Þjóðviljinn - 12.06.1981, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 12.06.1981, Qupperneq 5
Föstudagur 12. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 IÞað er mikið talað um að gervihnattasjónvarp, sem neytendur geta tekið beint við með svonef ndum para- bólloftnetum sé á næsta leyti. Á Norðurlöndum er vís- ■ aðtil áforma Lúxemborgara um að koma á loft sjón- Ivarpshnetti 1985 og að Frakkar og Þjóðverjar muni koma skömmu seinna. Og þessi tíðindi hafa mjög ver- . ið höfð á oddinum til að flýta fyrir samþykkt Inorrænnar áætlunar um sjónvarp um gervihnött# Nordsat. IFulltrúar helstu sósialdemú- krataflokka i Vestur-Evrópu sátu i fyrri viku á fundi um þessi ■ mál i Bonn. Og þar kom ýmis- Ilegt þaö fram sem bendir til þess, að almenn og bein mót- taka sjónvarpsefnis frá gervi- • hnöttum sé hvergi nærri eins | nálæg í tima og menn nú halda. ■ Svipuð rök Iog hér Sænskur fulltrúi á þeim fundi, ar i sænskt sjónvarp. Hann er notaður af forsvarsmönnum sænsks sjónvarps, sem röksemd fyrir þvi að þeir fái meiri pen- inga til innlendrar dagskrár- gerðar. Og i öllu þessu sam- hengi hefur það verið þulið, að bráðum þurfi Sviar ekki annað en útvega sér nauðsynleg loft- net, þá geti þeir valið úrmörg- um dagskrám, og „einokun” sænska sjónvarpsins veröi úr sögunni. Át*n>tsind«ting Seinkar gervihnattasjón- varpi fram yfir aldamót? Stig Hadenius, gerir grein fyrir Iþessu máli i DN. Hann minnir á gervihnattaumræðuna i Svi- þjóð, sem hefur verið furðu svipuð og hér. Hnöttur Lúxem- Iborgara hefur verið hafður sem röksemd fyrir Nordsat: við Norðurlandamenn verðum að finna eigið svar viö afþrey- Iingarinnrás að sunnan, segja menn. Hann verður rekinn fyrir auglýsingafé og er þvi notaður af þeim sem vilja fá auglýsing- Ný pólitísk staða En, segir Hedenius, á fundin- um i Bonn komu fram sterkar efasemdir um beint sjónvarp um gervihnetti á næstunni. Það kom m.a. fram að þaö er enn ekki búið aö ganga endanlega frá samningum um Lúxem- borgarahnöttinn, og eru þó margir fjársterkir aðilar aö baki honum. 1 annan stað hafa forsendur fyrir gervihnattaút- sendingum gerst öllu erfiðari og tvisýnni upp á siðkastið en áður var ráð fyrir gert. Nokkur dæmi: Ný pólitisk staða er komin upp. Sjónvarpshnettirnir hafa verið eftirlæti hægriflokka, en sósialdemókrataflokkurinn vill halda sem mest óbreyttu þvi sjónvarps- og útvarpskerfi sem nú er við lýði i landinu og flokk- urinn skoðar sem mótvægi við yfirráðum borgaralegra afla yf- ir flestum blöðum. Hin nýja stjórn Frakklands hefur allt aðra fjölmiðlastefnu en Giscard — hún vill sjálfstætt sjónvarp og staðbundið útvarp. Hinir áhrifa- miklu sósialdemókrataflokkar Evrópu gerðu á fundinum i Bonn samþykkt, sem gengur gegn öllu þvi, sem truflar þau kerfi sem hvert riki hefur komið sér upp. M.ö.o. samþykkt sem stefnt er gert áætlun 'eins og Sósíaldemókratar í Evrópu gera strik í reikninga. — Svíar hafa ekki efni á Nordsat, segir einn sérfróður alþjóðlegu auglýsingasjónvarpi Lúxemborgara. Kostnaður 1 öðru lagi, segir greinarhöf- undur, gripur kreppan i taum- ana. Kostnaður vib uppskot og rekstur gervihnatta hefur vax- ið. Loftnetin eru ekki eins ódýr og spáð hafði verið. Menn gerðu þá ráð fyrir þvi, að úr þeim kostnaði yrði dregið verulega með þvi aö taka við sendingum um sameiginleg loftnet, og dreifa siðan eftir þræði um stærri eöa smærri einingar (hliðstæða viö húskerfin sem hér eru höfð við notkun mynd- segulbanda). En einnig á sviði þráðlagninga hafa verið dregin strik yfir fyrri útreikninga. Þjóðverjar og Frakkar hafa dregiö saman seglin (Belgar einir hafa i sinu þéttbýla landi byggt upp þráðkerfi i stórum stil). Ástæðan fyrir þvi er sú, aö beöið er eftir betra efni i leiðsl- urnar. Greinarhöfundur kemst að þeirri niðurstöðu að lokum, að Sviar, sem búa of dreift til aö reiða sig á þráðanet, hafi hvorki efni á sjónvarpshnetti (m.ö.o. Nordsat), né heldur á dýrum og viðkvæmum loftnetum á hvern húskofa. En hann vill að menn fylgist sem best með þróuninni. áb tók saman. Ungir skærulibar i Morazánhéraði: Þeir fara um „tiltölulega frjálsir”, segir Time. Skœruliöarnir eru komnir aftur Styrjöldin í E1 Salvador: Skömmu eftir áramót hófu skæruliðar vinstri- fy Ikingarinnar i El Salvador mikla sókn sem þeir vonuðust til að leiddi til allsherjar uppreisnar gegn leppstjórn herfor- ingja og landeigenda. I það skipti tókst ekki sú sam- ræming á hernaði og pólitískri skipulagningu sem byltingarhreyfingar i Rómönsku Ameríku þurfa sér til sigurs. Stjórnarher- inn gaf út grobbnar yfir- lýsingar um mikla sigra. En skæruherinn hefur ekki gefist upp — öðru nær — hann er aftur í sókn. Bandariska vikuritið Time gef- ur fyrir skemmstu lýsingu af þessum hernaði, sem bendir til að vinstrihernum hafi aftur vaxiö ásmegin (og yröi það rit allra sist til að fagna þeirri þróun). Blaðið gefur lýsingu á vel heppnuöum „klassiskum” skæruhernaði, sem miði að þvi að þreyta stjórnar- herinn, sem verði fyrir miklum skakkaföllum meöan skæruher- inn sleppur litt sár frá vopnavið- skiptum. Velhepnnuð barátta Time segir, að skæruliöar geti farið um mörg héruð landsins „tiltölulega frjálsir”, rofið sam- göngur, truflaö birgðaflutninga tilhersins.Hóparþeirra taki þorp og bæi og haldi þeim nokkra daga i einu. Þeir halda undan þegar meiriháttar liðsafla er stefnt gegn þeim, en koma aftur jafn- skjótt og stjórnarherinn er kvaddur annað. 1 Chalatenango- héraði neyðir þessi baráttuaðferö stjórnarliða til að hlma sem mest innan herbúöa sinna. 1 Morazán- héraði ráða skæruliöar flestum sveitum. Þangað hefur stjórnar- herinn sent 2000 manna liö, sem hefur til umráða bandariskar þyrlur og brynvagna. Fréttaritari Time segir að sú „sókn” gangi mjög erfiölega og ekki veröi betur séö en stjórnarherinn veröi fyrir miklum skakkaföllum. Eins og jafnan i fregnum frá Rómönsku Ameriku er ekki alltaf ljóst hver greinarmunur er gerö- ur á „her” og „öryggissveitum” — en i þeirri frásögn hins bandariska vikublaðs sem hér er stuðst við, segir aö i „öryggis- sveitum” stjórnarinnar séu 15 þúsundir manna og sé þaö ekki nóg til aö standast skæruliðum snúning. Aðferðir frá Víetnam 1 viötali sem Dagens Nyheter birti i vikunni staöfestir einn af foringjum skæruliða, Victor Guerrero, að vinstriherinn forðist nú „stöðustrið”, en beiti einmitt skyndiáhlaupum og öörum sígild- um skæruhernaöaraðferöum meö góöum árangri. Guerrero heldur þvi fram, að stjórnarliöar gripi nú I vaxandi mæli til sömu aö- ferða og Bandarikjamenn og liö Saigonstjórnarinnar notuðu i sveitum Vietnam. 1 fjallahérað- inu Chincpontepec, sem er skammt austur af höfuðborginni San Salvador sé reynt að gera allt i senn: flæma uppreisnarherinn á brott, eyðileggja pólitisk samtök alþýðu, flytja ibúanna inn i vig- girt þorp og bæi og eyðileggja gróður og matvæli til að skærulið- ar geti ekki björg sér veitt. Fréttaflóð og þögn Eitt af þvl sem vekur mikla undrun þeirra sem fylgjast með túlkun atburða I E1 Salvador er þaö, hve miklar sveiflur veröa á meöferö fjölmiðla, sérstaklega bandariskra, á tiöindum þaöan. Stundum er allt yfirfullt af efni um þetta litla Mið-Amerlkurlki, stundum er eins og blöð hafi hlýtt á kvartanir eins af embættis- mönnum Reagans, sem taldi að alltof mikiö væri úr borgara- FRÉTTA- SKÝRING styrjöldinni I E1 Salvador gjört. Liklega endurspeglar þetta að nokkru þær áherslur sem stjórn Reagans leggur á E1 Salvador. Fyrst eftir aö Reagan tók viö völdum vildu hann og ráðunautar hans bersýnilega gera þetta land aö sýnisdæmi um að þeir tækju hart á hverri þeirri hreyfingu sem Rússum kæmi vel, uppreisn gegn kúgun og misrétti I þessu litla landi átti að gera aö vett- vangi uppgjörs milli risavelda. En Reagan og Haig ráku sig fljót- lega á það, aö evrópskir áhrifa- menn, og þá einkum sósialdemókratar, voru litt hrifn- ir af þessari túlkun og af sivax- andi hernaöarafskiptum Banda- rikjanna af borgarastyrjöld I landinu. Þvi hefur yfirlýsingum um E1 Salvador fækkað mjög upp á siðkastið, þótt vafalaust verði áfram haldiö við aö reyna aö lengja liftóruna I þeirri stjórn, sem allir sæmilegir menn hafa yfirgefiö — annaöhvort meö þvi að flyja land eða með þvi að ganga I vinstrifylkingu þá sem hefur pólitiska stjórn yfir skæru- liðasveitum. — AB. KENNARAR Grunnskólann á Grenivik vantar 3 kenn- ara. 011 almenn kennsla i 1.-7. bekk. Nýtt skólahús verður tekið i notkun i haust. Gott húsnæði fyrir kennara. Upplýsingar gefa Björn Ingólfsson skóla- stjóri sima 33131 eða Pétur Axelsson form. skólanefndar sima 33115. Skólanefnd Grýtubakkaskólahverfis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.