn til aö hringja inn næsta leik til kl. 18 á miövikudag. Lesendur léku i sínum 6. leik j ... Rg8-e7,og Helgi svarar með 7. Rf5-e3. (stööumynd) Þiö eigiö leikinn, og hafiö til kl. 18 annaö kvöld til að svara. —eik— Rætt við Eðvarð Hallgrimsson, Skagaströnd: Ég vil samninga — Jæja, hvað er nú mest á dagskrá hjá ykkur þarna nyröra þessa dagana? spuröum við Eö- varö Hallgrimsson á Skaga- strönd, er hann leit inn til okkar nú i lok næstliöinnar viku. — Ætli það sé ekki Blanda gamla. Þaö ætlar ekki aö ganga erfiöleikalaust að komast aö niðurstööu um þá virkjun eöa hvar eigi aö virkja næst. Mér finnst þetta virkjanatal vera fariö aö einkennast um of af hreppspólitiskum sjónarmiöum og viö það er ég ekki sáttur. Nú kemur þaö t.d. á daginn, aö Sultartangi er allt i einu oröinn utan eldvirkra svæöa. Mér finnst ferðalag Blöndunga suður hafa heldur ýtt undir þetta sjónarmiö og að einhverjir JC- kandidatar arki inn á Alþingi meö áskoranir um Blönduvirkj- un I bak og fyrir — er þaö ekki tvieggjuð framtakssemi? Fund- urinn i Húnaveri með sér- fræöingum og sunnanmönnum held ég aö hafi fremur orðið til þess aö skerpa skoðanaágrein- ing en hitt. Þegar fyrst var rætt um Blönduvirkjun þá var stóriöja tengd henni. Ég er andvigur erlendri stóriðju eins og hún hefur numiö hér land. Mér finnst sporin hræða. Þvi þykir , mér illt tii þess að vita ef Fljótsdalsvirkjun kemst ekki af án erlendrar stóriðju. Sultar- tangi finnst mér ekki inni i dæminu, samkvæmt stjórnar- sáttmálanum og þvi finnst mér það koma úr höröustu átt þegar ráöherra er að gæla viö þá hug- myndsem næsta virkjunarkost. — En nú er gert ráð fyrir að unntséaðvirkja Blöndu án þess aö stóriöja þurfti aö koma til, Eövarö Hallgrimsson ertu þá fylgjandi henni sem forgangsvirkjun? — Já, þaö er rétt, Blöndu- virkjun er nú ekki talin kalla á stóriðju. Og ég er fylgjandi henni. En ég er landsins maður og sé eftir þvi landi, sem þar fer undir vatn. En ég vil að samið sé um þetta mál og ákvörðun ekki tekin fyrr en samningar • hafa náðst. Ég held, að betri niðurstaða fáist með samning- um en eignarnámi. — En svo við vikjum þá að ööru, hvernig hefur atvinnu- ástandið verið hjá ykkur á Skagaströnd i vetur? — Það hefur verið gott. Togarinn hefur aflaö vel. Linu- bátarnir þrir hafa einnig aflað velengæftirnarhafa verið þeim erfiöari Svo mikill fiskur hefur borist að, að við höfum bæði farið út i saltfisk- og skreiðar- verkun, en þó næg atvinna i frystihúsinu. Annars var komin nokkur stöövun i atvinnulifiö á Skaga- strönd, en aflinn I vetur hefur breytt þvi. — Og svo eruö þiö að krækja i annan togara? — Já, viö eigum von á nýjum togara um næstu áramót. Jafn- framt iiggur fyrir, að fariö verði aö byggja nýtt frystihús. Komið var upp frystigeymslum i sumar og er það fyrsti áfangi byggingarinnar. Spurning er kannski hversu mikið á að hraða þessari byggingu.en ljóst er að hún verður e6ki komin á fæturna þegar nýi togarinn siglir hingað. — Hvernig hefur rækjuveiðin gengiö? — Hún hefur gengið nokkuð vel, gæftir sæmilegar og við erum langt komnir með að veiöa upp i kvótann. Þrir bátar stunda rækjuveiðar og mun af- koman hjá þeim góð. — Og alltaf er eitthvað verið aö byggja hjá ykkur? — Viö erum langt komnir með siöasta áfangann i byggingu leigu- og söluibúða og verða þær þá orönar 12. Siöastliöið haust voru teknar i notkun 4 Ibúðir fyrir aldraöa og stendur sýslu- sjóöur aö þeim. Var þegar flutt i þær. Þetta er aðeins fyrsti áfangislikrabygginga á Skaga- strönd. Trúlega verður ráöist i byggingu verkamannabústaöa hér i ár og væntanlega einnig hafnar framkvæmdir við slipp. Sveitarfélagið leggur að sjálf- sögðu fé til þessara framkvæmda svo það veit svo sem hvaö þá á að gera viö aurana sina. — Hefuröu ekki trú á þvi aö rikisstjórnin okkar tóri eitthvað ennþá? — Ég hugsa að hún sitji út kjörtimabiliö nema ef Oli Jóh, rjúki i aö mynda stjórn meö „flokksbrotinu” hans Geirs. Annars má vera að það hafi veriö misráöið á sinum tima aö gefa ihaldinu kost á að vera bæöi i stjórn og stjórnarand- stööu. Þvi tekst oftast aö skriöa saman þegar að dregur höröum, flokkspólitískum átökum. A hinn bóginn hefur maður ekki séð aðra eins vesöld til fjölda ára eins og þessa stjórnarand- stööu. 011 hennar viðbrögð miöast viö þaö eitt aö sprengja ríkisstjórnina án þess að hafa hugmynd um hvað við mundi taka annaö en þá ringulreiö. Er hún kannski það sem við þurfum? Litum á tillögurnar i virkjunarmálunum. Allt á að virkja I einu, engin virkjun tekin fram yfir aðra þvi alla á aö hafa góöa. Þetta minnir mest á kýr, sem sleppt er út úr fjósi eftir langa innistööu. Rassaköstin ganga i allar áttir. — mhg Þessar auglýsingar! wsfea n/n y°u oowa. Konum hefur löngum gramist hvernig auglýsendur hafa farið niörandi orðum um konur • eöa notaö likama þeirra i auglýsingaskyni. Sums staöar hafa veriö sett lög gegn niöurlægjandi auglýsingum, ■ annars staöar svara konur fyrir sig eins og meöfylgjandi mynd frá Englandi ber meö sér. Þar segir: ef þessibill væri kona yröi hann klipinn i rassinn og einhver (áreiöanlega kona) hefur bætt viö: ef sú kona væri bill myndi hún keyra þig niður. < 9 Q Q O Þh Dýrtiöin eykst! Hvar endar þetta? Launin duga ekki fyrir mat! Hvaö gerist þegar fólk geturekki Þá kemur verkfall, svo hækka launin. framleiðslan veröur dýrari osfrv, veröiö hækkar.... Má ég fá meira af félagsfræðikássunni?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.