Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÖÐVILJINM Föstudagur 1. maí 1981 > M I ( M U t t M 1 I M M M I Furðulegt hvað þreki fólks er misskipt. Sumir bogna á miðjum aldri/ aðr- ir standa teinréttir við háan aldur þótt þeir hafi orðið að þræla ómælt alla ævina. Þannig er Sigríður Hannesdóttir. Hún er 75 ára gömul og hefur unnið erfiðisvinnu frá barns- aldri. Samt er hún teinrétt og létt á fæti/ orkan skín enn úr augunum, og þegar hún talar og segir frá gömlum dögum og allri þeirri baráttu sem hún og aðrir verkalýðsfrömuðir okkar háðu, leiftra augun og fjarrænt bros færist yfirandlitiðöðru hvoru/ en hörkusvipur kemur á það þess í milli. Hún hefur frá mörgu að segja og hún segir ákaflega skemmti- lega frá. Skaust út tilað kíkja — Þegarég kom til Reykjavik- ur var ég 17 ára. Ég er fædd og upp alin í Stykkishólmi en var munaöarlaus frá 14 ára aldri. Mdðir mín dó þegar ég var korn- ung en faðir minn fórst af slysför- um þegar ég var 14 ára. Og ástæðan fyrir þvi að þú komst til Reykjavikur? — Ég veiktist og varð að f ara á spi’tala og hér hef ég veriö síöan, þetta var árið 1922. þeim árum að fá konur til að gerast félagar. Við gengum nokkrar í félagiö og svo um leið og þær fóru sneri Jóhanna sér að okkur og sagöi: Þið komið svo i 1. mai kröfugönguna stelpur minar. Við vorum bara tvær sem fórum, ég og vinkona min Björg Guðfinnsdóttir. Ykkur hefur ekki verið hótað brottrekstri fyrir vikið? — Nei, en allt var gert sem hægt var til að fá okkur ofan af þvi að fara. Þess voru dæmi að fólk væri rekið úr vinnu fyrir að taka þátt i 1. mai göngu, jafnvel árið 1924. Við fórum sem sagt i gönguna og bárum rauða fána á milli okkar við Björg og viö vor- um stoltar. Siðan hef ég aldrei unnið l.mai. Og alltaf tekið þátt i kröfugöngunni ef heilsan hefur leyft það og mun gera meðan ég stend uppi. Fór um á hjóli og rukkaði Þegar þú varst komin i verka- kvennafélagið fórstu þá strax aö sinna félagsmálum? — Já , ég gerði það og ég gekk i Alþýðuflokkinn gamla um svipað ieyti. Ég hafði strengt þess heit þegar ég var 12 ára að verða jafn- aðarmaður. Þannig var að Guðmundur á Narfeyri var þá að stofna Alþýðuflokksfélag fyrir vestan og kom heim til föður mins að Utskýra fyrir honum jafnaðar- mannastefnuna. Ég hlustaðiá allt samtalið og þegar Guðmundur fór, tók ég í handlegginn á pabba og sagði: 1 þennan flokk ætla ég að ganga þegar ég verö stór. Og ég stóð við það. Og svo fórstu aö starfa fyrir félagiö? — Ég átti sæti i stjórn Framsóknar i ein 11 ár, ég man Rabbaö við Sigríði Hannesdóttur verkakonu um sitt hvað sem á daga hennar hefur drifið þetta hefði ekki verið hægt með annarri vinnu. Það versta við þetta var þegar konurnar voru að fela sig þegar „helvitis kerling- in”, en það hét maður hjá þeim þá,varaðkoma. Erfittað fá fólk til að skilja Var erfittað fá fólk til aö skilja nauðsyn þess að vera i og efla verkalýðsfélögin? — Hvort það var; fólk trúir þvi ekki nú hvernig þetta var allt saman. Já, það var sko erfitt. Bæði var fólk hrætt við atvinnu- rekendur, sem oft hótuðu þvi ef það gengi i verkalýðsfélögin og svo var fræðslustarfið svo litið á þessum árum Og það sem sárast var við þetta allt saman, að fátækasta fólkið var oftast verst i þessum efnum, og er raunar enn i dag, þvimiður. Þvi ætlar seint að skiljast að mesta vitleysa sem það gerir er að kjósa ihaldið, en það gerir það nú samt. Ég get sagt þér eina sögu sem kemur þessu við. Ég var þá farin að vinna af fullum krafti i Alþýðu- flokknum og ég vissi af fjölskyldu sem bjó inni Blesugróf. Þetta fólk var sárafátækt, konan um fertugt en eiginmaðurinn nærri áttræður. Ég fór til þeirra að reyna að tala um fyrir þeim. Húsnæðið var torfbærog allthiö ömurlegasta en þvf var greinilega haldið eins hreinu og frekast var unnt. Þegar ég kom inn voru þau heima hjónin og tvö ung börn. Mér var boðið kaffiog ég fór að tala við þau um jafnaðarstefnuna. Ég heyrði fljótt inná þau með að hafa kosið ihald- ið. Loks þegar ég þóttist hafa tal- aö nóg, spurði ég konuna hvort við mættum nú ekki eiga von á atkvæði hennar. Hún sagöi að allt sem ég hefði sagt væri satt og rétt, en það væri nú þannig aö kona sem hún nefndi, framarlega hjá ihaldinu, sendi þeim hjónum aíltaf eitthvert góðgæti fyrir jólin og fyrir kosningar. En þá allt i einu tók eiginmaðurinn af skarið og sagði að viö mættum eiga von á atkvæðum þeirra. Ég lofaði að sækja þau kl. 10 á kosningadags- morguninn. Það fréttist að ég hefði farið til þeirra og þegar ég kom á kjördag að sækja þau á tilsettum tíma, var allt lokað og læst. thaldið hafði orðið á undan og þau þá skort þor til að segja nei. Svona var þetta nú, þvi miður. Átökin lentu meira á karlmönnunum. Varstu ekki þátttakandi i mörg- um verkföllum á þessum árum? — Jú mikil ósköp, en það var nú einu sinni svo, eftir að ég var komin til starfa hjá Framsókn, að verkfallsátök lentu meira á karlmönnunum en okkur konun- um, enda orðin góð samvinna á milli Framsóknar og Dagsbrún- ar. A fyrstu árum Framsóknar þurftu konurnar aftur á móti að berjast sjálfar og eru til margar sögur af verkfallsbaráttu þeirra, eins og til að mynda Garnaslag- urinn svonefndi sem sagt hefur verið frá. En vissulega vorum við með i þessum átökum. Mér er minnisstætt hve oft var erfitt að fá fólk til að berjast fyrir rétti sin- um og kjarabótum. Þar kom til sami óttinn og að ganga i verka- lýðsfélögin, óttinn við a,ð missa vinnuna. Þetta loddi lengi við. Ég man eftir þvi þegar ég var farin að skúra i Ótvegsbankanum að þar voru engir samningar i gildi og kaup okkar lágt. Asgeir Asgeirsson siðar forseti Islands var þá ný-orðinn bankastjóri og við ræddum málin við hann, og báðum um samninga. Hann taldi érfittað koma þessu i kring nema Landsbankinn yrði með, en lofaöi að vinna að lausn málsins, sem hann og gerði. Við vorum svo kallaðar á fund með forsvars- mönnum bankans til samninga. Fundurinn var rétt byrjaöur þeg- ar ein konan, nýkomin úr sveit og sæmilega stæð á þess tima mæli- kvarða, segir uppúr þurru að þetta sé allt misskilningur, hún þurfi ekkert hærra kaup, sé hæst ánægð með það sem hún hafi. Þarna var bara um að ræða ótta við yfirmennina og ekkert annað. Viö fengum svo samninga og kauphækkun og hún var ánægð eins og við hinar. óskapleg fátækt Þegar þú varst að rukka fyrir Framsókn og komst inná mörg heimili i Reykjavik hjá alþýðu- fólki, var ekki viða þröngt i búi? — Hvort það var; svo sár fátækt að enginn trúir þvi nú til dags. Já, ég sá margt á þeim ár- um, og reyndi mikla fátækt sjálf, eins og á kreppuárunum. Ég get sagt þér dæmi að veturinn 1936/37 fékk maðurinn minn Hannes Pálsson aðeins vinnu i eina viku i svo nefndri atvinnubótavinnu. Og um sumarið fékk hann vinnu i „Síberi'uvinnunni” sem svo var kölluð, en það var skurðgröftur austur i ölfusi, atvinnubótavinna sem aldrei kom að gagni. Og ár- ið 1937 hafði ég i árslaun 1100 kr. en hann 900; sjáðu bara hvernig þetta var. Ég var nefnilega svo heppin að hafa vinnu við að vaska fisk. Ég hafði 10 kr. á dag þegar vinna var og ég man að við greiddum 70 kr. á mánuði i húsa- leigu, þannig að þú sérð að það hefur ekki verið mikið eftir. Samt voru margir verr staddir en við. — Eina konu þekkti ég sem var þrisvar flutt hreppaflutningi úr Reykjavfk til Vestmannaeyja. Þau áttu sveit i Eyjum og voru at- vinnulaus f Reykjavik þar sem þau bjuggu og urðu að þiggja af bænum. Þá var nauðungarflutn- ingalögunum beitt. t þriðja sinn sem hún var flutt með öll börnin var eitt þeirra á brjósti, hún sjálf fárveik og þau voru látin hima i lest á skipi til Eyja. Þegar þangað kom var þeim komið fyrir á pakkhúslofti. Eiginmaöurinn var aldrei fluttur. Börnin fóru út að leika sér og þá hitti þau kona i Eyjum sem spurði um móður þeirra. Þau sögðu hana veika uppá lofti. Hún var þá með 40 stiga hita, fárveik. Það var hlynnt að henni og hún snéri aftur til Reykjavikur. Hún sagði þeim hér að þeirmættu flytja sig eins oft og þeir vildu, hún myndi alltaf snúa til baka. Hún var ekki flutt i fjórða sinn. Fjörugir fundir og ræöuskörungar Mig langar aðeins að ræða meira um 1. mai og kröfugöng- urnar og fundina á þessum fyrstu árum. Var gerður aðsúgur að ykkur? — Já, það var geröur að okkur aðsúgur, hlegið að okkur og reynt að gera eins litið úr þessu öllu saman og frekast var unnt. En fólk lét engan bilbug á sér finna vegna þess að það var hugsjóna- fólk sem þá fór i kröfugöngu. Fólki var full alvara, þaö gekk ekki til að sýna sig og sjá aðra eins og mér hefur þótt fólk gera siðari árin. Fólk hélt ótrautt áfram á hverju sem gekk. Og ræðumennirnir, maöur guðs, allt saman heitir hugsjónamenn, full- ir af eldmóði og ræðurnar eftir þvi. Ég man að nefna þér Héðin Valdimarsson, Jón Baldvinsson, Si grlður H annesdóttir. Þið komið svo í 1. maí gönguna stelpur mínar Hvað tók viö þegar þú komst af sjúkrahúsinu? — Auðvitaö að vinna fyrir sér og allt var tekið sem til féll. Þá var enn i tisku að taka ungar stúlkur í vist og ég fór i vist. A sumrin var maður gjarnan i kaupavinnu á þessum árum, en eins og ég sagði áðan var allt tek- iö sem tii féll. Nú kemur svolitiö skrýtinn svipur á Sigriði og hún segir: — Veistu það, ég varð vitni að fyrstu kröfugöngu verkalýðsins 1. mai hér á landi. Ég man hvað ég varð hrifin, en kjarklaus; ég þorði ekki að taka þátt i henni. Ég var þá i vist að Þórsgötu 15 og var að þvo þvott. Þá heyrði ég einhvern hávaða og fór út til að gæta að þvi hvað um væri að vera og þá var gangan að fara eftir Lokastign- um.Þettavar 1923. Ég þorði ekki fyrir mitt litla lif að taka þátt i göngunni, enda kannski ekki orðinn mikill bógur, 18 ára stúlka utan af landi i vist i Reykjavik. Ég mátti ekki slóra og horfði þvi ekki lengi á gönguna, en mér er einna minnistæðast aö sjá Gróu Helgadóttur, þessa stóru og sterku konu bera fána i fylkingar- brjó&ti. Og Gróa bar alltaf fána i göngunni 1. mai meðan henni ent- ist þrek. Og síðan hef ég tekið þátt í göngunni Hvenær byrjaðir þú svo að vera með I kröfugöngu 1. mai? — Strax næsta ár eða 1924. Ég vann þá í fiskvinnu I Melshúsum ásamt fleiri konum. Þá var þaö að þær Jóhanna Egilsdóttir, sem var varaformaður Verkakvenna- fél. Framsóknar og Sigriður Olafsdóttir ritari þess, komu aö morgni 1. mai til okkar i fiskvinn- una og voru aö skrá konur inni félagiö, en þaö var oft erfitt á ekki nákvæmlega hvenær ég tók sæti i stjórninni en það mun hafa verið skömmu eftir 1930. Ég var fjármálaritari og það kom þvi i minn hlut að rukka inn félags- gjöldin. Maður varð að fara á hvern vinnustað eða i hvert hús þar sem þær áttu heima og hitta konurnar þar fyrir og rukka hverja og eina. Þá var nú ekki haldið eftir af launum fólks félagsgjöldunum. Sumar konur, sem ekki gengu i félagið af fúsum vilja, voru að fela sig fyrir manni og reyna með þvi móti að losna við að borga til félagsins. Ég man sérstaklega eftir einni sem alltaf fór útum glugga og faldi sig þegar ég kom. Ég fann hana aldrei og var orðin þreytt á þessu. Ég fékk þvi upp gefið heimilisfang hennar og sat fyrir henni þegar hún kom heim úr vinnunni. Hún var dulitið skrýtin i framan þegar hún sá mig. Ég sagði eitthvað á þá leiö að það væri svo skrýtið að við færum alltaf á mis þegar ég kæmi á vinnustaðinn hennar að rukka félagsgjöldin, hvort hún vildi ekki vera svo elskuleg og borga gjald- ið núna. Hún bauð mér inn til sin og uppá kaffi og við ræddum margt. Hún borgaði og varð siðan ein af ötulustu baráttukonunum i félaginu. Þannig var það nefni- lega oftast,þær sem voru erfiðast- ar fyrst, urðu siðar bestu baráttu- konurnar. Var rukkarastarf þitt nokkuö launaö og varstu þá ekki sjálf i vinnu? — Nei, starfið var ekki launað, biddu fyrir þér. Þaö var ekki fyrr en sfðar að maður fékk prósentur fyrir að rukka félagsgjöldin. Ég var ný-gift þegar þetta var og starfaði ekki utan heimilis annað en fyrir félagið og aðalstarfið var að rukka félagsgjöldin. Ég hjólaði á milli vinnustaða eöa heimila og Ekki þætti þetta góður aðbúnaður á vinnustað nú til dags, cn svona var nú vinnuaöstaða kvenna sem vöskuðu fisk fyrir 50 árum eöa svo. Hendrik Ottósson og siðast en ekki sist ræðuskörunginn Olaf Friðriksson, sem alltaf tók fram i hverri ræðu að þegar ihaldið væri farið að hæla manni, þá væri kominn timi til að gæta aö sér. Maður lifir á þessum endurminn- ingum alla ævi. Voru þetta fjölmennar göngur? — Fyrstu árin voru þær nú heldur fámennar, en þeim fjölg- aði sem komu i þær og einnig var það svo að á fundina eftir göng- una komu alltaf margir sem ekki fóru i gönguna. Og það gat ekki hjá þvi farið að það sem sagt var i ræðunum síaðist inni fólk, fékk það til að hugsa sinn gang. Hugsjónir horfnar Þú segir að þessir menn hafi verið fullir af eldmóði og hugsjón- um, eru menn það ekki lengur? — Mér þykir allur eldmóður úr fólki og hugsjónir horfnar hjá þeim sem nú eru forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar. Þetta hefur allt misst svip. Nú er bara hugsað um að fá eitthvað úr sjóðum félaganna, i stað þess að spyrja sjálfan sig hvernig get ég efltog styrkt mitt félag. Ég var 56 ár í Framsókn og er raunar heiðursfélagi þar. Ég hef aldrei fengið krónu úr sjóðum félagsins. Nú erég heilsulaus 75 ára gömul og fæ ekki einu sinni úr Hfeyris- sjóði af því að hann var stofnaður 2 árum eftir að ég hætti aö vinna úti. Mér þykir sem þeir sem mest unnu fyrir verkalýðshreyfinguna á fyrstu árum hennar, þegar mest lá við, njóti minnst af þvi sem áunnist hefur. Ertu bitur? — Nei, alls ekki, maöur er búinn að ganga i gegnum svo margt á þessum vettvangi að maður er hættur aö verða fyrir vonbrigðum. Nú lifir maður bara i endurminningunum frá þessum dögum. Ég á ekki heima i neinum pólitískum flokki að mér finnst. Ég tók þátt i þeim átökum sem uröu þegar Alþýðuflokkurinn klofnaöi og Sósialistaflokkurinn var stofnaður. Ég var svo rekin úr Alþýðuflokknum ásamt þeim Hannibal og Alfreð Gislasyni og við mynduðum Alþýöubandalagið með Sósialistaflokknum. Enn var sundrung þegar Alþýðubandalag- ið klofnaði og stofnuð voru Samtök fijálslyndra og vinstri- manna. Ég var i þeim hópi. Þeir sem þar voru i forsvari hættu og ekkertstendur eftir af þeim sam- tökum lengur. Sumir hafa meira að segja sokkið svo djúpt að ganga aftur i Alþýðuflokkinn. Ég skil þá ekki. Var þér ekki boðið að ganga i hann aftur? — Jú, mér var boðið það. Þeir sendu til min menn og sögðu mér að i raun hefði flokksskirteinið mitt aðeins veriö lagt til hliðar en ekki eyðilagt. Ég sagði þeim að láta það bara liggja til hliðar áfram. En við skulum tala um eitthvað skemmtilegra. Bar 25 kg. yfir Hellisheiöi Þú hefur nokkrum sinnum minnst á að hafa verið I kaupa- vinnu yfir sumarið; þessi skipt- ing, aö vera I kaupavinnu yfir sumariðen i fiskvinnu yfir vetur- inn, var hún ckki erfiö? — Segja má að ferðalögin, sem þessu fylgdu hafi stundum veriö erfið. 011 vinna á þessum árum var erfið, næstum allt unnið á höndum. En svona var þetta einfaldlega og þótti sjálfsagt. Mér er minnisstætt eitt ferðalag sem ég fór i sambandi við svona vinnu- skipti. Ég hafði verið með son minn ungan við vinnu austur i Landeyjum. Um vorið kom ég honum fyrir á Búðarhóli i Land- eyjum með hjálp þeirrar yndis- legu konu Vilborgar Sæmunds- dóttur á Lágafelli, en fór sjálf til Reykjavikur i fiskvinnu. Viö vor- um 11 saman i hóp sem fórum suður, 10 karlmenn og ég. Hópur- inn safnaðist saman við Hemlu eins og vant var og fyrsti áfanginn var aö Tryggvaskála. — Við vorum ferjuð yfir Rangá og það var i fyrsta sinn sem ég kom um borð i ferju, þvi að um haustið þegar ég fór austur var ferjan ekki notuð. Þegar yfir ána kom beið okkar bifreið og i henni fórum við til Selfoss og komum að kvöldi dags i Tryggva- skála þar sem við gistum. — Daginn eftir var okkur sagt að kannski yrði hægt að flytja okkur með bil að rótum Hellis- heiðar en ófært væri á bil yfir. Þetta varðtog þegar við fórum úr bílnum, var allt dótið sett á sleða sem hópurinn siðan dró. En við vorum ekki komin langt þegar sleðinn liðaðist i sundur. Þá var ekki um annað að gera en hver tæki sitt hafurtask og bæri á sjálf- um sér. Minn poki var 25 kg. og ég mátti taka hann á bakið og leggja svo á brattann. Færið var þungt, mikill snjór og blautur og ég þreyttist fljótt. Þá tók ég pokann niður, spuröi nærstaddan hvort hann ætti ekki hnif að lána mér. Hann hváöi við og spurði hvað ég ætlaði að nota hann. Ég fékk hnif- inn, skar gat á pokann og setti hann svo upp aftur og bar nú i bak og fyrir sem var auðvitað mun léttara. — Það er ljótt aö eiga ekki þennan poka til minja, ég fleygði honum víst einhvern tímann, seg- ir Sigriður kimin en heldur svo áfram; — Nú segir ekki af feröum okk- ar fyrr en við komum aö klifinu fyrir ofan Kolviðarhól. öll vorum við mjög þreyttog okkur óaði viö ferðinni niður, enda færiö þungt. Ég settist á brúnina og fyrir framan mig var snjóskafl alveg niður hliðina. Ég var i oliuborinni vatnskápu og allt i einu lét ég mig vaða niður skaflinn og rann niöur á jafnsléttu. Þegar hinir komu niður lá ég þar sofandi, örþreytt eftir feröina, enda var úrkoma allan timann og pokinn minn far- inn að þyngjast iskyggilega. Nú, viö héldum svo heim að Kolviðar- hóliog fengum þar góðar móttök- ur, föt okkar voru þurrkuð og við fengum að borða og hvila okkur, hvilik dýrð. Þegar lagt var upp frá Kolviðarhóli kom i ljós að ófærð var svo mikil að við mynd- um þurfa aö ganga niður að Lög- bergi. Það gerðum við, ösluðum aurinn uppá miðjan legg. Siðan fengum við bilfar frá Lögbergi og þegar ég kom til systur minnar i Reykjavik og tók af mér skóna voru þeir fullir af aur og fætur minir allir i blöðrum. Ég komst ekki i neina skó nema stóra gúmmiskó og á þeim gekk ég til Katrinar Thoroddsen læknis. Hún skoðaði þetta og stakk á öllúm blöðrunum, setti eitthvað græöandi við og svo var bara að biða þangað til sárin gréru. — Jú, þetta var mjög erfitt ferðalag, en ég var ung og sterk i þá daga og maður lét sig hafa þetta. Þeir karlmennirnir 10 sem með mér voru sýndu ekki af sér neinn riddaraskap með þvi að bjóðast til að skipta minu dóti niður á sig aö bera, enda hafa þeir sjálfsagt haft nóg með sitt^ ég báð heldur ekki um neina hjálp. Það gildir að bjarga sér sjálfur á erfiðum tímum. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.