Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 19
Föstudagur 1. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Jónas Jónasson fimmtugur Hann Jónas Jónasson verður fimmtugur á sunnudaginn, 3. mai. Það var einu sinni veröld, sem okkur Jónasi Jónassyni var gefin. Og við tókum til starfa og ákváð- um að veröld okkar skyldi verða fögur og menningarleg. Það var hinn ungi Kaupavogskaupstaður. Jónas var hár maður og þrekinn, svarthaerður og mikilhærður, 28 ára að aldri, með svartar auga- brýr. Það geislaði af ásjónu hans og hlátur hljómaði af hverju orði. Hann var fingralangur við hæfi og fljótlega vissi ég, að hann var fingralipur. Er ekki að orðlengja það, að við hófum að byggja ver- öld okkar upp. Og alltaf var að vora og ilmblómin að spretta og vitamin að detta upp i mann. Já, það var indæl veröld. Og svo var lika einu sinni vin- sæl rikisstjórn. Það var einu sinni banki, sem ölium vildi lána ofurlitið meira. — — Jú, ofurlítið meira þiggðu það. Já, það var vinsæll banki. Við byggðum sextán hæða Hótel Kóp á fegursta stað i bæn- um, en f jórtándu hæðina vantaði. Og það var leyndardómur i veröld okkar, hvernig bilið milli þrettándu og fimmtándu hæðar var brúaö. En þar uppi voru at- hafnir miklar, söngur og æska og ferðamannastraumur. Og æskan söng um forsetavindinn frá Bessastöðum, um forustumenn- ina RUt, Sigurgeir og Skaftason, og um æviferil mannsins, sem fimmtán ára að aldri hóf vinnu við Miklubraut, skipti um jarðveg i brautinni á tfu ára fresti og var kominn á ellilaun, þegar hallaði inn í Kringlumýri. Svo komu blaöamennimir og sögðu tiðindin. Við Jónas sömdum gamanleik fyrir Kópverja og kölluöum hann Alvörukrónu, en okkur nefndum við TUkall sem höfunda. A þeim tima kynntist ég Jónasi talsvert vel. Hann var kátur, Uttroöinn af hugmyndum, og að kvöldi dags fórum við venjulega upp á efstu hæð UtvarpshUssins viö SkUla- götu. Jónas hafði lyklavöldin og markmiðiö var að komast að hljóðfærinu. Ég samdi texta, en Jónas sló á nóturnar og fór að raula. Og á skammri stundu var lagið samfellt og Jónas söng: Hér rikti áður rausn I borg og rónar lifðu á krásum. Nú eru frægir fyrirmenn sem fangar undir lásum. Þannig samdi hann þrettán lög á þeim vordögum. Eins og dæmin sanna er Jónas I hópi hinna fjölhæfustu samferða- manna. Hann slær á nóturnar og syngur (sbr. um senoriturnar á Spáni). Hann hefur flutt fjölda frumsaminna erinda i útvarpið, einnig marga leikþætti og leikrit, sem hefur verið flutt i Iðnó. Hann er útvarpsmaður i fremstu röð, svo sem alþjóð er kunnugt, leikur sérað gamanmálum, en er einnig djúphugsandi og hefur samiö leikrit um veruleikann bak við landamærin. Foreldrar Jónasar eru Sigur- laug Jónasdóttir og maður henn- ar Jónas Þorbergsson fyrsti út- varpsstjóri. Hann er tvikvæntur. Fyrri kona hans var Auður Stein- grimsdóttir, kunn söngkona. Þeirra dætur eru Hjördis Rut og Berglind Björk. Seinni kona hans er Sigrún Sigurðardóttir, sem eitt sinn var i úrslitum fegurðarsam- keppni og er kunnur útvarpsmað- ur. Þeirra dóttir er Sigurlaug Margrét, 17 ára. A siðustu missirum hefur Jónas verið með spurningaþætti i út- varpinu. Nú er hann beðinn aö skýra tvö orð úr vestfirsku veður- máli. Hvað er aml? Hvað er agg? — Heill og sæll. Gunnar M. Magnúss. Hvert stefnir? Nýr verkalýðsflokkur Fundur Kommúnistasamtakanna og Verkalýðsblaðsins i dag kl. 16.00 i kaffi- teriunni Glæsibæ. — Ávörp, Arnór Sighvatsson, Ari Trausti Guðmundsson. — Jacub Swiecicki frá Póllandi. — Skemmtiefni. — Kaffiveitingar. Skorum á fólk að taka þátt i Baráttu- göngu launafólks 1. mai. Kommúnistasamtökin, Verkalýðsblaðið. TRÉSMIÐIR! Sýnum öfluga samstöðu í kjarabaráttunni. Fjölmennum á útifundi og í kröfugöngu verkalýðsfélaganna. Trésmiðafélag Reykjavíkur TILKYNNING um eftirgjöf aðflutningsgjalda af bifreið bifreiðum til öryrkja Ráðuneytið tilkynnir hér með vegna breytinga á lögum nr. 120 31. desember 1976, um tollskrá o.fl., að frestur til að sækja um eftirgjöf aðflutningsgjalda af bifreið til öryrkja skv. 27. tl. 3. gr. nefndra laga er framlengdur til 10. mai 1981. Athygli er vakin á þvi að sækja skal um eftirgjöf á sérstökum umsóknareyðu- blöðum og skulu umsóknir ásamt venju- legum fylgigögnum hafa borist skrifstofu öryrkjabandalags Islands, Hátúni 10, Reykjavik, fyrir 10. mai 1981. Fjármálaráðuneytið, 28. april 1981. Atvinnuhúsnæði Leirkerasmiður óskar eftir 25—35 fer- metra verkstæðisplássi til leigu. Helst i Ármúla, Siðumúla eða nágrenni, þó ekki skilyrði. 3ja fasa rafmagn og rennandi vatn nauðsynlegt. Nánari upplýsingar i sima 85182 eftir kl. 13 föstudag og eftir kl. 18 um helgina. Nýr umboðsmaður Sandgerði Ráðinn hefur verið nýr umboðsmaður Þjóðviljans i Sandgerði. Hann heitir Anna S. óskarsdóttir, Suðurgötu 34, s. 7790. UÚBVIUINN s.81333. Reiknistofa bankanna óskar að ráða starfsmenn 1. Kerfisfræðing-forrita forritara 2. Kerfisforritara Æskilegt er, að umsækjendur hafi há- skólamenntun á töivu-, viðskipta- eða stærðfræðisviði eða hafi viðtæka starfs- reynslu. Umsóknarfrestur er til 15. mai 1981. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Reiknistofu Bankanna á Digra- nesvegi 5, Kópavogi. lill Borgarspítalinn Lausar stöður Hjúkrunarfræðíngar Staða deildarstjóra við Endurhæfingar og hjúkrunardeild Borgarspitalans — Grensásdeild — er laus til umsóknar nú þegar. Staðan veitist frá 1. júni 1981, eða eftir samkomulagi. Umsókn fylgi upplýs- ingar um nám og fyrri störf og sendist skrifstofu hjúkrunarforstjóra fyrir 15. mai n.k. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra i sima 81200. Reykjavik, 30. april 1981. BORGARSPÍTALINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.