Þjóðviljinn - 27.08.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.08.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. ágúst 1981 ÞJóDVlLJINN — SIÐA 7 Fornleifarannsóknir á Þingnesi við Elliðavatn: Leifar elsta þingstaðarins? Þaö bendir mjög margt til þess aö rústirnar hér á nesinu séu leifar af mjög fornum þingstaö, sögöu fornleifafræöingarnir sem i sumar hafa unniö viö uppgröft á Þingnesi eöa Krossnesi viö Glliöavatn i Heiömörk. Viö höfum tekiö ofan af einni stærstu rúst- inni á svæöinu og höldum aö þetta sé svefnskáli. Þetta litur þannig út; langir bekkir og gangur á milli. Verksummerki benda til aö hér hafi ekki veriö stööug byggö, en árstiöabundin manna- vist ekki ólikleg. Timamörk notk- unar eru varlega ályktuö frá 900 til 1400, og sennilega má þrengja það enn, frá 900 til 1200. Þjóöviljamenn brugöu sér upp- aö Elliöavatni i gær i fylgd Björns Þorsteinssonar sagnfræöings, aö leita frétta af þingleitinni, og hittu fyrir þá Guömund Ólafsson, Þorvald Friöriksson og Baröa Valdimarsson önnum kafna viö mælingar á rústinni, en i gær var siöasti starfsdagur þeirra viö verkiö þetta sumar. Einn fer út til náms, annar i sumarfri og sá þriöji uppá fjöll aö leika meö Julie Christie. Þeir hafa grafiö upp harla myndarlegar rústir á nesinu, innmál milli steinveggja er 10 1/2 metrar á lengd og 4 1/2 á breidd, og eftir miöju er siöan gangur hlaöinn steinum beggja vegna. Má imynda sér aö þetta hafi getað rýmt uppundir hálft hundr- aö manna, en bekkirnir, eða flet- in, eru um tveir metrar á breidd- ina. Nokkrir munir hafa fundist, 4 skrautperlur eða álika úr kopar, en merkasti fundurinn gæti reynst hluti af pening, sem lá undir elsta gólfinu. Á svæöinu eru aö auki um 15—20 rústir, sem bendir til mikilvægis þess, þará- meöal hringlaga rúst, sem menn hafa látiö sér detta i hug aö væri dómhringur. Kjalarnesþing er að sögn Ara fróöa fyrsta þing landsins, haldið aö tilstuðlan Þorsteins sonar Ingólfs landsnámsmanns um 900, og er taliö undanfari alþingis- stofnunarinnar um 930. Hins- vegar hefur þingstaöurinn alltaf veriö á reiki. Menn hafa giskað á Leiðvöll á Kjalarnesi, rétt utan- viö Mógilsá, þarsem nú liggur hraöbraut yfir, en rústir sem þar hafa verið athugaöar benda ekki til mikils umstangs. Augu manna hafa einnig beinst aö Þingnesi, en sá galli hefur þótt á, aö þaö kemur Kjalarnesi litið við, og þingstaöir til forna voru yfirleitt nefndir eftir þingstööum. Jónas Hallgrimsson var einna fyrstur aö slá fram þeirri hug- mynd, aö á Þingnesi hafi verið háö fyrsta islenskt þing, og undir þaö taka nú þeir fræöimenn, sem þar hafa unnið i sumar meö skófl- ur og skeiöar. Séö austur skálann. Steinarööin niöri gröfinni er úr um metraháum vegg, sem hlaöinn er báöum megin viö, og er tvöfaldur meö torfi á milli upphafiega. Djúpa gröfin i miöju er grafin þarsem áöur hefur veriö gangur milli svefnstæöanna, og veriö hlaðið i kantinn. Jónas gróf raunar sjálfur i rúst- irnar, og má sjá merki þess viö þær vestanveröar. Hann komst ekki niöurá áætlaö gólf, eöa eitt þeirra, þvi þau eru tvö eða þrjú skýr. Raunar kunna þeir Guömundur honum litlar þakkir fyrir þetta framtak hans sumariö 1841, þvi að þeir telja dyrnar hafa staöiö þar sem Jónas gróf, en nú er erfitt aö sjá upphafleg um- merki, og hefur Jónas ekki gætt forsjár nægrar i kappi sinu. tsland er aö þvi leytinu sérstætt fornleifarannsóknum, aö hér má styðjast viö fleira i timasetningu rústa en tiskuna eöa lagið á þeim munum og byggingum, sem finnast eða uppteiknast af likum, nefnilega öskulög frá þeim gosum sem þekkt eru af sögum. Elsta gólfskánin i „svefnskálanum” á Þingnesi er þannig rétt ofanviö svonefnt landnámslag, öskulag sem taliö er komiö frá Torfajök- ulssvæöinu um 900. Og yngstu mannvistarleifar eru dável neðanvið lagiö frá Kötlugosinu 1490. Fornleifaathugendur okkar á Þingnesi sögöu greinilegt að elsta byggingin þar sem nú er grafiö hafi verið torfhús, en siöan geröir steinveggir tvöfaldir og torf i millum. Viö suöurhliö skálans er harla grýtt, og talin hafa verið stétt, en rétt neðan hennar sú hringrúst, sem gæti hafa verið dómur. Viðmælendur okkar köstuðu þvi fram, aö þing i landnámi Ingólfs heföi verið háö i fyrstu á Kjalar- nesi, eftilvill að Leiövelli, en siðan flutt aö Þingnesi, þarsem aöstæöur allar væru hentugar til þinghalds, til dæmis auövelt um hestageymslu á nesinu. En ef nútimamenn vilja skoöa nesiö augum Þorsteins Ingólfssonar og félaga veröa þeir aö hafa i huga aö Elliöavatn hækkaöi um heilan metra við Elliöaárstifluna, og eru nú tvær eyjar þar sem áöur var nesoddinn. En hvernig stendur á þvi aö einmitt Kjalarnesþing er fyrsta þing landsins? Jú, segir okkur Björn Þorsteinsson, Ingólfur var mikill stjórnlistarmaöur, hefur sennilega þjálfast i viking. Hann nam Reykjanes, og setti ættmenn sina og vini við hverja höfn á svæðinu. Nú, landnám Ingólfs er eitt kostbesta land islenskt. Þar eru góöar hafnir og gnótt fiskjar að sækja á nálæg mið. Þess utan hvalur og selur, einsog orneinm Hvalfjörður og Kópavogur benda til, ennfremur nóg um fugl og vænn reki. Beitarlönd eru einnig mikil og góö, og svæöið var hen- tugt til akuryrkju hér fyrrum þegar hlýrra var loftslag. Hins- vegar er landkostum þannig háttaö, aö til nýtingar þurftu menn að standa saman. Sauöfé frá Alftanesi gengur á heiöum Brot úr silfurpeningi sem fannst undir elsta gólfi. með sauðfé úr Selvogi og Olfusi svo eitthvaö sé nefnt. Þessi þörf á samstöðu helst i hendur viö mikil völd einnar ættar um aö form- festa samvinnu, þessvegna stofna þeir Kjalarnesþing. Þaö verður siöan fyrirmynd annarra héraöa- þinga og alþingis. Fornleifafræöingarnir vonast til að geta haldiö áfram rannsóknum sinum á þessum merka staö næsta sumar, enda margt enn ókannaö fyrir þá sem kunna að lesa sögu úr jarölögum og húsarústum. — m Vcsturhliö skálans. Þarna voru sennilega dyr á mannvirkinu, en steinarót viö útvegginn og lægöin sem sést á torfgaröinum milli grafanna eru ummerki eftir fornleifagröft Jónasar Hallgrimssonar. A hans timum var nákvæmnin ekki aöal áhugafornleifafræöinga... Skrauthiutir úr kopar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.