Þjóðviljinn - 12.06.1981, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 12.06.1981, Qupperneq 1
ÞJuÐVIUINN Föstudagur 12. júni — 131. tbl. 46. árg. Þj óðhagsstofnun: Þaö er gaman I sveitinni, ekki sist á vorin. Hér má sjá krakkana i Geirakoti I Flóa en þau voru aö bera túnþökur i traktorsgrindina. Ljósm —gel. I sveitinni, I sveitinni . jEL... Minni verðbólga Sami kaupmáttur Samkvæmt skýrslu sem Þjóðhagsstofnun sendi frá sér í gær um framvindu efnahagsmála á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, þá var kaupmáttur kauptaxta alls launafólks að kalla sá sami á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og hann var til jafnaðar á síð- asta ári. Aukning kaup- máttar er talin haf a numið 0,2%. Hækkun framfærsluvisitölu frá 1. febrúar — 1. mai á þessu ári um 8% samsvarar 36% hækkun fram- færsluvisitölu á heilu ári. í skýrslu Þjóöhagsstofnunar kem- ur fram að mánuðina febrúar til mai á fyrra ári var árshraði verð- bólgunnar hins vegar nær helm- ingi meiri eða 64%. — Sé litið yfir 12 mánaða timabil lita veröbólgu- málin svona út: Frá 1. mai 1979 — 1. mai 1980 hækkaði framfærslu- kostnaður um 63%. Frá 1. mai 1980 — 1. mai 1981 hækkaði fram- færslukostnaður hins vegar um 51%. Auövitað segja tölurnar, sem ná yfir 12 mánaða timabil meira en þær sem ná aðeins til þriggja mánaða, en samkvæmt 12 mánaöa tölunum hefur dregiö úr hraöa verðbólguhjólsins um nær 20%. Samkvæmt þessari skýrslu Þjóöhagsstofnunar voru viö- skiptakjör okkar út á við 2,8% lakari á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en þau voru að jafnaði á sið- asta ári, en séu álviöskiptin ekki talin með, þá voru viðskiptakjör- in fyrstu þrjá mánuði þessa árs 1% skárri en þau voru að jafnaði árið 1980. k Meginniðurstaða Orkuþings 1981 Samningar tókust við Belga: Bairnað að landa nema 1 Belgíu Veiðamar hefjast 15. júlí Rikisstjórnin staöfesti i gær nýjan samning um veiöiheimildir Beiga hér viö land en veiöileyfi belgisku skipanna voru afturköll- uö 1. júni s.l. þar sem Belgarnir höföu veitt allmiklu meira af þorski en heimilaö var. Hins veg- ar höföu þeir ekki veitt nema um þaö bil helming af leyföum heild- arafla á árinu. Samkvæmt nýja samningnum veröa veiðileyfin endurnýjuð frá 15. júli n.k. og er Belgum bannaö að landa afla af tslandsmiðum utan Belgiu. Frá 15. júli til ára- móta fá Belgar að veiða allt að 2 þúsund lestir en þorskafli á þvi timabili má ekki verða meiri en 10% af afla hvers skip i hverri veiðiferö. Frá 1. janúar 1982 lækkar árs- kvóti belgiskra togara úr 5 þús- und tonnum i gildandi samningi i 4.400 tonn. Hlutfall þorsks má aldrei fara fram úr 25% af heild- arafla hvers skips i hverri veiði- ferð og verður eftirlit með þorsk- afla Belga mun auðveldara með þeirri tilhögun. Viðræöur Islendinga og Belga sem leiddu til ofangreinds sam- komulags fóru fram i Reykjavik 10. júni s.l. en islensku samn- inganefndina skipuðu Hannes Hafstein, skrifstofustjóri, for- maður, Jón Arnalds, ráðuneytis- stjóri, Guðmundur Eiriksson, þjóðréttarfræðingur, og Jón B. Jónasson, deildarstjóri. Enn- fremur Kristján Ragnarsson frá L.t.O. og Benedikt Guðmundsson frá Landhelgisgæslunni. 1 samninganefnd Belga voru Jacques Vermer, sendiherra, formaður, Van de Walle, skrif- stofustjóri landbúnaðarráðu- neytisins, Maertens, yfirmaður sjávarútvegsdeildar landbún- aðarráöuneytisins og W. Collins, deildarstjóri i utanrikisráðuneyt- inu. Ennfremur þrir fulltrúar út- gerðarmanna i Ostende. —AI. Flak TF-ROM fannst við Þverárvötn: Oljóst um til- drög slyssins Fjórir ungir menn Ekki er ljóst hvaö olli flugslys- inu þegar TF-ROM hrapaöi en fullvist er taliö aö mennirnir fjór- ir sem i flugvélinni voru hafi lát- ist samstundis. Flak flugvélar- innar, sem leitaö hefur veriö siö- an 27. mai s.l. fannst á fimmtu- dagskvötd viö Þverárvötn á Tvi- dægru. Þaö var þyrla Landhelgis- gæslunnar sem fann flakiö, en hún var þá aö koma suöur úr leit- arflugi. Rannsókn slyssins er skammt á veg komin og endanleg niöurstaöa um orsakir þess er vart væntanleg fyrr en eftir nokkrar vikur. Þeirsem meö flugvélinni fórust voru: Magnús Indriðason, 32ja ára, sem lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn, Hjörleifur Einars- son, 25 ára, sem lætur einnig eftir sig eiginkonu og þrjú börn, Jó- hann Kr. Briem, 22ja ára, -------------------------------I ■ fórust með vélmm ókvæntur og barnlaus og Rafn Haraldsson, 33ja ára sem lætur eftir sig eiginkonu og barn. Staðurinn, sem flugvélin fórst á, er allmiklu sunnar en liklegast var taliö, en þar hafði þó veriö leitað itarlega en leitin að TF-ROM er sú umfangsmesta sem hér hefur farið fram. Rann- sóknamenn, sem fóru norður á slysstaðinn aöfararnótt fimmtu- dags segja það sist að undra þótt leitarflokkar og leitarflugvélar fyndu ekki flugvélina, þvi flakið var sundurtætt og dreift yfir is, snjó og auöa jörö á vatnsbakkan- um. Flugvélin var hvit á lit. Neyöarsendir flugvélarinnar sem fór ekki i gang fannst á þurru landi og er hann nú til rannsóknar á radióverkstæöi flugmálastjórn- ar. Gagnasöfnun er ekki lqkið en rannsókn slyssins anna.st rann- sóknanefnd flugslysa i samráði við loftferðaeftirlit og flugmála- stjórn. Formaður nefndarinnar er Karl Eiriksson, forstjóri. —A1 Islenskt forræði í orkufrek- um iðnaði Orkuþingi 1981 lauk í gær. Fram kom í yfirliti því um þingstörfin, sem Vil- hjálmur Lúðviksson, framkvæmdastjóri Rannsóknar- ráös ríkisins, flutti, að ein merkasta niðurstaða þings- ins væri sú, að (slendingar ættu sjálf ir að hafa f rum- kvæði um nýtingu íslenskra orkulinda og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Taldi Vilhjálmur það almenna samkomulag, sem myndast hefði um þessa stefnu- mörkun á orkuþinginu vera einn mikilvægasta ár- angur þess. A sfðasta degi orkuþings i gær var, fyrir hádegi, fjaliað um stefnumörkun i orkumálum. Fluttu þeir Jakob Björnsson orkumálastjóri og Tryggvi Sig- urbjarnarson verkfræðingur er- indi um þetta efni. Siðan kynntu fulltrúar stjórnmálaflokkanna viðhorf sin til þessara mála. Þátttakendur i þeirri umræöu voru: Kjartan ólafsson fyrir Alþýðubandalagið, Kjartan Jóhannsson fyrir Alþýðuflokk- inn, Þorvaldur Garöar Krist- jánsson fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og Guðmundur Þórarinsson fyrir Framsóknarflokkinn. Eft- ir hádegi fóru siöan fram pall- borðsumræður og Vilhjálmur Lúöviksson flutti yfirlit yfir markverðustu atriðin, sem fram komu á ráðstefnunni. Páll Flygering ráðneytisstjóri i Iðnaðarráðuneytinu flutti siðan lokaávarp fyrir hönd aðstand- enda Orkuþings 1981. Þaö sem hvaö mesta athygli vakti á ráðstefnunni var hin al- Frá pallborösumræöum á orkuþingi. menna áhersla, sem flutnings- menn erinda og þátttakendur i umræöum lögðu á það, aö Is- lendingar bæði gætu og ættu aö hafa forræöi um nýtingu islenskra orkulinda. A það var bent af mörgum ræðumönnum, að meö eigin forræöi i iönaði byggðum á islenskum orkulind- um gætu íslendingar haft marg- faldan arð af þessum orkulind um, miðað viö það að selja er- lendum fyrirtækjum notkunar- réttinn. Með islensku forræði fyrir orkufrekum iðnaöi væri að auki hægt að tryggja þaö, aö fyrirtækin i greininni væru hverju sinni skipulögö og rekin i samræmi við islenska hags- muni. Þar sem Islendingar heföu nú þegar bæði fjárhags- legt og tæknilegt bolmagn til að annast forræöi stóriöjufyrir- tækja væri sáralitil ástæöa til aö fylgja orkusölustefnunni lengur. Svo sem fyrr segir varð al- nvennt samkomulag um þetta viöhorf á þinginu, bæði meðal stjórnmálamanna og sérfræö- inga, enda var það tekið upp af Vilhjálmi Lúövikssyni, i yfirliti sem ein merkasta niöurstaöa þingsins. Læknadeilan; Viðræðum fram haldið í dag Þaö varö niöurstaöa fundarins i Læknafélagi tslands i fyrrakvöld aö óska eftir frekari viöræöum viö rikisvaldiö þar sem ýmis atriöiværu litt rædd eöa órædd og fullnægjandi árangur hafi ekki fengist. Hins vegar var þeim árangri fagnaö sem þegar heföi náöst. 170 nianns voru á fundinum og var ályktunin samþykkt nær einróma. Þorsteinn Geirsson fulltrúi i fjármálaráðuneytinu sagði að ekki fælist i þessari ályktun hvaða atriði það væru sem ætti eftir aö ræða en hins vegar kæmi fram i henni að sinu mati, stuðn- ingur við þá yfirlýsingu sem Læknafélagið og ráðuneytið komu sér saman um i upphafi. I ljósi þess hefði ráðuneytið að sjálfsögðu fallist á að halda áfram viðræöum og verður hafist handa að nýju þegar i dag. -j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.