Þjóðviljinn - 01.07.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.07.1981, Blaðsíða 12
12 SÍDA — ÞJÓDVILJINN Miövikudagur 1. júli 1981. Garðabær — lóðaúthlutun Úthlutað verður um 30 einbýlishúsalóðum á svæðinu austan Silfurtúns. Umsóknarfrestur er til 15. júli n.k. Umsóknareyðublöð afhent á bæjarskrif- stofunni. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Upplýsingar gefur byggingarfulltrúi i sima 42311. Bæjarritari. Laus staða Umsóknarfrestur um lausa kennarastöðu i sérgreinum heilsugæslubrautar við Flensborgarskólann i Hafnarfirði, fjölbrautaskóla, sem auglýst var i Lögbirtingablaði nr. 46/1981, er hér með framlengdur til 13. júlin.k. Til greina kemur 1/2 starf eða 2/3 starfs. Umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Raykjavik. Menntamálaráðuneytið 29.júnil981. löl Lögtaksúrskurður Samkvæmt beiðni Gjaldheimtunnar á Sel- tjarnarnesi úrskurðast hér með, að lögtók geti farið fram fyrir vangreiddum fyrir- framgreiðslum opinberra gjalda, sem féllu i gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. april, 1. mai og 1. júni 1981 og fyrir van- greiddum eftirstöðvum fyrri ára. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum auk dráttarvaxta og kostnaðar geta farið fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa, verði ekki gerð skil fyrir þann tima. Seltjarnarnesi, 16. júni 1981 Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf Inn- heimtustjóra. Laun eru samkvæmt kjara- samningiB.S.R.B. og rikisins, launaflokk- ur B-16. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra. Raf magnsveitur rikisins Laugavegi 118, Rvk. • Blikkidjan Ásgaröi 7, Garöabæ onnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SIMI 53468 Auglýsinga- og áskriftarsíí 81333 DIÚDVIUINN 80 tóku lokapróf frá Vélskólanum Um 400 vélstjórar með réttindi á ýmsum stigum voru útskrifaðir á þessu vori frá Vélskóla islands. Um 350 nemendur stund- \sb\s nám við skólann í Reykjavík, en auk þess fór fram kennsla í Vélskóla- deildum á Akureyri, ísa- firði, Vestmannaeyjum, Keflavík og Akranesi. 80 nemendur gengu undir lokapróf í Reykjavík. Starfsvika er orðin fastur liður i skólastarfinu. Þá eru nemendur sendir i náms- og kynnisferöir undir leibsögn kennara til ýmissa fyrirtækja og stofnana. Heimsótt voru m.a. Hitaveita Reykjavikur, Sementsverksmiðjan, Aburðar- verksmiðjan, Rannsóknarstofa iðnaðarins að Keldnaholti, Landhelgisgæslan, Þjóðminja- safnið, Handritastofnun, Veður- stofa islands og f jölmörg einka- fyrirtæki. 4. stigs vélstjórar fóru i náms-og kynnisferð til Danmerk- ur, Noregs og Englands. Þá voru haldin námskeið i skyndihjálp á vegum RKt i eldvörnum á vegum Slökkviliðs Reykjavikur og i með- ferð gúmbjörgunarbáta og flug- linubyssa á vegum SVFl. 1 vor hafa verið haldin nám- skeið fyrir eldri vélstjóra sem lokið hafa 4. stigs prófi og er ætl- unin að þetta verði fastur liður i starfi skólans framvegis. Um 75 manns hafa sótt námskeiðin, sem Sveinn G. Sigurjónsson afhendir Andrési Guðjónssyni skólastjóra höggmynd af fyrrverandi skélastjóra, Gunnari Bjarnasyni, fyrir hönd 10 ára afmælisárgangs. Afangakerfi tekið upp næsta haust standa vikutima hVert. Hver maður má sækja allt að þrjú námskeið og má velja milli 8 mis- munandi námskeiða, þ.e. i stýri- tækni, stillitækni, rafmagnsfræði (4) kælitækni og svartoliu- brennslu. 1 haust er ætlunin að skólanum verði breytt i áfangakerfi og 1. stig byrji þá samkvæmt þvi, að þvi er formaður skólanefndar Ingvar Asmundsson skýrði frá við skólaslit. Skólastjóri Vélskól- ans er Andrés Guðiónsson. l'iir fjögurra nemenda sem enn eru á lífi úr hópi þeirra 13 sem luku vélstjóranámi fyrir 60 árum voru viðstaddir skólaslit: Þórður Runólfsson, Guðjón Benediktsson og Ebeneser Ebenesersson. Kaupfélag Króksfjarðar Aðalfundur Kaupfélags Króks- fjarðar fyrir árið 1980 var haldinn að Króksfjarðarnesi, laugardag inn 13. þ.m.. Vörusala félagsins var alls á árinu 688 milj. og hafði aukist frá árinu áður um 201 milj. Fyrir landbúnaðarafurðir voru viðskiptamönnum greiddar á ár- inu 572 milj.. Tekjuafgangur varö 939 þús. og var honum öllum ráð- stafað í varasjóö félagsins. Vextir af stofnsjóði félagsins voru 35%. Auk aðalverslunar i Króksfjarð- arnesi eru starfrækt útibú.annað á Reykhólum en hitt á Skálanesi, Gufudalssveit. A fundinum var mættur Gunnlaugur Björnsson aðstoðarframkvæmdarstjóri Bú- vörudeildar S.I.S., og flutti hann fróðlegt erindi um sölu og sölu- horfur landbúnaðarafurða og svaraði fyrirspurnum fundar- i manna. Þá var ennfremur mætt- 70 ára ur á fundinum Olafur E. Olafsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri og flutti hann ávarp og hamingju- óskir i garð félagsins er i ár varð 70 ára. Þá minntist fundarstjóri Grímur Arnórsson afmælisins með ræðu þar sem hann rakti I stórum dráttum helstu og merk- ustu atriði úr sögu félagsins og greindi frá hverjir hefðu verið i stjórn þess og kaupfélagsstjórar frá upphafi. Hann minntist þeirra með virðingu og þakklæti. Þá greindi formaöur frá þeirri ákvörðun stjórnar að I stað þess að halda nú samkvæmi til þess að minnast afmælisins hefði hún ákveðið að leggja fram tillögu á fundinum, þess efnis að félagið skyldi í tilefni af afmælinu leggja fram 2 milj. gkr. til styrktar byggingarheimilis fyrir aldraða i héraðinu og var það samþykkt einrlma. Félagsmenn Kaupfélags Króksfjarðar eru nú 104. Stjórn kaupfélagsins skipa þessir félagsmenn: Jens Guðmundsson, kennari, Reykhól- um, form. Þórður Jónsson, bóndi, Arbæ. Jón Snæbjörnsson, bóndi, Mýrartungu. Kristján Magnús- son, bóndi Gautsdal. Reynir Bergsveinsson, bóndi, Fr. Gufu- dal. Endurskoðendur: ómar Haraldsson, forstj. Reykhólum. Guðjón D. Gunnarsson, bóndi, Mýrartungu. Kaupfélagsstjóraskipti urðu á árinu Eirikur Asmundsson lét af störfum en við tók Friðbjörn Nielsson frá Siglufirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.