Þjóðviljinn - 29.07.1981, Síða 14
HSÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. júll 1981
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið i Kópavogi.
fer sina árlegu sumarferö dagana 14.-16. ágúst. Lagt verður af stað
kl. 19 stundvislega föstudaginn 14. Ekið verður aö Heklu við Selsund,
farið hjá Næfurholti, Rangárbotnum og Tröllkonuhlaupi, austur með
Skjólkvium og gist i tjöldum við Landmannahelli. A laugardeginum kl.
9 verður lagt af stað i Hrafntinnusker, þar sem jarðhitinn bræðir jökui-
isinn. Þaðan verður svo haldið aftur á Dómadalsleið, hjá Frostastaða-
vatni i Landmannalaugar þar sem gerður verður stuttur stans. Siðan
verður ekið austur yfir Jökulgilskvisl, hjá Kýlingum um Jökuldali að
Herðubreið við Eldgjá. Hjá Ljónstindi verður Ófærufoss i Eldgjá skoö-
aður.Tjaldað verður i efstu grösum austan Grænafjallgarðs. A sunnu-
deginum kl. 9 verður siðan lagt af stað á Sveinstind sem ris 1090 m hár
við suðvesturenda Langasjávar og Fögrufjalla. Um hádegið verður
haldið heimleiðis um Landmannalaugar, Sigöldu og Þjórsárdal en þar
verður ekið hjá Gjánni og komið við i Stöng. Litið verður á Hjálp og
siðan farið niður Gnúpverjahrepp og Skeið og áætluð heimkoma um kí.
21.
Upplýsingar og miðar fást hjá Lovisu Hannesdóttur i sima 41279 og
Gisla Ól. Péturssyni i sima 42462.
Ferðafólk! Þetta er sannkölluð draumaferð! Látið ekki happ úr
hendi sleppa.
-------------— ............ ...........................1---
Alþýðubandalagiö á Suðurnesjum —
FJÖLSKYLDUFERÐ
verður farin á Krókavelliá Reykjanesi laugardaginn 8. ágúst ef veöur
leyfir.
Lagt verður af stað kl. 10 um morguninn, unað við náttúruskoðun og
leiki um daginn og endað á þvi að grilla sameiginlega og syngja yfir
glóðunum svo lengi sem fjörið endist. — Fólk á öllum aldri á að gefa
haft þarna nokkra skemmtan. Þátttakendur láti skrá sig hjá Sigriði i
sima 2349 eða Jóni i sima 7647.
Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garöabæ
Onnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö
SÍMI53468
Húsf riðunarnef nd:
Harmar að ekk! var
haft samráð um taflið
A borgarráðsfundi í gær var
lagt fram bréf frá húsafriðunar-
nefnd undirritað af Þór Magnús-
syni þjóðminjaverði, þar sem
harmað er að ekki var haft sam-
ráð við nefndina um framkvæmd-
irnar framan við Bernhöftstorfu.
í bréfinu segir: 1 tilefni þeirra
stórfelldu framkvæmda, sem nú
eiga sér staö á grasflötinni neðan
við húsin á Bernhöftstorfunni
svonefndu, þar sem verið er að
setja niður útitafl, vill húsafrið-
unarnefnd lýsa furðu sinni á þvi
hvernig staðið er að framkvæmd-
um þessum. Hér er um aö ræða
nánasta umhverfi friðaðra bygg-
inga sem mjög mikil áhersla hef-
ur verið lögð á að varðveita, ekki
sist vegna gildis sins fyrir um-
hverfið og yfirbragð hins gamia
borgarhluta. Þess vegna hefði
verið æskilegt að bera hugmynd-
ina um þessa framkvæmd undir
húsafriðunarnefnd þar sem öllum
átti að geta verið ljóst að útitaflið
og breytingin á svæðinu framan
við hin friðuðu hús hlytu að
breyta mjög heildarsvip þeirra og
yfirbragði umhverfisins. 1 þessu
sambandi vill nefndin visa til
samþykktar alþjóðaráðstefnu um
varðveislu bygginga, sem haldin
var i Feneyjum 1964. Þar segir að
„mannvirki er ekki einvörðungu
byggingin sjálf heldur einnig um-
hverfi það sem hún er i. Bygging
er óaðskiljanlegur hluti af um-
hverfi sinu og þeirri sögu sem hún
vitnar um.”
Sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra
15. til 16. ágúst:
Flateyjardalur við Skjálfanda
Einn fegursti staðurinn á Noröurlandi er
Flateyjardalur viö Skjálfanda. Dalurinn er í
eyði og þangaö hafa heldur fáir komið.
Flateyjardalur er girtur hömrum og háum
fjöllum og gengur i norður út frá Fnjóskadal
og Flateyjardalsheiði. Þar er gróður mikill
og kjarr fagurt, en úti fyrir liggur Flatey.
Vegna fjölbreytileika i landslagi og gróðri er
dalurinn á náttúruminjaskrá Náttúru-
verndarráðs.
Þangað liggur leiðin heigina 15.—16. ágúst
n.k. og veröur lagt upp frá Varmahlið kl.
10.00 á laugardagsmorguninn. Ferðir verða
skipulagðar til Varmahlíðar frá öllum þétt-
býlisstöðum á Norðurlandi vestra.
Ekið verður á fjallabilum um Akureyri og
Svalbarðsströnd til Grenivikur, en siðan
haldið um Dalsmynni yfir Flateyjardalsheiði
A Flateyjardal: Fr.v. Selfjall, Hánefur og
Mosahnjúkur. — Ljósm.: Asg. Asg.
og niður i dalinn.
Tjaldað verður á fögrum stað og efnt til
kvöldvöku viö varðeld. Frá Varmahlið á
áfangastaö eru aðeins tæpir 200 km og þótt
leiðin sé torsótt seinasta spölinn ætti góður
timi að gefast til skoðunarferða. Aö sjálf-
sögðu þarf fólk að hafa viðlegubúnað með
sér.
Eftir hádegi á sunnudag verður haldið
heim á leiö meö viðkomu i Vaglaskógi.
Þátttökugjald verður 200 kr. — Börn innan
14 ára aldurs greiða hálft gjald.
Þátttaka tiikynnist eftirtöldum, sem jafn-
framt veita nánari upplýsingar:
Elisabet Bjarnadóttir,
Asbraut 6, Hvammstanga, simi 95-1435
Sturla Þórðarson,
Blönduósi, simi 95-4356 og 4357.
Eðvarð Hallgrimsson,
Skagaströnd, simi 95-4685.
Hallveig Thorlacius,
Varmahlíð, simi 95-6128.
Rúnar Bachmann,
Sauðárkróki, simi 95-5684.
Sigurður Hlöðversson,
Siglufirði, simi 96-71161 (vinnusimi).
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson,
Siglufirði, simi 96-71310.
Gisli Kristjánsson, Hofsósi, simi 95-6341.
Rut Konráðsdóttir,
Þórunnarstræti 83, Akureyri, simi 96-24987.
Þáttaka er öllum heimil.
Undirbúningsnefnd.
Sumarferð Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi:
í Kerlingarfjöll 7. tíl 9. ágúst
Sumarferð Alþýðubandalagsins
verður að þessu sinni í Kerlingar-
fjöll 7. til 9. ágúst.
Fariö verður frá Borgarnesi föstudaginn 7.
ágúst kl. 15 og ekið um Uxahryggi og Þing-
völl, eða um „linuveginn” norðan Skjald-
beiöar ef aðstæöur leyfa.
Ekið verður beint i Kerlingarfjöll og gist-
ing tekin i húsum Skiðaskólans eða tjöldum
ef menn vilja.
A laugardag verður setið um kyrrt og um-
hverfið skoöað, en á sunnudag haldið heim á
leið með þeim krókum og útúrdúrum sem
veður og timi gefa tilefni til.
Þátttöku þarf að tilkynna i siöasta lagi
miðvikudagskvöldið 5. dgúst, til einhvers
neðangreindra.
Akranes: Jóna Kr. ólafsdóttir, simi 1894,
Jón Hjartarson, simi 2175 og 2675,
Hvanneyri: Rikharð Brynjólfsson, 7013,
Borgarnes: Halldór Brynjólfsson, 7355,
Hellissandur: Svanbjörn Stefánsson, 6688,
Ólafsvik: Kjartan Þorsteinsson, 6330,
Grundarfjörður: Kristberg Jónsson, 8798,
Stykkishólmur: Einar Karlsson, 8239, Dala-
sýsla: Kristjón Sigurðsson, 4175.
Húsafriðunarnefnd fer þvi ein-
dregið þess á leit að samráð sé
haft við nefndina framvegis þeg-
ar fyrirhugaöar eru framkvæmd-
ir af þessu tagi i næsta nágrenni
friðaðra húsa i borginni.”
Hellnanes
Stokksnes
Friðarganga
Stokksnes-Höfn
9. ágúst
Friðargangan Stokksnes — Höfn verður farin sunnudaginn 9.
ágúst 1981. Samtök herstöðvaandstæðinga á Austuriandi efna til
göngunnar.
Kl. 9.30 að morgni 9. ágúst verður lagt upp frá Stokksnesi að
loknu ávarpi Sævars Kristins Jónssonar, Rauðabergi, Mýrum i
Alftaveri. A hinn tæplega 20 km göngu til Hafnar verður að einu
sinni við Hellnanes. Þar talar Sigurður Ó. Pálsson á Eiðum.
Göngunni lýkur við Fiskhól með útifundLÞar munu Torfi Stein-
þórsson, Hala i Suðursveit, og Pétur Gunnarsson rithöfundur
ávarpa fundarmenn.
Laugardaginn 8. ágúst, daginn fyrir friðargönguna, efna her-
stöðvaandstæðingar til kvöldvöku i Mánagarði i Nesjum. Þar
verður fjallað um stöðina i Stokksnesi, tækjabúnað hennar og
hlutverk. Frummælendur verða Ólafur Ragnar Grimsson al-
þingism., Guömundur Georgsson læknir og Jón Asgeir Sigurös-
son blaðamaður. A kvöldvöku verður einnig flutt ýmislegt
skemmtiefni af heimamönnum.
í tengslum við göngunafrá Stokksnesi 9. ágúst verða skipulagð-
ar ferðir frá Austfjörðum og Reykjavik. Er stefnt að þvi að vænt-
anlegir þátttakendur verði komnir til Hafnar siðla dags laugar-
daginn 8. ágúst. Eru allir hvattir til að koma með nesti og góða
skó ásamt svefnpokum. Svefnpokapláss verður i Mánagarði,
Nesjum, en þeir sem þess óska geta komið meö tjöld og gist á
tjaidsvæði.
Frá Reykjavik veröur farið kl. 8 árdegis laugardaginn 8. ágúst.
Ferð til baka verður frá Höfn kl. 15.30 á sunnudag 9. ágúst. Þeir
sem vilja komast með i ferðina frá Reykjavik eru hvattir til þess
að skrá sig timanlega i síma 17966 alla virka daga milli 17 og 19,
kl. 5 - 7 e.h.
Samtök herstöðvaandstæðinga á
Austuriandi.
GONGUM MEÐ FRIÐI
GEGN ATÓMVOPNUM
Áskrift-
kynning
x
i'ti
\3'
J
vió bjóóum nýjum lesendum okkar
ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánaóamóta.
Kynnist blaóinu af eigin raun, látió ekki
aóra segja ykkur hvaó stendur í
Þjóóviljanum.
sími 81333
DJÚÐVIUINN