Þjóðviljinn - 28.07.1981, Side 7

Þjóðviljinn - 28.07.1981, Side 7
Þriöjudagur 28. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Handagangur í öskjunni hjá Helga og Rantanen Fjórum umferðum er nú lokið i úrvalsflokki á Skákþingi Norður- landa i Reykjavik. (Jtlit er fyrir jafna og harða keppni um efstu sætin. ífyrstu tveimur umferðun- um tefldu keppendur variega eins og þeir væru að þreifa fyrir sér og jafnteflin urðu mörg. í 3. og 4. umferð hófst baráttan fyrir al- vöru og flestar skákir voru tefldar í botn þótt jafntefli yrði niðurstaðan i flestum skákanna. Sviinn Ornstein virtist þó ekki hafa þurft að hita sig upp eins og aðrir keppendur og hefur þegar tryggt sér vinningsforskot á aðra keppendur. Staðan að loknum fjðrum um- ferðum i Urvalsflokki er nú þessi: 1. Ornstein (S) 3 1/2 2.-6. Guðmundur 2 1/2 Schiissler (S) 2 1/2 Heim(N) 2 1/2 Helmers (N) 2 1/2 Helgi 21/2 7.-8. Kristiansen (D) 2 Hpi(D) 2 9.—10. Raaste (Fi) 11/2 Rantanen(Fi) 11/2 11. Margeir 1 12. Hansen (Fær.) 0 Auðsýnt virðist að baráttan um efsta sætið muni standa á milli sex efstu manna þótt vitaskuld sé of snemmt að spá endanlega um úrslit. í fjórðu umferðinni gerðu landarnir Htii og Kristiansen jafntefli eftir að H0i hafði lengi vel þjarmað að kóngsindverskri vörn Kristiansens. Kristiansen tókst hins vegar að halda sínu með hugvitsamlegri vörn eins og oft áður í mótinu. Kristiansen er sérlega Urræðagóður i vörn og hefur tekist að hanga á jafntefli á ævintýralegan hátt i erfiðum stöðum i mótinu. Guðmundur beitti Tarrasch- vörn gegn Margeiri og fórnaði drottnirigu sinni fyrir hrók og biskup i' byrjun tafls samkvæmt forskrift sænska stórmeistarans Andersons. Upp kom staða þar sem Margeir komst ekkert áleiðis. Honum hefur hins vegar vegnað illa i mótinu til þessa og þvi tók hann þann kostinn að reyna að nýta liðsyfirburði sina og sprengja upp varnir Guð- mundar sem tók hins vegar haustlega á mótiog galtMargeiri rauðan belg fyrir gráan og vann örugglega eftir að Margeir hafði teygt sig of langt. Heimtefldi Sikileyjarvörn gegn Hansen. Norðmanninum tókst að vinna peð eftir að staðan hafði lengst af verið i jafnvægi. Hróks- endataflið sem upp kom hefði átt að enda með jafntefli en reynslu- leysi Færeyingsins kom þá i ljós og Norðmaðurinn hirti allan vinn- inginn. Omstein fékk örlitið frumkvæði gegn Nimzoindverskri vörn Raaste. Sviínn slakaði hvergi á klónni og jók yfirburði sina jafnt og þétt. Þar kom að Finninn tapaði peði og Ornstein vann skákina i vel Utfærðu drottningar- endatafli. Ornstein hefur teflt af miklu öryggi og virðist til alls lik- legur i mótinu. Helmers hafði hvitt gegn Schussler og virtist frá upphafi ánægður með skiptan hlut og tefldi þvi' ákaflega varfæmislegt afbrigði i vængtafli. Norðmaður- inn hafði sitt fram og samið var jafntefli i 16 leikjum eftir bragð- daufa viðureign. Viðureign Helga og Rantanens var skák umferðarinnar. fyrir Helga að naga sig i handar- bökin. Oliklegustu úrslitin, jafn- tefli, voru orðin staðreynd. Hvi'tt: Helgi Ölafsson Svart: Yrjo Rantanen 1. Rf3-g6 6. Rc3-Rbd7 2. d4-Rf6 7. 0-0-e5 3. c4-Bg7 8. e4-c6 4. g3-0-0 9. h3 5. Bg2-d6 Helmers lék hér 9. b3 gegn Rantanen i 2. umferð. Helgi kærir Frá Skákþingi Norðurlanda Viö upphaf Skákþings Norðurlanda — Ljósm. —gc<- Rantanen beitti kóngsindverskri vörn. Hann hafði augsýnilega i hyggju að endurbæta tafl- mennsku sina frá skákinni á móti Helmers þar sem hann lék af sér drottningunni. Finninn eyddi mörgum leikjum i að næla sér i eitt peð sem hann ætlaði sér siðán að hanga á. Helgi fórnað peðinu með glöðu geði og uppskar frumkvæðið. Hann þjarmaði siðan jafnt og þétt að Finnanum sem lenti fyrir bragðið i geigvæn- legu ti'mahraki. I timahraki Finn- ans gerðust hins vegar ósköpin. Helgi lék hroðalega af sér og sá fram á hrókstap. Hann bauð jafn- tefli þegar Rantanen átti aðeins sekúndubrot eftir á klukkunni. Finninn var ekki lengi á sér að þiggja gott boð og um leið féll visirinn á klukkunni. Skákstjór-- inn hafði ekki ráðrúm til þess að gri'pa inn i atburðarásina og benda Helga á að Rantanen væri fallinn á tima þvi að friðarsamn- ingar voru undirritaðir i svo miklu óðagoti. Ekkert þýddi þvi sig samt ekki um að biða eftir endurbót Finnans á þeirri skák og velur þvi' annað afbrigði. 9. —Re8 11. Rxd4-Db6 10. Hel-exd4 12. Rb3-a5 Þessi leikur er endurbót Rantanens á skák landa sins Westerinens gegn Portisch á Ölympiumótinu. Westerinen lék hér strax 12. -Db4 en Rantanen ætlarað biða með þann leik þar til i næsta leik. Helgi fær nú að súpa af finnsku „heimabruggi”. 13. Be3-Db4! ? Dæmigeröur leikur fyrir skákstil Rantanen. Hann ætlar að næla sér i peð og halda sér siðan fast. 14. a3!-Dxc4 15. Rd4-f6 Hér dugði ekki 15. -f5 vegna 16. Hcl-Df7 17. exf5-gxf5 18. Rxc6!- bxc6 19. Bxc6 og svartur getur ekki forðað hróknum á a8 vegna hótunarinnar 20. Bd5. 16. Hcl Hér kom til greina að leika 16. Rd5!?-cxd5 17. Hcl og svarta drottningin lendir á hrakhólum. Helgi velur samt rólegra fram- hald,enda vissara þar sem Finn- inn var trUlega öllum hnútum kunnugur i þeirri stöðu. 16. —Df7 17. Ra4-Re7 18. He2-Kh8 19. Hd2-He8 20. Bf4-Bf8 21. g4 Hvi'tur hefur nú öflugt frumkvæði fyrir peðið. Svarta staðan er þröng en erfitt er þó að sækja að henni. 21. —Rc5 22. Rb6-Hb8 23. Rc4-Rxe4 24. Bxe4-Hxe4 25. Rxd6-Bxd6 26. Bxd6-Ha8 27. Df3-f5 28. Rxc6!-bxc6 29. Dc3 + -Kg8 30. Dxc6-De6 31. Bxc7-Hel + 32. Kh2-Dxc6 33. Hxc6-Bb7 34. Hb6-Be4 35. Bb8!-g5 36. gxf5?? ÖtrUleg yfirsjón. Helgi átti nú um 10 minUtur eftir til þess að ljUka tilskildum leikjafjölda,en varð nú of veiðibráður þvi að Finninn átti aðeins sekúndubrot eftir á sinni klukku. Best var að leika 36. f3- Bxf3 37. gxf5 og hvitur hefur lik- ast til unnið tafl. 36. — Hhl+ 37 Kg3 Helgi bauð nú jafntefli sem Finn- inn þáði fegins hendi þvi að 'nann féllum ieið á tima. Svartur getur nú hins vegar allt i tinu unnið skákina með 37. -Hgt+ 38. Kh2- Hg2+ 39. Khl-Hxf2+ 40. Kgl-Hxd2. Haukur Angantýsson al- þjóðlegur meistari. Haukur Angantýsson náði sið- ari áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli á móti sem er nylokið i New York. Enski stórmeistarinn Speelman sigraði á mótinu með 8 vinningum af 10 mögulegum en Haukur hafnaði i 4. sæti með 7 vinninga. Bandariska skáksam- bandið beitti sér fyrirþvf á FIDE- þinginu i' Atlanta að árangur Hauks hlyti staðfestingu og var Haukur Utnefndur þar alþjóð- legur meistari. Haukur er sjöundi tslendingurinn sem hlýtur alþjóð- legan meistaratitil i skák og óskar Þjóðviljinn honum til ham- ingju. Að lokum birtist hér ein snaggaraleg skák með hand- bragði hins nýja alþjóðlega meistara. Vonandi fá hinir frið- samari keppendur 9 Norður- landamótinu hugljómun af að sjá hvernig Haukur stýrir liði sinu til vinnings. Skákin var tefld i New York. Hvfll: HaiiJiii'’ l n; antysson Svart: M. Gotdberg, Bandarikj- unum. Ben-Oni vörn. 1. d4-Rf6 12. Rd5-Dxe6 2. C4-C5 13. De2-Dxe2 3. d5-e6 14. Bxe2-Be5 4. Rc3-exd5 15. Rf3-Bd6 5. cxd5-d6 16. Bh6-b6 6. e4-g6 17. 0-0-0-Ba6 7. f4-Bg7 18. Hhel-Bxe2 8. e5-dxe5 19. Hxe2+-Kd8 9. fxe5-Rfd7 20. Rg5-Hg8 10. e6-fxe6 21. Rf6 11. dxe6-De7 Svartur gafst upp. Bragi Halldórsson PAf) BESTA ER ALDREIOF QOTT

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.