Þjóðviljinn - 16.04.1981, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Qupperneq 10
lö SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. april 1981. Byrjar á laugardag: Húnavaka í átta daga Húnavaka/ hin árlega skemmti og fræðsluvaka Ungmennasambands Aust- ur-Húnvetninga hefst laugardaginn fyrir páska og stendur í átta daga. Fjölbreytt dagskrá verður um Vökuna. M. a. verður málverkasýning og sýning á graf ikmyndum. Eitt leikrit verður sýnt og þrír kórar skemmta. Einsöngvarar syngja og fluttar verða dagskrár með blönduðu efni fyrir unga sem aldna. Vilhjálm- ur Hjálmarsson fyrrv. ráð- herra kemur og spjallar við Húnavökugesti, og Jóhannes Sigvaldason ráðunautur á Akureyri flytur hugvekju. Nokkrar kvikmyndir verða sýndar, m.a. verður „Punktur, punktur, komma, strik" frumsýnd á Norðurlandi. Þá verða dansleikir f jögur kvöld, og um miðjan dag á sumardaginn fyrsta verð- ur dansleikur fyrir yngstu borgaranna Myndlist Sveinbjörn Blöndal sýnir málverk i Félagsheimilinu, hann er ættaður frá Siglufiröi en hefur lengi biíið á Skagaströnd. Sýning Sveinbjörns verður opnuð á iaugardag og þá opin kl. 16—18, en siðan á páskadag, annan i páskum og sumardaginn fyrsta kl. 15—18. Samband austur-húnvetnskra kvenna og félagið íslensk grafik halda sýningu á grafikmyndum, sem verður opnuð siðasta vetr- ardag kl. 17—19, en siðan opin sumardaginn fyrsta, föstudag og laugardag kl. 14—19. Leiksýning, tónleikar, kabarett stjórn Jóns Tryggvasonar og Gests Guömundssonar. Barnaskemmtun verður kl. 17, siðasta vetrardag. Þar skemmta m.a. Jörundur Guðmundsson og Laddi. Fluttir verða skemmti- þættir á vegum ungmenna- féiaganna I Héraðinu og verðlaun verða afhenti skólakeppni USAH. Á sumardaginn fyrsta verður fjölbreytt efni við hæfi barna og unglinga, ki. 11 æskulýðs- og skátamessa i Blönduóskirkju og kl. 14 sumarskemmtun Grunn- skólans á Blönduósi, en hér koma fram 120 nemendur. Siðan dans- leikur sérstaklega við hæft barna innan 12 ára og eru foreldrar hvattir til að koma með. Um kvöldið verður leiksýning og að lokum unglingaball fram á nótt. Vökumenn sjá um fjölbreytta dagskrá á föstudagskvöld. Þar syngur blandaður kór og kvenna- kór. Jóhann M. Jóhannsson syngur einsöng og Hljómsveitin R.O.P. skemmtir. Þá flytur Jóhannes Sigvaldason ráðunaut- ur hugvekju i óbundnu máli um veturinn, voriö, mannlifið o.fl. Kvikmyndir og dansleikir Fimm kvikmyndirverða sýrdar á vökunni. Punktur, punktur, komma strik veröur frumsýnd á Norðurlandi annan i páskum, en aðrar myndir eru Viltu slást, Gulleyjan, Flóttinn til Aþenu og Maður er manns gaman. Dansað verður fjögur kvöld HUnavökunnar. Hljómsveitin R.O.P. á Blönduósi leikur siðasta vetrardag, fimmtudagskvöld og laugardagskvöld, en á föstudags- kvöld kemur Astro-trióið og söng- konan Inga Eydal frá Akureyri og skemmta. A dansleiknum á miðvikudagskvöld verður tisku- sýning. Hótel Edda á Blönduósi hefur mat og kaffi á boðstólnum alla daga HUnavökunnar og þar getur aðkomufólk fengið gistingu. Sumarkaffi er um miðjan dag á sumardaginn fyrsta og á föstu- dagskvöld býður hótelið svo upp á kalt borð. Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Birna Sigfúsdóttir og Sturla Þóröarson I gamanleiknum Getraunagróöa sem Leikfélag Blönduóss sýnirá Húnavöku. Páskar í BIó Opið um páskana: Skírdag kl. 10—21. Föstudaginn langa lokað: Laugardag kl. 9—21. Páskadag lokað: 2. páskadag kl. 10—21: blléfMMil Gróðurhúsinu við Sigtún Símar 86340 og 36770 Leikfélag Blönduóss sýnir enska gamanleikinn „Getrauna- gröða” eftir Philip King. Leikstjóri er Jill Brooke Amason. Frumsýning var 11. aprfl en um HUnavöku verður það sýnt á laugardag fyrir páska, sumar- daginn fyrsta og á laugardags- kvöld við lok vökunnar. Tón lista rfélag Austur- HUnvetninga heldur tónleika kl. 14 á laugardag fyrir páska. Þar syngur AgUsta AgUstsdóttir og Jónas Ingimundarson leikur á pianó. Rökkurkórinn i Skagafiröi sækir HUnvetninga heim á þriðju- dagskvöld og sýnir kabarett sem er fjölskylduskemmtun meö söng, grini og gamni. Húsbændavaka og barnaskemmtanir HUsbændavaka USAH, verður aö kvöldi siðasta vetrardags. Þar mun Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. ráðherra rabba við sam- komugesti og Jörundur Guömundsson tala fyrir hönd annarra þekktra tslendingá. Laddi skemmtir og flutt verða hUnvetnsk gamanmál. Einnig syngur Karlakór Bólstaðar- hliðarhrepps nokkur lög undir Pipulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveituteng- ingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og l ogeftir kl. 7 á kvöldin).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.