Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. mal 1981 Þótt nokkuð hafi áunnist í þessum efnum er aðeins um að ræða áfanga Á mörgum sviðum er enn óplægður akur varðandi úrbætur á aðbúnaðiog hollustuhætti á vinnustöðum Menn hugs- uðu ekkert um hvernig vinnustaður- inn leit út, það var sjálf- ságður hlutur að hann væri óhreinn Fólkið sjálft verður að hafa frum - kvæðið í að koma lag - færingum í gegn á vinnustöðum Lögin um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum ásamt stofnun Vinnueftirlits ríkisins er einn af merkari áföngum i sögu verka- lýðshreyf- ingarinnar Um aðbúnað og hollustuhœtti á vinnustöðum Vífta I byggingariðnaðinum er ástandið bágborið hvað varöar aðbánað manna. Myndin talar slnu máli. — (Ljósm. gel). Um síðustu áramót tóku gildi lög um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum og um leiðtók til starfa Vinnueftirlit ríkisins, sem sjá á um að þessum lögum sé fram- fylgt. Svo merkilegt sem það er, þá hefur þessum þætti vinnunnar sáralítið verið sinnt hér á landi í gegnum tíðina. Þó ber þess að geta að árið 1866 voru sett lög til verndunar vinnuhjúum, og aftur voru sett lög um þetta atriði 1928. Síðan koma lög 1952 um eftirlit með verksmiðj- um og vélum.en síðan ger- ist ekkert fyrr en 1972 þegar sett voru lög um hollustuhætti og Heil- brigðiseftirlit ríkisins og heilbriqðisnefndir sveitar- félaga. Þannig verður ekki sagt að þessum málum hafi verið sinnt verulega hér á landi fyrr en á sl. áratug. Sennilega er ekki á neinn hallað innan verkalýðshreyf - ingarinnar, þótt fullyrt sé að einn ötulasti talsmaður þessara mála allra á undanförnum 20 árum haf i verið Guðjón Jónsson for- maður Málm- og skipa- smiðasambands lslands,og til hans leitaði Þjóðviljinn og ræddi við hann um þróun og stöðu þessara mála. Sá skítugasti var talinn duglegastur — Ætli það sé ckki best að byrja á þvi að þú lýsir ástandinu i þessum efnum um það leyti er þú hófst störf i járniðnaðinum, Guð- jón? — Já, það var árið 1943 sem ég hóf nám i járniðnaði og ég þekki auðvitað best til á þeim vett- vangi, en þá má skjóta þvi inni að þar var og hefur veriðhvaö lakast ástand hvað aðbúnaö og hollustu- hætti á vinnustað snertir. Sann- leikurinn er sá, að óhreinindi á vinnustöðum voru hreint yfir- gengileg á þessum árum og lengi fram eftir. Maður heyrði oft þeim mönnum mest hælt fyrir dugnað, sem voru skítugastir og það var vfða uppi þetta álit. Nú, varðandi smiöjurnar á þessum árum, þá var i besta falli einhver kaffistofa með tréborðum og trébekkjum og alltaf mjög óhrein. í mörgum smiðjum var ekki um neitt at- hvarf að ræöa; menn drukku kaffið sitt i hornum og skotum i vinnusalnum sjáifum. Og jafnvel i þeim smiðjum, þar sem kaffi- stofur voru, var alltaf stór hópur manna sem ekki settist þar inn, heldur fann sér einhver skot eða önnur afdrep til að setjast í meö kaffibrúsann sinn. I þá daga tiökaðistþað aö menn færu heim i matartimanum, sem var klukku- stund. Jafnvel þótt um langan veg væri að fara streittust menn við að komast heim i mat. Auðvitað varð maður samdauna þessu; menn litu al- mennt á ástandið sem óum- breytanlega staðreynd, hugsuðu hreinlega ekki til þess að fá þvi breytt. Sá fyrsti sem eitthvað hreyfði við aðbúnaðarmálinu var Kristján Agúst Eiriksson sá ágæti járniðnaðarmaður. Hann var að færa það i tal við menn að nauð- synlegt væri að gera eitthvað i málinu, en talaði þá fyrir daufum eyrum. — Hvað var þaö fyrsta sem breyttist til batnaðar á þessu sviði fyrir utan að fá kaffistofu? — Það fyrsta var að fá rennandi vatn, vask og sápu til að geta þvegið sér um hendurnar og þótti mörgum lúxus. Þessu næst kom aðstaða til aö geta geymt vinnu- gallann og þá þurftu menn ekki lengur að fara i skitugum vinnu- gallanum heim eins og áður hafði verið siður. En svo rótgróið var þaö orðiö hjá mörgum að fara heim i vinnugallanum, að þeir notfæröu sér þetta aldrei. Svo var það, aö upp voru sett mötuneyti i stærstu smiðjunum. Ég man eftir þvi þegar mötuneytiö kom hjá okkur i Héðni. Mörgum þótti það til bdta, einkum yngri mönnun- um. Samt voru þeir æði margir, sem áfram héldu þeim sið að fara heim i m at og enn fleiri sem héldu tryggð við hornið sitt i vinnusain- um. Aldrei tekið upp við samn- ingagerð áður fyrr. — Var ekki reynt að fá fram breytingu á þessu i samningum? - — Nei, það var aldrei gert á þessum árum og eiginlega var það ekki fyrr en á 8. áratugnum sem aðbúnaðarmálin voru dregin inni samninga. — Hvenær fór þetta aö breytast að einhverju marki? — Hjá okkur i járniðnaðinum fdr að koma hreyfing á málin uppúr 1960. Ég varö starfsmaður Fél. járniðnaöarmanna 1960 og þá kynnist ég viðhorfum og verkefn- um starfsbræðra á Norðurlönd- unum og komst þá að þvi að þeir voru komnir miklu lengra en við á þessu sviði og um þær mundir lögöu þeir höfuð-áherslu á að ná fram lagfæringum i aðbúnaöi og hollustuháttum á vinnustaö. Sænska málmiðnaðarsambandið tilað mynda helgaði 8. áratugirin þessum málum hjá sér. Maður komst fljótt að þvi að ekki er nóg að tala um hlutina við atvinnu- rekendur eina; jafnframt verður að byrja á þvi að breyta hugarfari starfsfólksins sjálfs til málanna. Það veröur nefnilega aldrei neitt Aflóga flutningagámur i hiutverki kaffistofu — (Ljósm.: gel).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.