Þjóðviljinn - 28.07.1981, Síða 11

Þjóðviljinn - 28.07.1981, Síða 11
Þriðjudagur 28. júll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir íþróttir (iF) íþróttir ■ umsjóa: INGÓLFUR HANNESSON V __J Ur einu ií annað Löggan í Reykjavík sagði: Nei Áformað var að Hjólreiðafélag Reykjavikur gengist fyrir keppni sinni i Reykjavik um helgina siðustu, en ekki fengust tilskiiin Uryfi frá lögreglunni. Var gefin upp sú ástæða, að keppni i hjólreiðum myndi hvetja börn og unglinga til óvarkárni. Brugðu þeir Hjólreiðafélagsmenn þvi á það ráð að færa keppni sina út fyrir bæjarmörkin og naut siðan góðrar aðstoðar lögreglumanna i Keflavik og Hafnarfirði. Já, ekki er öll vitleysan eins. Stjörnuliðið á Selfossi AFNAI HAFNAfifíS' „Hérna fáðu þérsopa, vinur!” Valur Valsmaður Valsson, fyrrum FH-ingur, hendir vatnsbrúsanum til Guðmundar Hilmarssonar. Tveir af fjórum Ólafsvíkingum á vellinum I gærkvöldi, Magnús Stefánsson og Sigþór Þórólfsson, fylgjast með. — Mynd: —• gel. Einn hinna svokölluðu „Stjörnuleikja” fer fram á Selfossi I kvöld og eigast þar viö Stjörnulið Hemma og lið heima- manna. Leikur þessi er i tilefni 45 ára afmælis UMF Selfoss og auk þess leikur i kvöld Tryggvi Gunnarsson sinn 300. leik með Selfossliðinu. Slagurinn hefst kl. 20. Gunnar Páll varð fyrstur ÍR-ingurinn Gunnar Páll Jóa- kimsson varð fyrstur i mark i Bláskógaskokkinu (Þingvell- ir-Laugarvatn). Hann rann skeiðið á rúmum 54 minútum. Þátttakendur voru um 40. Þróttur og Fylkir leika Einn leikur verður I 2. deild fótboltans i kvöld. Fylkir og Þróttur leika á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 20. • Tap og jafntefli Karl Þórðarson og Teitur Þórö- arson voru I cldlinunni um helg- ina þegar keppni hófst I 1. deild franska fótboltans. Teitur og fé- lagar hjá Lens töpuðu á Korslku gegn Bastia, 0 - 1, en Laval með Kalla innanborðs náöi jafntefli gegn Sochaux. Mætanlegir mótherjar Fram-, ara i Evrópukeppni bikarhafa, Bordeaux, sigruðu Nantes 3 - 2. Greinilega gott lið á ferðinni þar. Karl Þóröarson er nú kominn I slaginn I frönsku knattspyrnunni og lið hans, Laval, geröi jafntefli um helgina. Valur í toppslagnum eftlr sigur gegn FH Valsmenn skutust I annað sætið I I. deild i gærkvöldi þegar þeir lögðu FH að velli 2—1. Leikur liðanna var hinn fjörugasti, eink- um framanaf og I lokin, og virðist sem knattspyrnan I 1. deildinni fari batnandi meö hverjum leik. ÍBK sigraði Keflvikingar sigruðu Hauka I 2. deildinni i gærkvöldi 4-1 og skoraði Steinar Jóhannsson 3 marka sunnanmanna. — IngH. Aðstandendur og leikmenn knattspyrnuliðsins I Bolungarvlk, hafa sent blaðinu eftirfarandi at- hugasemd vegna skrifa um leik liðsins gegn Vikingi, Ólafsvik. fyr- ir sköm mu: „Skv. staðfestingu frá starfs- manni mótanefndar K.S.I. er það ekki hlutverk heimaliös að útvega dómara, heldur að útvega linu- veröi og sjá um að leikvöllur sé undirbúinn. Má taka fram að K.S.l. hefur ráðið mann til að sjá um aö Utvega dómara i 3ju deildar leiki á Vestfjörðum. t umrætt skipti, þegar i ljós kom að dómari hafði ekki mætt, var um þrjá valkosti að ræða. 1. Að aökomuliðið snéri aftur án þess að leika leikinn, þrátt fyrir að hafa lagt I gifurlegan kostnað. 2. Að heimamaður úr Bolungar- vikurliðinu, sem reynslu hefur I að dæma, dæmdi leikinn. 3. Að kalla til dómara á staðnum með minni reynslu. Strax á 4. min. höfðu FH-ingar tekið forystuna. Viðar tók auka- spyrnu ogTómas sneiddi knöttinn laglega i bláhorn Valsmarksins, 1-0. En Valsmenn voru fljótir að svara fyrirsig og á 9. min. jafnaði Magni með firnaföstu skoti Ur vi'tateignum, eftir að hann hafði fengið að leggja boltann fyrir sig i ró og næði, 1-1. Eftir markið sóttu Valsmenn nokkuð og m.a. björg- uðu FH-ingar á linu kollspyrnu Matthiasar. Undir lok hálfsleiks- ins, á markminUtunni svokölluðu (43. min.) náði Valur forystunni. Eftir snerpulega sóknarlotu barst Eftir að hafa haft samráð við starfsmann mótanefndar, samþykktu bæði liðin þriðja valkostinn, með vitund og samþykki fulltrúa mótanefndar, enda skildu heimamenn að aðkomuliðið hafði lagt i ærinn kostnað. Scv. uppfysingum K.S.I. mun það ekki á neinn hátt standa straum af aukakostnaði sem til fellur, ef endurtaka þarf leik vegna þess að dómari hefur ekki mætt. Abending frá starfsmanni mótanefndar um að gera athuga- semdir vegna þessarar ráðstöfunar, á leikskýrslu, fyrir leik var báðum aðilum gerð kunn- ug. Hvorugur aðili gerði slika at- hugasemd. Forráðamenn Vikingsliðsins fóru fram á, að annar linuvarða yrði frá þeim og var það samþykkt. Aðalregia okkar i leik, er að bera virðingu fyrir andstæðing- um og dómara, og hefur enginn bolvisku leikmannanna fengið að knötturinn til Njáls og hann var ekkert að tvinóna við hlutina. Hörkuskot hans frá vitateigslin- unni hafnaði i bláhorni FH- marksins, 2-1. Allur vindur virtist úr leik- mönnum beggja liða i upphafi seinni hálfleiks, en Eyjólfur hresstist og undir lokin brá fyrir góðum samleiksköflum. Hilmar Sighvatsson komst i tvigang inn- fyrir FH-vörnina, en mistókst i bæði skiptin að koma knettinum rétta leið. A 79. min. fékk Ólafur Danivalsson sannkallað dauöafæri, aleinn með boltann á markteig. Hann vippaöi yfir Sig- urð markvörð og Valsmarkið einnig. Þar fór gott færi fyrir litið. Skömmu seinna þrumaði Ingi Björn yfir af markteig. A siðustu min. leiksins náðu Valsmennimir laglegri sókn, sem lauk með við- stöðulausu skoti Guðmundar. Hreggviði tókst með naumindum að slá knöttinn i samskeytin og aftur fyrir. Valssigur i höfn, 2-1. FH-liðið leikur á köflum skin- sjá gult eða rautt spjald, það sem af er keppnistimabilinu, — og mættu Vikingar gjarnan venja sig af stóryrðunum og taka nýja stefnu. SU hegðun að kasta lausum hlutum I átt aö leikmönnun er ekki til fyrirmyndar, hvort sem það er i Bolungarvik eða Ólafsvik. Varöandi lengd leiksins er hið rétta, að þegar flautað var til leiksloka var leiknum að fullu lokiðog hafðiþá dómari bættvið 2 min. vegna tafa. Við hörmum að leikmenn Vikings hafi ekki getaðhaft stjórn á skapi sinu að leiknum loknum og gerst sekir um mikið ósómaat- vik, sem áður hefur komið fram. Varðandi ummæli um þjálfara Bolvi"kinga, vísum við þeim al- gerlega á bug. Hinsvegar kom til hans kasta að skilja á milli tveggja leikmanna úr sitthvoru liðinu, er þeir fóru i hár saman, einnig að koma dómara á „óhultan”stað er Vikingar réðust að honum.” andi góða knattspyrnu, mun betri en stigatala þess segir til um. I gærkvöldi vantaöi aöeins herslu- muninn. Atli styrkir vörnina mik- ið og MagnUs er sterkur sem miðvörður. Viðar var drjUgur að vanda og Sigþór barðist vel. Það kom nokkuð á óvart að hann skyldi vera tekinn útaf. Valsliðið syndi ansi skemmti- lega takta að þessu sinni. Guðmundur og Njáll ,,dóm inerandi” á miðjunni og Hilmar og Valur liprir frammi, en þeir félagarnir léku FH-vörn- ina oft grátt. Valur er enn á ný i toppbaráttunni og ætlar ser vafa- litið að vera með i þeim slag næstu vikurnar. Ekki er annað sjáanlegt en að svo verði. -IngH. Einar fyrstur í mark Einar Jóhannsson varð sigur- vegari í karlaflokki i fyrstu al- vöru liljólreiðakeppninni hérlend- is, en hún fór fram sl. sunnudag. H jólað var frá Keflavlk að Kapla- krika í Hafnarfirði og voru 35 keppendur mættir til leiks. Röð efstu manna i karlaflokki varö þessi: 1. Einar Jóhanness........52.03 2. Hafsteinn óskarss......52,15 3. Helgi Geirharðss.......52.19 Hafsteinn er kunnur frjáls- iþróttamaöur og Helgi er einn af fremstu skiðamönnum Reykvik- inga. I flokki 15—16 ára uröu úrslit þessi: 1. Einar Erlingss.........53.48 2. Sigurjón Halldórss.....53.49 3. Hilmar Skúlason........54.00 Flokkur 13—14 ára: 1. Ólafur Ólafsson .......55.49 2. Magnús R.Guðniunds. ...60.05 3. Viktor Kjartanss.......60.12 Ein stúlka lauk keppninni, Björg Erlingsdóttir, og fékk hún timann 60.07. Blikar kæra Magnús Breiðabliksmenn hafa kært Magnús Pétursson, dómara til stjórnar KDSÍ (Knattspyrnu- dómarasambandsins) fyrir ámælisverða framkomu i leik liðsins gegn Fram fyrir skömmu. Jafnframt hafa Blikarnir óskaö eftir þvi að Magnús dæmi ekki fleiri leiki liösins i „náinni framtið”, eins og stendur i kær- unni. Hafa skal það sem sannara reynist

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.