Þjóðviljinn - 14.04.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.04.1981, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 14. aprll 1981 Þriöjudagur 14. april 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Þdr Sveinsson er rétt aö byrja aö renna leirkrús Eydis Guömundsdóttir pressar puntstrá á steinleirsplötu. Ljósm: Ella. Stiilkan er aö búa til disk I stelliö sem Glit framleiöir. Nytjalist og skrautmunir Leir er eitt þeirra efna sem maöurinn læröi aö nota sér til gagns fyrir mörgum árþúsund- um. i suöiægum löndum var leirinn notaöur til aö búa til alls konar ilát bæöi til eldamennsku , ogtil aö geyma I vln og matvæli. Þar sem kostur var á voru hús reist úr leir, sem sólin sá um aö þurrka. NU á dögum er leir einkum notaöur til nytjahluta, lista- menn hafa nýtt sér hann til sköpunar listmuna og heilu verkstæöin hafa risiö upp sem framleiöa hluti til daglegs brúks eöa skrauts. Uppi á Artúnshöföanum er verkstæöiö Glit og þangaö var blaöamönnum boöiö i skoöunar- ferö fyrir skömmu. Verkstæöiö er I stórum sal, en á neöri hæö- inni er verslun þar sem fram- leiöslan er til sýnis og sölu. Þegar verkstæöiö fór af staö var hugsaö stórt, iönrekendur sáu fyrir sér möguleika til Ut- flutnings og um 80 manns voru ráönir til starfa fyrsta kastiö. EnAdam var ekki lengi i þeirri paradis. Samkeppnin erlendis frá, lftill markaöur hér á landi og byrjunaröröugleikar uröu til þess aö starfsfólki fækkaöi verulega. Nú vinna um 20 manns hjá fyrirtækinu, en framleiöslan hefur vaxið bæöi aö fjölbreytni og gæöum. Mest er salan yfir sumarmánuöina þegar feröamannastraumurinn Steinblómiö tilbúiö; til hliöar má sjá sælkerakrúsir meö áletrun. stendur sem hæst, en meö þvl aö leirvörur hafa mjög veriö i tisku undanfarin ár hefur innlendi markaöurinn heldur tekiö viö sér. Hvernig veröur leirmunur til? Þaö fengum viö aö sjá þegar viö gengum um verkstæöiö. Fyrst veröur aö flytja leirinn og gler- unginn ásamt litum inn er- lendis frá. Hér á landi er enginn leir sem dugar til slikrar fram- leiöslu, einfaldlega vegna þess aö landiö og jarövegurinn er ekki nógu gamall. Leirinn er eins og blaut klessa þegar hann kemur i hendur þess sem mótar hlutinn, leirkera- smiösins, mismunandi stórir hlunkar eftir þvi hvaö á aö búa til. Viö horföum á Þór Sveinsson taka leirklump, setja hann á hverfistein (Oáréttan) og byrja svo aö móta hann meö hönd- unum um leiö og hjóliö snerist Hér er páskaegg aö veröa til. Glerungur borinn á krúsirnar. Heimsókn á leirmuna- verkstæðið Glit hf. meö miklum hraöa. Meö hönd- unum lagaöi hann leirinn til og hann varö aö krukku. - Á öörum staö var Eydis Guö- mundsdóttir aö gera steinblóm. HUn var meö puntustrá sem hún breiddi Ut á steinleirsplötu. Siö- an bar hUn á lit og glerung sem stendur á um tima; siðan er lit- urinn þveginn og leirinn settur I brennsluofn. Næst fylgdumst við meö leir- kerasmiö móta leir sem hún sagöi aö yröi kannski aö páska- eggi, kannski nokkuð höröu undir tönn.A neöri hæöinni kom- um viö svo aö brennsluofnun- um. Leirinn er settur inn á kvöldin og brenndur yfir nóttina (af þvi aö þá er rafmagniö ódýr- ara), siöan veröur hann aö kólna mjög hægt. Ef kólnunin fer of hratt fram er hætta á aö glerungurinn skemmist. Þegar allter komiö út Ur ofnunum eru munimir skoöa'ðir vel og vand- lega til aö ganga Ur skugga um aö ekki séu neinir gallar á. Viö leirmunagerð eru alltaf tölu- verö afföll, bæöi vegna þess aö leirinn er misjafn, mótunin tekst misvel og eins getur leir- inn kólnaö of snögglega eins og áöur er aö vikið. Eftir hringferöumverkstæöiö enduöum viö I versluninni þar sem hópur af Bandarikjamönn- um var aö kanna varninginn, en aö sögn forráöamanna verk- stæöisins er mikiö um þaö aö feröamenn komi og skoöi verk- stæöiö I leit aö Islenskum sér- kennum. Umþessar mundir er aö hefj- ast framleiðsla á nýjum leir- munum sem eru hannaöir af is- lenskum leirkerasmiöum, alls kyns nytjahlutir og skrautmunir sem eiga að hressa upp á heim- ilin og veita nýjum straumum inn I hversdagsleikann. — ká „Erum bjartsýnir þótt að þrengi um sinn 5? Magnús bóndi Finnboga- son á Lágafelli í Landeyj- um leit hér inn til okkar nú fyrir nokkru. Þótti bera vel í veiði með að inna hann frétta austan yfir Fjallið og einkum þá úr hans heimasveit/ Landeyjunum. Vikum við þá fyrst/ eins og siður er til sveita, að veðurfarinu undanfarið. 20 stiga hitamunur — Tiöarfar á siðasta ári var meö eindæmum gott, lengst af, sagöi Magnús. — Veturinn óvenju lognsamur, snjóléttur og voraöi snemma. Klaki fór hér mjög snemma Ur jörö. Voriö var og óvenju áfallalitiö hér um slóðir. Aö vfsu geröi kuldakast i fyrstu viku mai-mánaöar, meö verulegu frosti, en hér meö ströndinni setti niöur allmikinn snjó, sem hliföi jöröinni þessa fáu daga og kom þvi ekki neinn verulegur aftur- kippur I gróður hér af þessum sökum. Sumarið var sólrlkt og gott og haustið einnig, en nokkuö kalt. Fannst þó ekki mikiö fyrir frostinu vegna óvenjulegra logna og kyrröar i veöri. En um miðjan des. brá veru- lega til verri tiöar. Slöan hefur veöráttan veriö framúrskarandi leiðinleg, óvenjumikii snjóalög og ófærö, ekki sist kringum jól og áramót. Umhleypingar hafa veriö miklir þannig að stundum hefur hitamunur verið allt aö 20 gráöum i sólarhringnum, farið Ur 15—16 stiga frosti i 4—5 stiga hita. Þessu hefur fylgt veruleg veður- hæö og þaö á ölium áttum. Má þar einkum minnast óveöursins, sem gekk yfir landiö aðfararnótt þriöjudagsins 17. febrUar. Hér I sveit uröu þó ekki miklir skaöar. Þó fór eitt hlöðuþak og hluti af þaki ibúðarhúss á öðrum bæ og á stöku staö lá við aö ein og ein plata losnaöi, þótt ekki yröi meira Ur. En til marks um veöur- hæðina má geta þess, að mér er kunnugt um að tveir „sturtu”- vagnar tókust upp og fuku til. Aö ekki uröu frekari skaðar á mannvirkjum má eflaust rekja til þess, aö hér er meiri hluti bygg- inga nýlegurog traustur og einnig hins, aö hér hvessir oft svo léleg- ar byggingar standa ekki. Einfasa rafmagn óheppilegt — Þiö hafiö auövitaö verið vel „heyjaöir” eftir þetta góöa sumar? — Já, heyskapur i sumar gekk framUrskarandi vel, hey urðu feikn mikilaðmagni og með góöri verkun, en gæöi þeirra munu þó varia nema i meöallagi vegna þess hvaö spretta var ör. — Hvaöa heyverkunaraöferð notiö þiö einkum? — SUgþurkkun I einhverri mynd er, aö ég held, á hverjum bæ. Nokkuö margir eru meö fast- tengda rafmótora i stærri hlööum ,en I minni hlööum er viöa möguleiki á aö blása úr hita meö lausum blásara. Hér háir þaö verulega aö viö búum við einfasa rafmagn og getum þvi ekki fengiö svo stóra mótora sem þörf er á og þar aö auki eru þeir, sem fást, margfalt dýrari en þriggja fasa mótorar. Votheysgerð er hér nokkur en ekki almenn og stendur nokkuö i stað frá ári til árs. Blönduðbú — Reyndust dilkar ekki vel I haust? — Skepnuhöld voru góð og vænleiki dilka og folalda með albesta móti. Var þar verulegur munur á frá I fyrra. — Eruö þiö meö blönduð bú i Landeyjunum eöa er kannski hvorttveggja til? — BU eru hér langflest blönduð, kýr i flestum tilvikum aðal- bUgrein og svo sauðfé og hross. Hitter ab visu til aö búrekstur sé einhliða en þaö eru undantekn- ingar. Margireru meö kartöflurækt til heimilis, en fáir til sölu, nú seinni árin. Aftur á móti var garðrækt hér veruleg fyrir nokkrum árum. Svin munu vera hér á einum bæ. Dálítið er um hænsni, en allt er það i litlum mæli og fyrst og fremst til heimilisnota. Ekki veröur sagt aö áhugi sé á auka- búgreinum. Þó er einn bóndi að hefja ræktun á angórakaninum. — Hvaö eru ibúar margir i hreppnum? — Þeir eru eitthvað rúmlega 200 og hefur farið fjölgandi undangengin ár. — Miklar framkvæmdir hjá bændum? — Framkvæmdir einstaklinga voru meö minna mótiá sl.ári. Þó voru þrjú ibúöarhús i byggingu og er nú flutt i eitt þeirra. Þróttmikið félagslíf — NU er stundum kvartað yfir daufu félagslifi i sveitum, hvernig er þvi háttaö hjá ykkur? — Félagslif er hér gott. Við eigum félagsheimilið Gunnars- hólma. Þar fer fram kennsla fyrstu 6 bekkja grunnskólans. Hérerþróttmikiö ungmennafélag meö miklu starfi yfir veturinn. Stendur þaö fyrir „opnu hUsi” með ýmsu tómstundagamni og iþ-óttum. A sumrin er mikið um iþróttaæfingar. Svo sér félagið um dansleikjahald, stendur fyrir þorrablóti o.fl. En þaö, sem ég hygg aö sé óvenjulegast er það, aö yfirleitt er skipt um alla stjórnarmenn á hverju ári. Gefur það fyrirkomulag mjög góöa raun. Þá er hér kvenfélag, sem einnig er vel rekiö og starfsamt. Sinnir þaö bæði skemmtanahaldi og menningarmálum á ýmsum sviðum. Þá eru hér ýmis önnur félög svo sem bUnaðarfélag, hrossaræktar- félag, sauöfjárræktarfélag, naut- griparæktarfélag. hestamanna- deild o.fl. Oll eru þessi félög ágæt- lega lifandi og eiga sinn góöa þátt mhg rœðir við Magnús Finnbogason bónda að Lágafelli í Landeyjum I að gera sveitina ánægjulegri og byggilegri. Góð aðstaða í Gunnarshólma — Hvernig eruö þiö á vegi staddir með skólamálin? — Skólamál eru hér I allgóðu horfi. Eins og áður sagði er félagsheimilið Gunnarshólmi notaö að hluta til kennslu, en við þaö var annars byggöur skóli fyr- ir fáum árum og er þar nú hin besta aðstaða til allrar kennslu nema sundkennslu. Hún fer fram aö Skögum undir Eyjafjöllum. Hér eru starfandi tveir fasta- kennarar og höfum viö verið svo heppin að hafa sama skóla- stjórann i rúm 20 ár. Auk þess starfa svo stundakennarar i handmennt og tónmennt. Þá er einnig rekin i Gunnarshólma deild úr Tónlistarskóla Rangæinga. Eru þar æöi margir nemendur, bæði börn og full- orönir. Unglingar héðan i siöustu þrem bekkjum grunnskólans sækja nám á Hvolsvöll. Þar er sameiginlegur skóli fyrir fjóra hreppa: Hvolhrepp, Fljótshlíö, Austur-og Vestur-Landeyjar, og rekinn af þeim sameiginlega. Einnig hefur veriö rekinn þar fyrsti áfangi á iönbraut. Nemendum héöan er öllum ekið aö og frá skóla daglega. Má þvi segja aö ástand i skólamálum á grunnskólastigi sé gott hér I sveit. Aldurhnignar símalínur — Eins ogáöur sagði búum við hér við einfasa rafmagn. Er þaö mjög ófullnægjandi þar sem það, i mörgum tilvikum, takmarkar mjög notagildi þess viö bústörfin. Bilanatiöni er þó litil og góö viðgeröaþjónusta, sem gerir gallana diki eins áberandi og annars væri. — Samgöngur? — Þær eru góöar. Hér er yfir- leitt snjólétt og þvi sjaldan ófært af þeimsökum. Hins vegar finnst okkur viðhaldi vega vera mjög ábótavant, en þar er, eins og viðar, borið viö fjárskorti. — Eitthvað hef ég um það heyrt, aö simaþjónustan þyki ekki sem best hjá ykkur? — ÞU hefur heyrt þaö rétt. Hún er á afar lágu plani. Viö erum á opnum sveitasima, númer frá Hvolsvelliog eru allt upp 114 not- endur á hverri linu. Höfuðlin- urnar i hreppnum eru afgamlar, sU elsta sennilega frá þvi um 1910 og sU næst elsta frá þvi um 1920. Þar að auki liggja þessar linur þvert á aöal vindátt. Á virkum dögum höfum viö opinn sima frá kl. 8að morgni til kl. 9 siödegis. A helgidögum er opiö frá kl. 11 til kl. 7. En siðan er engin næturþjón- usta, aöeins um aö ræða aö einka- aöili svari neyöarhringingum verbi þeirra vart. Þetta ástand er þvi meö öllu óþolandi, en von er til að Ur veröi bætt I sumar. — Hvernig eruö þiö settir með læknisþjónustu? — HUn er hér ágæt. Héraðslæknir situr á Hvolsvelli og þjónar austurhluta Rangárvallasýslu. Þar er nú i byggingu ný heilsugæslustöö. A Hvolsvelli situr einnig tannlæknir. Þá má geta þess, aö Rangæingar eru aðiljar aö bygg- ingu SjUkrahúss Suöurlands á Selfossi.. Unga fólkið unir sér vel — Hvernig list bændum i Landeyjunum á næstu framtið? — Mér viröast bændur nokkuð bjartsýnir gagnvart framtiöinni. Vfö búum I góðri sveit, hér hafa veriö miklar framkvæmdir undanfarin ár og hér er mikið af ungu fólki. Meðalaldur bænda er hér lágur miöað við þaö, sem viöa gerist. Þær jaröir, sem lsonaö hafa, hafa allar byggst af ungu fólki. Við hljótum þvi aö vera bjartsýnir þótt að þrengi nú um stund. — mhg á dagskrá Ekki er hægt að búast við að fólk geri margt annað en vinna og sofa við slíkar kringumstæður, þreyta að loknum vinnudegi kemur í veg fyrir eðlileg mannleg samskipti jafnt innan heimilis sem utan íslenski draumurinn Helgina 21-22. febrúar birtist stórmerkileg grein i Þjóö- viljanum sem skirö var hvorki meira né minna en „Saman- burður á sænskri og islenskri vel- ferð”. Þar er sögð sagan um týnda sauöinn sem yfirgaf ættjörö sina, blindaður af draumsýn um gullkálfinn. En allt fór vel af lokum; islenski sauðurinn sneri heim reynslunni rikari og er nú sokkinn ofan i elsku hjartans yfir- vinnuna. Auðvitað er mjög spennandi aö einhver fari út i aö likja hinum ýmsu velferðum saman, en i um- talaöri grein er svo mikiö um rangfærslur og misskilning og það sem jafnvont er, gengiö er Ut frá fhaldssamasta fjölskyldu- munstri sem hægt er aö hugsa sér. Martröðin er sem sagt sU aö karlinn fær ekki aö helga sig launavinnu og svefni eingöngu, konan er rifin úr eðlilegu um- hverfisfnu og börnin lenda i klóm „uppeldisfulltrúa rikisins”. En einsogí öllum góöum ævintýrum leysast málin farsællega, — Jón er kominn heim! En þá vikur sögunni að verka- manninum. Við heimtum yfirvinnu „Fyrir hann þýöir ekkert að hugsa um yfirvinnu, slikt étur skatturinn upp með húð og hári. Eina lausnin hjá þessari Islensku fjölskyldu hlaut þvi aö vera, aö konan færi aö vinna úti.” Þarna kemur fram hin sanna ást á yfirvinnu. Viö höfum lengi vitaö aö sá Islendingur er aumur sem ekki vinnur yfirvinnu. En nú þegar timburmenn velferðar eru aö koma I ljós, er eins og spurn- ingarmerki hrannist upp fyrir aftan þetta fyrirbæri. T.d. er skipting vinnunnar ákaflega ójöfn, þegar einn maöur vinnur fimmtán klukkustundir á sólar- hring á meöan annar fær ekki vinnu árum saman. Auk þess er ekki hægt aö bUast viö aö fólk geri margt annaö en að vinna og sofa við slikar kringumstæður, þreyta aö loknum vinnudegi kemur i veg fyrir eðlileg mannleg samskipti jafnt innan heimilis sem utan. Enginn ætlast til að karlmaður þvoi upp eftir sig, hvaö þá aö hann tali viöbörn sin eftir fimmt- án erfiða tfmá i vinnunni. Nei, hUsmóðirnin biður börnin um aö hafa hljóttum sig, svo pabbi geti hvilt sig. Já, svo þaö er neyðarlausn aö konan fari Ut að vinna? Þaö má kannski segja þaö svo lengi sem heimilisverkin eru talin hluti af likamsstarfsemi hennar. Svo lengi sem hUn mætir á vinnustað án þess aö hafa notiö hvildar og aöhlUunar (sem hún hefur veitt öörum fjölskyldumeðlimum) og getur hvorki veriö 100% vinnuKraftur né 100% móöir, hús- móöir og eiginkona. En er ekki heldur svört framtiðarsýn aö ætla fjölskyldu morgundagsins aö lita þannig Ut? Seinna I grein sinni fer þessi „rauði penni” alveg út af laginu, þegar kjökrað er yfir blessuðum börnunum sem þurfa að hirast á uppeldisstofnunum undir umsjón einhverra ókunnra jóna og gunna. Já, þaö voru aörir timar, þegar karlar voru karlar, konur og börn fengu að vera heimahjá sér undir ástrikri umsjón kvendýrs þess sem setti þau i heiminn. Þessir bölvuðu skattar En rikisbáknið er ekki bara uppeldisfulltrúar sem troða auð- valdsáróöri i börnin, heldur er þaö h'ka helvitis skattstofan. Skatturinn étur upp alla yfir- vinnu. — Það skyldi þó aldrei vera aö einhver jákvæöur til- gangur væri með þvi skatta- álagningarfyrirkomulagi sem tiðkast i Sviþjóö og Danmörku? Til dæmis aö sporna gegn yfir- vinnu fólks? Kannski þurfti aumingja maöurinn aö borga meira I skatt I Utlandinu, en hvaö fékk hann ekki lika I staðinn? Ekki þekki ég sænska velferö af eigin raun, en ef hUn Ukist danskri frænku sinni, þá má fljótlega nefna ódýra læknisþjónustu, svo ekki sé minnst á menntunina sem viö tslendingar fáum svo til ókeypis hér Uti. Það sem vegur kannski þyngst á metunum er þó atvinnu- leysisbótakerfið sem er mun þróaöra hér en heima á Islandi og hefur þráttfyrir allt átt sinn þátt i aö eymd fólks hefur ekki oröið eins sterk og ella I kreppunni. Þvi er hinn vinnandi skattborgari öruggari, kannski missir hann vinnuna, en hann hrapar þó ekki strax ofan i fjárhagslegt ræsi. Nóg eru vandamálin samt. Þaö er ekki nóg meö að skatt- arnir hiröi alla yfirvinnu til sin, heldur er það sænska samgöngu- kerfiö sem rænir 1—3 klst. dag- lega i ferðir til og frá vinnu. Nú verð ég að viðurkenna að ég þekki litið sem ekkert til samgöngu- tækja i Sviþjóð. En hitt man ég, aö þegar ég var siðast heima gátu SVR státað af tveimur ferðum á ' klukkustund eftir kl. 19 en um það leyti lýkur vinnudegi margra. Hinar strjálu feröir hinna annars prýðilegu strætisvagna gera sitt aö verkum til aö einkabilisminn á Islandi gæti gefið til kynna að vér Islendingar værum oliukóngar heimsins; engin orkukreppa hér. En þá dettur mér verkamaður- inn i hug, þessi sem flúöi átta stunda vinnudag i Sviþjóö. Ef hann hefur verið heppinn þá vinnur hann nú fyrir launum á þeim tima dags sem hann sat i strætó á heimleið i Gautaborg. En sjáið þið til, þá á hann enn eftir aö komast heim. Hvað gerir hafnar- verkamaður sem býr I Breiö- holti? Nær hann siðasta strætó heim, eða sefur hann á Hlemmi um nætur? Eftir allan samanburðinn undr- ast greinarhöfundur og segir: „Þau voru sem sagt stödd i gósenlandinu Sviþjóö, i nákvæm- lega sama stakk og þau voru við heima”. Þessi setning hans býður eiginlega upp á að hann byrji samanburöinn upp á nýtt, en út frá nýjum forsendum. Jafnréttishvað? Þegar hann hefur staldraö viö hjá verkamanninum og fylgiliði hans, litur hann út yfir þjóðfélag og sögu, leggur óhræddur Marteini Lúther og Max Weber orö i munn (kannski i skjóli þess aö þeir skildu ekki islensku og læsu þaöan af siður Þjóöviljann, þótt þeir væru á lifi), en kemur svomeð trompið: „Jafnréttisbar- átta tuttugustu aldarinnar pass- aði eins og höndin i hanska of- framleiðslu og ofneyslu hins seinkapitaliska þjóðfélags”. Hver er jafnréttisbarátta 20. aldar- innar? Hingaö til hefði ég haldið aö erfitt væri að setja hinar ýmsu bylgjur sl. 80 ára undir sama hatt. Hvort kom fyrst, hænan eða eggiö? Voru það kvenréttinda- konur sem sendu karlmenn út i heimssty rjaldir, svo þær fengju vinnu i verksmiðju? Voru þaö russukussur sem ráku húsmæöur eins og fé Ut á glorsoltinn vinnu- markaöinn, leikvang atvinnu- rekenda fyrir rúmum áratug? Er þaö ekki frekar sami karlakórinn sem söng lofgjörö um aö konur færu Ut aö sýna sig fyrir rúmum áratug og sem syngur nú um heilagleika móöurhlutverksins? Eru þaö ekki þessir sömu söngvarar sem notfæröu sér fölskvalausa gleöi kvenna yfir eigin vasapening til aö rýra smám saman kaupmátt launa, svo fljótt varð bráö nauðsyn en dcki leikur aö heimili þyrftu tvær heilar fyrirvinnur? Nei, þaö voru kannski þessar kvenréttindakerlingar sem böröust fyrir að vinnudagur kon- unnar tvöfaldaöist. Ja, svona get- ur maöur misskilið hlutina. 1 einfeldni minni haföi ég skiliö þaö svo að nýjsta jafnréttis- bylgjan heföi risiö, eftiraökonur komuút á vinnumarkaö. Þar með heföu þæröðlast tvöfalda reynslu, þekkt bæði heimilislif og atvinnu- lifá meðan karlinn þekkti aðeins hiö siöarnefnda. Þar meö heföu þær betur getaö séö vankanta þjóöfélagsins og þvi slagoröiö um aö einkalifiö væri ekki siöur pólitiskt en launasamningar á vinnumarkaðnum. Sögur Rómeós undir ghigga fjallkonunnar „Enn sem komiö er hefur Island dcki njörfast jafnhrylli- lega niöur I þessum niöurskuröi á jafnréttinu undir slagorðinu aukiö jafnrétti, svo að möguleik- ar okkar til að velja aöra leið eru ekki jafn takmarkaðir og hér i Sviþjóö”. Þessi setning þarfnast hreinlega skýringar af hálfu greinarhöfundar. Hverjir eru val- kostir verkamanns á tslandi? Aö velja á milli 48 stunda eöa 60 stunda vinnuviku? Ég get ekki séö annað en aö svona fööur- landssmjaður sé tilgangslaust. Fjarlægðin gerir aö visu fjöllin blá, en sU staðreynd er óhögguö aö islenski draumurinn hefur litiö aödráttarafl á margt fólk sem leggur ekki I eöa hefur ekki áhuga á tryllingsdansi verðbólgunnar. 1 lokin get ég ekki stillt mig um að velta fyrir mér, hvernig grein þessi er sett upp. Hún er skreytt með mynd af mönnum við vinnu á skipasmíöastöö. ósjálfrátt leiöir þaöhugann að þeim fjölda manns sem flýði hægri stjórn „borgara- flokkanna” fyrir rUmum áratug og fengu ma. vinnu i Sviþjóö. En nú eru aörir og betri timar, nú snýr þetta fólk heim, frá gósen- landinu Sviþjóö til fyrirvinnu- paradísarinnar tslands, þar sem vinstri stjórn Gunnars Thorodd- sens situr við stjórnvölinn. Málgagnið okkar skyldi þó aldrei vera málgagn rikisst jórnar- innar? Kaupmannahöfn, 24. mars 1981 Erla Siguröardóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.