Þjóðviljinn - 16.04.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Síða 3
Fimmtudagur 16. april 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Ný reglugerð um staðalíbúðir og byggingalán: Stærri fjölskyldur fá nærri lán Lánin hækkuð ársfjórðungslega i mai og júni veröa greidd út byggingalán Ilúsnæöismálastofn- unar til þeirra umsækjenda sem geröu fokhelt á fyrsta ársfjórö- ungi þessa árs. i fyrsta sinn verö- ur nú miöaö viö fjölskyldustærð umsækjenda sem skipt hefur veriö I fjóra flokka. Lánin eru frá 8.4-14.7 miljónum gamalla króna en öll eru þau sama hlutfall af Afmælis- fundur AA 27. afmæiisfundur AA—sam- takanna veröur haldinn I Há- skólabió á föstudaginn langa. Fundurinn er aö þessu sinni I umsjá Samstarfsnefndar Reykja- vikurdeilda AA—samtakanna, öllum opinn og hefst kl. 20.30. Að venju veröa kaffiveitingar aö loknum fundi. byggingakostnaöi staöalibúöa sem Húsnæöismálastjórn hefur iátiö teikna og kostnaöarreikna vegna þessara nýju ákvæöa, sem eru i húsnæöislögunum frá i fyrra. Ný reglugerö um þessar nýj- ungar var kynnt á blaöamanna- fundi Svavars Gestssonar félags- málaráöherra i gær. Staöal- ibúöirnar sem viö er miöað, eru hannaöar i parhúsi eöa raöhúsi, stærðirnar eru fjórar og miða við þarfir misstórra fjölskyldna. ibúðirnar eru rúmgóðar og vandaðar aö allri gerö og i þeim gæðaflokki sem almennt viðgengst hér i einbýlis- og raö- húsum. Sem fyrr segir eru staöalibúðir- nar ferns konar, einstaklingsibúö (65 ferm), ibúö fyrir -2ja-4ra manna fjölskyldu (115 ferm ), íbúö fyrir 5-6 manna fjölskyldu og ibúö fyrir 7 manna fjölskyldu og fjölmennari. Byggingakostnaöur einstaklingsibúöarinnar er um 43 miljónir gamalla króna og lán til einstaklinga nema 8.4 miljónum g.kr. 2ja-4ra manna byggingalán sem er algengasta fjölskyldu- stærö umsækjenda nemur 10.7 miljónum g.kr. og er bygg- ingakostnaður staöalibúöar fyrir þennan hóp 55 miljónir, g.kr.5-6 manna fjölskylda fær 12.7 miljón- ir g.kr. i lán og byggingakostn- aöur staöalibúöarinnar er 65 mil- jónir g.kr. 7 manna fjölskylda og stærri fær 14.7 miljónir g.kr. i byggingarlán en kostnaður við staðalibúö fyrir þessa fjölskyldu- stærð nemur 75 miljónum g.kr. Þessar tölur miöast viö þá sem geröu fokhelt á fyrsta ársfjórö- ungi þessa árs, en héöan i frá veröur lánsfjárhæöin hækkuö ársfjóröungslega I stað þess aö áöur var hún hækkuð aöeins einu sinni á ári. Meðal annarra nýmæla i reglugerö sem félags- málaráöherra setti i þessari viku er heimild til að taka aldrað fólk inn sem þarf umönnunar viö inn i fjölskylduna og öölast meö þvi rétt á hærra láni. G-lán, þ.e. lán til kaupa á eldra húsnæöi veröa einnig miöuö viö fjölskyldustærö. — AI. Kortsnoi tU Islands Askorandinn i næsta HM ein- vigi I skák, Viktor Kortsnoi kemur til tslands á 2. páskadag, sem gestur Taflfélags Reykja- vikur i tilefni af 80 ára afmæii. félagsins. Þaö sem hæst ber viö þessa heimsókn Kortsnois eru 3 fjöltefli sem hann mun tefla hér á landi og hæst þeirra ber fjöltefli sem hann mun tefla i sjónvarpssal. Þar mun hann keppa viö 7 Islendinga og veröur um klukkufjöltefli aö ræöa, þar sem Kortsnoi hefur 2 klst. gegn öllum skákmönnunum sem hver og einn hefur 2 klst. fyrir sig. 100 ára i dag: Hugborg Runólfsdóttir Hundraö ára er i dag Hugborg Runólfsdóttir frá Bólstaö. Hug- borg er fædd aö Ketilsstöðum i Mýrdal 16. april 1881. Foreldrar hennar voru Runólfur Sigurðsson frá Ljótarstööum i Skaftártungu, f. 1836 og Vilhelmina Eyjólfsdótt- ir, f. 1839. Ariö 1902 giftist Hugborg, Böövari Sigurössyni frá Rauö- hálsi I Mýrdal, en hann var fædd- ur áriö 1866. Þau hófu búskap sinn aö Ketilsstööum en áriö 1904 flutt- ust þau aö Bólstaö i Hvamms- hreppi. Þeim hjónum varö niu barna auðið, en átta þeirra kom- ust upp. Ariö 1922 missti Hugborg mann sinn, en hún bjó að Bólstaö til árs- ins 1950, er hún flutti til Vikur i Mýrdal og hefur búiö þar síöan hjá börnum sínum, lengst af hjá þeim hjónum Vilhelminu dóttur sinni og Eiriki Jónssyni manni hennar, þar sem hún dvelur nú. Hugborg hefur enn fótaferö, en hefur farið aftur til heilsu nú siö- ustu árin. Fyrir þremur árum átti sá er þetta ritar langt samtal viö Hugborgu og var hún þá skýr og viðræðugóö. Hugborgu eru i dag fluttar kveöjur og árnaöaróskir. Bó Þeir sem tefla viö Kortsnoi i sjónvarpinu á þriðjudaginn eru: Björn Þorsteinsson, Daði Guð- mundsson, Guömundur Agústs- son, Gunnar Gunnarsson, Gylfi Þórhallsson, Jóhann Hjartarson og Elvar Guömundsson. Auk þessa mun Kortsnoi tefla fjöltefli viö 35 bankamenn á miö- vikudag og á fimmtudag teflir Kortsnoi svo fjöltefli viö 35 til 40 menn á vegum TR og fer þaö fjöl- tefli fram aö Hótel Borg og verö- ur fólki heimill aögangur aö þessu fjöltefli. —S.dór. ANGLO-CONTINENTAL EDUCATIONAL GROUP ls;i=jel Lærið ensku í Englandi Um 200 manns sóttu ACEG-skólana i Bournemouth á Suður-Englandi, frá íslandi á siðastliðnu ári. Nú bjóðum við enn 5 ferðir á Novaschool, 31. maí-21. júni.^13. júli-2. ágúst og 6. sept. Flogið er með þotum Flugleiða til London. Nemendum ekið til Bournemouth. Gist hjá enskum fjölskyldum, hálft fæði virka daga, en fullt fæði um helgar. 15 tima kennsla á viku og góð aðstaða til sjálfsnáms á skólan- um. Hægt að taka þátt i alls kyns iþróttum og leikjum á staðnum. Auk þess farnar skoðunaferðir. Alltaf eitthvað að gerast á hverjum degi á vegum skólans — og allt i þágu námsins. Lágmarksdvöl eru 3 vikur, en hægt að dveljast 4 vikur, og svo framlengja um 3 vikur i senn. Pantið tímanlega, þvi við sendum takmarkaðan fjölda í hverja ferð. Við sendum ykkur bæklinga og umsóknareyðublöð. Fyrir þá sem hyggja á meira sérhæft nám, þá eru á ACEG, 16 skólar og um 40 námskeið, sem rekin eru samtimis. Skólinn undirbýr einstaklinga og hópa undir framhaldsnám, undir- stöðunám, en einnig nám i sérhæfðri ensku, svo sem banka- menn, viðskiptamenn, flugmenn, visindamenn svo nokkuð sé nefnt. Einnig eru svokallaðir Junior-Sphools, sem byggðir eru á heimavist og reknir aðeins yfir sumarið. Þá er hægt að taka orlof og samhæfa það enskunáminu. Dragiðy ekki að panta Allar-> ■' upplýsingar hjá Feróaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR Gnoöavog 44-104 Reykjavik - Simi 86255

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.