Þjóðviljinn - 14.04.1981, Page 5

Þjóðviljinn - 14.04.1981, Page 5
Þriöjudagur 14. aprll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Spenna hefur aukist mjög í Mið-Ameríkuríkinu Nicaragua vegna aukinna umsvifa andstæðinga bylt- ingarstjórnarinnar sem tók við af Somoza einræðisherra í hitteðfyrra. Stjórnarandstaðan hefur látið stefnu Reagans Bandaríkjaforseta verða sér til aukins sjálfs- trausts og margir óttast, að gerð verði tilraun til að afturkalla byltinguna og koma til valda öflum sem þénanlegri séu valdhöfum i Washington. Veigamikill þáttur þessarar spennu eru ásakanir stjórnar Reagans um aö Nicaragua hafi séö skæruliðum i E1 Salvador fyrir vopnum. Stjórnvöld i Mana- gua hafa visað þessum ásökunum á bug. Um þetta segir einn af íoringjum Sandinista, jesúita- presturinn Fernando Cardenal: ,,Aö sjálfsögðu tökum við afstöðu með byltingaröflum i E1 Salva- dor. En við erum ekki svo heimskir að stjórn okkar sendi skæruliðum vopn og færi Banda- rikjamönnum þar með upp i hendurnar þær ástæður sem þeir gjarna vilja hafa til að ráðast inn i Nicaragua.” Samúð með byltingaröflum i E1 Salvador heyrist oft látin uppi i ræðum forystumanna i Managua og undir hana er tekið með ur og farið vaxandi vegna harðn- andi árása borgaralegrar stjórnarandstöðu (einkum MDN, Lýðræðishreyfingar Nicaragua sem svo er nefnd) og borgara- legra fjölmiðla á stjórn Sandinista. Ennfremur kyndir það undir óttann, að árásumiyrr- verandi þjóðvarðliöa Somoza i norðurhluta landsins hefur fariö fjölgandi á siðustu mánuðum. Allmargir meðlimir Sandinista- samtaka i afskekktum byggðum nálægt landamærum Honduras hafa fallið i þessum árásum. I rúst Ekki bætir það úr skák, að efnahagur landsins er enn i rúst- um eftir borgarastyrjöldina. Að visu hefur stjórninni tekist betur Nicaragua A varögöngu I norðurhluta iandsins: A hlaupum yfir landamæri Honduras hefur fjölgaö aö undanförnu. vigorðum á götum og torgum: „Nicaragua sigraði — E1 Salva- dor mun sigra”. Ýmisleg samtök safna og peningum til stuðnings við vinstriöflin i E1 Salvador. Mönnum rennur blóðið til skyld- unnar sem eðlilegt er: baráttan við „hefðbundinn harðstjóra” heima fyrir er öllum i fersku minni. býr sig undir Svínaflóaárás Æfasigá Florida Ekki alís fyrir löngu gátu blöð i Nicaragua haft það eftir Parade, sunnudagsútgáfu Washington Post, að fyrrverandi þjóðvarðlið- ar i sveitum Somoza einræðis- herra og aðrir andstæðingar bylt- ingarinnar i Nicaragua væru i þjálfun i þrem æfingabúðum á Florida — þvert ofan i bandarisk lög. Stjórnin i Managua hefur mótmælt þessu við stjórn Reagans, en ekki fara fregnir af viðbrögðum. Stjórnarandstaöan Ótti við innrás, sem Banda- rikjamenn styddu við bakið á hef- en búast mátti við að semja um hinar gifurlegu skuldir við útlönd, sem nema um tveim miljörðum dollara og útvega erlenda fjárhagsaðstoð, sem að visu er ekki fullnægjandi. En mikið af byggingum og fyrirtækjum eru enn i rústum eftir styrjöldina og viða er ekki hægt að framleiða ýmsar nauðsynjar af fullum krafti vegna skorts á tækni, varahlutum eða þjálfuöum mönn- um. Ýmsir hinna róttækari i liði Sandinista vilja bregðast við ástandinu með þvi að setja skorður við starfsemi stjórnar- andstöðunnar og með meiri þjóðnýtingu, en stjórnin hefur reynt að halda fast við þá megin- reglu, að fjölflokkakerfi skulihaft i heiðri og blandað hagkerfi. Um leið er unnið af kappi að þvi að undirbúa almenning bæði pólitiskt og með öðrum hætti fyrir nýjar þrekraunir. Viö öllu búnir Ofarlega á blaði er þá að undirbúa menn undir nýja „svfnaflóainnrás” (en Svinaflói heitir staður á suðurströnd Kúbu þar sem útlægir Kúbumenn reyndu að gera innrás með bandariskri aðstoð áriö 1960 og steypa stjórn Fidels Castros). Verið erað fjölga iher Nicaragua — i honum hafa verið 25—30 þús. manns en verða um 50 þúsundir. Þetta hefur leitt til þess að Bandarikjamenn hafa ásakað Nicaragua um að áforma árásir á granna sina á Mið-Ameriku. Og um leið fer fram mikil herferð til að smala fólki inn i alþýðulög- regluna, sem reynt verður að fjölga i um 300 þúsund manns. Hér er um að ræða einskonar léttvopnað heimavarnalið, sem á að reyna að halda uppi vörnum á hverjum stað þar til herinn getur komið til aðstoðar. (Byggt á Information) Allt eftlrlitið er nú hjá einni stofnun Vegna skýrslu Heilbrigðiseftir- lits rikisins um málefni Kisiliðj- unnar við Mývatn þar sem m.a. er fjallað um aðbúnað og holl- ustuhætti á vinnustöðum fyrir- tækisins hefur stjórn Vinnueftir- lits rikisins sent frá sér athuga- semd, þar sem bent er á, að sam- kvæmt lögum frá sl. áramótum sé allt eftirlit á þessu sviði falið einni stofnun, Vinnueftirliti rikisins og sé það verkefni hennar einnar að meta I nafni stjórnvalda aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum fslenskra fyrirtækja. 1 stjórn Vinnueftirlits rikisins eiga auk formanna sem tilnefnd- ur er af ráðherra sæti fulltrúar tilnefndir af Alþýðusambandi Islands, 3, einn frá Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, 2 frá vinnuveitendasambandi íslands, 1 frá Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna og 1 frá Sam- bandi islenskra sveitarfélaga. Þorsteinn frá Hamri, Sigurjón Pétursson og Hreiöar Stefánsson. (Ljósm.: eik). Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar: Hreiðar Stefánsson og Þorsteinn frá Hamri. Á laugardaginn voru afhent verðlaun þau sem Reykjavikur- borg veitir árlega fyrir bestu frumsömdu og bestu þýddu barnabók næstliðins árs. Verðlaunin hlutu þeir Hreiðar Stefánsson fyrir bók sina Grösin i glugghúsinu og Þorsteinn frá Hamri fyrir þýðingu sina á Gestir I gamla trénu. Hreiðar Stefánsson hefur skrifað 26 barnabækur með konu sinni, Jennu Jónsdóttur, og þrjár bækur hefur hann skrifað einn. Bókin Grösin i glugghúsinu, sem Iðunn gefur út, gerist fyrtr um það bilhálfri öld og byggir á eigin lifsreynslu höfundarins. 1 ávarpi sem Hreiðar flutti við afhendingu verölaunanna ræddi hann m.a. um það, að islenskar barnabækur hefðu átt undir högg að sækja þar sem annarsvegar væri fjölþjóðaprent ýmiskonar og hinsvegar einhliða krafa um umfjöllun þjóöfélagsvandamála samtlmans I barnabókum og þar með vanmat á öðrum viðfangs- efnum. • Gestir I gamla trénu kom út hjá Bjöllunni og hefur að geyma úrval‘margs hins bestaúr barna- bókmenntum heimsins. Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, afhenti 'verðlaun- in og minntima. á það að þótt það væri þvi miður ekki ábatasamt starf i f járhagslegum skilningi að skrifa barnabækur, þá væri það svo sannarlega ábatasamt aö þvi er varðar uppeldi og menningu: Án góðra barnabóka verða ekki til góðir lesendur.... Skrifstofustarf Karl eða kona óskast nú þegar til starfa á skrifstofu Miðneshrepps, Sandgerði. Umsækjandi þarf að hafa verslunarskóla- eða hliðstæða menntun auk reynslu i skrif- stofustörfum. Umsóknir sendist undirrit- uðum fyrir 23. mai n.k. Sveitarstjóri Miðneshrepps, Tjarnargötu 4, Sandgerði. UTBOÐ Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum i 4. áfanga aðveitu- lagnar frá Deildartungu að tengingu við núverandi lögn frá Bæ, samtals um 11 km. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræði- skrifstofu Sigurðar Thoroddsen, Armúla 4, Reykjavik, og Berugötu 12, Borgarnesi, og Verkfræði- og teiknistofunni Heiðar- braut 40, Akranesi, gegn 1000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu hitaveitunnar, Heiðarbraut 40, Akranesi, þriðjudaginn28. april kl. 11.30 VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ÁRMÚU 4 REYKJAVlK SlMI 84499

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.