Þjóðviljinn - 23.04.1981, Síða 5

Þjóðviljinn - 23.04.1981, Síða 5
Fimmtudagur 2:!. april 1981 Þ.IODVILJINN — SÍÐA 5 Astandið á Norður-Irlandi: Bobby Sands verður ein- hver sérstæðasta persóna breskrar þingsögu. Hann er meðlimur í IRA< írska lýðveldishernum/ og hann situr í fangelsi. Meira en svo: hann er að bana kom- inn eftir langvarandi hungurverkfall. Það hefur til þessa ekki breytt neinu í máli hans/ að fyrir nokkr- um vikum var hann i auka- kosningum kosinn á þing í Fermanagh á Norður-ir- landi. FRÉTTASKÝRING Brrskur hennaAur í fangaklefa f IMaze: Fyrst smurftu fangarnir klefa sina meft saur, siftan efndu þeir til hungurverkfalls. Þingmaður IRA er að bana kominn Þingmenn frá Irska lýðveldinu hafa heimsótt Bobby Sands i fangelsið til að fá hann til að hætta við hungurverkfallið, sem hefur staðið i meira en fimmtiu daga. Félagar hans úr Irska lýð- veldishernum hafa varað við þvi, að ef Bobby Sands deyr, þá muni hans geypilega hefnt. Enginn ef- ast um að þá fer ný sprenginga- alda um Noröur-lrland. En breska stjórnin ætlar ekki að brjóta odd af oflætisinu i þessu máli. Margaret Thatcher lýstiþvi yfir i fyrradag, þar sem hún var stödd suður d Arabiuskaga, að aldrei skyldi stjórnin fallast á þær kröfur f anga úr IRA i Maze-f ang- elsinu við Belfast, að með þá verði farið sem pólitiska fanga. Þeir sóu glæpamenn og glæpa- menn skuli þeir heita. Framhald. Hungurverkfallið sem er að leiöa Robert Sands þingmann IRA til bana.er framhald af öðru. Það hafði staðið i 53 daga, og einn þátttakenda, Sean McKenna, var i andarslitrum, þegar bresk stjórnvöld létu undan og sýndu föngunum mikið umbótaskjal, þar sem i stórum dráttum var gengið að kröfum þeirra. Ýmis atriði voru þó eftir skilin sem óljós voru. En lif McKenna var i bráðri hættu og mikið sýndist hafa unnist og þvi féllust IRA- fangarnir á að hætta hungurverk- falli. Þetta gerðist 18. desember i fyrra. En ekki leið á löngu þar til i ljós kom, að ágreiningsefni voru áfram uppi um fatnað fanganna, um vinnu þeirra i fangelsinu og fleira. Sé það rakið nákvæmlega sýnist um smámuni að ræða. En i raun þykir báðum málsaðilum, bresku herstjórninni og rikis- stjórninni og irskum lýðveldis- sinnum, mikið i húfi: séu fangar úr IRA í raun meðhöndlaðir sem pólitiskir fangar hefur staða þeirra og samtaka þeirra breyst að mun. Um málið stendur mikið áróðursstrið: talsmenn Sinn Fein, sem eru hin pólitisku sam- tök þeirra sem krefjast samein- ingar Ulster (Norður-lrlands) og lýðveldisins, segja, að Bretar vilji nú ekki viðurkenna neitt annað en að fangarnir hafi i desember leið fallistd að hætta hungurverkfalli gegn almennum fyrirheitum um að umbætur i fangelsunum fylgdu i kjölfarið. Stærðar hnútur. Bresk stjórnvöld eru i tvöfaldri klípu í þessu máli. Kröfur fang- anna eiga mikinn hljómgrunn i báðum hlutum trlands og á al- þjóðlegum vettvangi: A hinn bóg- inn fara þeir, sem undir forystu séra lans Paislyes og DUP (Lýð- ræðisflokks Ulsters) telja, að sér- hver tilslökun við fangana sé liður i makki stjórnanna i London og Dublin um að lauma Ulster inn i trska lýðveldið. Og Paisley og hans menn draga ekki dul á það að þeir muni mæta sérhverri til- slökun sem „svikum” sem refsað verði fyrir með hermdarverkum. Afbrot mörg og stór. AfbrotBretaá lrlandi eru mörg og stór i rás sögunnar. Og þeir hafa oft beitt fyrir sig skosk- ættuðum mótmælendum, sem settir voru niður á Norður-lrlandi á sautjándu og átjándu öld, fyrir sig til að skapa þá stöðu sem tor- veldaði írska sjálfstæðis- og mannréttindabaráttu. Hinu er svo ekki að neita, að jafnvel sú stjórn, sem væri öll af vilja gerð til að bæta fyrir misgerðir for- tiðarinnar á ekki neina auðvelda leiki. Ef að Ulster væri sameinað Irska lýðveldinu þvert ofan i vilja meirihluta ibúa landshlutans (þar eru tveir mótmælendur á hvern kaþólika) — þd mundu vopnaðar sveitir Paislymanna og annarra herskárra mótmælenda margfalda sin hermdarverk. Sé ekkert gert heldur áfram strið IRA við breska setuliðið i Ulster eins lengi og verkast vill, þvi IRA F'ramhald á bls. 21 FJÖLEIGN HF. Ur stefnuskrá Fjöleignar hf. varðandi málefni Flugleiða hf. 1. AðvinnaaðviðgangiFlugleiðah.f.ogbeitaáhrifum sinum til þess að hef ja félagiö úr þeim öldudal, sem það velkist nú i — til þess vegs sem þaö á skilið og þjóðarnauðsyn krefur. 2. Að vinna að gagngerum breytingum á stjórn Flugleiða, en það er mat Fjöleignar að til núverandi stjórnar Flugleiöa megi rekja stóran hlut þess ófarnaðar, sem félagið hefur ratað i. 3. Að stuðla að skynsamiegri og ábyrgri fjárfestingarstefnu Flugleiða, en reynslan sýnir, að hér hafa dýrkeypt mistök átt sér stað, sem hafa nær riðið félaginu að fullu. Ytri áhrif svo og vaíasöm rekstrar- og fjárfestingarstefna hefur stuðlað að geigvænlegum taprekstri svo við borð liggur að rekstrar- stöðvun blasi við hinu févana og trausti rúna fyrirtæki. Ein- vörðungu sjálfsábyrgð sameigmiegs sjóðs landsmanna hefur varið lélagið lalli og aigeru hruni. 4. Að vinna að endurnýjun flmgvélakosts félagsins með lang- timasjónarmið i huga, en oumdeilanlega eru Flugleiðir hér komnar hættulega langt aftur ur nágrannaþjóðunum og á hraðrileið meö aö veröa ósamkeppnisfærar við önnur félög. 5. Að tryggja landsmönnum áreiðanlegar og tiðar samgöngur innanlands og viö nágrannalöndin og gera stórátak til að auka ferðamannastrauminn til íslands, sem hefur farið dvin- andi hin siöari ár, og aö stuðla að þvi að tslendingar eigi kost á jafn hagstæðum orlofsflugferðum og hinar Norðurlanda- þjóðirnar. 6. Að i'lytja viðhald flugvélakosts Flugleiða úr höndum útlend- inga i hendur Islendinga eftir þvi sem við á. 7. Að auka hlut starfslölks i ákvarðanatekt félagsins og stuðla að bættum starfsanda meö samvinnu og samstarfi við hið vinnandi fólk — i stað þeirrar úlfúðar og geðþóttaákvarðana, sem einkennt hefur afstöðu stjórnenda Flugleiða til starfs- fólks íélagsins og komiö hefur starísmannamálum félagsins i óleysanlegan hnut. 8. Að stuðla að þvi aö Eimskipafélag Islands selji hlutabréf sin i Flugleiðum þar sem Fjöleign telur að núverandi tengsl Eim- skips og Flugleiöa séu báöum íélögunum óheppileg og óeðli- leg. 9. Að gera hlutlausa sérlræðilega úttekt á arðbærni Atlants- hafsflugsins i slaö þess að liða það i sundur með geðþótta- ákvörðunum eins og gert hefur verið. 10. Fjöleign h.f. hyggst na fram a.m.k. áfanga að þessum mark- miðum með þvi aö slyöja nýtt fólk til stjórnarkjörs á næsta aðalíundi Flugleiöa 24. april n.k., þ.ám. Kristjönu Millu Thorsteinsson, sem barist helur jákvæðri og skeleggri bar- áttu mörg undanfarin ár fyrir bættum stjórnarhattum i Flug- leiðum. Fjöleign hyggst beita vökulli og jákvæðri gagnrýni að stjórn Flugleiöa i þvi skyni að efla félagið til þess að vinna farsællega aö endurreisn islenskra flugmála. Hjúkrunarfræðingar óskast til sumaraíleysinga á Heilsuhæli N.L.F.t. HveragerðiUpplýsingar gefur hjúkrunar- forstjóri i sima 99-4202 og framkvæmda- stjóri i sima 99-4203. .-aO .rVZP ,XV> oXN ^ criS' yP' 0» 0» áíS ^ ^ V" A , cý-” Óv'. tíS"r . 0°> . c,#' ^ ‘ - .v<?■" -jí® .e'"'1. °i ' HAGPRENT H/F '

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.