Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 28
MÐVIUINN Föstudagur 1. mai 1981 Sjálfsbjörg í Reykjavík: Hvetur félaga til að fjölmenna í gönguna Stjórn Sjálfsbjargar félags fatlaðra i Reykjavik og ná- grenni samþykkti á fundi ný- verið að taka fullan þátt i kröfugöngu Verkalýösfélag- anna i Reykjavik 1. mai. Stjórnin hvetur fatlað fólk að sýna samstöðu með þvi að fjölmenna i gönguna og styðja með þvi jafnréttis- hugsjónina. Jafnframt hvetur stjórn Sjálfsbjargar i Reykjavik og nágrenni Sjálfsbjargarfé- laga um land allt til að taka virkan þátt i 1. mai aðgerð- um hver i sinni heimabyggð. Þátttakendur eru minntir á að koma hlýlega klæddir. Þeim sem ekki hafa mögu- ieika á að komast á eigin vegum er bent á aö hafa samband við skrifstofuna i sima 17868. Hafnarfjörður: Kröfu- ganga og útifundur 1 Hafnarfiröi verður fariö i kröfugöngu og haidinn útifundur 1. maí. Safnast verður saman viö Fiskiöjuver Bæjarútgeröarinnar kl. 13.30 og gengið aö Lækjar- skóla, þar sem útifundurinn hefst kl. 14.00. Hermann Guömundsson setur fundinn, en ræöur flytja Gretar Þorleifsson form. Féiags byggingariðnaðarmanna i Hafn- arfirði og óiafur Brandsson full- trúi Starfsmannafélags Hafnar- fjaröar. Merki dagsins vcröa seld, en aðalkröfur fulltrúaráös- ins i Hafnarfirði eru: Samning- ana i gildi. — Fagleg og óháö verkalýðssamtök. —ká Aöalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tii föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná I blaðamenn og aöra starfsmenn þlaösinsi þessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Ávarp 1. maínefndar fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja i Fyrsta mal fylkjr Islensk alþýða liði meö alþýðu allra landa I baráttu fyrir afnámi óréttlætis, fyrir friöi. 1 baráttu fyrir réttlátari skipt- ingu auðs, fyrir útrýmingu hungurs og vesældar. 1 baráttu fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Fyrsta mai 1981 býr enn mikill hluti mannkyns við hungur og vesöld. Enn eru viða grundvallar mannréttindi fótum troðin. Enn eykst bil milli rlkra þjóða og fátækra. Enn er hótað að slíta friöinn. Gegn þessu ber okkur að berjast. Við skorum á Alþingi Islendinga aö sjá til þess að framlög til þró- unarlanda verði a.m.k. 1% þjóðartekna, þannig að viö get- um i verki sýnt hug okkar til I- búa jarðar, sem búa við hungur og allsleysi. Við verðum jafnt i orði sem i verki að beita okkur gegn við- skiptaháttum alþjóðlegra auð- hringa, sem rýra kjör og skeröa efnahagslegt sjálfræöi þjóöa. Viö sýnum samstöðu meö félög- um okkar, sem berjast gegn þvi blóðuga ofbeldi, sem beitt er við að berja niður verkalýössam- tök, m.a. I Bólivlu, Argentlnu, Guatemala og E1 Salvador. Viö sýnum eindregna samstöðu okkar með baráttu pólskra verkamanna fyrir samtaka- og tjáningarfrelsi. Viö mótmælum tilraunum eða áformum að brjóta pólska verkalýöshreyfingu á bak aftur. Verkafólk viöa um heim og ekki sist i grannlöndum okkar, beinir geira sinum gegn stórfelldu at- vinnuleysi og vaxandi verö- bólgu. Þaö hvetur okkur til sameigin- legrar sóknar gegn tilraunum afturhaldsafla, aö leysa efna- hagskreppur á kostnaö verka- fólks. II Reykvisk alþýða berst gegn óðaveröbólgu og rýrnandi kjör- um hér á landi jafnhliða hætt- unni af atvinnuleysi, sem slfellt vofir yfir. Viö islenskri alþýöu blasir enn á ný sú staðreynd, að stjórnvöld grlpa inn I gerða kjarasamn- inga þegar harönar I ári. Kreppunni er velt yfir á heröar hins vinnandi manns. Reykvísk alþýða mótmælir harðlega og varar alvarlega viö afskiptum rikisvaldsins af visi- tölubindingu launa, likt og átti sér staö 1. mars. Reykvisk alþýöa varar ríkis- valdiö viö aö ganga á undan með verðhækkanir og hafa þannig að engu lög um verð- stöövun. Reykvisk alþýöa hvetur allt launafólk til samhentrar baráttu gegn þeim aðgeröum stjórnvalda, er brjóta gerða samninga og skerða kjörin. En umfram allt leggur reykvisk al- þýða áherslu á að vörn verði snúið I sókn. Tryggja verður aukinn kaupmátt og launajöfn- un, stórbætt kjör þeirra verst settu, með t.d. réttlátara skattakerfi, þar sem lægstu laun verða skattlaus — óskert framfærsluvisitala á öll laun er forsenda þess að kaupmáttur umsaminna launa haldist. Við hvetjum til sameiginlegrar varnar gegn skerðingu verk- fallsréttar og félagslegrar þjón- ustu. Reykvisk alþýöa leggur auk þess áherslu á: — Mannsæmandí laun fyrir 8 stunda vinnudag. — Gildistimi nyrra kjara- samninga miðist við upp- sögn þess eldri. — Stórátak í málefnum aldraðra. — Kjör lífeyrisþega verður enn að bæta með hækkuðum lífeyri og verðtryggðum lífeyris- sjóði allra landsmanna. — Stórátak þarf að gera i málum fatlaðra/ bæði hvað varðar kjör/ at- vinnutækifæri og aðstöðu á vinnustöðum og al- mennu umhverfi. — Reykvísk alþýða leggur áherslu á virka þátttöku fatlaðra innan samtaka launafólks. — Stórefla þarf atvinnu- leysistryggingar. — Auknar félagslegar íbóðabyggingar. — Næg og góð dagvist- unarheimili fyrir öll börn. — Stórbætt verkmenntun og aukinn stuðningur við fræðslustarf alþýðu. — Bætt aðstaða farand verkafólks. — Hert barátta gegn ávana- og fikniefnum. — Moðákvörðunarréttur verkafólks i tölvuvæð ingu. — Bættan hag leigjenda — óskert verkfalls- og samningsrétt handa iðn nemum. — Sömu laun fyrir sömi vinnu — Jafnrétti kynjanna. — Aukið öryggi og bættar aðbúnað á vinnustöðum III 1 upphafi niunda áratugsins blasir viö á alþjóöavettvangi nýtt kalt striö. Viö upplifum stööugt fleiri kreppu- og hnignunareinkenni og eina svarið hjá valdamönn- um virðist vera aukinn og meiri vigbúnaður. Viö vitum af fenginni reynslu, að slik þróun leiöir fyrr eða sið- ar til styrjaldar. 1 okkar heims- hluta koma fram æ sterkari kröfurfrá hernaöarbandalögum á hendur samherjum sinum um aukna hlutdeild i vigbúnaöi og styrjaldarundirbúningi. Þaö fer ekki hjá þvi að þessi aukni vlgbúnaður teygi arma sina hingað til okkar. Seinustu árin hefur æ fleirum orðiö ljós hin auknu hernaðarumsvif hér á landi svo sem áætlanir sýna. Þetta sýnir að á ófriöartímum er liklegt að Island yröi hættu- svæöi, og gæti haft I för meö sér gereyðingu. Síðast, en ekki sist, varar islenskur verkalýöur við aukn- um vigbúnaöi hér á landi. Hinn eini raunverulegi skerfur íslendinga tilfriðar I heiminum, er herlaust land, án þátttöku 1 hernaða rbandalögum. IV Reykvisk alþýöa leggst harð- lega gegn þeim áróðri, að þaö séu launin og einkum visitölu- binding þeirra, sem séu orsök verðbólgunnar hér I landi. Reykvisk alþýða bendir á að gegndarlaust fjárfestingarbruðl liðinna ára er höfuðorsök þess vanda, er hrjáð hefur islenskt efnahagsllf. Islensk alþýöa hef- ur ekki stjórnað þvi bruðli og hlýtur þvi að neita að axla þær byröar, sem skapast hafa af óráösiu eignarstéttar og ríkis- valds. Reykvlsk alþýða skorar þvl á Islenska alþýðu alla, aö þjappa sér saman I vörn gegn kjara- skeröingu og til sóknar fyrir bættum kjörum og auknu félagslegu jafnrétti. Islensk alþýöa. Snúum vörn i sókn. Fram fyrir hugsjónir verkalýðs allra landa Frelsi — jafnrétti — bræðralag. Hittumst á Hótel Borg 1. maí Alþýðubandalagið i Reykjavik gengst fyrir fundi á Hótel Borg að lokn- um fundi fulltrúaráðs verkalýðsf élaganna. Ræðumenn: Baldur óskarsson Guðmundur Þ. Jónsson Fundarstjóri: Erlingur Viggósson Fjölmennum Alþýðubandalagiö i Reykjavík Verkalýðsmálaráð AB Verkalýðsmálaráð AB kemur saman til aðal- fundar sunnudaginn 10. mai að Hótel Esju i Reykjavík. Nánar auglýst á þriðjudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.