Þjóðviljinn - 27.08.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.08.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. ágúst 1981 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjófiviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Augiýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Siinavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. 2% Morgunblaðsins # Þaö má heita daglegt brauð að Morgunblaðið fari með rangt mál og oft beinar falsanir á annarri hverri síðu. Þetta á ekki síst við um þau stjórnmálaskrif, sem ritstjórar blaðsins annast. # í forystugrein Morgunblaðsins í gær er því haldið blákalt fram, að Þjóðviljinn hafi boðað að grunnkaups- hækkun í komandi kjarasamningum ætti að vera 2%. # Hér er að sjálfsögðu um grófa fölsun að ræða, með öðrum orðum beina lygi. # ( þeirri forystugrein Þjóðviljans, sem Morgunblaðið vitnar til segir orðrétt: # ,, Hér ber þvi hiklaust að setja markið í kjaramálum það hátt að láglaunafólki verði tryggður á næstu einu til tveimur árum hærri kaupmáttur en nokkru sinni fyrr". # I sömu forystugrein Þjóðviljans segir einnig orðrétt að til þess að þessu marki verði náð þurfi kaupmáttur ,,ráðstöf unartekna að hækka um a.m.k. 3—4% og kaup- máttur greidds tímakaups um 6—10%". Þarna er ekki um að ræða neinar tölur sem Þjóðviljinn hefur búið til, heldur opinberar upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun. # Þjóðviljinn hefur hins vegar leyft sér að halda því fram að vænta megi um 2% hækkunar þjóðartekna á mann á þessu ári, enda þótt spá Þjóðhagsstofnunar sé nokkru svartsýnni í þeim ef num. Við bygg jum okkar spá hvað þetta varðar ekki síst á því hversu þorskveiðin virð- istá þessuári ætla að fara verulega fram úr þeim mörk- um sem sett voru í upphafi árs, og Þjóðhagsstofnun hefur miðað við í sínum útreikningum. # Við höfum aldrei sagt, að grunnkaupshækkun lág- launafólks, eigi að verða 2%, en við höf um bent á að með hækkun þjóðartekna, ætti að vera auðveldara að tryggja mönnum raunhæfar kjarabætur. Vegna falsana Morgunblaðsins skal líka endurtekið hér það sem sagði í ritstjórnargrein Þjóðviljans um síð- ustu helgi, að „kaupmáttur launa lágtekjufólksins þarf fyrst og fremst að hækka vegna þess að tekjuskiptingin oq eignaskiptingin í landinu er nú sem fyrr langt f rá því að vera réttlát". # Verkalýðshreyfingin mun sjálf móta sínar kröfur i komandi kjarasamningum. í þeim efnum hafa falsanir Morgunblaðsins engin áhrif. k. Tœmdur vindbelgur # Meðan þingflokkur Alþýðuflokksins átti hlut að þeirri ríkisstjórn Olafs Jóhannessonar, sem mynduð var 1978, þá hélt hann uppi samfelldri kröfugerð um meiri- háttar kauplækkun og krafðist þess aftur og aftur, að bannað yrði með lögum að greiða nema 4% verðbætur á laun á þriggja mánaða fresti, enda þótt vöruverð hækkaði helmingi meira. # Þegar Olafslög voru sett í apríl 1979 og ákveðin skerðingarákvæði leidd í lög, taldi þingflokkur Alþýðu- flokksins, engan veginn nóg að gert í skerðingarátt og heimtaði meira. # Hann fékk ekki fram kröfur sínar um meiri kjara- skerðingu, og sleit þess vegna stjórnarsamstarfinu haustið 1979. Þá voru þeir allir eitt vetrarritstjórinn Jón og sumar- ritstjórinn Vilmundur ásamt öðrum helstu flokksbrodd- um Alþýðuf lokksins. # En nú kemur Vilmundur Gylfason í sjónvarpið i fyrrakvöld og hef ur allt í einu uppgötvað það í sumar að kaup verkafólks sé of lágt. # Hann vildi þó hafa það miklu lægra. Enginn talaði digurbarkalegar en Vilmundur um nauðsyn þess'að lækka kaupið meðan Alþýðuf lokkurinn var í stjórn. # Svo kemur þessi heillakráka Alþýðuf lokksins í sjón- varpið og ber það á borð, að Eðvarð Sigurðsson, for- maður Dagsbrúnar og aðrir forystumenn í verkalýðs- hreyf ingunni eigi alla sök á því að kaupið skuli ekki vera hærra — Þvílík öf ugmælavísa. # Það eru þá líklega Vinnuveitendasambandið og Vil- mundur sem hafa staðið fyrir kröf ugerð um hærra kaup verkafólks á síðustu árum, en formaður Dagsbrúnar sem sagði þvert nei! # Sagnfræðin hans Vilmundar verður ekki metin á marga fiska, þótt sagt sé að hann hafi háskólapróf i greininni. # I byrjun sjónvarpsþáttarins í fyrrakvöld var vind- belgur Vilmundar útblásinn, í lok þáttarins hafði loftinu verið tappað af. k. kláppt í Þakkir til sjónvarpsins I Þegar litið er yfir sögu Rikis- ■ útvarpsins verður ekki með Isanni sagt að þaö hafi verið sér- lega lipurt við verkalýðs- hreyfinguna. Ekki veröur með ■ nokkru móti séð að fjölda- hreyfingar launafólks hafi fengið þann sess I dagskránni sem eðlilegur mætti teljast ■ miðað við þýðingu þeirra i lýð- ræðisþjóðfélagi. 1. mai var meira segja I áratugi feimnis og átakamál, og ekki hefur komið ■ til greina að ASÍ fengi að ráða dagskrá á þeim degi, enda þótt blessuð bændasamtökin messi nær daglega yfir sinu fólki i út- varpinu. Hinsvegar er það aö sjálf- sögðu talin lýðræðisleg skylda Rikisútvarpsins að setja sjónvarpsþátt undir Vilmund Gylfason um leið og hann gerir hróp að verkalýðsforystunni, og raunar brýnast að loknu löngu sjónvarpshléi. Vandaður og málefnalegur málflutningur Vilmundar, hógværð hans svo laus við persónulega rætni, og virðing fyrir sannleikanum, verða að fá að njóta sin á viðari vettvangi en á innri orrustuvöll- um hins krampakennda Alþýðu- flokks. Sjónvarpið á þvi þakkir skildar fyrir framtakið. Rœöi eða œði En umræðan um lýöræðið i verkalýðshreyfingunni fór auð- vitað öll ihandaskolum. Um það er ekki við neinn að sakast nema Vilmund sjálfan. Hann hefur svo rækilega klúðrað lýðræðisumræðunni að ekki er hægtað ræða við hanná neinum venjulegum nótum. Til aö mynda hefur þaö verið megin- kenning Vilmundar i sumar að orsökin fyrir lágum launum sé lýðræðisskortur i verkalýðs- félögunum. Þaö var þvi ekki nema rétt mátulegt á hann, að i sjónvarpsþættinum var sýnt fram á aö ef samningar hefðu fengið að halda sér eins og verkalýðsforystan samdi um án afskipta Vilmundar á Alþingi hefðu kauptaxtar verið mun hærri nú. Verkafólk má bera á herðum sér kjaraskerðingu Vil- mundar Gylfasonar og stoðar littþó hann ieggi þýðu i röddina og tali um fátæka fólkið i VR. Hann heföi átt að vera þýðari við það þegar hann sjálfur sat á þingi i stjórnaraðstöðu eða á ráðherrastóli. Lýðræöi er brýnasta umræðu- efni hvers tima, og takist mönn- um að gelda það hugtak, ræna það innihaldi og meiningu, eða misnota i' þágu andlýðræðis- legra viðhorfa, er voðinn vis. Það „lýðræði” sem Vilmundur Gylfasonheufráttdrýgstan þátt i að koma á i Alþýðuflokknum má allt eins kalla Vilmundaræði eftir höfundi sinum. Eins og allir vita hefur það breyst i flokkslegt Vilm undaræði, nokkurs konar innri martröö, þar sem menn vegast á með oröum og drepa i bróðerni hvern annan. Pólitísk œðisköst Eins mikilvægt umræöuefni og lýðræöi i verkalýös- hreyfingunni hlýtur jafnan aö vera munu fáir raunverulegir verkalýðssinnar vilja koma þar á Vilmundaræði. í hreyfingu semhefur samstöðuna að helsta vopni i vöm og sókn eru pólitisk æöisköst og sprengjustarfsemi nýkrata á þingi ekkert eftir- breytnivert fordæmi. Björn Jónsson fyrrum forseti ASl setti tiskt væri hún of veik tií þess að festa árangurinn i sessi. Þegar möguleikar sköpuðust á „verkalýðsstjórn” sem starfa skyldi i samstarfi og samráði við verkalýðshreyfinguna eftir kosningasigur Alþýöuflokks og Alþýðubandalags 1978 klikkuðu nýkratarnir. Þeir glutruðu niður sögulegu tækifæri til al- þýðuvalda i landinu með stöðugum kröfum um kjara- skerðingu. Og sprengdu svo vinstri stjórnina vegna þess að ekki var nógu langt gengið i að kreppa að verkafólki. Þannig hafa Vilmundur og aðrirnýkratar sannað i verki aí þeir hafa engan áhuga á þvi að tryggja verkafólki beinni aö- gang að stjórnun lands og efna- hagsfifs. En einmitt slik stefna gæti glætt áhugann á starfi innan verkalýösfélaganna. Mikil valddreifiitg Þess i stað þykir Vilmundi og öðmm nýkrötum mestu skipta að færa Vilmundaræðið út fyrir raðir Alþýðuflokksmanna og inn i verkalýðsfélögin. En áður en menn taka að býsnast yfir lýð- ræðisskorti i verkalýðs- hreyfingunni verður að taka til- lit til nokkurra veigamikilla staðreynda. í fyrsta lagi er valddreifing meiri I i'slenskri verkalýðs- hreyfingu en viðast annars- staðar i heiminum. Mið- stjórnarvald ASt og landssam- bandanna er sáralitið, og samningsrétturinn liggur hjá verkalýösfélögunum.Taka þarf ákvörðun i hverju féíagi um hvort framselja eigi landssam- böndum eða ASI hluta af sam- ningsréttinum fyrir hverja samningalotu. Enga samninga er hægt að gera fyrir hönd verkalýösfélaganna nema þeir séu lagðir fyrir almennan félagsfund til samþykktar eða synjunar. Enda þótt þátttaka i fundum félaganna mætti vera meiri kom a þúsundir manna við sögu i mótun kröfugerðar, samningagerð og afgreiðslu samninga. Kosiö er á hverju ári I stjórnir félaga og stofn- anir verkalýðshreyfingarinnar ■ flestar. t samanburði við önnur I frjálsféiagasamtök á tslandi er I þátttaka í ákvarðanatöku | örugglega meiri innan verka- ■ lýðshreyfingarinnar en ekki I minni. Hvar er lýðrœði? j Skilgreining á hugtakinu lýð- ræði hefur vafist fyrir mörgum. 1 t sinni einföldustu gerð mé segja að það sé í raun ekki annað en samkomulag um aí beita þvi formi við ákvaröana- töku i þjóðfélagi eða félagi að meirihluti ráði og viðhafðar séu' almennar kosningar þar sem allir hafi jafnan atkvæðisrétt. ' En hugmyndir manna um lýð- ræði hafa jafnan tengst fjöl- mörgum öðrum atriðum, svo I sem ritfrelsi, málfrelsi, jafn- ' rétti, almennri menntun, sann- girni gagnvart minnihluta- I skoðun o.s.frv. Vilmundur hefur einkum' J beint spjótum sinum að þvi að I ekki sé nægileg þátttaka i lýð- ræði innan verkalýðs- hreyfingarinnar, og of þungt sé i j vöfum að stilla upp listum , þetta ■ sé rússneskt lýðræði o.s.frv. Hið I siðarnefnda er fjarstæðukennt | en hið fyrrnefnda er almennt , vandamál i islenskum félags- ■ málahreyfingum, en ekki sér- I vandi verkalýðshreyfingar- | innar. Og þó það sé mikílvægur , mælikvarði á lýðræði hve þátt- i takan er mikil er hann ekki ein- I hli'tur að þvi' gefnu, að sannar- I lega sé möguleiki fyrir hendi 5ð , taka þátt i viðkomandi ■ kosningu. Eigum við t.d. að I segja það fullum fetum að ekki | sé lýðræði i Bandarikjunum , vegna þess að einungis innan ■ við 50% atkvæðisbærra manna þar i landi taka þátt i for- I setakjöri, og Reagan forseti er , aðeins kjörinn með stuðningi ■ um fjóröungs þeirra sem á kjör- I skrá eru. Nei, segjum frekar að ekki , hafirikt lýðræði i Póllandi, þar ■ sem frjáls stéttarfélög voru I bönnuð og félagafrelsi tak- I markað með ýmsum hætti. En , hið bandariska lýðræöiskerfi er ■ greinilega i miklum vanda vegna almenns þátttöku-og á- hugaleysis. Og svo er einnig um , islensku verkalýðshreyfinguna, ■ þótt mörg félög innan hennar starfi af miklum þrótti með | talsverðri þátttöku félags- , manna. ■ „Pólskur” j ketfiskall? 1 verkalýðshreyfingunni hefur | lengi verið rætt um þennan , vanda. Ahugi Vilmundar er i hinsvegar nývaknaður af ein- I hverjum djiípsálarfræðilegum | eða flokkspólitiskum ástæðum. , Margt hefur verið gert til þess ■ að bæta úr, svo sem vaxandi Ut- I gáfu-, menningar-og orlofs- I heimilastarfsemi gefur nokkra , visbendingu um. Meginatriðið ■ er þvi að breytingar á skipu- lagsmálum, starfsháttum og kosningafyrirkomulagi innan , verkalýðshreyfingarinnar veröa aö spretta af innri þörf og upp af umræðu i félögunum sjálfum. Allt annað er pip, , sýndarmennska i besta falli og i ■ versta falli valdsmennska, sem felst i þvi' að beita löggjafar- | valdinu i ólýöræöislegum anda , til þess að hlutast til um innri ■ málefni frjálsra félagasam- I taka. Vilmundur Gylfason berst I á báöum vigstöðvunum — , sýndarmennskunnar og valds- ■ mennskunnar — og ætlar sér I bæði hlutverk Samstööu i Pól- I landi og flokksræðiskallanna i , Kommunistaflokkinum pólska,— ■ —ekh •9 skorid

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.