Þjóðviljinn - 04.07.1981, Side 6

Þjóðviljinn - 04.07.1981, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. júll 1981 UOOVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ótgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. , Omsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Otlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. r itst jjórnargrein Lýsa vantrausti á Björgvin • Enn einu sinni skjóta innanf lokksvandamál Alþýðu- flokksins upp kollinum í borgarstjórn Reykjavíkur. Að þessu sinni eru það annar borgarfulltrúi flokksins og varamaður Björgvins Guðmundssonar sem nota tæki- færið, er borgarráðsmaður víkur af fundi, til þess að samþykkja á hann vantraust. Tvímenningarnir treysta ekki samf lokksmanni sínum til þess að taka ákvarðanir í borgarráði meðan borgarstjórn tekur sér hefðbundið tveggja mánaða sumarleyf i. Þetta er þó allt fólk í sama f lokki og ætti að hafa að leiðarljósi sameiginlega stef nu í borgarmálum og ákvarðanir f lokksstof nana. • En þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig í Alþýðu- flokknum. Björgvin Guðmundsson lýsir yfir því í viðtali við Dagblaðið að Sjöf n Sigurbjörnsdóttir hafi ekki vitað hvað hún var að gera þegar hún lagði fram tillögu um að skerða völd borgarráðs, þannig að allar samþykktir þess í sumar skyldu gerðar með fyrirvara um samþykki borgarstjórnar þegar hún kemur saman aftur til f undar 17. september næstkomandi. I kristilegum anda er því Björgvin reiðubúinn að fyrirgefa Sjöfn og Bjarna P. AAagnússyni, sem studdi tillögu hennar, því þau haf i ekki vitað hvað þau voru að gera. • Sé vantrauststillaga Sjafnar og Bjarna P. á Björgvin, sem íhaldið studdi að sjálfsögðu með ánægju í borgarstjórn, túlkuð þröngt verður hvorki byggt né framkvæmt neitt af nokkru tagi í Reykjavík í sumar nema að borgarstjórn í heild sitji á stöðugum fundum. Hinsvegar má túlka samþykktina á þann veg í samræmi við sveitarstjórnarlög, að borgarráðsmenn komist skammlaust frá verkum sínum í sumar, svo fremi að ekki komi upp meiriháttar ágreiningsmál um framkvæmdaatriði. Og þá er hin samþykkta tillaga hvort eð er næsta meiningarlaus, því í slíkum tilfellum er málum annað hvort skotið til borgarstjórnar eða borgarfulltrúar geta knúið fram borgarstjórnarfund þyki mikið liggja við. • Það er Ijóst að hin stöðugu innanf lokksátök í Alþýðu- flokknum hafa veikt núverandi borgarstjórnarmeiri- hluta og gert samninga innan hans erfiða. Það hefur ekki verið við einn samstarfsaðila að semja, heldur nánast við þá einstaklinga sem setið hafa sem vara- eða aðalmenn i borgarstjórn frá Alþýðuf lokknum á hverjum tíma. • Staða Alþýðuf lokksins er ákaflega veik í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir. Hvort sem er í ríkisstjórn, miðstjórn Alþýðusambands (slands eða í sveitarstjórnum og á öðrum vettvangi hafa nýkratarnir reynst hvikir og óáreiðanlegir í samstarfi. Sprengja, sprengja var það kjörorð sem Vilmundur Gylfason mótaði, og hefur það óneitanlega sett svipmót á stjórnmálastarf f lestra nýkrata. Björgvin Guðmundsson sem af svokallaðri ,,hreinsunardeild'' krata hefur verið flokkaður til „skítapakksins" í flokknum hefur fyrir sinn hatt reynt að viðhalda áralangri samstöðu vinstri flokka í Reykjavík með störfum sínum í meirihluta borgarstjórnar. Fyrir það hef ur „hreinsunardeildin" nú lýstá hann vantrausti. • Borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið síðasta vígi heiðarlegs stjórnmálasamstarfs sem Alþýðuflokkurinn á í valdastofnunum landsins. Fordjarfi hann það og klúðri vegna innbyrðis hjaðningavíga á hann sér ekki viðreisnar von í stjórnmálunum. Undir kjörorðinu sprengja, sprengja komast menn að vísu milli tannanna á fólki, og betra kann að vera illræmdur en óþekktur, en svo sprengjuglaðir geta menn orðið að jafnvel íhaldið vilji ekki taka við þeim í nýja viðreisn, þótt búið sé að sprengja f ram opna leið til draumalands nýkratanna. • Sól nýkratanna hef ur lækkað á lofti. Bráðum gengur hún til viðar. Hér skal að lokum borin f ram sú f róma ósk að ný dagrenning hjá Alþýðuflokknum verði undir annarri sól, og upp af hinum „gamla grunni" rísi fólk sem hægt er að hafa við sæmilega heiðarlegt samstarf um að koma f ram baráttumálum verkafólks í landinu. — ekh Nú á þvi herrans ári 1981 með vorkomu leit hér dagsins ljós fyrsta Islenska kvennarokk- hljómsveitin. Var það ekki vonum fyrr á þessum timum þegar konur hafa verið að sækja hægt og bitandi inn á þau svið sem hafa verið og þótt sjálfsögð umráðasvæði karla. „Poppbransinn” er harður, eins og t.d. nafnið á kvenna- hljómsveitinni okkar bendir til og lika það að konur skuli ekki fyrr hafa haslað sér völl hér sem hljóðfæraleikarar i þessari grein, þvi að þó nokkrar söng- konur eigum við á þessu sviði. Kannski hefur lika blessaö al- menningsálitið eina ferðina enn hindrað kvenfólk og komið i veg fyrir að það hafi hellt sér út i þetta starf — en mörgum finnst spilamennska af þessu tagi ekki standa undir þvi nafni að vera „heiðarleg atvinna”. Hér sé um sukk og svinari að ræða og þar af leiöandi eru popphljóm- listarmenn undir smásjá ekki, siður utan vinnu en i henni. Þeim veitir þvi ekki af skráp góðum og grýlunafni t.d. ein- stæðum mæðrum. Það er ekki komið á daginn ennþá hvort fleiri kvennahljóm- sveitir lifni i kjölfar upprisu Grýlanna og þvi siöur hvort þær muni breyta viðhorfum i eða til þessarar starfsgreinar. En ekki skyldi vanmetin sú þrautseigja Ragnhildar Gisladóttur að ná saman kvenfólki sem spilar á „karlahljóðfæri” og æfa upp boðlega rokkhljómsveit á aðeins þrem mánuðum — með al- gjörum byrjendum. Og þetta er ekki bara merkisatburður i islenskri rokksögu, heldur einnig i jafnréttisbaráttunni, þótt Grýlurnar sjálfar, en svo nefnist hljómsveitin, geri sér kannski ekki fulla grein fyrir þvi frekar en margir aörir. En hvernig hefur svo verið tekið á móti konukindunum? Jú takk, bærilega, einkum þeir sem koma á ball til að hressa upp á geðið, en það veröur ekki af Grýlunum skafiö að engin islensk hljómsveit spilar af jafn greinilegri ánægju á sviði og þær. Það er skemmti- legtilbreyting frá þvi að horfa á að framlags hans i þvi yrði sér- staklega getið að góðu þótt hinir væru af lakari endanum. En hvergi hef ég séð á prenti minnst á Ragnhildi sem hljóm- borðsleikara i Grýlunum og er hún þó liðtæk sem slik i hvaða hljómsveit sem er. Og hvað sönginn varðar þá er hún sér- stæðasta rokksöngkona sem viö höfum átt — og ef út i það er farið kannski sú eina sem þeim titli hefur valdið. Kannski er þetta tómlæti bara ein sönnunin enn á þvi aö kven- fólk þarfaö standa sig svo miklu betur I starfi en karlmenn til að það sé viðurkennt, og þá jaínvel án þess að orð sé á þvi haft. Ergo: kveníólk er tekið i gegn ef það er fyrir neðan meðallag, en upp úr þvi er þagað, það er aö segja ef það er að seilast inn á svið sem karlmenn hafa rikt lengi á. Tilurð og- -vera Grýlanna hefur vákið ánægju á meöal þeirra sem i jafnréttisbaráttu — eöa kvennabaráttu — hafa staðið, en blendna þó, vegna þess að þeim finnst þær ekki nógu meðvitaðar um brautryðj- endastarf sitt. Vel má þaö satt vera, en ég held samt að Grýl- urnar leggi sitt af mörkum til jafnréttisbaráttu — meðvitað eða ómeðvitað — með þvi að hundsa a.m.k. ein landamæri i kynskiptri atvinnusögunni. I Grýlumánuði hinum fjórða suma gæjana spila meö yíir- lætissvip svona eins og til aö sýna hvað þeir séu góðir hljóð- færaleikarar og geri þetta áreynslulaust. En hvernig hafa gagnrýn- endur og aðrir málsmetandi menn brugðist við þessari kvennainnrás? r Kvennahljómsveitir hafa verið að stinga upp höfði i nágrannalöndunum siðastliðin ár, og fengu þær i fyrstu skritna gagnrýni. Menn litu á þetta sem einhverskonar „djók” — eitt- hvað sniðugt — og gagnrýnin var full af aulafyndni, um útlit hljómsveitarmeðlima o.s. frv.. Hér hefur það ekki gengið svo langt. „Strákunum” þykir voða sniöugt að „stelpurnar” stofni rokkhljómsveit — þótt þeim finnist kannski nóg um eí þær fara að halda að þær séu eitt- hvað meira en „fyrirbæri” og ætlist jafnvel til að þær séu teknar alvarlega sem fullboöleg hljómsveit. I einu blaði var eftir fyrstu hljómleika með Grýlunum, er þær voru svona hálfs mánaðar gamlar, sagt að þær væru sann- kallaðar grýlur i hljóöfæraleik og ekki þyrfti að horfa á þær i gegnum rósrauö gleraugu á Andrea Jónsdóttir skrifar þessum jalnréttistimum, eða eitthvað i þeim dúr. Rétt er það að engum er til góðs til lengdar að nota rósrauð gleraugu, þvi siður þeim sem horft er á, en lirædd er ég um að ef t.d. Bubbi Morthens, sem er alls góðs maklegui, tæki sig til og stofn- aði hljómsveit meö byrjendum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.