Þjóðviljinn - 04.07.1981, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 04.07.1981, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Á örskömmum tíma hef- ur hugmyndin um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum breyst úr //óraunhæfri" draumsýn í alvarlegt dagskrármál í flestum norrænum stjórn- málaflokkum. Haldi svo fram sem horfir gæti orðið stutt í það að hún tæki að nálgast framkvæmdastig- ið. Þróunin í Noregi er sér- staklega umhugsunarverð. Áform Bandaríkjastjórnar og NATó um að tengja Noreg enn frekar kjarn- orkuvopnakerfinu á Norð- ur-Atlantshafi með birgða- stöðvum fyrir bandarískar stjórnmál á sunnudegi Einar Karl Haraldsson skrifar Frá Norræna friöarfundinum i Sjálfstjórnarhúsinu á Alandseyjum. Jens Evensen, lengst til vinstri, svarar fyrirspurnum, og þaö er Göran von Bondsdorf stjórnmálafræöiprófessor í Finnlandi sem er i pontu. Ljósm. þjv. Kj arnorkuvopnalaus s væði íhlutunarsveitir og endur- gerð flugvalla fyrir atóm- sprengjuvélar vakti mik- inn ugg í Noregi og erfið- leika innan Norska verka- mannaf lokksins. Evensen hópurinn Evensen-hópurinn svokallaði, en það er hópur visindaembættis- manna og verkalýðsleiðtoga und- ir óformlegri forystu Jens Even- sens þjóðréttarfræðings og sendi- herra, Iyfti umræðunni um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum yfir pólitíska lágmarks hæð i Noregi. Jens Evensen flutti magnaða ræðu á ársfundi Járn- og Málmiðnaðarsambandsins norska i fyrrahaust og i kjölfarið fylgdi ritgerðarsafn undir heit- inu: „Atómvopn og óöryggis- stefna”. Formenn sex stórra verkalýðs- sambanda i Noregi skrifa for- mála bókarinnar og lýsa þar ótta sinum við nýjar kenningar bandariskra stjórnmálamanna og herforingja um að hægt sé að vinna atómstyrjöld, heyja hana á takmörkuðu svæði, með þvi að annað stórveldanna tveggja hefði slika yfirburði aö geta grandað öllum atómeldflaugum hins i svo- kölluðu „fyrsta höggi”. Fram að þvi að slikar kenningar tóku að láta kræla á sér var það haid flestra aö sæmilega skynsamir menn austan hafs og vestan i for- ystu stórveldanna gætu hamið herforingja, iðnjöfra og visinda- menn með þeim einföldu rökum að notkun kjarnorkuvopna væri óðs manns æði, glæpur gegn mannkyni öllu, og fyrir utan öll þau siðferðilögmál sem mann,- skepnan hefði stuðst við frá örófi alda. Verkalýösleiðtogarnir norsku lýsa þeirri skoðun sinni að barátt- an gegn kjarnorkuvopnunum og fyrir afvopnun sé mikilvægasta málefni eftirstríðsáranna, þvi þar sé um lif og menningu alls mann- kynnsins að tefla. Straumhvörf i Noregi I bókina Atómvopn og óörygg- isstefna skrifa auk Evensens Alva Myrdal, Einar Gerhardsen og fjöldi háttskrifaðra sósial- demókrata á Norðurlöndum. Hún hefurásamt ákafri '-mræðu á öll- um pólitiskum stij. tm gjörbreytt afstöðu Norðmanna i ! hugmynd- arinnar um kja ncrkuvopnalaust svæði á Noröurlöi ^ ,m. Skýrasta dæmiö um það er ef til vill sú staðreynd aö ágreiningurinn i Verkamannaflokknum snyst ekki lengur um hvort þessi krafa skuli vera á stefnuskrá, heldur að hve miklu leyti Norðmenn eigi að vera frumkvæöisaðilar og hvort tengja eigi hana „viðara evr- ópsku samhengi” (það er að segja NATO-leyfi) eða hvort Eina vörnin gegn atóm- vopna- ógninni Norðurlöndin eigi einhliða og ut- an NATÓ-rammans að leita samninga við atómveldin fimm. Formaður flokksins Gro Hartlem Bruntland er meðmælt „evr ópsku samhengi”, en Reiulf Steen framkvæmdastjori flokksins ræð- ir opinskátt um „norrænt frum- kvæði”. Það er staöreynd sem flestum Norömönnum er nú orðin Ijós að geymsla kjarnorkuvopna á eigin landsvæði, eða náin tengsl við kjarnorkuvopnakerfi stórveld- anna, kallar á kjarnorkusprengju og gjöreyðingu. Ef hægter að tala um varnir gegn kjarnorkuvopn- um felast þær eingöngu i að hafa ekki kjarnorkuvopn og tengjast ekki notkun þeirra. Ekki kjarnorku- vopnalaust svæði Jens Evensen hefur lagt áherslu á það að Norðurlöndin geti ekki talist kjarnorkuvopna- laust svæði i þjóðréttarlegum skilningi. Svo kann að vera að þær fullyrðingar standist að ekki séu geymd kjarnorkuvopn á nor- rænu landsvæði, og eru þær þó að- eins komnar frá norrænum mönnum en ekki bandariskum, sem stunda þann leik aö játa hvorki né neita tilvist kjarnorku- vopna, eins og viö tslendingar könnumst einkar vel við. Hins- vegar er sú staðreynd óhrekjandi að i NATÓ-rikjum Norðurlanda er öll aðstaða fyrir hendi til þess að taka á móti kjarnorkuvopnum með örstuttum fyrirvara. Þess utan er verulegur hluti af stjórn- og sambandstækjum kjarnorku- vopnakerfis Bandarikjamanna á svokölluðum norðurvæng NATÓ niðurkominn i Noregi, Dan- mörku, Færeyjum, Grænlandi og á tslandi. m Samþykkt Sameinuðu þjóðanna Sá grundvöllur sem baráttan fyrir kjarnorkuvopnalausu svæöi á Norðurlöndum hvilir fyrst og fremst á er lokasamþykkt 10. aukafundar allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna um afvopnunar- mál, en hann var haldinn 23. mai til 30. júni 1978. Lokasamþykktin var gerö samhljóða og tók is- lenska rikiö þar með að sér að kynna sérstaklega niðurstöðurn- ar fyrir almenningi á tslandi. Fá- ir munu þeir þó vera sem það vita hérlendis að i 33. grein þessarar samþykktarstendur eftirfarandi: „Stofnun kjarnorkuvopna- lausra svæða með samningum eða reglum sem af frjálsum vilja takast með ríkjum á viðkomandi svæði, og eftirlit með þessum samningum... til þess að tryggja aö svæðin séu i raun án kjarn- orkuvopna, og viröing fyrir þess- um svæðum, er mikilvægt fram- tak i afvopnunarmálum.” t 58. til 64. grein er nánar fjallað um kjarnorkuvopnalaus svæði. I 61. grein er þvi slegið föstu að „hvetja beri til þess að unnið sé að þvi að stofna slik svæði með það lokamarkmiö fyrir augum að heimurinn verði án kjarnorku- vopna...” Þá kemur fram nauð- syn þess að jafnt atómvopnalausu rikin sem atómveldin undirgang- ist formlegar skuldbindingar um aö vírða svæðin og „tryggja að þau verði raunverulega án kjarn- orkuvopna.” Stórveldin eru hvött til þess að virða stöðu kjarnorkuvopna- lausra svæða og beita þau hvorki atómvopnum né ógna þeim með notkun þeirra. 1 63. grein eru sér- staklega tilgreind svæði sem æskileg eru talin sem kjarnorku- vopnalaus, en það eru fyrst og fremst Suður-Amerika, Afrika, Mið-Austurlönd og Suður-Afrika. I þessum heimshlutum eru þegar fyrir hendi samningar um atóm- vopnalaus svæði, eða ákvarðanir og samþykktir er lúta að óskum i þá veru. En i 63. grein er einnig skýrt kveðið á um það að upptaln- ing þessi sé ekkiætluð til þess að „koma í veg fyrir”að aðgerðir af þessu tagi „séu ihugaðar annars- staðar”. f Ut úr gislingu stórvelda Lokasamþykkt afvopnunarráð- stefnunnar mælir sérstaklega svo fyrir að niðurstöður hennar verði að kynna i aðildarlöndum Sam- einuðu þjóðanna þvi að „10. auka- þingið sé ekki lokaáfangi heldur nýtt upphaf á viöleitni Sameinuðu þjóöanna til þess að koma til leið- ar afvopnunV t samræmi við þetta hafa Sameinuðu þjóðirnar lýst þvi yfir að annar afvopnunar- áratugurinn sé hafinn, en á þeim fyrri og nýliðna magnaðist vig- búnaðaræðið um allan helming. 35 ára saga kennir okkar að af- vopnun verður ekki komið til leið- ar undir forystu stórveldanna. Þvi ber smárikjum og rikjaheild- um að nota annan afvopnunar- áratug Sameinuðu þjóöanna til eigin frumkvæðis, og þá sérstak lega Evrópurikjum sem eru „gislar i leik stórveldanna” eins og Alva Myrdal hefur orðað það. Sérstaklega þar sem nýjar hern aðarkenningar gera ráð fyrir að stórveldin geti háð kjarnorku- vopnastyrjöld utan sinna eigin landsvæða, og aö Evrópubúum verði fórnað hundruðum miljóna saman. Hugmyndin um kjarnorku- vopnalaust svæði i Evrópu eða á Noröurlöndum einum er ekki ný af nálinni. Rapacki áætlunin, kennd við pólska utanrikisráð- herran Osten Undén, og Kekkon- en áætlunin, kennd viö Uhro Kekkonen Finnlandsforseta eru allt vegvisar á langri leið. Jens Evensen byggir á þessum grunni og á samþykkt Sameinuðu þjóð- anna er hann leggur til að Norð- urlöndin, sér eða saman, lögfesti atómvopnalaust svæði á Norður löndum og geri formlega samn- inga við atómveldin um trygg- ingar eins og Sameinuðu þjóða-samþykktin gerir ráð fyrir. Tlatelolco- samningurinn Tlatelolco-samningurinnfrá 14. febrúar 1967 lýsir Suöur-Ameriku kjarnorkuvopnalaust svæöi. Hann gerir ráð fyrir að Alþjóða kjarnorkuvisindastofnunin i Vin skuli hafa eftirlit með þvi að ákvæði samningsins sé haldin. Evensen telur eðlilegt að hiö sama gildi um Norðurlönd. Enn- fremur aö mynduð veröi sérstök eftirlitsstofnun, likt og gert er i S-Ameriku. Allsherjarþing rikjanna á svæðinu komi saman einu sinni á ári, en siðan verði starfandi árið um kring fasta- nefnd og skrifstofa hennar með sérstökum framkvæmdastjóra. t 5 - 7 manna fastanefnd telur Ev- ensen að eigi að vera fulltrúar frá atómveldunum, atómvopna- alausu rikjunum, Sameinuðu þjóðunum og Alþjóða kjarnorku- málastofnuninni, með sjálfstæð- um oddamanni er hefði alþjóð- lega stöðu. Það sem ef til vill hefur gert það að verkum að hugmyndin um atómvopnalaust svæði á Norður löndum er tekin i fullri alvöru eru hugleiðingar um að af vopna- tæknilegum ástæðum muni reyn- ast nauðsynlegt að skjóta hinum nýju Evrópuatómvopnum, stýri- flaugum, yfir Norðurlöndin, þar eð þau komi ekki að tilætluðum notum á láglendi Mið-Evrópu. Hinsvegar er ijóst að i sam- ræmi við samþykkt Sameinuðu þjóðanna eru Norðurlöndin ekkert endanlegt markmið baráttunnar. Atómvopnalaus Evrópa er það sem koma skal. Það verður hvorki einföld né krókalaus leið en inn á hana verður að feta ef Evrópubúar vilja losna úr gislingu stórvelda og tortimingarhættu. Atómvopnaleysi í hafinu? Jens Evensen sér þessa þróun þannig fyrir sér að hvert svæði, eöa rikjahópurinn, af öðru lýsi sig kjarnorkuvopnalaus þar til öll Evrópa utan núverandi atóm- velda verði samhangandi kjarn- orkuvopnalaust svæði. En hann ereins og margir aðrir hikandi er kemur að hafinu, þar sem vig- búnaöur er hvað trylltastur um þessar mundir. Þó hugsar hann sér að náist árangur i baráttunni geti einnig komið til mála að „þynna út” atómvopnaforða at- ómveldanna — Sovétrikjanna, Frakklands, Bretlands og Banda- rikjanna — á landi og jafnvel i sjó i Atlantshafinu. Það sé til að mynda áleitinn þanki hvort ekki megi á siðari stigum tryggja full- kominn eða að hluta atómvopna- leysi á hafsvæði 100 til 200 milur út frá ströndum Norður-Evrópu og /eða Eystrasalts. „En það getur ekki að minu áliti verið raunhæft skilyrði að slik útþynn- ingarsvæði séu forsenda fyrir kjarnorkuvopnalausum svæðum undir norrænni eða evrópskri stjórn”, sagði Evensen orðrétt i ræðu sinni á Norrænum friðar- fundi á Alandseyjum. íslendingar hyggi að sér Hér er Evénsen m.a. að viðra þá almennu skoðun meðal stjórn- málaafla á Noröurlöndum að ekki sé hægt að taka Norður-Atlants- Framhald af bls. 2 6.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.