Þjóðviljinn - 27.08.1981, Blaðsíða 14
I
1 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. ágúst 1981
✓
Ognar
Framhald af bls. 5
þrefalda að sögn Bandarikja-
manna sprengikraft fyrri eld-
flaugasamstæða, sem Sovétmenn
hafa beint að Evrópulöndum og
eru nú að endurnýja.
Forvi'gismenn friðarhreyfinga
viljahins vegar ekkikaupa kalda-
striðs röksemdarfærslu Reagans.
E.L. Thompson spáir þvi að
grasrótarbaráttan gegn atóm-
vopnaáformum muni fara vax-
andi um alla álfuna og beinast að
báðum stórveldunum jafnt.
Markmiðið sé að kippa fótunum
undan atómvopnahervæðingu
þeirra. (Sjá og viðtal við Erhard
EH>el).
Verkamannaflokkar
í vanda
Mat Bandarikjastjórnar á
möguleikum til þess að keyra
ákvörðun NATÓ um nýju
Evrópuatóm vopnin gegnum
þjóðþing Evrópurikja fyrir 1983
kann að vera rétt. Hinsvegar er
ljóst að heilir stjórnmálaflokkar
eru að snúast gegn NATÓ-
ákvörðuninni. Þannig hefur
breski Verkamannaflokkurinn
lýst yfir skilyrðislausri andstöðu
gegn stýriflaugum, en 160 þeirra
á að koma fyriri Suður-Englandi,
svo og nifteindasprengjunni og
allri annarri atómvopnaher-
væðingu. Hollenski verkamanna-
flokkurinn styður markmið hol-
lensku friðarhreyfingarinnar.
Krataflokkarnir á Norðurlöndum
annarsstaðar en á Islandi styðja
kröfuna um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd gegn mótmælum
Bandarikjastjórnar. Þá stefna
kjarorkuvopnaandstæðingar inn-
an vestur-þýska Jafnaðarmanna-
flokksins að þvi' að stöðva áform
um staðsetningu Pershing II og
stýriflauga á þingi flokksins i
vor. Þar mun verða mjótt á mun-
um og tapi Helmut Schmidt
kanslari hefur hann i hótunum að
segja af sér.
Hið póiitiska kerfi I Vestur-
Evrópurikjum er i háspennu
átaka um stefnuna i atómvopna-
vigbúnaði. Finni leiðtogar jafn-
aðarmanna ekki leið út úr þeim
vanda og nái þeir ekki breiðri
samstöðu um öryggismálastefnu
innan flokka sinna, er hætta á að
þeir splundrist.
— ekh.
Það er litið annað en brak eftir þar sem skúrinn stóð áður og sambyggður skúr er einnig nærri hruninn
eftir sprenginguna. — Myndir: — gel.
Töluvert eignatjón varð á húsum I næsta nágrenni, einkum brotnaði gler. Þetta gróðurhús stendur á
lóðinni á bak við, þar sem bilskúrinn stóð. — Myndir: gel.
Starfsmaður
óskast til að sjá um kaffi og aðra matseld
á kennarastofu Menntaskólans við Sund.
Upplýsingar veittar á skrifstofu skólans i
dag, simi 33419.
Hraunvirki h.f.
óskar að ráða verkamenn strax að Hraun-
eyjafossi til starfa i hálfan mánuð. Mikil
vinna. Uppiýsingar i sima 53999.
Kennara
með 2. stigs eða farmannapróf vantar að
stýrimannadeild við gagnfræðaskólann á
Höfn næsta vetur. Húsnæði til staðar.
Upplýsingar veitir skólastjóri i sima 97-
8321 eða 97-8348 næstu daga.
Skólastjóri
I.aus staða
Umsóknarfrestur um lausa stöðu hjúkrunarfræðings við
skólana að Laugarvatni, sem auglýst var i Lögbirtinga-
blaði nr. 59/1981, er hér með framlengdur til 15. september
n.k.
Umsóknir sendist mennamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
101 Reykjavik.
Menntamálaráðuneytið
25. ágúst 1981.
Blaðbera vantar strax!
Efstasund — Skipasund
Suðurhólar— Ugluhólar
Granaskjól — Sörlaskjól
MODVIUINN
SÍÐUMÚLA 6. SÍMI 81333
Bifreiðastjóri —
Læknavakt
Hér með er starf bifreiðastjóra lækna-
vaktar Sjúkrasamlags Reykjavikur aug-
lýst laust til umsóknar. Laun samkvæmt
launakerfi opinberra starfsmanna. Um-
sóknum um starfið skal skila á skrifstofu
samlagsins, Tryggvagötu 28, Reykjavik,
fyrkr 4. september n.k.
Sjúkrasamlag Reykjavikur
Kristneshæli
óskar að ráða starfsíölk i eftirtaldar
stöður:
1. Aðstoðarmatráðskona. íbúðarhúsnæði
fyrir hendi. Upplýsingar gefur forstöðu-
maður i sima 96-22300.
2. Hjúkrunarfræðingar. Hlutastarf kemur
til greina.
3. Sjúkraliðar.
4. Starfsstúlkur.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i
sima 96-22300.
Gífurleg sprenging í
Hafnarfirði
í fyrrakvöld:
Bílskúr
sprakk 1
loft upp
Mildi að enginn
slasaðist
Gifurleg sprenging kvað við i
Hafnarfirði, skömmu fyrir kl.
hálftólf i fyrrakvöld, þegar
bilskúr sem stóð á lóðinni Bröttu-
kinn 8, nánast sprakk i loft upp.
Sprengingin heyrðist i mörg
hundruð metra fjarlægð, og
brotnuðu rúður I húsum i
nágrenni bilskúrsins, auk þess
sem hlutar úr skúrnum, dreiföust
viða.
Að sögn lögreglu og slökkviliðs,
hefur legið gas af kúti sem var i
skúrnum og fylltist skúrinn af
gasi, en óljóst er hvernig neisti
komst i gasið.
Mikil mildi er að engin slys
urðu i sprengingunni, en eigandi
bilskúrsins, hafði verið við vinnu
sina i skúrnum fyrr um kvöldið.
í gær var unnið að hreinsun á
svæðinu, þar sem skúrinn stóð, og
skipt um rúður i húsum i
nágrenninu.
Félagsdómur
Framhald af bls. 1
Niðurstöður Félagsdóms eru
athyglisverðar. Dómurinn telur
að ekki séu forsendur i lögunum
til að kveða á um hve lengi
vinnslustöðvun megi standa til að
7 daga uppsögn kauptryggingar
falli úr gildi og venjulegur upp-
sagnartimi taki við. Blaðamaður
spurði einn dómara i félagsdómi
að þvi i gær hvort stöðvunin gæti
þess vegna staðiö enn þann dag i
dag án þess að starfsfólkið hefði
fengið uppsögn með venjulegum
fresti og svaraði hann þvi tu að
ekkert væri i lögunum sem
sýndistskýrtog greinilega koma i
veg fyrir það.
Dómurinn komst þannig að
þeirri niðurstöðu að löglega hafi
verið að öllu staðið af hálfu at-
vinnurekandans og er hann
sýknaður, en málskostnaður
felldur niður. Ekki verður hjá þvi
komist að tiltaka eina setningu úr
niðurstöðum dómsins sem stingur
nokkuð 1 augu en þar segir: „Þá
þykir ekki fært að visa á bug
þeirri skýringu stefnda, að
vinnsla þess hráefnis, sem fram
er komið að völ var á, hefði orðið
óhagkvæm um skör fram,
rekstrariega séð.”
Þetta mun vera i fyrsta sinn
sem dómur fellur i máli af þessu
tagi og telst þvi niðurstaðan
stefnumarkandi um túlkun á
þeim lagaákvæðum sem þetta
varðar
—j
ÞEGAR KOMIÐ
ER AF VEGUM
MEÐ BUNDNU
SLITLAGI...
FÖRUM VARLEGA!
yUMFERÐAR
RÁÐ