Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 1. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Jón Gunnar Arndal sjúkranuddari aö starfi. Vantar mann til að kenna á hvíta stafinn A endurhæfingarstöö Styrktar- félags lamaöra og fatlaöra aö Háaleitisbraut 13 starfar sjúkra- nuddari að nafni Jón Gunnar Arn- dal. Jón Gunnar hefur veriö blindur siðan 1962, greinir ekki einu sinni mun dags og nætur. Eftir aö hann missti sjónina starfaöi hann um margra ára skeiö á vinnustofu Blindrafélags- ins en árið 1972 hélt hann til Finn- lands til náms við „De synskad- ades Yrkesskola,” eöa starfs- skóla fyrir blinda. Þaöan útskrif- aöist hann sem nuddari, kom heim og starfaöi i 3 ár hjá Styrkt- arfélaginu. Siðan var hann viö frekara nám viö sama skóla i Finnlandi á árunum 1976-1977 og útskrifaöist meö starfstitilinn „konditionsskötare”, sem hefur verið kallaö sjúkranuddari á islandi. Við erum tveir Islendingar, sem höfum numiö við þennan finnska skóla”, segir Jón Gunnar, „og námið þar var veitt okkur að kostnaðarlausu. Þetta er gifur- lega dýr skóli, fáir nemendur og margir kennarar og það er greinilega ekkert til sparað þarna til að gera hinn blinda virkan i at- vinnulifinu á ný. Það var ómetan- legt fyrir mig að eiga kost á að dvelja þar. Hvað um menntunarmál blindra hér á landi? Það er rekin grunnskóladeild innan rikisskólanna og starfar við Laugarnesskólann. Þegar þeim skóla sleppir, vandast málið, þvi aö það er enginn framhaldsskóli til i landinu fyrir blinda. Blindir og sjónskertir hafa stundað nám á öllum Norðurlöndunum, svo og Bretlandi. Nei, ég á ekki von á slikum skólum hér á landi i bráð. Það er sama að segja um endur- hæfinguna, slik aðstaða er ekki fyrir hendi hér. Fólk verður að fara utan til að læra, hluti eins og meðferð á hvita stafnum. Blindraletur geta menn lært hér á landi? Já, en núna er lögð minni áhersla á útgáfur á blindraletri en var áður Aðaláherslan er á hljóðútgáfum. En mér finnst að allir sjónskertir eigi að læra blindraletur. Ég hefði ekki getað stundað mitt nám að öðrum kosti og ekki getað stundað mina vinnu eins og ég geri. Ég held hér mitt eigið kartótek á blindraletri yfir mina sjúklinga. Ég ráðlegg öllum sem eru hræddir við að þeir séu að missa sjónina að læra blindra- letur. Hvernig er þinum vinnudegi háttað? Ég vinn frá klukkan 9—16 og tek 13 sjúklinga á dag sem ég æfi og nudda. Það er aðallega um að ræða fólk með vöðvabólgu sem það hefur fengið af einhæfri at- vinnu, eða fólk með brjóskbreyt- ingar. Þetta er skemmtilegt starf en það er lika erfitt. En fólk er undantekningarlaust mjög elsku- legt og afar þakklátt. Ég man aldrei eftir að mér hafi mislikað við sjúkling frá þvi að ég byrjaði. Sama er að segja um mina vinnu- veitendur. Mér hefur verið sér- lega vel tekiö frá þvi ég sóttifyrst um vinnu hér fyrir 8 árum. Þaö sem er mest aðkallandi i málum blindra er að gera þá sjálfstæðari. Til dæmis vantar nauðsynlega mann til landsins sem getur kennt notkun hvita stafsins. Hann er ómissandi hjálpartæki fyrir hinn blinda; án hans gæti hann ekki hreyft sig út úr húsi. En meðferð hans krefst þjálfunar en það er enginn á land- inu sem er fær um að kenna hana. — j- Frá Fósturskóla S Islands Umsóknir um skólavist næsta skólaár þurfa að berast skólanum fyrir 1. júni nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðu- blöð fást á skrifstofu skólans. Skólastjóri Samvinnufélögin áma hinu vinnandi fólki til lands og sjávarallra heilla á hinum löngu helgaða haráttu- og hatiðisdegi alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar $ SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sendir félagsmönnum sínum og íslenskri alþýðu baráttukveðjur á hátíðisdegi launafólks. Svölukaffi — GlæsUegar veitlngar — Tískusýningar — Skyndihappdrætti SVÖLURNAR, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, halda sina árlegu kaffisölu i Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 1. mai. Húsið opnað kl. 14.00. Stórglæsilegir vinningar, þ.á m. flugfarseðlar, leikföng o.fl. ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL LÍKNARMÁLA.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.