Þjóðviljinn - 16.04.1981, Page 19

Þjóðviljinn - 16.04.1981, Page 19
Fimmtudagur 16. aprll 1981. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 19 Líf og saga Jóns Arasonar föstudag kl. 13.00 A föstudaginn Ianga, 17. aprll kl. 13.00 veröur fluttur 2. þáttur- inn I framhaldsflokknum „Lif og saga’’ og þá fjallaö um Jón biskup Arason. Þetta er fyrri hluti þáttarins, sá slðari verður fluttur á páskadag, 19. aprfl kl. 12.55. GQs Guömundsson hefur samið handrit, en stjórnandi er Gunnar Eyjólfsson. Þjóöleik- hdskórinn syngur nokkur lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson við texta eftir Matthias Jochums- son o.fl. Jón Arason ætti aö vera íslendingum hugstæður,þó ekki væri nema fyrir þá sök, að meiri hluti þeirra er sagður frá honum kominn. Kannski á þessi skoðun rætur sinar að rekja til þess, hve Jón Arason var „stór” I huga þjóöarinnar. Hann var ekki aðeins kirkjuhöfðingi, hann var sameiningartákn landa sinna i baráttunni gegn konungsvald- inu. Þar að auki var hann með betri skáldum sinnar samtiðar og beitti þeirri gáfu sinni óspart ef honum þótti mikið við liggja. Gils Guðmundsson hefur tek- ist að draga upp lifandi og at- hyglisveröa mynd af Jóni Ara- syni og samtiö hans, þar sem málin eru skoðuð frá ýmsum hliöum. Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri. Brynja segir frá ferðum Inúks sunnudag kl. 10.25 I þættinum ,,Ot og suöur”, sem Friörik Páll Jónsson stjórnar aö morgni páskadags mun Brynja Benediktsdóttir leikstjóri segja frá feröum Inúk- leikhópsins. Sem kunnugt er hefur engin islensk leiksýning gert eins viðreist og Inúk. Hópurinn fór um alla Evrópu og til Suður- Ameriku. og vakti alls staðar hrifningu, enda verkið mjög at- hyglisvert, boðskapurinn timabær og sýningin I alla staði vel unnin. Það verður fróðlegt að heyra Brynju segja frá þess- ari sigurför um heiminn. Hún kallar frásögn sina: „Þetta er leikrit um okkur, sögðu indjánarnir”. — ih Gamli maöurinn (Erlendur Gislason) og hundurinn hans. Óðurinn um afa A annan i páskum verbur frumsýnd I sjónvarpinu ný, islensk kvikmynd, „óöurinn um afa” eftir Eyvind Erlendsson. Eyvindur kallar verkiö „Ijóö i lifandi myndum,” enda varö þaö upphaflega til sem ljóöaflokkur, sem hefur nú fengiö myndræna fyllingu, ef svo má aö oröi komast. Yrkisefni Eyvindar kemur flestum kunnuglega fyrir sjónir, enda tengt einu stærsta þjóðfélagsvandamáli siðustu áratuga á tslandi: flutningnum á mölina, breytingunni úr bændasamfélagi i borgarsam- félag. Gamli maðurinn, afinn i myndinni, hokrar einn á búi sinu eftir að konan er dáin og börnin flogin. Á hann að halda þvi áfram? Sonur hans skrifar honum bréf og segir honum að það sé ekkert vit i þessu, hann verði aö bregða búi og koma suður, þar skuli hann ekkert vanta. En málið er ekki svona einfalt í augum manns sem hefur alið allan sinn aldur i nánu sambýli við moldina og dýrin. Myndin fjallar um uppgjör gamla bondans viðþaö lif sem hann hfifur lifað. mánudag kl 20.55 óöurinn um afa er tæplega klukkustundar löng mynd, tekin i lit og svart-hvitu. Kvikmynda- tökumaður var Haraldur Friðriksson, tsidór Hermannsson klippti og Oddur GUstafsson sá um hljóöupptöku. Gamla manninn leikur Erlendur Gislason, bóndi i Dalsmynni i Biskupstungum og faðir Eyvindar. Soninn leiku Þórir Steingrimsson og Saga Jónsdóttir leikur taigdadóttur- ina. Asdis Magnúsdóttir leikur stúlku. Þulur er Eyvindur Erlendsson. Tónlistin er mestöll eftir Eirik Bjarnason frá Bóli, sem einnig spilar á harmóniku i myndinni en eitt lag syngur Garðar Hauksson viö kvæði eftir Tryggva Emilsson. Að sögn Hinriks Bjarnasonar forstöðumanns Lista- og skemmtideildar hefur þegar verð ákveðiö að óöurinn um afaverið sýnd i Sviþjóð, Noregi og Finnlandi. — ih Sagan af henni Soffiu 1 fyrra lét breska sjónvarpið gera mynd um ævi Sof Hu Loren, svo undarlegt sem þaö kann aö viröast. Venjulega eru slíkar myndir gerðar löngu eftir aö stjörnurnar eru gengnar. En aö sjálfsögöu fylgir þessu breska framtaki sá kostur, aö Sof Ba get ur leikiö sjálfa sig I myndinni. Leikstjóri myndarinnar „Eg, Sofia Loren” (Sophia Loren: Her Own Story) er Mel Stuart, og leikendur auk Soffiu eru laugardag kl. 21.45 Tf Armand Assante, Joh Gavin og RipTorn. Sagan hefst árið 1933, þegar móðir Soffiu, Romilda Villani, kemur til Rómar á unga aldri i leit aö frægð og frama. — ih Guöni Kolbeinsson horfir af brdnni. Horft af brúnni mánudag kl. 21.50 TT Páskaskemmtiþáttur sjón- varpsins heitir „Horft af brúnni” einsog frægt leikrit sem Þjóöleikhúsiö sýndi I gamla daga. Ekki mun Arthur Miller þó hafa komiö nálægt gerö þáttarins, en svo mikiö er vlst aö Tage Ammendrup stjórnaöi upptökunni. Meöal þeirra sem fram koma i þættinum eru engir leikarar, en þeim mun fleiri skemmti- kraftar: Ómar og Laddi og Þor- geir Ástvaldsson, aö ógleymd- um Guðna Kolbeinssyni, sem er kynnir. Rakarastofukvartettinn og Diabolus in Musica leika, félagar Ur Islenska dansflokkn- um dansa, Anna Júlianna Sveinsdóttir syngur og aðrir þátttakendur eru Magnús Ingi- marsson, Lára Rafnsdóttir og Lilja Hrönn Hauksdóttir. — ih Forsetinn og biskupinn í Þjóðlífi hjá Sigrúnu sunnudag kl. 20.20 Sigrún Stefánsdóttir býöur stórmennum aö taka þátt I Þjóölffsþætti sinum á páska- dagskvöld. Gestir hennar veröa Vigdfs Finnbogadóttir forseti, Sigurbjörn Einarsson biskup og Gerard Souzay Ijóöasöngvari. Auk þeirra koma fjórir ónefndir alþingismenn i sjón- varpssal og syngja. Þeir hafa lofað að láta af öllu stjórn- málaþrasi I tilefni dagsins en slá á létta strengi, aldrei þessu vant. Klaustur á Islandi verða á dagskrá þáttarins og m.a. fariö i heimsókn I Karmelitaklaustrið i Hafnarfirði. Og loks verður djassaö i þættinum. Ekki vitum viö hvaö Sigrún Stefánsdóttir er aö bauka þarna, nemahvaö hún er stödd I Landmannalaugum og er aö undirbúa Þjóölif. Presturinn Kaífas Útvarpsleikritiö I kvöid er f stíl viö daginn og heitir Prestur- inn Kaifas. Höfundur þess er Josef Bor, og þýðinguna geröi Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri er Bendikt Arnason. Meö helstu hlutverk fara Róbert Amfinns- son, RUrik Haraldsson og Siguröur Skúlason. Flutningur leiksins tekur röskar 100 minútur. Hér er lýst aðdragandanum að handtöku Jesú og réttarhöld- unum yfir honum á nýjan og at- hyglisverðan hátt. Jesús (eða Jehósila, eins og hann er nefndur f leikritinu) kemur aldrei fram sjálfur, þungamiðja fimmtudag kl. 20.30 W lleiksins er Kaifas asðsti prestur og sálarstríö hans. Allviða finnst manni skirskotað til at- burða, sem gerðust nærri 2000 árum siðar og eru kannski enn að gerast i einhverri mynd. Josef Bor var Tékki, sem skrifaði verk sin á þýsku. Hann 'lést fyrir þremur árum. Þetta er fyrsta leikrit hans sem útvarpið flytur. Robert Amfinnsson. Arnason.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.