Þjóðviljinn - 29.07.1981, Side 6

Þjóðviljinn - 29.07.1981, Side 6
<> SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. júli 1981 á dagskrá >Konur standa utan hagkerfisins, bæði hins sósíalistíska og hins kapítalistíska, og þær hljóta því einning að standa utan þeirra pólitísku flokka sem á þessum kerfum byggja. Kvenna eða flokkapólitík? Hverjir ráöa ráöunum, þeim sem varöa okkur öll? Litiö yfir landsþing islenskra sveitarfélaga 1978. Hreppstjórafundur... Nýkjörin stjórn ásamt forstööumönnum Sambands islenskra sveitar- félaga 1974. Hvar eru vélritunarstúlkurnar og konurnar sem hella upp á? Aöalstjórn og forstööumenn Sambands islenskra sveitarfélaga 1978. Brot á jafnréttislögunum? Kvennapólitik eöa flokkapóli- tik? Þetta er sú brennandi spurn- ing sem lesa má út úr grein Þor- bjarnar Broddasonar i Þjóövilj- anum 22. þ.m., en þar gerir hann aö umtalsefni hugleiöingar minar um nauðsyn sérstakra kvenna- framboða til sveitarstjórnakosn- inganna að vori, settar fram i sama blaöi helgina á undan. Þor- björn er sammála mér um þaö, að á íslandi riki karlasamfélag, þar sem reynsla kvenna og menn- ingararfur fær i engu aö njóta sin, og þar sem hlutur kvenna i stjórnmálum er mjög fyrir borö borinn. Það er ekki á hverjum degi sem karlmenn fást til að viðurkenna þetta, og þess vegna finnst mér full ástæöa til aö þakka Þorbirni skrif hans, sem eru auk þess blessunarlega laus við allar þær rengingar og dylgjur, sem svo oft vilja einkenna umræðúr karla um þau mál sem varða konur. Okkur Þorbirni greinir ekki á um markmið, en okkur greinir á um leiðir. Hann mælir með þvi, aö konur berjist innan þeirra stofnana og stjórnmálaflokka, sem fyrir hendi eru, og reyni að ná þar áhrifum. Hann segir: „Ég fullyröi að ekkert geti staðið i vegi fyrir málstað kvenna i þeim eina stjórnmálaflokki sem ég þekki að innan, ef konurnar sjálfar sameinast um þennan málstað, enda er sósialismi sem ekki hirðir um kvenfrelsi eins og versta öfugmælavisa”. Máli sinu til stuðnings birtir hann með grein sinni myndir af fimm konum sem komist hafa til vegs og virðingar innan Alþýðubanda- lagsins, en—leyfi ég mér að bæta við — áreiðanlega ekki til valda. Enginn stjórnmálaflokkur, hvorki Alþýðubandalagið né annar, hefur hinn minnsta áhuga á þvi sem konur hafa fram að færa. Hins vegar hafa allir flokkar þörf fyrir að sýna nokkur kvenandlit i kosninga- og valda- baráttunni, annað væri alls ekki klókt. Konur hafa nefnilega fengið kosningarétt, vegna eigin baráttu reyndar, og þær láta ekki bjóða sér allt. Hingaö til hafa þær þó látið bjóða sér of mikið. Aðal- starf kvenna i stjórnmálaflokk- unum er að iétta körlunum þá valdabaráttu sem þeir heyja sin á milli. Þær hella upp á könnuna og baka kökur fyrir fundi og á kjör- dag. Þær svara i sima á flokks- skrifstofunum, rukka inn félags- gjöldin, skrifa utan á umslög og pikka endalaust á ritvél. Til þess að það sé nú alveg öruggt að þær geti ekki hugsaö sjálfstæöa hugs- un meöan karlarnir þenja sig á fundunum, er þeim gjarnan fengiö það ábyrgðarstarf að vera fundarritarar. Þegar svo raðað er á framboðslista eöa skipað i nefndir er fariö eftir ákveðnum kvóta, sem ég hef kallað kvenna- kvótann. Þess er rækilega gætt að halda konum og sjónarmiðum þeirra i hæfilegum skefjum. Ein kona i hverri nefnd, eöa segjum annarri hverri, þykir nóg. Þá er ekki hægt aö halda þvi fram, aö flokkarnirgangi fram hjá konum, og alveg tryggt að þessar ein- angruðu konur mega sin einskis gagnvart karlablokkinni. Konur innan allra stjórnmálaflokkanna eru að vonum mjög óánægðar með þann litla kvóta sem þeim er þar skammtaður. Einnig þær konur, sem hafa reynt að starfa meö Alþýöubandalaginu, það veit ég af eigin raun. Þaö væri raunar gaman aö heyra eitthvað um reynslu þeirra kvenna sem Þor- björn nefnir i grein sinni, hvort samstarfið sé eins snuröulaust og hann vill vera láta. 1 þessu sam- bandi langar mig til að benda á grein eftir Soffiu Guömunds- dóttur, sem hún nefnir „Gjörið ekki greinarmun barna yðar eftir kynjum” og birtist i Konur skrifa (1980). En þetta er nákvæmasta úttekt á stöðu kvenna i islenskum stjórnmálum, sem mér er kunn- ugt um. Hún segir m.a. „Innan stjórnmálaflokkanna endur- spreglast einatt með skýrum hætti þessi viðhorf gagnvart konum og sjálfstæðum störfum þeirra. Þar er allrar athygli verð sú tilhneiging karla að vilja ráða starfssviði kvenna. Þær mega gjarnan inna af hendi hin og önnur flokks- og félagsstörf al- menns eölis, vitanlega lika bráð- nauðsynleg og mikilvæg, en um leið og konur taka að nálgast svið, sem leiða til pólitiskra forystu- og ábyrgðarstarfa, fer að þrengjast um möguleika þeirra”. Og hún heldur áfram: „Eftir áratuga langa kvenfrelsisbaráttu er for- ystumönnum stjórnmálaflokka farið að skiljast, svo langt sem þaö nú nær, að þaö er ekki gæfu- samlegt tiltæki fyrir neinn flokk að fara á flot með framboðslista nema hafa konur þar með i för. Þaö er svo önnur saga, að þær eru sjaldnast i sætum, sem máli skipta, en eru rétt hafðar með eins og til þess að sýna, að menn séu með á nótunum i nútim- anum”. Enginn getur sagt, að Soffia tali ekki af reynslu, hún hefur árum saman starfaö með Alþýðubandalaginu og um skeið verið eina konan af 11 fulltrúum i bæjarstjórn Akureyrar. Það getur heldur enginn sagt, að konur i Alþýðubandalaginu hafi ekki reynt að vekja athygli á stöðu sinni þar og fá flokksforyst- una (flokkseigendafélagið svo- kallaða) til samstarfs við sig. 1 fyrra átti hópur þeirra frumkvæði að fundaröð um konur og sósial- isma, sem siðar var svo látið liggja að , að stjórn Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik stæði fyrir. A fjölmennasta fundinum, þar sem rætt var um konur og listir út frá sóslalistisku sjónarmiði, voru um 60 manns. Þar af voru aöeins 3 karlmenn, og engir af framá- mönnum Alþýðubandalagsins af karlkyni voru þar staddir. Ahug- anum var sem sagt ekki fyrir að fara. Hvað eigum við konur að gera til aö vekja athygli á mál- stað okkar innan flokkanna. Gripa til vopna? „Ég kaus ekki Alþýðubanda- lagið, ég kaus hana Guörúnu”, sagöi viö mig „borgaraleg” kona af sjálfstæðisflokksættum eftir siöustu borgarstjórnarkosningar, þegar á hana var gengið með þaö hvort hún heföi nú ekki i þetta sinn krossað við G-listann. Konur finna ekki til samstöðu meö flokk- um, þvi að þær trúa ekki á þá. Þær finna til samstöðu með konum, jafnvel þótt þær séu i vit- lausum flokki. Flokkarnir gera þvi ekkert annað en sundra konum, dreifa starfskröftum þeirra, og eyðileggja þannig fyrir þeim þann möguleika að vinna saman að sameiginlegum bar- áttumálum. Konur eru minnimáttarhópur. Þær eru alls staðar kúgaðar, hvar i stétt eða flokki sem þær standa (flestar eru raunar i engum flokki, og hver á að gæta hags- muna þeirra?) Þær vinna ólaun- auð og einskis metin störf á heim- ilunum og láglaunastörfin i verk- smiðjunum eða á skrifstofunum. Sú ómælda vinna sem konur hafa alla tið lagt af mörkum við upp- eldi barna og endurnýjun vinnu- krafts, m.a. með þvi að þvo þvott- ana, búa til matinn og sauma fötin, kaupa inn og nú á siðustu timum að keyra krakkana i skól- ana eöa á námskeiðin, svo að yfirleitt þjóðfélagið geti gengið sinn gang og karlarnir hirt kaupið sitt, er ekki einu sinni tekin með i þeim hagkerfum sem nú berjast um völdin i heiminum. Konur standa utan hagkerfisins, hins sósialistiska jafnt sem hins kapi- talistiska, og þær hljóta þvi einnig aö standa utan þeirra pólitisku flokka sem á þessum kerfum byggja. Kvennapólitik er róttæk pólitik, ekki af þvi að hún eigi sér grundvöll i þeim „byltingar- sósialisma” sem Þorbjörn Broddason tengir Alþýöubanda- laginu, heldur af þvi hún hafnar flokkunum og byggir á nýjum grunni kvennamenningar og jafn- réttis. Kvennapólitik vill þjóð- félag, þar sem konur og börn og aðrir minnimáttarhópar eru taldir fullgildir þegnar og tekið er tillit til þarfa þeirra. Við tökum börn fram yfir bilastæöi, og höfum engan áhuga á malbiki og minnisvörðum, meðan fjöldi manns er húsnæðislaus og margir aldraðir i sárri neyð. Þegar þetta er skrifað rek ég augun i viðtal Visis (27/7) við að- stoðarmann félagsmálaráðherra (væntanlega alþýðubandalags- mann?), þar sem hann Iýsir þvi yfir að sérstakt kvennaframboð samrýmist ekki jafnréttislög- unum. Eins og Þorbjörn Brodda- son bendir á, hafa öll framboö til alþingis- og sveitarstjórnakosn- inga á síðustu árum verið karla- framboð. Þvi ber aö fagna að félagsmálaráðuneytiö skuli nú loks hafa uppgötvað misréttiö. Jafnréttislögin voru sett áriö 1976. Á þvi alþingi sem siöan hefur verið kosið, sitja aðeins þrjár konur (af 60 þingmönnum alls), og engin þeirra er kjör- dæmakjörin. Þetta þing er þvi væntanlega ólögmætt og sam- þykktir þess allar og lagasetn- ingar úr gildi fallnar. Nú er þess bara að biða að félagsmálaráöu- neytið (sem náttúrlega starfar ólögmætt) gefi út tilskipun þess efnis, að framboðslistar skuli hér eftir vera skipaðir körlum og konum jafnt. Sama gildi um skipun i ráöherraembætti o.s.frv. o.s.frv. Er nokkuð annað að gera en að vikja, þiö jafnréttissinnuðu Alþýðubandalagsmenn? f............... Eins og löngu er oröiö kunnugt fann breska endurskoðunarfyrir- tækið Coopers og Lybrand það út, aö miðað við jafnaðarverð i við- skiptum óskyldra aðila hefði Alu- suisse selt ÍSAL súrál i 5 1/2 ár á 16 miljón dollara yfirverði, eða sem nemur 120 miljónum is- lenskra króna yfir timabilið Verð óskyldra aðila — ,, armslengdar- verð” — er uppáhaldsformúla fjölþjóöafy rirtæk ja. Stóru álrisarnir sex ráöa yfir 80% af heimsverslun með ál og hráefni til álvinnslu og fer hún að mestu fram innan hringanna. Heimsmarkaðsverö er þvi varla til og ákaflega erfitt að finna út hvaö „verö milli óskyldra aðila” telst vera á hverjum tima. Coop- ers og Lybrand bera saman marga langtima samninga um súrál og komast að ákveðinni við- miðun. Þetta geröu Coopers og Lybrand einnig áriö 1974 og þá felldi ihald- iö á tslandi sig við þá viðmiðun sem breska endurskoðunarfyrir- tækið fann út. Ekki Alusuisse. Nú árið 1981 fellir Geirsarmurinn I Sjálfstæöisflokknum sig ekki við viðmiöun Coopers og Lybrand. Ekki Alusuisse heldur fremur en 1974. En Alusuisse er ekki eingöngu skuldbundið með aðalsamningi víð Islenska rikið að tryggja ISAL súrál og önnur hráefni á verði sem tiðkast i viðskiptum óskyldra aðila. Með svokölluðum aðstoöar- samningi, sem gerður var milli ÍSAL og Alusuisse, og staöfestur af Alþingi 1966, skuldbindur Alu- suisse sig til þess að útvega dótt- urfyrirtæki sinu ISAL súrál á lægsta mögulega verði sem finn- anlegt er i viðskiptum óskyldra aðila. Fyrir þessa kvöð á Alusuisse, og aðra aðstoð, greiðir, ISAL u.þ.b. 2.5 miljónir dollara á ári, eða um 16 miljónir króna. Samn- ingsákvæðiö hljóðar upp á 2.2% af heildarveltu. Ef miðað væri við þetta ákvæði væri mismunurinn á súrálsverð- inu til tSAL og réttu samnings- bundnu verði mun meiri en Coop- ers og Lybrand áætla. Þeir miða við meðalverð, en væri miöað við lægsta verö sem þekkist i lang- tima súrálsviðskiptum milli óskyldra aðila gæti umframverð það sem ALUSUISSE hefur gert ÍSAL að greiða farið i 25—30 miljónirdollara á umræddu tima- bili, eða 175 til 225 miljónir króna. Til þessa hefur i umræðunni verið litill gaumur gefinn að þessu ákvæði aðstoöarsamnings- ins, sem tSAL greiðir stórfé fyrir án þess að Alusuisse hafi haft uppi nokkra tilburði til þess að standa við það. Þess vegna er rétt að skýra málið nokkru nánar. I skýrslu iðnaðarráðuneytisins um meginniðurstöður i súrálsmálinu segir m.a.: Bestu skilmálar „Um leiö og lagafrumvarpið um aöalsamninginn var lagt fram á Alþingi fylgdu hliðarsamningar svo sem raforkusölusamningur, hafnarsamningur og aöstoðar- samningar. Þessir samningar voru meðal annarra forsendna fyrir afgreiðslu málsins og lög- gildingu aðalsamningsins. Meðal þessara samninga er samningur um aöstoö Alusuisse við tsal i sambandi viö rekstur álbræösl- unnar og hefur sá samningur að geyma loforð og fyrirheit Alu- suisse um aö tryggja ísal hráefni á bestu fáanlegum kjörum. Er ljóst, aö slikt verð gæti verið hag- stæöara en verð i samningum milli óskyldra aöila almennt. Sjálft ákvæði aðstoðarsamnings- ins 2.03 (c) hljóðar svo: „Tækni- og stjórnsýsluaðstoö i sambandi viö útvegum hráefna og innkaup tsals, og skal aðstoð veitt með þjónustu tækni- og Stjórnsýsludeilda Alusuisse i Sviss færa sér i nyt viðskipta- sambönd sin og tengsl við þá aöila, sem kunna að hafa á boð- stólum hráefni og vistir, aö- stoöa tsal, eftir þvi sem við á, i samningaumleitunum þess og á þann hátt og sérhvern annan, sem tiltækur kann aö vera, leit- ast við að tryggja tsal áfram- haidandi og jafnt framboö á hráefnum, með bestu skilmál- um og skilyrðum, sem fyrir hendi eru”. L_____________________________

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.