Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 6
B SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur i. mai 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Ölafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaður sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafróttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. ritstjórnararein Rétturinn til vinnu • Enn er hinn alþjóðlegi baráttudagur verkalýðs- hreyfingarinnar 1. maí runnin upp. íslenskt verkafólk hefur frá fyrstutíð notið þess að vera hluti hinnar vold- ugu mannfélagshreyfingar verkafólks allra landa. • Á þessum degi fögnum við þeim sigrum sem fært hafa verkafólki betra líf í krafti baráttuvilja og skjóli samstöðu. Um leið lýsum við stuðningi við baráttu allra kúgaðra manna og þjóða fyrir frelsi og fullveldi. Við fordæmum áþján og ógn sem verkafólk verður að þola vfða um lönd. Verum þess minnug að enn f dag eru for- ingjar verkamanna fangelsaðir, pyntaðir og myrtir vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum. Mannleg þjáning kemur okkur við hvar f veröldinni sem hún birt- ist og við berum að okkar hluta ábyrgð á hamingju allra manna. Þannig er hugsjón okkar hreyfingar. • Ein meginkrafan um mannréttindi er rétturinn til vinnu. Atvinnuleysi er mikið böl um allan heim. Sem bet- ur fer höfum við átt því láni að fagna hér á landi nú síðustu árin, að fullhraustir menn hafa í flestum tilfell- um fengið vinnu. En því miður á þetta ekki við um alla menn. Mörgum hef ur verið meinað um starf vegna þess eins að hann hef ur átt við fötlun að stríða. Þetta er þeim mun alvarlegra þar sem talið er að 6.-7. hver maður á Norðurlöndum sé fatlaður. Sem betur fer búa flestir úr aimanakínu 19. apríl s.l. var þess minnst á Kúbu aö tuttugu ár voru þá liðin frá „fyrsta ósigri heimsvalda- stefnunnar i Ameriku” sem jafnframt var glæsilegur sigur kúbönsku þjóðarinnar á þeim stað er Svinaflói hefur veriö nefndur. Svinaflóainnrásin er áreiðanlega mörgum í fersku minni enn, a.m.k. minntist Mogginn hennar um siðustu helgi með þvi að birta dapur- lega grein um „ófarirnar miklu”. Hér er þó ekki ætlunin að rifja upp gamlar minningar, þótt vissulega væri gaman aö orna scr við frásagnir af fræki- legri framgöngu kúbanskrar alþýðu sem á tæpum þremur sólarhringum gjörsigraði inn- rásarliöið, sem CIA hafði þjálfað og vopnað og sent til Kúbu til að endurheimta jarðir og verksmiðjur sem byltingar- stjórnin hafði þjóðnýtt. Svinaflóainnrásin var ósköp eðlilegur liður i þeirri pólitik sem Bandarikjamenn reka og hafa alltaf rekiði Mið- og Suður- Ameriku. Komist einhver til valda þar um slóðir sem ekki er þeim að skapi eru þeir yfirleitt ekkert að tvinóna við að hlutast til um gang mála og koma við- komandi rikisstjórn frá völdum, annaöhvort með beinni eða óbeinni ihlutun. Ötal dæmi eru um hvorttveggja. Fyrir Svina- flóainnrásina hafði þetta alltaf tekist. KUbumenn þekktu dæmi þeirra aðeins við tímabundna fötlun, en þó alltof stór hópur við varanlega fötlun. blóðbað i' E1 Salvador og verri kúgun en nokkru sinni fyrr i sögu landsins, og i öðru lagi auknar líkur á beinni banda- riskri ihlutun i Nicaragua. Þá verður stefnt að þvi að svipta Nicaragua þvi sem þar hefur áunnist og hindra að Nicaragua verði „önnur KUba”. Enginn þarf að efast um að Bandarikjamenn gera allt sem i þeirra valdi stendur til að hindra Utbreiðslu þjóðfrelsis- striðsins i Mið- og Suður- Ameriku. Þessvegna leggjaþeir ofurkapp á að berja niður alþyð- una i' E1 Salvador. Ósigur stjórnvalda þar yrði mun verra áfall en nokkur Svlnaflóaósigur fyrir Bandarikjamenn. En við verðum lika að minnast þess, að alþýðan i E1 Salvador hefur alllt að vinna, engu að tapa. Striðið þar er ekki strið tveggja þjálf- aðra herja, heldur strið hersins gegn allri alþýðu landsins. Fyrir nokkrum vikum var E1 Salvador daglega i fréttum. NU er ekki minnst á striðið þar • Fjölmargt þessa fólks hef ur þó bæði vilja og þrek til að stunda almenna vinnu. Það að geta séð fyrir sér og sínum skapar fólki sjálfstraust og öryggi, auk þess sem félagsskapur á vinnustað veitir í flestum tilfellum lífs- fyllingu. • Þrátt fyrir lagaákvæði um að fatlaðir og fólk sem verið hefur í endurhæfingu eigi forgang til vinnu, hafa þau lög verið að engu höfð. Það er því sérstök ástæða til að fagna því, að verkalýðshreyfingin á íslandi hefur ákveðið á þessu ári fatlaðra að reyna að leggja sitt af mörkum ti I að tryggja rétt þeirra til vinnu og aðstöðu til að lifa eðlilegu lífi. Engum stendur það nær en verka- lýðssamtökunum að taka málefni fatlaðra upp á sína arma. Enda segir i stefnuskrá Alþýðusambandsins: „ Kröfur verkalýðshreyf ingarinnar um jöfnuðog réttlæti eiga fremur öðru við þá sem búa við skerta starfsorku eða aðra hópa, sem af ýmsum öðrum ástæðum hafa dregist aftur úr." • Verkalýðssamtökin eru um þessar mundir að móta í kröfur sínar vegna kjarasamninganna á komandi hausti. Þess er að vænta að í þeirri kröfugerð verði málefni fatlaðra í fremstu röð. Þá liggur mikið við að verkalýðs- samtökin gleymi ekki málefnum aldraðra og beiti sér af fullum þunga að úrbótum á vandamálum þeirra. Tryggingarbætur ellilífeyrisþega þarf að auka verulega. Ekki skiptir síður máli að bæta þá aðstöðu sem aldraðir búa við, bæði með aukinni heimilishjálp, almennri þjón- ustu og f jölgun dagvistunar- og dvalarheimila. • Þótt mikið hafi áunnist í félagslegum réttindamál- um sl. tvö ár, svo sem með lengingu fæðingarorlofs, lög- um um aðbúnað á vinnustöðum, stórauknum f ramlögum til félagslegra íbúðarbygginga og stjórnarfrumvarpi um auknar bætur atvinnuleysistrygginga, þarf enn að sækja rösklega fram á þessu sviði. í því sambandi er sérstök ástæða til að nefna ójöfnuðinn í lífeyrismálum, sem er með öllu óviðunandi. • En þótt kröfur um félagsleg réttindi verði hátt reist- ar f komandi samningum mun krafan um aukinn kaup- mátt kauptaxta verkafólks án efa sett fram af fullum þunga. Á það verður einnig lagt allt kapp að nýir kjara- samningar komist á fyrir fyrsta nóvember, þegar samningstiminn rennur út. • Það hvernig verkalýðssamtökunum tekst að ná þess- um kröfum sínum fram ræðst ekki síst af þátttöku og starfi verkafólks i samtökum sínum. Verkalýðsfélögin og sambönd þeirra eru öf lugustu tæki sem alþýða manna býr yfir til að skapa þjóðfélag jafnaðar og réttlætis. Liggjum því ekki á liði okkar. Leggjum hvert og eitt fram okkar skerf. — BÓ Þeirra barátta er einnig okkar barátta um beina og óbeina ihlutun Btmdarikjamanna i þeirra mál- efni allt frá þvi i lok 19. aldar þegar eyjarskeggjar voru að losa sig undan yfirráðum Spán- verja og Bandarikjamenn ákváðu að koma i staðinn fyrir gömlu nýlenduherrana. Siðan höfðu þeir oft hertekið eyna og einnig notað aðrar aðferðir til að gera óþægar rikisstjórnir þægar eða bola þeim burt ef það gekk ekki. En 1961 voru allar aðstæður breyttar á KUbu, þótt CIA hefði ekki áttað sig á þvi. Sósiali'sk bylting hafði verið gerð i landinu og alþýða manna sá nU fram á betri tið með blóm i haga. Friðsömustu menn voru reiðubUnir að bita i skjaldar- rendur og verja það sem áunnist hafði, og KUbumenn þekktu dvin sinn. Þvi fór sem fór. Þvi miður varð sigurinn við Svinaflóa ekki upphaf byltingar i Mið- og Suður-Ameriku. Bandarikjamenn héldu upp- teknum hætti i öðrum löndum álfunnar, og nægir að minna á Dóminikanska lýðveldið 1965 og Chile 1971—73. En með sigri Sandinista i Nicaragua sumarið 1979 var tekinn upp þráðurinn aftur frá Svinaflóasigrinum. Bandarikjamönnum mistdkst i Nicaragua, og þeir öfgasinnuöu hægrimenn sem nú eru komnir til æöstu metorða i Washington telja áreiðanlega að það hafi verið Jimmy Carter að kenna. Mannréttindavaðallinn i honum á ekki upp á pallboröiö hjá eftir- manni hans, Reagan, enda var hann i engu samræmi við bandariska stefnu og banda- riskar hefðir i Rómönsku Ameriku. Reagan og hans menn þekkja hinsvegar sitt hlutveck I „bak- garði Bandarikjanna” einsog Mið-Amerika er stundum köll- uð. Þeir hafa margeflt stuðning USAvið stjórn E1 Salvador, sem starfar nU dyggilega að þvi að murka lifið Ur alþýðu landsins, og þeir hafa lofað öllu fögru i nágrannalöndunum, þar sem górillurnar eru teknar að skjálfai hnjáliðunum af ótta við fordæmin frá Nicaragua og E1 Salvador. Þrátt fyrir allan mannrétt- indavaðalinn kom Carter ýmsu til leiðar á þessu svæði, t.d. var i hans stjórnartið aukið og eflt hernaðarkerfi Bandarikjanna á Kari'basvæðinu, umhverfis KUbu, og hefur viðbUnaöur þeirra i Mið-Ameriku og á haf- inu umhverfis eyjarnar aldrei verið meiri en nU. Ollum sem um Mið-Ameriku* hafa fjallað af einhverju viti ber saman um að framtið Mið- Ameriku verði ráðin i E1 Salvador. Takist þjóöfrelsis- hreyfingunni þar að sigra mun draga til tiðinda i nágranna- löndunum og þjóðfrelsisstriðiö breiðast Ut einsog eldur i sinu. Þá verður rööin komin að Guatemala og Honduras. Verði þjóðf rel sishreyfingi n i E1 Salvador hinsvegar barin niöur mun það hafa uggvænlegar af- leiðingar: i fyrsta lagi hryllilegt nema þegar Bandarikjamaður hverfur eða eitthvað álika gerist. Þetta stafar ekki af þvi að striðinu sé lokið eða að það hafi breyttum eðli, heldur ein- faldlega af þviað athygli stóru fréttastofanna var allt i einu beint I aðra átt: það sauð uppUr i Libanon. Eitt af einkennum þeirrar fréttaþjónustu sem við bUum við er einmitt hversu tak- mörkuð hún er, það er einsog það sé aldrei pláss fyrir nema tvö-þrjU lönd i fréttunum hverju sinni. Samt er alltaf eitthvað aö gerast, lika i þeim löndum sem aldrei er minnst á. 1 Mið-Ameriku er allra veðra von. Fólkið i E1 Salvador berst fyrir li'fi sinu, Nicaragua-menn búast við innrás á hverri stundu og gera sinar ráðstafanir til að mæta þeirri innrás. Og á KUbu hafa verið skipulagðar heima- varnarliðssveitir i öllum borg- um, bæjum og þorpum. í þessar sveitir hafa hundruð þUsunda KUbumanna gengið sem sjálf- boðaliðar á undanförnum mánuðum, konur og karlar á öllum aldri. Sveitirnar eru hugsaðar sem liðsauki við her- inn. Heimavarnarlið er engin ný bóla á KUbu, það var einmitt heimavarnarliðiö sem stærstu sigrana vann viö Svinaflóa. En við þær uggvænlegu aðstæður sem upp eru komnar siðan Reagan settist i forsetastól i Hvita hUsinu þótti ekki annað ráölegt en að endurvekja þessa gömlu hefð, vopna og þjálfa al- þýðuna að kUbönskum sið. Það kemur þvi enginn að tómum kofanum þar. I dag er fyrsti mai og færi vel á þvi' að islenskir verkamenn hugsuöu til stéttarbræðra sinna og systra sem eru að berjast i Mið Ameriku. Þeirra barátta er einnig okkar barátta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.