Þjóðviljinn - 04.07.1981, Page 21
Helgin 4.-5. júlí 1981 ÞJÓDVILJINN — StÐA 21
Bandarikjamenn höfbu d þessum
árum mikinn hug á aö leggja
sima til Evrópu, annaö hvort um
Asiu i samvinnu viö RUssa, eöa
yfir Atlantshafiö. Hugmyndin um
lagningu simans um Asiu komst
ekki f framkvæmd og var Ur sög-
unni um likt leytiog Peirce semur
skyrsluna (sbr. Paolino, bls
67—75). Viö þau endalok jókst
áhuginn d aö leggja simann yfir
Atlantshafiö, um ísland og Græn-
land.
Allar helstu hugmyndirnar,
sem fram koma i skýrslunni, um
gildi þess aö kaupa tsland og
Grænland falla greinilega aö
utanrikisstefnu Bandarikjanna á
þessum árum. Þann fyrirvara
veröur þö aö hafa á aö allt eins
getur veriö aö Walker (og e.t.v.
Peirce) hafi veriö mikiö i mun aö
láta kaupa löndin og þvi reynt aö
gylla þennan kost i augum ráöa-
manna.
Áhrif
hugmyndanna
um iandakaupin
Eftir þeim heimildum sem til-
tækar eru, bendir ekkert til aö
áformin um aö kaupa tsland og
Grænland hafi komist lengra en á
skyrslustigiö. Þaö veröur þó aö
teljast liklegt að ráöamenn i
Bandarikjunum, einkum Seward,
hafi haft hug á aö fylgja þessu
máli eftir. Aö þetta mál fellur
dauttniður, veröur þvi ekki skýrt
meö áhugaleysi Sewards.
t stuttri grein eftir Brainasd
Dyer (i Mississippi Valley Hist-
orical Review 1940) koma fram
tvær tilgátur til aö skýra endi
þessa áforms. (Dyer, bls. 265)
Dyer telur aö annars vegar hafi
samningsslitin viö Dani um kaup-
iná eyjunum I Vestur-Indium úti-
lokaö allar frekari málaleitanir
viö þá um landakaup. Eins og
komið hefur fram var samning-
urinn gerður i nóvember 1867, á
sama ti'ma og Peirce er að vinna
að skyrslunni um Island og Græn-
land. Mánuði siöar ályktaöi
fulltrdadeild Bandarikjaþings
gegn samþykkt samningsins. Eft-
ir það var hann aldrei tekinn til
alvarlegrar umræöu i þinginu, en
var að veltast fyrir þvi til ársins
1869. (Bailey, bls. 361—362).
Hin tilgátan er á þann veg aö
Seward hafi sjálfur þaggaö málið
niður, þegar deilurnar i þinginu
um kaupin á Alaska stóöu sem
hæst. Hugsanleg kaup á Islandi,
og Grænlandi drógust inn i þær
umræður og voru notuö gegn
kaupunum á Alaska. Þvi var
haldið fram aö fyrir dyrum stæöu
kaup á verölausum löndum fyrir
miklar upphæöir (Dyer, bls.
265—266, og The Congressional
Globe, 1. jiih' 1868 bls. 3807—9). En
þó Seward hafi ekki viljað spilla
fyrir kaupunum á Alaska, hefði
verið hægt aö taka máliö upp aft-
ur eftir aö Alaska máliö var kom-
iö I höfn. Því verður aö telja að
samningsrofiö viö Dani haf i vald-
iö mestu aö ekki var leitað frekar
til þeirra.
Einnig ber að geta þess aö áhrif
Bandarikjamanna á Norður-
Atlantshafi voru mjög lltil á þess-
um tima. Bretar voru lang
áhrifamestir og breytingar á
stööu Islands og Grænlands vörö-
uöu þá miklu. Walker vikur
hvergi i innganginum aö skýrsl-
unni að hugsanlegum viöbrögöum
Breta, þó hann hugsi til þess aö
hrekja þá frá Kanada. Peirce vik-
ur aftur á móti aö þessu i lokaorö-
um skýrslunnar. Hann telur stööu
Islands og Grænlands hliöstæöa
stöðu Nova Scotia og New Bruns-
vik (á austurströnd Kanada).
Niöurstööur Peirce eru tviþættar,
hann heldur fram mikilvægi ts-
lands og Grænlands, en varar
jafnframt við að ógna Bretum
(Peirce, bls. 51—52). Þýöingu
þessa atriöiser erfitt aö meta, þvi
aldrei reyndi á þaö.
Vitneskja
ísiendinga um
skýrslu Peirce
1 byrjun árs 1869 ritar Jón Sig-
urösson Eiríki MagnUssyni I
Cambridge bréf þar sem segir
m.a.:
Jón Sigurösson: ...viö mundum
aldrei fara þangaö sem þeir vilja
selja okkur..”
Eirikur Magnússon I Cambridge:
Skrifaöi grein í Saturday Review
þar sem tekin var mjög ákveöin
afstaöa gegn öllum áformum um
aö selja landiö.
William H. Seward utanrikisráö-
herra Bandarikjanna. Allt bendir
til þess ab hann hafi haft hug á aö
Bandarikjamenn eignuöust
Grænland og tsland.
.. hafið þér nokkurn Utveg til aö
ná i skýrslu um tsland og
Grænland eptir einhvern B.M.
Peirce i Ameriku /../ en hUn
á að vera samin fyrir stjórnina
i Ameriku, i þvi skyni aö þeir
vildi kaupa tsland og Grænland
af Dönum. Þaö væri gaman aö
geta fengiö Exemplar af þess-
ari skýrslu, ef þaö væri mögu-
legt (Lbs. 2184. 4 to.)
Jón segir aö vitneskja sin um
þessa skýrslu sé komin Ur ferða-
bók um Alaska eftir Frederik
Whymper. Feröabókin kom út 1
London siöari hluta árs 1868 eöa
stuttu eftir að skýrsla Peirce kom
út. Er skýrslunnar getiö i for-
mála. (F. Whymper, bls. viii)
En svo vikiö sé aftur aö bréfi
Jóns er greinilegt aö hann telur
aö hér búi full alvara aö baki, og
segir:
Eiginlega ætti maður aö geta
explotieraö sjálft Planiö, þvi
alltaf eru Danir i aöra röndina
aö sleikja Utum eftir peningum
og eru svo hjartanlega fegnir
aö selja St. Thomas. Það er nú
svo sem auövitað, aö viö mund-
um aldrei fara þangað, sem
þeir vilja selja okkur, en þess-
konar væri uppsagnarsök og
heföum viö svo hauk i horni til
aö ná andviröi Bjelkejaröana
meö leigum og leiguleigum,
þaö væri svo sem 50 mil. dala,
auk annara pinkla, þá væri þaö
gaman, i hiö minnsta aö hræöa
þá með þvi (Lbs 2184, 4 to)
Jön veltir hér fyrir sér þeirri
hugmynd (þó i gamni) aö tslend-
ingar nytu fulltingis Bandarikja-
stjörnar viö aö fá Dani til aö sam-
þykkja reikningskröfuna. Siöar
sá Jón annan kost tengdan þessu
en þá hafa allar hugmyndir um
sölu verið Ur sögunni. En i bréfi til
Eiriks 28. marz 1871 segir Jón:
„Ætli ekki sé nein ráö til að
koma Noröur Yankium til aö
spekulera til tslands i stórum
skala meöfram til þess aö fá
eitthvaö til annars klakksins á
Dönum, svo ekki hallist á þeim
eins og nú.” (Lbs. 2184, 4 to.)
Eftir 1870 horföi illa, um tima,
meö verslun tslendinga viö önnur
lönd, enJón hafði mikinn hug á aö
fá fleiri þjóöir en Dani til aö
versla viö landsmenn, einkum þó
Englendinga og Norömenn.
Verslun viö Bandarikin var nýr
möguieiki á aukinni samkeppni
viö Dani i verslun viö Island.
Ahugi Jóns á aö fá skýrslu
Peirce hefur verið mikill. Af bréfi
til Eiriks dagsettu 9. júli 1869 má
ráöa aö hann hafi fengiö skýrsl-
una, en skilaö henni aftur. Eftir
þaö biður hann Eirik I ein niu
skipti að Utvega sér skýrsluna.
Það er svo ekki fyrr en siöla árs
1874, sem Jón fær hana.
Ein blaöagrein hefur fundist
um þessi hugsanlegu kaup
Bandarikjastjórnar á tslandi og
Grænlandi. Birtist hún i Baldri i
desember 1869 og ber heitið: Þýö-
ing tslands fyrir Amerikumenn.
Er hér um aö ræða þýöingu á
grein Ur Saturday Reviewi Eng-
landi frá 2. jUli 1869, en hvorki er
getiö höfundar né þýöanda. I bréfi
Jóns Sigurössonar til Eiriks 9. jUli
1869, getur Jón um grein, sem
Eirikur á ab hafa birt I Saturday
Review. Þar á Eirikur aö deila
hart á Dani, eins og gert er I
greininni i Baldri. Liklega er hér
um sömu greinina aö ræöa.
I greininni er tdcin mjög ákveö-
in afstaða gegn öllum áformum
um aö selja landiö, án þess að
landsmenn séu spuröir álits. Og i
beinu framhaldi af þvi fylgja
ávirðingar i garð Dana vegna
stjórnar þeirra á landinu. Grein-
inni lýkur svo á þvi aö sala lands-
ins er sögö standa fyrir dyrum.
Liklegt er aö meö þvi aö gera sem
mest Ur þessu máli, sé höfundur-
inn aö vekjaathygli breskra les-
enda á málefnum tslands.
Þeir Jón og Eirikur virðast
vera einu tslendingarnir sem
þekktu til skýrslu Peirce og f jöll-
uöu um áformin um sölu landsins.
Lokaorð
Allt bendir til aö ráðamenn I
Bandarikjunum, þá einkum Se-
ward utanrikisráöherra, hafi um
1867—1868 haft hug á aö Banda-
rikjamenn eignuöust lsland og
Grænland. Skýrslan sem Peirce
tók saman aö beiöni Sewards er
ljósasti vottur þessa. En lengra
komst þessi hugmynd ekki og
bendir ekkert til aö hUn hafi
nokkru sinni verið borin undir
Dönsk stjórnvöld. Astæöna fyrir
þvi er að leita I aðstæðum i
Bandarikjunum á siðustu valda-
árum Sewards sem utanrikisráö-
herra 1868 og 69. Aform Sewards
um eflingu Bandarikjanna meö
landakaupum höföu ekki þaö fylgi
sem til þurfti. Þetta olli m.a. þvi
að hætt var viö kaupin á Dönsku
Vestur-Indium.
Dagheimilið Lyngás
Skólabygging
Tilboð óskast i innanhússfrágang við Dagheimilið Lyngás
viö Safamýri i Reykjavik.
HUsið er að flatarmáli 1280 ferm. Kennsluaöstaöa — 300
ferm. skal vera tilbúin 15. des. 1981, en verkinu aö fullu
lokið 1. júni 1982.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1.500- kr.
skilatryggingu.
Tilboö verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. júli kl.
11.30.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Skattstofa
Reykjanesumdæmis
Tilboð óskast i að reisa og íullgera undir tréverk og máln-
ingu Skattstofu Reykjanesumdæmis i Hafnarfirði.
Húsið er að flatarmáli alls 1330 ferm., 2 hæðir og ris.
Efri hæðin skal vera fullgerö 1. mars 1982 og húsið allt aö
innan l.april 1982, en verkinu öllulokið l.ágúst 1982.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 2.000- kr.
skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriöju-
daginn 21. júli 1981, kl. 11.30.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
M Frá Tónlistarskóla
Akraness
Þrjá kennara vantar að skólanum, pianó-
kennara, gitarkennara og fræðikennara.
Um ársráðningu gæti verið að ræða.
Upplýsingar gefur skólastjóri i sima 93-
1004 eftir kl. 18.
Umsóknarfrestur til 31. júli.
Skólanefndin
Fóstra
óskast að leikskóla við Skarðsbraut frá 1.
sept. n.k.
Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur,
menntun og fyrri störf sendist undirrituð-
um fyrir 20. júli 1981.
Æskilegter að meðmæli fylgi umsókninni.
Nánari upplýsingar veitir forstöðukona i
sima 93-2663 eða heima i sima 93-1414.
F élagsmálastj óri,
Kirkjubraut 2, Akranesi