Þjóðviljinn - 04.07.1981, Side 7
Helgin 4.-5. júll 1981
bókmenn«ir
Ástin er dópið
Stefán Snævarrr
Sjálfssalinn
Mál og menning 1981
Aftast i þessari ljóöabók
Stefáns Snævars eru afórismar
eða spekimál sem skáld tiðkuðu
á ýmsum timum hérna áður fyrr,
og það er ekki verra fyrir það.
Þar stendur m.a. að það sé hlut-
verk listanna að skapa nýjan
heim, og má sjálfsagt túlka þau
ummæli á ýmsa vegu ekki siður
en guöspjöllin. En vist er það að
Stefán gerir sér far um að útmála
tilveruna frá sjónarhorni sinnar
kynslóöar og með reynslu hennar
i huga. Hann birtir okkur býsna
nöturlegt tilverusvið diskókyn-
slóðarinnar, rótlaust, eirðarlaust
og fullt af ónæði og skarkala og
óhugnaði. Náðarmeðulin eru ást
og dóp. Atrúnaðargoðin fallvölt:
Kina, Rolling Stones og arftakar
þeirra, diskóland.
Nú þegar partiið er búið
og morgunninn dettur
um lfkin inni i stofu
skulum við halda liveshow
fyrir umkomuleysi þitt
og eirðarleysi mitt
meöan æla næturinnar
rennur til sjávar
gegnum klóökin
(Upphaf ljóðsins „Þegar
partiið er búið” bls.8).
Mörg ijóðanna fjalla um lifsvið-
horf, þjóðfélagsleg efni og heim-
spekilegar athugasemdir. Eitt
þeirra, „Viö Spegilgötu”, er stytt
og breytt gerð ljóðs sem birtist i
fyrri ljóðabók Stefáns. Þessi ljóð
eru annars á margan hátt sund-
urleit, misjafnlega timabær og
misjafnlega gömul* sum eru per-
sónulegt uppgjör og önnur ein-
hvers konar æfingar i heimspeki-
legum vangaveltum. A bls.36 er
ljóð sem heitir „Ef..”:
Ef Mengistú breyttist I rjúpu
sem vappaði um kjarrið
við Þingvöli
og Pinochet yrði að blesönd
sem fyndi sér varpland
við Mývatn
myndi ég læra að skjóta.
Þetta er óbjörguleg hugmynd ef
menn eiga að taka hana alvar-
lega. Hvers á rjúpan að gjalda
eða öndin? Þetta eru friðsæl kvik-
indi. Hvaða gagn er að skyttu sem
ekki þorir til atlögu nema á griða-
stöðum og i varpíöndum?
Kannski er skáldiö i þessu ljóöi aö
skopast aö eigin hugleysi og ann-
arra, en þá missa myndirnar
marks vegna þess að friðhelgi
þessara staða er rofin með öörum
hætti en að skjóta eins og allir is-
lendingar vita.
Betur falla mér ljóðin um
mannleg samskipti og um ástina
sem hér er alls ekki tilfinninga-
söm fremur en hjá flestum öðrum
ungum skáldum nú á dögum.
Leitin að ást og félagsskap birtist
i þessum ljóðum, en þessi verö-
mæti eru fallvölt eins og annað. 1
ljóöinu „1 nótt” (bls.12) er skáldið
að yrkja eitt á báti og ástkonan
hlaupin til annars manns:
t nótt eru atlot þin annars
Ég sit hérna og yrki
i kappi við faðmiög ykkar
og kossa
eina hendingu fyrir hvern
Ég færist i aukana
gýs táknum hvildarlitið
skrifa útfrikað ljóð
með ofsafengnum takti
Það er ekki við hæfi að sýta eða
syrgja ástina sém hvarf. Menn
verða að mæta sliku með jafnaö-
argeði og herða hugann. Þaö
kemur fram i næsta ljóði sem
heitir „t engrakvennalandi”:
Ég fylli verk min dögum
sting lifi minu i umslag
ÞJÓDVILJINN — StÐA 7
og reyni svo að gleyma
að konur hafa þýðgenga vél
milli fótanna
Og timinn er mér eimlest
sem flytur mig frá þér.
(13)
Þessu litla ljóði er þvi miöur
spillt meö of mörgum ósamræm-
um myndum, þó aö þær séu allar
snjallar hver um sig. Aö visu hélt
ég aö dagar gufuvélarinnar væru
taldir, a.m.k. i skáldskap um lif
nútimafólks.
Af öðrum ljóðum úr þessum
flokki mætti nefna ljóöið um
dansarann sem kom út úr diskó-
hitanum i leit að losta og fjöri i
skattholum borgarinnar en varð
að láta sér nægja aö drekka skál
húmsins i botn. Og að lokum
„Astin er dópiö” (bls. 10-11), sem
byrjar svona:
Dilerinn minn sem ekur
um innsta hringveginn
maria — Kali - Astarte!
...og endar á þessa leið:
Brjóst þin einsog Z
hárið cinsog X
augun einsog Y
ég einsog djönki
ég einsog spidfrik
þvi ástin er dópið
ástin er dópið
ástin er dópið
sem við leitum að!
EyÞ.
„og lífið heldur áfram”
Þetta lifsplan er ráðvillt og firrt
a.m.k. i augum gamla fólksins, og
ljóðin sýna okkur það án þess að
fara nokkru sinni út af sporinu og
veröa tilfinningaleg eða gamal-
dags. Eitt af tækjum Stefáns i
þessari sköpun er djarfleg og
stundum frumleg notkun máls og
mynda. Diskóveröldin á auövitaö
sinar myndir sem eiga sinn rétt á
að komast inn i likingamál nú-
timaskáldskapar. Hætt er þó við
að slangið falli i misjafnan jarð-
veg. Kaldhæönin er annað stil-
bragð i þessari viðleitni. Skáldið
sjálft er djúkbox, sjónvarp, git-
ar, flugvél, tölva, sjálfssali, o.fl.
Ýmis fleiri minni og tákn hins
ópersónulega og vélræna nútima-
lifs eru tið i þessum ljóðum.
Stefán er að visu mistækur i sköp-
un myndmáls en tekst oftar vel en
miöur, t.d. i ljóðinu „Morgunn i
Osló”
Morgunninn kemur öskrandi
eftir hraðbrautinni
og myrkrið leitar skjóls
á bak við hurðir
og inni skápum
(bls.30)
Aðalsteinn Asberg Sigurðsson:
Gálgafrestur
Fjölvaútgáfan 1980
Fremst i þessari ljóðabók
slanda einkunnarorð hennar:
Er lif okkar
þrotlaust þrælafár,
þjáning og pina,
blóð, sviti, tár?
Þau hæfa vel ljóöum bókarinn-
ar sem flest eru uppfull af heims-
hryggð og bölmóöi. Þessi harma-
slagur er ólikur þeim viöhorfum
sem rikja i ljóöum flestra ann-
arra ungra skálda nú á dögum og
einkennist af æöruleysi og kald-
hæðni þó að oft sé þar skörp
ádeila á ferðinni. Þaö hefur vissu-
lega boriö við á öllum timum að
ung skáld (og stundum hin eldri
lika) klifuðu á dapurleika og von-
deyfö. En slikur söngur veröur
hjáróma ef ekki eru ærnar og
sannar forsendur að baki. Og ég
finn ekki i ljóöum Aöalsteins As-
bergs þann lifsháska sem gefur
tilefni til svo þjáningarfullra yrk-
inga sem hér eru á feröinni. Fyrir
Þuriður Guðmundsdóttir:
Og það var vor.
Skákprent 1980.
Það er svo sannarlega vor i
þessum ljóðum. Vor og börn.
Þetta eru áleitnustu yrkisefnin,
en hóglát tjáning ástar og tilfinn-
ingalegra samskipta mannfólks-
ins er lika á dagskrá. Það rikir
friður og jafnvægi i heimi þessara
ljóða, og hófstilltur söknuður er
sleginn á nokkra strengi.
Styrkur ljóðanna felst i heil-
steyptum tilfinningum og fáguðu
orðfæri i félagsskap skýrra, ein-
faldra mynda. Slik hrósyrði koma
þeim ekki á óvart sem þekkja
fyrri ljóð Þuriðar Guðmundsdótt-
ur, en mig langar aö finna þeim
staö með dæmum. Fallegasta
barnamótifið finnst mér vera
„Skólataskan”:
Svartur morgunn
Klukkan er hálf átta
Litið barn leggur af stað
út i vetrarkuldann
með vor i augum
vettlinga á höndum
og visku mannanna
á veikum herðum
(60)
mig er þetta a.m.k. of stór
skammtur af blóði, svita og tár-
um án þess að votti fyrir kankvisu
brosi i augum tilverunnar eða sýn
til sólar.
Nú skal ég játa aö ég er alls
ekki alltaf viss um aö ég skilji
hvert feröinni er heitiö i sumum
ljóöanna. Mér finnst máikennd
skáldsins vera ábótavant á stund-
um, og sums staðar er bruölað
með orð svo að innistæða þeirra
tapast. Þá er myndmálið viða
óheilt og ruglingslegt, og allt
veldur þetta þvi aö hugsunin fer á
sveim. 1 ljóðinu „Hér og riú”
(bls.139) stendur m.a.:
Einmana jarmur
útburðar hermir
þar annarleg vein.
Þegar jarmur hermir vein, er
eitthvað bogiö við tengsl máis og
hugsunar. Sóun orða á óljósa
hugsun er þvi miöur of tið, t.d. i
„Heimspeki” (bls.66)t
Heimurinn er ekki
bók og ekki
orð i tima töluð.
Vorið og vonin eru jafnan tengd
börnunum eins og sjá má af þessu
dæmi. Einnig i „Litill drengur”
sem endar svona:
Ég horfði undrandi á drenginn
Hjarta hans var svo heitt
að mér fannst hjarnið bráðna
og að heimurinn ætti sér von
(32)
Sum ljóöin eru haglega ofin úr
minnum ástar, tilfinningamála
og blóma. Myndirnar ljá þeim
aukið seiðmagn meö þvi að lýsa
út fyrir knappt formiö. Dæmi um
það er „Brot”:
Hugsun þin
brotnar i orðum
af vörum þér
Varlega tini ég brotin
raða saman, sker mig
og bý til nýja hugsun
sem er min
(56)
Einfaldari myndir spegla til-
finningu tregans I ljóði sem heitir
„Timinn”:
Nei, heimurinn
cr aöeins sú firð,
sem vitund okkar
veitir skjói.
Og i ljóöinu „Takið eftir!”
(bls.68):
1 dag
verður innreið
hins óvissa tima
mæld og
yður sett
til höfuölausnar.
Lái mér hver sem vill, en mér
er ógerningur aö sjá hvaö á aö
búa að baki orðanna hér, og hér
vaknar heldur enginn spennandi
grunur um torræöni, þó að ljóöin
séu skoöuð í heild.
Myndmál, einkum likingar, er
vandasamt tæki til tjáningar. Sé
þvi ekki beitt af nákvæmni og
hyggindum, er úti um ljóöið.
Brotalamir af þessu tagi eru hér
sorglega margar. í ljóði sem heit-
ir „Gálgafrestur (meðvitaður
draumur)” (bls.29-33) skiptast
frásagnir og likingamál sem ég
fæ ekki botn i:
Þuriöur Guömundsdóttir.
Við báöum þessa stund
að nema staðar
Við köstuöum blómum
í fljótið
stór og blá
bárust þau með straumnum
lengra og lengra burt
Við horfðum á iif okkar
speglast i fljótinu
og berast burt
eins og blómin bláu
Þú ferðast lengra
og finnst sem
um þig Ijúkist
lifandi blóm,
sundurtætt,
Það er gálginn,
sem þú reistir
þér og öðrum,
óvitri maður.
Þetta eiga augljóslega aö vera
myndhverfingar, en blómiö lif-
andi sem er gálgi, er mér óráðin
gáta, þó að prédikunarávarpiö i
lokin nái aö sjálfsögöu til min.
Þú tókst i hönd mér
og sagðir
timinn er miskunnarlaus
(10-11)
Það er hvergi hrópað eða skip-
að fyrir i þessum ljóðum. En þau
geyma vekjandi áminningar og
ihuganir og þau eru runnin úr
uppsprettulindum mannlegra til-
finninga. En ekkert stoðaði það ef
þau bærust okkur ekki i eftir-
minnilegum búningi svo sem i
ljóðinu „Framandi blóm”:
Þegar eitthvað deyr
i brjósti þér
lifnar það aidrei aftur
En annað blóm
undarlcgt og framandi
festir þar rætur
brosir hikandi
og biður um vatn
og undarlegt framandi blóm
drekkur tárin
sem dauðanum voru ætluð
(36)
EyÞ
Viölikingin á bls.31 i sama ljóöi er
lika óklár:
Annarleg rödd æpir i myrkrinu,
likt og örmjór strengur skeri
þverhnipt björg....
Ef myndliöur likingarinnar
bregður ekki upp skýrri mynd, þá
missir likingin marks.
Algengur galli á þessum ljóðum
er slappur endir. Sum þeirra
væru heilsteyptari og áhrifameiri
ef skorið væri aftan af þeim, t.d.
„Saga”, „Barnsvit”, „Heim-
speki”.
Þó að hér hafi verið drepiö á
bresti i ljóðum Gálgafrests, eru
nokkur ljóö I bókinni sem gefa til
kynna að þetta unga skáld geti
tamið skáldfákinn betur en orðiö
er. Einkum eru þaö ljóð þar sem
skáldiö ætlar sér ekki um of og fer
gætilegar en annars staðar með
orö og myndir, s.s. I ljóðunum
„Aðgát” (bls.9), „Hugarflug”
(bls. 59-60) og „Hægt kemur ljós-
ið” (bls.23) sem er á þessa leið:
Hægt kemur ljósið,
ljúflingur minn,
að bræða skammdegið
úr hjörtum okkar.
Hægt kemur ljósiö
i hug mannsins.
EyÞ.
„Grátvinur blæs”