Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. aprll 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 vandamál sem þarflegt er aö ræöa. En vinstri menn hafa “þó ævinlega lagt áherslu á nauösyn þess aö vernda innflutta verka- menn, sem eru oft i mjög erfiöri aðstöðu, og koma I veg fyrir að kreppan leiöi til Utlendingahaturs og ofbeldisaðgerða. Meö áróöurs- herferö sinni viku kommúnistar frá þessari stefnu og tóku jafnvel upp orðbragö sem minntimeira á stil manna utarlega til hægri. Og þeir létu ekki sitja við oröin tóm. Dag einn f desember brá svo við aö fyrirtæki eitt átti i erfiðleikum meö aö hýsa nokkra tugi verka- manna frá Mali og greip til þess ráðs að koma þeim fyrir um stundarsakir i byggingu sem þáö hafði til umráöa i bæjarfélaginu Vitry, skammt fyrir suöaustan Paris, og stóö auö. A þessum stað réöu kommúnistar bæjarstjórn- inni og þeir brugöu skjótt viö og sendu harösnUna sveit Ur verka- lýösfélaginu CGT á vettvang til aö hrekja verkamennina frá Mali burt með ofbeldi. Til aö tryggja aö þeir kæmu ekki aftur brutu þeir allt og brömluðu i hUsinu, slitu raflagnir og komu loks meö jaröýtu til aö eyöileggja vatns- leiðslur.... Ef einhverjir fasistar heföu hegðaö sér þannig á blóma- skeiöi vinstri samfylgdarinnar, er ekki að efa að bæöi vinstri menn og aðrir hef ðu risið upp sem einn maður til aö mótmæla of- beldisaðgerðunum. Mikil reiði- alda fór h'ka um allt Frakkland — en stjórn kommúnistaflokksins varði aðgerðirnar og kallaöi þær „sjálfsvörn alþýöu” eöa eitthvað af þvi tagi. Eiturlyf En menn höfðu naumast náð sér eftir þessa atburöi, þegar til nýrra tiðinda dró. Kommúnistar hófunú mikla herferð gegn eitur- lyfjum og ásökuöu yfirvöld fyrir andvaraleysi i þeim efnum. Þeir létu heldur ekki sitja við oröin tóm í þetta skipti: dag einn ásök- uðu þeir marokanska fjölskyldu i úthverfi Parisar með nafni fyrir að stunda eiturlyf jasölu, og héldu þeir „mótmælafund” með vig- orðaspjöldum og öllu tilheyrandi fyrir utan gluggana á heimili fjölskyldunnar. Heimilisfaöirinn var þá aö vinna i verksmiðju en kona hans fékk taugaáfall og var flutt á sjúkrahús skömmu siðar. Það kom siöar i ljós aö ákæran gegn þessari fjölskyldu kom frá alsfrskri fjölskyldu, sem var i tengslum viö kommúnistaflokk- inn, og höfðu kommúnistar skrif- að ákærubréfið, þar sem hUsmóðirin var óskrifandi. En það ömurlegasta við málið var þó það, að nokkru síðar var einn af sonum þessarar alsirsku húsmóður tekinn fastur fyrir innbrot og eiturlyf jasölu, en eng- inn fótur virtist vera fyrir ákær- unni gegn marokönsku fjölskyld- unni. Þessar aðferðir vöktu mikla reiði, þar sem þær minntu óþægi- lega mikið á sitthvað sem gerst hafði á styrjaldarárunum. En kommúnistar svöruðu fullum hálsi: þeirhéldu þvifram aðyfir- völdin væru sérstaklega lin i baráttunni gegn eiturlyfjum af ásettu ráði — af þvi að þau von- uðust tilað neysla þeirra kynni að draga Ur baráttuþreki alþýðunn- ar, og þeir ásökuðu alla þá, sem mótmæltu þessum aðferðum, um að vera I raun og veru fylgjandi eiturlyfjum og þá jafnframt laumulegir stuðningsmenn núverandi valdhafa... Eftir þetta var mælirinn þó greinilega fullur. Gremjan i garð kommUnista jókst gifurlega mik- ið og var einkum greinilegt að róttæklingar, sem áður höfðu hneigst til að taka talsvert mark á skoðunum þeirra, sneru nú gjörsamlega við þeim baki: dag- blaðið „Liberation” fór hinum hörðustu órðum um atburðina, og orðin „jarðýtan i Vitry” urðu aö einhvers konar tákni. Menn sáu ekki aðra skýringu en þá að kommUnistar væru að seilast eftir atkvæðum kynþáttahatara og þeirra sem yst stæðu til hægri, og jafnfram gera sósialistum sem erfiðast fyrir: það var nefnilega ekki laust við að ýmsir héldu þvi fram bæði til hægri og vinstri (og sú skoðun skaut upp kollinum i „Liberation”) aðMitterrand væri hinn ábyrgöarlausasti maður fyrst honum hefði yfirleitt dottið i hug að ganga i bandalag við svona menn. Og til þess virtist leikurinn geröur... En staða sósialista styrktist talsvert, þrátt fyrir allt: samkvæmt skoöana- könnunum virtust kjósendur kommúnista enn lita á Mitter- rand sem fulltrúa einingarstefnu og þvi vera reiðubúnir til að greiða honum atkvæði i seinni umferö kosninganna, en bæði rót- tæklingar og miðflokkamenn töldu greinilega að hann hefði rétt fyrir sér i deilum sinum við kommúnista og væri þeim heldur ekki lengur háður á neinn veg. Hann virtist þvi geta gert sér von- irum að fá atkvæði flestra þeirra sem óánægðir voru með stjórnar- stefnu Giscards. Ráðherrakrafan Þegar svo var komið breyttu kommUnistar aðferðum sinum nokkuð og virtust nú bæði stefna að þvf að koma i veg fyrir að kjós- endur þeirra gætu stuttMitterand og jafnframtreyna að hræða mið- flokkamenn frá þvi að kjósa hann. Marchais fór nefnilega að lýsa þvi yfir á fundum, að Mitter- rand væri að visu svo hægri sinn- aður að hann væri óalandi og óferjandi af þeim sökum, en ef hann næði kosningu væri þó sjálf- sagt mál að hann yrði að gera kommUnista að ráðherrum. Stuðningsmenn Giscards og Chiracs höfðu beðið eftir tækifæri til að koma þeirri skoðun á framfæri að Mitterrand væri ekki annað en „gisl kommUnista” og notuðu sér þetta óspart. En sósialistar sögðu einungis að stjórnarþátttaka kommúnista væri óhugsandi meðan þeir styddu skriðdrekahernað RUssa i Afghanistan og beittu jarðýtum heima fyrir gegn innfluttum verkamönnum. Þá slógu kommúnistar fram stóra trompinu: i fyrsta sjón- varpsviðtali hinnar eiginlegu kosningabaráttu fyrir skömmu lýsti Marchais þvi yfir að Mitter- rand yröi aðgera kommúnista að ráðherrum ef hann næði kosningu og taka upp þá stjórnarstefnu sem þeir mótuðu, annars myndu þeir gangast fyrir verkföllum og uppþotum um alltland. Marchais lét hins vegar undir höfuð leggjast að hóta Giscard með verkföllum ef hann yrði kjörinn svo að stuðningsmenn hans sáu sér þegar leik á borði og sögðu: „Kjósið Giscard til að koma i veg fyrir verkföll og ólgu...” Þá fannst flestum fréttaskýrendum að Marchais berðist furðu ötul- lega fyrir endurkjöri Giscards... Menntamenn En siðan þetta gerðist er þó eins og leiðtogi kommúnista hafi heldur orðið að draga I land. Margir fréttamenn telja að af- staða hans yfirleitt hafi valdið meiri háttar kreppu meðal félaga og stuöningsmanna flokksins og gangi kosningabarátta hans illa og veki takmarkaða hrifningu. Um slikt er að sjálfsögðu mjög erfittað dæma, en hitt er vist að þróun kommUnistaflokksins undanfarin ár og mánuði hefur komið mikilli upplausn i raðir þeirra menntamanna sem honum hafa helst veitt brautargengi á siðustu timum: fjöldamargir þeirra, sem mest hafa verið áberandi, hafasagt sig úr flokkn- um með miklum látum. Ýmsir aðrir, sem reyna að þrauka i von um betri daga, eru reknir ef þeir láta i ljós minnstu andstööu við opinbera stefnu flokksins. Sumir fréttaskýrendur telja að hér sé ekki einungis á ferðinni ágrein- ingur um stefnu, sem valdi brott- för óánægðra, heldur reyni leiðtogar flokksins einnig með öll- um ráðum aö losa sig við flesta af þeim sem gengu i flokkinn meðan hann var i bandalagi við sósialista og fylgja einingar- stefnu. Jafnframt vilji þeir bola i burtu þeim sem eru efins um stefnu flqkksins og Hklegir til að láta það i ljós og vefengja stefnu Marchais ef ástandið breytist og sýnt er aö hún hefur ekki náð neinum árangri: þeir geri nefni- lega ráð fyrir þvi að kosningaúr- slitán getioröið mjög óhagstæð og vilji koma i veg fyrir að slik málalok verði til þess að þeir missi tökin á flokknum. En hvað sem liður kreppu i kommUnistaflokknum, er fullvist að leiðtogar hans hafa i höndum sér það sem ýmsir sósialistar hafa kallaö „lykil ósigursins”. Þeir ætla að koma I veg fyrir aö Mitterrand nái kosningu og geta það tvimælalaust, en þeir ganga þo ekki lengra en þeir þurfa: ef honum gengur illa i fyrri umferðinni þannig að engin „hætta” er á þvi að hann sigri, kunna þeir að styðja hann til málamynda, en ef sigurhorfur hans eru miklar er hins vegar liklegt að þeir neiti honum um stuðning og hvetji kjósendur sina til að sitja hjá, eins og 1969. Þetta ástand hefur vitanlega verið vatná myllu hægri manna, sem benda á það að nái Mitter- rand kosningu sé ógerningur fyrir hann að stjórna með kommúnist- um, hann geti þvi ekki gert sér von um að fá nokkurn starfs- hæfan meirihluta og þess vegna leiði sigur hans ekki til annars en upplausnar og djúpstæðrar kreppu. Giscard d’Estaing forseti hafi hins vegar þingmeirihluta reiðubúinn. Sósíalistar En stuðningsmenn Mitterrands taka bessu öllu bó með nokkru jafnaðargeði. Þeir benda á að eðlilegt sé að Marchais sé nokkuö kjaftfor, þvi aö hann hugsi að sjálfsögðu um fyrri umferð kosn- inganna nú; siðar muni viðhorfin breytast. En siðan halda þeir þvi fram að séu kenningar hægri manna réttar, Utiloki leikreglur fimmta lýðveldisins raunveruleg stjórnarskipti og það sé svo al- varlegt mál aö brýnt sé að sanna að svo sé ekki. Sósialistar njóta þess nú að flokkur þeirra hefur greinilega byr i seglin. Hann hef- ur mikið alþýðufylgi og nýtur stuðnings voldugra verklýðssam- taka (einkum CFDT undir forystu Edmond Maire) og menntamenn flykkjast i flokkinn, þannig að segja má að verulegur hluti af frumlegum bollaleggingum um þjóðfélagsmál og menningarmál fari fram innan hans eða á jöðr- um hans: I þvi sambandi nægir að vitna í Jacques Attali og Régis Debray. Róttæklingar styðja margir hverjir framboð Mitter- rands nú þegar, og aðrir ætla að gera það i seinni umferðinni, og „flóttamenn” Ur kommúnista- flokknum hvetja menn til að greiða honum atkvæði. Mitter- rand lætur þvi berast af þessari öldu: hann hefur lýst þvi yfir að nái hann kjöri myndi hann setja á fót bráðabirgðastjórn, gera þegar i stað ráðstafanir til að draga Ur atvinnuleysi og efna til samn- ingaviðræðna milli atvinnu- rekenda og verkalýðsforingj a. En jafnframt muni hann leysa upp þing og efna til þingkosninga til að fylgja sigrinum eftir og fá fram nýjan meirihluta. Ósigur Mitterrands nú — sér- staklega ef allar likur benda til þess að hann sé kommúnistum að kenna — mun tvimælalaust hafa djúpstæð og langvinn áhrif á vinstri menn i Frakklandi. Þrátt fyrir allar „hreinsanir” og brottrekstra er mikil hætta á alvarlegri kreppu i kommúnista- flokknum: hann veröur einangr- aðri en hann hefur verið i áratugi, þvi að leiðtogar sósialista, sem komu margir hverjir i flokkinn fulliraf einingarhug en hafa siðan lært af reynslunni, munu væntan- lega forðast hvers konar banda- lag viö þá, og þvi er hætt við að flokkurinn sökkvi enn dýpra I kreddufestu. En ástandið i sósialistaflokknum verður litið betra. Ef Mitterrand tapar, er stjórnmálaferli hans vafalaust lokið, en þá er hætt við miklum deilum og jafnvel klofningi um eftirmann hans. Þótt franskir vinstri menn liti nokkuð almennt svo á að Michel Rocard sé væntanlegur arftaki Mitterrands erstaða hans innan flokksins hins vegar ekki eins sterk og menn gætu haldið, þvi að vinstri armur- inn (CERES) er andÝigur stefnu hans; hinn gamli kjarni flokksins ,undir forystu Pierre Mauroy hef- ur imugustá honum og stuðnings- menn Mitterrands vilja ekki sleppa yfirráðunum ihendur hon- um. Ef þessi klofningur veldur erfiðum deilum er hætt við þvi að ýmsir fari að hallast aö þvi að' gera bandalag við miðflokka- menn, en slikt hefur alltaf orðið flokknum til fylgishruns, og þá mætti jafnvel búast við þvi aö vinstri armurinn klofnaði burtu. Hvernig sem kosningarnar fara eru þvi horfur á talsverðum um- skiptum í frönskum stjórnmálum á næstunni. e.m.j. AlþýdubankJnn hf AÐALFUNDUR Alþýðubankans h.f. árið 1981 verður haldinn laugardaginn 25. april 1981 að Hótel Sögu (Súlnasal) i Reykjavík og hefst kl. 14.00 Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans áriðl981. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar bankans fyrir árið 1980. 3. Tillaga um kvittun til bankastjóra og bankaráðs fyrir reikningsskil. 4. Kosningbankaráðs. 5. Kosningendurskoðendabankans. 6. Akvörðun um þóknun til bankaráðs og endurskoðenda. 7. Ákvörðun um ráðstöfun arðs sbr. 33. gr. samþykkta bankans. 8. Breytingar á samþykktum bankans. 9. önnur mál, sem bera má upp sbr. 17. gr. samþykkta bankans. Aðgöngumiðar að aðalfundinum, ásamt atkvæðaseðlum, verða afhentir á venju- legum afgreiðslutima i bankanum að Laugavegi 31, Reykjavik, dagana 21. 22. og24. april 1981. Bankaráð Alþýðubankans h.f. Frá 'menntamálaráðuneytinu StöJur námstjóra i íslensku og stærðfræði eru lausar til umsóknar. Askilið er að umsækjendur hafi kennslu- reynslu á grunnskólastigi. Laun greiðast skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Æskilegt er að þeir sem hljóta störfin geti hafiö starf sem fyrst. Ráðningartimi er til 1. ágúst 1982. Starfið felst I að leiðbeina um kennslu I grunn- skóla, fylgjast með árangri hennar og stuðla að kennslu- fræðilegum umbótum. Umsóknir um störfin.sem tilgreina m.a. menntun og fyrri störf svoog það svið innan grunnskólans sem umsækjandi hefur mesta reynslu af, óskast sendar mennlamálaráðu- neytinu fyrir 30. april n.k.. HÁTÍÐAR FUNDUR verður haldinn að venju á föstudaginn langa 17. apríl og nú í Háskólabíói kl. 20.30 ;,. \ , ■ Öllum opinn Kaffiveitingar SAMSTARFSNEFND REYKJAVÍKURDEILDA AA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.