Þjóðviljinn - 22.04.1981, Síða 11

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Síða 11
\ Miðvikudagur 22. april 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 11 íþróttir \ íþróttir ? íþróttir / V I Umsjén: Ingólfur Hannesson. V J Næsta Landsmót A skiðaþingi, sem haldið var á Siglufirði á föstudaginn langa, var ákveðið að næsta Landsmót á skiðum verði i Bláfjöllum að ári. — IngH Fram skoraði 9 mörk gegn / Armanni Framarar gerðu sér litið fyrir og sigruðu Armenninga 9-0 á Reykjvikurmótinu i knattspyrnu sl. laugardag. Staðan i hálfleik var 2-0. Mörkin fyrir Fram skoruðu Lárus Grétarsson (3), Guðmundur Steinsson (2), Trausti Haralds- son, Marteinn Geirsson, Arsæll Kristjánsson og Baldvin Eliasson eitt mark hver. Þá sigruðu Fylkismenn Vikinga með fjórum mörkum gegn einu. Þar þurfti að beita bráðabana þvi staðan að venjulegum ieiktima loknum var jöfn, 0-0. Loks sigraði Valur Fylki 1:0. Mark Valsmanna skoraði Jón Gunnar Bergs. Jafnt hjá y-þýskum Einvigi Hamburger SV og Bay- ern MUnchen um vestur-þýska meistaratitilinn I knattspyrnu heldur áfram. A skirdag léku bæði liöin og hrepptu sigur, auðvitað. Bayern sigraði NOrn- berg á útivelli, 1-0. Rummenigge skoraði eina mark leiksins. A sama tima sigraði Hamburger Armenia Bielefeld á heimavelli sinum 4-1, Tvö marka Hamborg- aranna skoraði Kaltz úr vita- spyrnum. Staða efstu liða i Bundesligunni i Vestur-Þýskalandi er nú þessi: Bayern .... .29 17 9 3 68 38 43 Hamburger .29 19 5 5 67 37 43 Kaiserslaut. 29 14 9 6 54 33 37 Stuttgart... .28 14 7 7 54 38 35 Frankfurt.. .29 13 9 7 53 40 35 Bochum.... .29 8 14 7 45 38 30 Gladbach .. .28 12 6 10 50 51 30 Dortmund.. .29 11 7 11 61 53 29 Köln .29 10 9 10 48 47 29 Kmverjar langbestir Kinverjar sigruöu i karla- og kvennaflokkum á Heims- meistaramótinu i borðtennis sem haldið var i Novi Sad i Júgóslavlu um páskana. Þeir sigruðu Ung- verja i úrslitum karlaflokksins 5-1 og Suður-Kóreumenn i úrslitum kvennaflokksins 3-0. Ingölfur Gissurarson (efri mynd- in) var mikiö i sviðsljósinu á Kalott-keppninni, sigraði i 3 greinum og setti 3 tslandsmet A minni myndinni fagnar Ingi Þór Jónsson Ingólfi félaga sinum ásamt yngismeyjum, sem við kunnum þvi miður ekki að nafn- greina. Myndir: —eik —. Kalott- keppnin i sundi ísland neðst þrátt Islandsmet Gissurarsonar fyrir 3 Ingólfs Svíar urðu sigurvegarar i Kalott-keppninni/ sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um helgina siðustu. Þeir hlutu 233.5 stig. í öðru sæti urðu Finn- ar með 224.5 stig. Norðmenn höfnuðu í þriðja sæti með 175.5 stig og lestina rak ísland með 147.5 stig. t höpi íslenska sundfólksins bar hæst afrek Ingólfs Gissurarsonar, sem setti 3 tslandsmet. Hann synti 50 m bringusund á 31.6 sek, 100 m bringusund á 1:08.0 min og 200 m fjórsund á 2:12.8 min. Þá jafnaði Ingi Þór Ingason tslands- metið i 100 m baksundi, synti á 1:03.0 min. Guðrún Fema Ágústsdóttir setti á mótinu met i 200 m bringusundi. Hún fékk timann 2:48.3 min. Helstu úrslit i Kalott-keppninni urðu þessi: 200 m bringusund kvenna min. Gamst.Noregi 2:46,0 Eriksson, Sviþjóð 2:48,0 Guðrún F. Agústsdóttir 2:48,3 lOOm bringusund kvenna min. Eriksson, Sviþjóð 1:17,3 Furuhovede, Nregi 1:17,5 Guðrún Fema Agústsdóttir 1:17,5 100 m baksund karla min. Ingi Þór Jónsson 1:03,0 Saure, Finnlandi 1:03,2 Jonsson, Sviþjóð 1:03,7 100 m bringusund karla min. Ingólfur Gissurarson 1:08,0 Svendsen, Noregi 1:10,1 Tryggvi Helgason 1:10,8 200 m bringusund karla min. Ingólfur Gissurarson 2:29,1 Bergström, Sviþjóö 2: 32,9 Tryggvi Helgason 2: 33,0 200 m baksund karla. min. Saure, Finnlandi 2: 16,4 Eðvarð Eðvarðsson 2: 19,2 Hugi Harðarson 2: 19,5 200 m f jórsund karla min. Ingólfur Gissurarson 2 : 12,8 Jonsson, Sviþjóð 2: : 14,0 Lindholm, Finnlandi 2 : 14,6 Ingi Þór Jónsson 2 : 17,0 100 m. flugsund karla min. Ingi Þór Jónsson 1 :00,4 Tormá, Finnlandi 1 :01,2 Svendsen, Noregi 1 :01,4 Fjallborg, Sviþjóð 1 :01,6 Ingólfur Gissurarson 1 :01,8 100 m skriðsund karla sek. Jonsson, Sviþjóð 53,2 Laitamaa, Sviþjóð 53,8 Ingi Þór Jónsson 54,3 / Ovænt / tap IA Breiðablik sigraði ÍA nokkuð óvænt þegar liðin áttust við I Litlu-bikarkeppninni á Akranesi, 2-1. Blikarnir léku einnig gegn llaukum og þar varð jafntefli, 3-3. Þá sigruðu FH-ingar Hauka 2-1 á Kaplakrikavelli. — IngH Titillinn í höfn Glasgow Celtic tryggði sér skoska meistaratitilinn i fótbolta sl. laugardag þegar liðið- sigraði erkióvininn, Rangers, 1-0, á Ibrox, heimavelli Rangers. Þremur umferðum er ólokið i skosku úr valsdei ldinni. Víkingur- Fram Einn leikur verður á Reykjvíkurmótinu I knattspyrnu i kvöld. Vfkingur og Fram leika kl. 19. / Islendingaliðm sigruðu bæði Standard og Lokeren unnu stór- sigur i belgisku knattspyrnunni um helgina siðustu. Standard sigraði Courtrai á útivelli 4-1 og Lokeren lagði Waterschei á heimavelli 5-1. Krakkarnir stóðu sig ágætlega Islenska unglingalandsliöið I badminton keppti I siðustu viku á Evrópumeistaramóti, sem haldið var i Skotlandi. Islensku ung- lingarnir unnu tvo leiki I liða- keppninni, en töpuðu einum. Sigr- ar unnust gegn ttölum, 5-0, og gegn Frökkum, 3-2. Tap máttu islensku unglingarnir þola gegn Pólverjum, 0-5. Borðtennis- landsliðið aftarlega Islenska landsliöið i borðtennis keppti um páskahátíðina á Heimsmeistaramótinu, sem að þessu sinni fór fram i Novi Sad i Júgóslavlu. Strákarnir höfnuðu i 48. sæti af 59 þátttökuþjóöum, en stelpunum gekk öllu verr, þær uröu i 53. og neðsta sætinu. Skúli óskarsson geröi sér litið fyrir og setti Norðurlandamet I hné- beygju á mótinu i Borgarnesi. lón Páll Sigmarsson setti nýtt Evrópumet / Skúli Oskarsson bætti Norðurlandametið í hnébeygju KR-ingurinn Jón Páll Sigmars- son setti siðastliöinn laugardag nýtt Evrópumet I réttstöðulyftu á móti, sem haldiö var I Borgar- nesi. Hann lyfti 352.5 kg, sem er 2.5kg betra en gamla metiö hans. Jón Páll setti einnig met i saman- lögöu, 892.5 kg. Hann lyfti 210 kg i bekkpressu og 330 kg i hnébeygju. Þá setti Skúli óskarsson, ÚIA, Norðurlandamet i hnébeygju, 310 kg. Skúli keppir I 82.5 kg flokki. Sverrir Hjaltason, KR,setti tvö Islandsmet á mótinu, 322.5 kg I réttstöðulyftu og 785 kg i saman- lögðu. Sverrir keppir i 100 kg flokki. Kári Ellsson, IBA, setti eitt Islandsmet, lyfti 237.5 kg i réttstööulyftu i 67.5 kg flokki. — lngH

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.