Þjóðviljinn - 16.04.1981, Síða 5

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Síða 5
Fimmtudagur 16. april 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 uppá aö bjóöa viö flutning þess- ara verka, en leikstjórinn hefur llka nýtt möguleika þeirra af sér- stakri útsjónarsemi. Fyrir tuttugu árum siöan þótti manni Skemmtiferö Arrabals aldeilis stórskritiö og fáránlegt stykki. Nú orkar það á mann sem afskaplega raunsönn lýsing á fáránlegum heimi striösins. Mér Svarrir Hólmarsson skrffar um virtist áhorfendur Uka taka þvi þannig. Uppsetningin byggir mjög á taktfastri hreyfingu og hljóðum og áhrifin veröa nánast ritúölsk — viö erum aö horfa uppá athafnir sem hafa gerst ótal sinnum i sögunni og eiga vafa- laust eftir aö gerast ótal sinnum. Þaö er ógnvekjandi blær yfir sýningunni sem mögnuð tónlist Leifs Þórarinssonar og stórfeng- legur hljómburður iþróttasalar- ins eiga mikinn þátt i aö efla og Viðar spilar og spilar Viöar Alfreösson spilar og spilar heitir nlu laga hljómplata sem fyrsti hornleikarinn I Sinfóniuhljómsveit íslands sendi frá sér i gær. Viðar hefur um margra ára skeiö veriö i fremstu röö tón- listarmanna hér á landi. A árun- um 1958—71 var hann erlendis viö nám og störf. Meöal annars lék hann á horn meö útvarpshljóm- sveit BBC, en um hverja lausa stööu I þeirri hljómsveit er stór hópur manna. Platan Viðar Alfreösson spilar og spilar er tviskipt aö efni. 1 fimm lögum sér jazzkvartett um flutninginn. Meö Viðari I kvart- ettinum eru Guðmundur Ingólfs- son pianóleikari, Arni Scheving bassaleikari og Guömundur Steingrimsson trommuleikari. Viöar Alfreösson útsetur lögin sjálfur. Eitt þeirra samdi hann einnig. Þau fjögur, sem eftir eru, eru útsett fyrir stóra hljómsveit. Þaö verk vann Bob Leapter, kunnur breskur útsetjari. Lögin eru Cavatina úr kvikmyndinni The Deer Hunter, As Long As He Needs Me úr söngleiknum Oliver, bandariska lagiö Making Woophee og If He Walked Into My Life. Á plötunni Viöar Alfreösson spilar og spilar sýnir Viöar fjöl- hæfni sina. Hann blæs ekki ein- asta i franskt horn og flugelhorn, heldur einnig trompet, takka- básúnu og tubu. Dreifingu annast Skifan. Breiöholtsbúar: Leysid kennara- v » deiluna! Framfarafélag Breiðholts III hefur sent Ingvari Gislasyni menntamálaráðherra eftirfar- andi ályktun: „Stjórn Framfarafélags Breið- holts III skorar á fræðsluyfirvöld aö beita sér fyrir tafarlausri lausn á deilu þeirri er upp hefur komið milli kennara Fjölbrauta- skólans i Breiöholti og launa- deildar fjármálaráöuneytisins. Hörmum viö aö deila þessi komi svo hart niður á fjölmennum hópi nemenda meö ófyrirsjáanlegum afleiðingum”. spennandi staður fyrir börn og fullorðna! MINI ein af þeim allra bestu! Rimini - ein af allra vinsælustu baðströndum Evrópu - iðandi af lífi og fjöri allan sólar- hringinn. Fyrsta flokks baðströnd, frábærir veitinga- staðir, fjöldi diskóteka, skemmtistaða og næturklúbba - allt hjálpast að við að gera Riminiferðina líílega og skemmtilega frá morgni til miðnættis - og jafnvel lengur! Börn og fullorðnir skemmta sér víða saman, t.d. í tívolí, sædýrasafni, rennibrautasund- laugum, á hjólaskautavöllum, skemmtigörð- um og víðar. Skoðunarferðir til Rómar (2ja daga eða viku- ferðir), Feneyja, Flórenz, San Maríno og víðar. Fáránlegur raunveruleiki Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 U.M.F. Skallagrimur sýnir SKEMMTIFERÐ A VIGVÖLL- INN eftir Fernando Arrabal og A ROMSJÓ eftir Slawomir Mrozek Leikstjóri: Inga Bjarnason Tónlist: Leifur Þórarinsson Borgnesingar hafa af miklum dug og myndarskap ráöist i aö setja upp tvö af sigildum verkum absúrdismans og gert þaö meö óvenjulegum og eftirminnilegum hætti. Sýningarstaöurinn er nýlegt Iþróttahús i Borgarnesi, Skemmtiferöin er flutt I iþrótta- salnum en A rúmsjó i innisund- laug. Þótt ýmsir erfiöleikar hljóti aö hafa veriö þvi samfara aö breyta þessum stööum I fullgild leikhús búa þeir báöir yfir kostum sem venjulegt leikhús hefur ekki styrkja. Leikstjórinn hefur lagt höfuöáherslu á nákvæmni i hreyf- ingu og náö furöugóðum árangri og vegur þaö mikiö upp reynslu- leysi leikaranna og skort á tækni- getu i túlkun og textaflutningi. A rúmsjó er hreyfingarminna verk en skemmtiferöin og reynir meira á leikarana, og vitaskuld megna þeir ekki aö koma verkinu fyllilega til skila, en tekst samt aö vekja verulegan óhugnað undir lokin. Leikstjórinn hefur fram- kvæmt kynskipti á einni persón- unni — sá af þremenningunum sem fórnað er i lokin er leikinn af konu. Þetta er sjálfsagt sprottiö af leikaraskorti, en kemur óneitanlega ágætlega út þegar hinir taka að höföa til fórnar- lundar konunnar osfrv. Meö snjallri lýsingu og skemmtilegri umgerð kertaljósa og tónlistar tekst Ingu Bjarnason aö gera sundlaugina i Borgarnesi að ævintýraheimi, einmitt staö þar sem fáránlega raunveruleg ævintýri eins og þaö sem Mrozek er aö segja okkur geta gerst. Inga hefur sýnt meö hug- kvæmni sinni, vandvirkni og elju- semi hversu miklum árangri er hægt aö ná þrátt fyrir reynslulit- inn leikhóp. Aðstandendur sýningarinnar geta svo sannar- lega veriö ánægö meö aö hafa sett upp fullgildar sýningar á tveimur mikils háttar nútimaverkum. Sverrir Hólmarsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.