Þjóðviljinn - 16.04.1981, Síða 14

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Síða 14
 Veröurhonuniekid til þin? Hvaða Visis-áskrifandi fær Visis-bústaðinn 29. maí? Verðmæti yfir 200.000 kr. (yfir 20 millj. gkr.) Vertu Vísis-áskrífandi sími 86611 Ath._____— -----rrJbástaðinn a Skodadu bu . bátasynnng „ náturogbuna „ verdur oP«» *'1 S^ntnÍ páskodaaf___ UMSÓKNARFRESTUR UMSÓKNARFRESTUR um skólavjst _____________________ VJÍ NÆSTA SKÓLAÁR ER TIL10.JÚNÍ $ Samvinnuskólinn Bifröst 1 311 Borgarnes 93-7500 / Attræður 18. april Guðmimdur Þorsteinsson frá Lundi Hann er bróöir Erlu skáldkonu og ólst upp i Borgarfiröi eystra, Hjaltastaöaþinghá og Vopnafiröi fram til 25 ára aldurs. Engu aö siöur kennir hann sig viö Lund i Lundarreykjadal i Stóra Borgar- firöi, en þar var hann ráösmaöur allmörg ár. Svo mun standa á þvi, aö um þetta leyti tók hann aö skrifa i blöö og vildi þá ekki láta ruela sér saman viö neina alnafna sina. Siðustu áratugina hefur Guömundur átt heima i Sandvik viö Leirhöfn á Melrakka- sléttu. Guömundi er margt til lista lagt og m.a. er hann þjóöhagasmiöur. Af þeim sökum vann hann árum saman á útmánuöum aö viðgeröum gamalla muna á Þjóöminjasafninu. Þvf segja tilfyndnar tungur, aö ýmsir forn- gripir safnsins séu smlöaöir af Guömundi, enda vissi hann manna best, hvernig slikir hlutir heföu eöa hlytu aö hafa verið. Þegar Guömundur hætti þeirri iöju og var aö rýma til á verk- stæöinu, kom m.a. i ljós málningardós, sem á var skrifað: elligrátt. Af kynnum viö Guömund hefur mér virst sem honum þætti höfuöskaðvaldar Islenskrar þjóömenningar á þessari öld vera fjórir, þ.e. Sigurður Nordal, Halldór Laxness, Þórhallur Vilmundarson og minkurinn. Þrir hinir fyrrnefndu hafa unnið sér þaö til óhelgi aö draga sanngildi fornsagnanna i efa, en sá fjóröi spillir dýrallfi landsins. Hefur Guömundur veriö ódeigur aö láta þetta álit sitt i ljós opinberlega. Hér skulu einungis nefnd tvö áöur óbirt dæmi um afstööu hans til hins frægasta þeirra. Guömundi finnst þaö lýsa mik- illi vanþekkingu Halldórs Lax- ness aö efast um aö fornir kappar hafi getað sniöiö menn sundur i miöju eöa klofiö I heröar niöur meö þátima vopnum. Þetta veltur á því, hvort þyngdarpunkturinn er á réttum staö i vopninu. En þaö skilur Halldór ekki. Gurkha-þjóö- flokkurinn i Himalajafjöllum var frægur fyrir hreysti og hörku i bardögum. Guömundur kvaöst eitt sinn hafa fengið aö handleika sveöjur þeirra i British Museum. Þar var þyngdarpunkturinn á réttum staö. „Og meö sliku vopni skyldi ég treysta mér til aö sniöa Halldór Laxness sundur i miöju. Og jafnvel I sjónvarpi.” Halldór hefur sjálfur sagt nokk- uö frá sögu og flækingi brons- myndar þeirrar, sem nýlega var sett upp I Þjóöleikhúsinu. Viö hana má bæta a.m.k. einni visu. Myndin var upphaflega I vax- myndasafni Óskars Halldórssonar Islandsbersa i húsi Þjóöminjasafnsins. Eftir lát Óskars haföi Halldór samband við Kristján Eldjárn þjóðminja- vörð og bað hann fjarlægja myndina. Þaö kom i hlut Kristjáns og Guömundar aö taka hana úr vaxmyndasafninu og bera inn i aöra lokaöa geymslu. Þar reyndust m.a. vera fyrir aör- ir hausar, svosem af Hitler og Stalln. Vitaskuld var þaö svo skráö i bækur safnsins, aö tiltekinn hlutur heföi veriö fluttur úr þessum staö á hinn. Nú sagöi Kristján viö Guömund, aö vel mundi fara á þvl aö yrkja visu um þennan atburö. Og Guömundur var ekki lengi aö: Ofan tekinn argur fðli, eg þaö rita I safnsins bók. Fölsku goöi steypt af stóli, stungiö inn I skammarkrók. Guömundi likaöi ekki vel, þegarsystursonurhans Þorsteinn Valdimarsson leyföi sér stöku sinnum aö yrkja órimað. Hann sagðist ekki hafa þekkt mann, sem var eins vel af guöi gerður til aö vera skáid. Og maöur næstum heyröi hiö ósagöa: ,,en svona fór þaö.” Litlu þótti okkureitt sinn muna, aö einn höfuöandstæöingurinn, minkurinn, bæri sigurorö af Guömundi En það bar viö fyrir nokkrum árum, aö Guðmundur fékk hjartaáfall I stiga Þjóðminja safnsins og var fluttur á gjör- gæsludeild á Landakoti. Eins og venja er viö slikar kring- umstæöur voru allir varaöir strengilega viö aö koma sjúklingnum I nokkra geöshrær- ingu. Nú vildi svo bölvanlega til, aö einmitt sömu daga lögöu ein- hverjir angurgapar fram á Alþingi frumvarp um rýmkaðar heimildir til minkaeldis. Var nú kappkostaö aö Guömundi bærist ekki njósn af þessu hervirki, en tókst miður. „Minkurinn sleppur alltaf i gegn”, sagöi Guömundur. „Hann sleppur lika gegnum Alþingi.” Þeir sem heimsóttu Guömund á Landakot, reyndu hvaö af tðk aö leiöa taliö aö ööru, þvi það hefði þótt sorglegur endir á hetjulegri baráttu, aö minkur- inn gengi af Guömundi dauöum. En hverju sem það er aö þakka, lifir Guömundur enn og smiöar nú upp forngripi á sumrum fyrir Minjasafn Austurlands. Guömundur hefur oft flutt erindi i útvarp og gefið út nokkrar bækur bæöi I bundnu og óbundnu máli. Þeirra þekktust mun vera bókin Horfnir starfshættir, en um þau málefni er Guömundur sjó- fróöur. Ætlunin meö þessu skrifi er hinsvegar aö bregöa dálitlu ljósi á einn drátt i fari afmælis- barnsins, sem hætt er viö aö falli frekar i gleymsku. Menn geta veriö skemmtilegir á svo margvislegan hátt, en þaö er of sjaldan tiundaö á bókum. Ég vil um leið þakka Guömundi fyrir uppbyggileg áhrif þann rúma áratug, sem viö höfum þekkst. Arni Björnsson.1 Mjólkur- samlögin ná trauðla grundvallar- verði Vist má telja að fæst mjólkur- samlög geti greitt bændum grundvallarverö fyrir mjólkina sl. ár. Kemur þar til, að fyrstu 5 mánuöi ársins voru 16 kr. teknar af hverjum mjólkurlitra og næstu 3 mánuði 28 kr. Er þessu fé ætlað að mæta halla af útfiutningi mjólkurafuröa. Auk þessa frádráttar mun svo trúlega vanta upp á mjólkurverð- ið vegna þess, að færri litrar koma til vinnslu isamlögunum,en kostnaður þeirra breytist ekki þótt mjólkin sé minni; deilist að- eins á færri litra en áður. —mhg Hljómflutningstækin þín njóta sín vel í Ríval sterióeining- unum. Hér getur þú örugglega fundið einingar við þitt hæfi. Tilvalin fermingargjöf Sogavegi 188 - Simi 37210 - Reykjavl

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.