Þjóðviljinn - 16.04.1981, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. aprii 1981. Síðari grein Kosninga- horfur í Frakklandi e.m.j. skrifar frá París Marchais og Mitterand: þú hefur sveigt til hægri... Og þú f austur... Klofningur vinstrimanna Þótt hægri menn í Frakklandi séu klofnir í Giscard-sinna og Gaullista eru engar likur á að það veiki stöðu þeirra í kosn- ingunum: allt bendir til þess að Giscard hafi yfir- höndina í fyrri umferðinni/ Chirac muni þá ganga til stuðnings við hann með pomp og pragt og það muni styrkja stöðu hans allveru- lega. þannig að hann eigi enn auðveldara með að koma fram sem ..nýr maður". Klofningur vinstri manna, sem rní hefur staðið yfir i riím þrjú ár er hins vegar annars eðlis. Hann hefur valdið einhverjum hinum rækilegustu umskiptum i franskum stjórnmálum á siðari árum: fyrir 1977 voru nefnilega allar horfur á þvi að vinstri bandalagið myndi komast til valda i nálægri framtið, en þegar upp Ur þvi slitnaði var endanlega lokið þeirri vinstri þróun sem staðið hafði yfir i fimmtán ár og sigurhorfur vinstri manna virtust á enda um sinn. A þeim tima neit- uðu margir róttæklingar að horf- ast I augu við staöreyndimar: þeir lögðu tnlnað á þann áróður komrminista að sósialistar hefðu „sveigt til hægri” og árásir kommúnista á þá væru nauösyn- legar til aö drösla þeim aftur yfir á rétta veginn. En eftir þvi sem mánuðirnir liðu fylgdu kommUnistar þessari stefnu sinni fram af æ meiri haröneskju, og hversu ötulir sem róttæklingar voru við aö berja hausnum við steininn, var ekki hægt að neita þvi til lengdar að vinstri banda- lagiö var Ur sögunni af þvi að kommUnistar höfðu ákveðið að rjUfa það, en kenningar þeirra um „hægri sveiflu” sóslalista voru ekki annab en átylla, sem engan gat blekkt til lengdar. ÞessikUvending kommUnista var reyndar enn umfangsmeiri, þvi að henni fylgdi lika fráhvarf frá „EvrópukommUnismanum”, vin- slit við ítalska kommUnista en fylgispekt við Sovétstjórnina. Þegar tók að hilla undir forseta- kosningarnar varð það smám saman augljóst að aðalmarkmið þeirra var að koma I veg fyrir að Mitterand næði kosningu. Kommúnistar Þótt stefna kommUnista sé nU flestum ljós hefur gengið erfiðlega að finna einhverja skýringu á þessum umskiptum, og er skemmst að segja að engin af þeim kenningum, sem settar hafa verið fram, virðist nægjan- leg, þótt vera megi að hver um sig hafi að geyma einhvern hluta sannleikans. Það er þvi rétt að rekja þær i' stuttu máli. SU kenning hefur verið sett fram aö ráðamenn franska kommUnistaflokksins séu klofnir i þrjá mismunandi stóra hópa. Einn þeirra sé fylgjandi vinstri samvinnu við sósialistaflokkinn en annar hallist hins vegar að einhvers konar „sögulegu sam- komulagi” við Gaullista. Þessir hópar séu álika stórir, þannig að hvorugur þeirra geti náð yfir- höndinni hjálparlaust. Þriðji hóp- urinn vilji loks að flokkurinn haldi sér fjarri bandalagi viö aöra flokka af hvaða tagi sem eru, heldur biði hreinn og tær i pólitiskum meydómi eftir bylt- ingunni — eða þá komu brUðgumans Ur austri... NU telja fylgismenn þessarar kenningar að þriöji hópurinn sé svo örsmár að hann geti engan veginn knUÖ flokkínn til að taka upp þessa stefnu og gripa þá til þess ráös að styöja jafnan þann hópinn af hin- um tveimur, sem virðist eiga lengra i land með að hrinda markmiði sinu i framkvæmd. Arið 1962, þegar „sögulegt sam- komulag” viö Gaullista virtist ekki fjarri lagi (m.a. vegna utan- rikisstefnu de Gaulle) hafi þessi þriðji hópur þannig stutt þá, sem vildu stefna að vinstri samstarfi við sósialista, svo aö hann fékk yfirhöndina. Þá var sósialista- flokkurinn nefnilega I mikilli niðurniðslu, ferli Guy Mollet, leiðtoga þeirra, var lokið og kommUnistar töldu sig af ýmsum ástæðum hafa I fullu tré viö Mitterrand, sem var þá upprenn- andi leiðtogi vinstri manna þótt hann væri utan flokka. En fimm- tán árum siðar, þegar bandalagið við sósialistaflokkinn virtist loks ætla aö bera árangur og Mitterr- and formaður hans var oröinn einn sterkasti stjórnmálamaður Frakklands, hafi þessir menn hins vegar snUið viö blaðinu og stutttil valda hina, sem voru and- vigir vinstri samstarfi. Sjálfsagt er einhver fótur fyrir þessari kenningu, en lfklegt er þó að klofningur innan kommUnista- flokksins sé flóknari og breyti- legri en hUn segir til um og snUist um viðtækari málefni. Hreinir flokks- hagsmunir Aörir leita einfaldari skýringa. Telja þeir að leiðtogar kommUnistaflokksins hafi orðið skelfdir, þegar i ljós kom að sam- starfsflokkur þeirra hagnaðist meir á bandalaginu en þeir, fylgi hans jókst ört meðan fylgi þeirra sjálfra stóð i stað, og hann virtist geta ráöið ferðinni. KommUnistar hafi þá farið aðóttast að þeiryröu aldrei annaö en annars flokks stuöningsaðili, og misstu sérleika sinn,og þannig myndi flokkurinn leysast upp i breiðri vinstri fylk- ingu. Þvi hafi þeir kosið að leysa upp samstarfið til að styrkja flokkinn sjálfan — og fórna þannig væntanlegri stjórnarsetu fyrir hreina flokkshagsmuni. Þessi kenning er að mörgu leyti hæpin, þvi að hin nýja stefna flokksins virðist sist ætla að færa honum aukið fylgi og efla áhrif hans i Frakklandi — þvert á móti hefur hUn valdið alvarlegri kreppu innan hans eins og siðar veröur vikið að. Hins vegar er hUn þó sennilega ekki að öllu leyti röng. Til þess aö bandalag gæti tekist við sósialista urðu kommUnistar að falla frá ýmsum af sinum fornu kreddum, sem þeir höfðu löngum veriö fast- heldnir á — m.a. kenningunni að Sovétrikin væru paradis verka- manna og Frakkar ættu að laga sig eftir þeirri fyrirmynd. En nU telja margir að kasti kommUnist- ar þessari sovésku goðsögn endanlega fyrir róða muni flokk- urinn leysast upp i tvær fylkingar og önnur snUa sér að einhvers konar róttækni eins og trotskisma eða maóisma, en hin að sósial- demókratiskri stefnu. Vist er að ádeilur kommUnistaleiðtoga á Sovétrikin meðan vinstri banda- lagið stóð i blóma mæltust illa fyrirmeðal gamalla flokksmanna og getur þvi verið að leiðtogarnír hafi viljað snUa til baka áður en það væri of seint. Gömul reynsla er lika fyrir þvi að samheldni og einhugur kommUnista eflist mjög þegar flokkurinn er einangraður og kreddufastur og flokksmenn verða þá enn frábitnari þvi en ella að vefengja stefnu leiðtoganna. Loks telja ýmsir að leiðtogar kommUnista hafi komist á þá skoðun ab meiriháttar uppgjör væri I vændum milli austurs og vesturs og yrði þá hver og einn að skipa sér i sveit með öðrum hvorum aðilanum. Vegna svik- samlegs eðlis sins myndu sósialistar vafalaustganga tilliðs við afturhaldiö i vestri og væri þvi hver siðastur til aö losa sig viö svo vondan félagsskap. Þessi kenning ervitanlega alltof þröng, en þó er ekki loku fyrir þaö skotið að slikar hugmyndir kunni að hafa stuðlað aö stefnubreytingu kommUnista með öðru. En þótt menn greindi á um ástæður þessarar snöggu kUvend- ingar kommtlnista, var ekki hægt að deila um afleiðingarnar, og er m jög greinilegt að þeir hafa fetað sig áfram eftir mjög markvissri leið siðan haustið 1977. En þeir hafa jafnan lagað aðferðir sinar eftir stjórnmálaástandinu — og stöðu sósialista á hverjum tima — þannig að þessi leið skiptist i nokkra afmarkaða áfanga. Sveigjur og beygjur 1 fyrstu létu kommUnistar sér nægja aö halda þvi fram af mikl- um krafti að sósialistar heföu „sveigt til hægri” og horfíð frá fyrri stefnu sinni og þvi væri nauösynlegt að beita þá þrýstingi og knýja þá aftur til samstarfs. Jafnframttóku þeir i einu og öllu upp stuðning við sovésku stjórnina, einkum og sérlega i Afghanistan-málinu, og kom það berlegast i ljós þegar Georges Marchais' jéttlætti innrásina i beinni sjónvarpssendingu frá Moskvu. Stísialistar svöruðu þvi til að kommUnistar'hefðu sjálfir breytt um stefnu- eða „sveigt til austurs” eins og einhver sagði — ai bættu þvi jafnan viö að þeir væru enn fUsir til samstarfs ef kommUnistar vildu hverfa aftur til fyrri hátta. Ýmislegt bendir til þess að leiðtogar kommUnista hafi litið svo á að endalok vinstri bandalagsins myndi leiða til þess aö sósialistar leituðu eftir sam- starfi við miðflokkamenn ein- hverja (sem flestir höfðu þá snU- ist tilfylgis við Giscard), þar sem flokkurinn ætti mjög erfitt með aö vera i sifelldri stjórnarandstöðu án nokkurrar vonar um að kom- ast i valdastöðu: þannig myndu kommUnistar hafa rétt fyrir sér eftir á og myndi þetta leiða til fylgishruns sósialista. En þótt ýmsir legðu þá nokkurn trUnað á kenningar kommUnista, varð staöa sósialista ekki veikari fyrir bragðið og flokkurinn leitaði engan veginn eftir einhverju hægri bandalagi. Erlendir verkamenn Þá virðast kommUnistar hafa ákveðiö að timi væri kominn til að gripa til róttækari aðgeröa, sem gætu bæði unnið flokknum aukið fylgi meðal lægri stétta og auk þess komið sósialistum i klipu meö því aö girða fyrir að þeir gætu lengur talað um vinstri samstarf við kommUnista. Skyndilega hófu leiðtogar flokks- ins nefnilega baráttu gegn erlend- um verkamönnum I Frakklandi, sem þeir töldu að ættu mikla sök á atvinnuleysi og annarri óáran I landinu. NU má segja að þeir hafi ekki haft að öllu leyti rangt fyrir sér, þvi að þarna er á ferðinni Ctlendingahúsið I Vitry: sjáifsvörn alþýðu, sögðu kommónistar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.