Þjóðviljinn - 27.08.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.08.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. ágúst 1981 Kaup borgarinnar á húsnæði til útleigu: Hvaða lánakjör standa tfl boða? Eins og fram hefur komið i Þjóðviljanum eru nú uppi hug- myndir innan borgarstjórnar- meirihlutans um að festa kaup á notuðu húsnæði á almennum markaði og nýta sem leiguhús- næði á vegum borgarinnar. Eins og kunnugt er lánar HUsnæðis- stofnun rikisins, 80% kostnaðar við byggingu leiguhúsnæði á veg- um sveitarfélaga. En hvaða lána- kjör standa til boða þegar um er að ræða kaup á eldra húsnæði? Ólafur Jónsson formaður stjórnar Húsnæöisstofnunar sagði Þjóðviljanum i gær að um það giltu ekki fastar reglur. Það stæði opið og yrði að metast hverju sinni. Hins vegar væri til nýlegt fordæmi, ð Höfn i Hornafirði keypti bærinn notað húsnæði og breyttií leiguibúðir fyrir aldraða. t þvi tilviki var bænum lánaður helmingur kaupverðs. ,,Þetta fer eftir getu sjóðsins og aöstæðum kaupenda,” sagði Ölafur,,,en þetta verður áreiöan- lega skoðað af mikilli vinsemd, enda er hér um að ræða mjög þarft skref i þá átt að vinna gegn þeim brýna vanda sem rikir i málefnum leigjenda.” Hann sagði að sama gilti um hugsanleg kaup annarra aðila, eins og samtaka leigjenda,á hús- næöi i sama skyni, það yrði að metast sérstaklega hvernig lánað yrði til kaupanna i slikum tilvik- um. j— Ólafur Jónsson Frá Styrktarfélagi vangefinna á Austurlandi: Vígsla félags- heimilis 1 júni s.l. var opnað vistheimilið Varmaland á Egilsstöðum, sem er þjónustumiðstöð fyrir þroska- heft fólk á Austurlandi. 1 tengslum við aðalfund styrktarfélags vangefinná’á Austurlandi sem haldinn verður að Varmalandi 30. ágúst n.k. og hefst kl. 13.30 verður formleg vigsla heimilisins og hefst hún kl. 15.00 með sérstakri dagskrá, ræð- um og söng. / „Anægður með undirtektir fólks” segir Jakob Hafstein Hólmsá vinsæl hjá stang veiði- mönnum ,,Ég er ánægður að sjá hversu margir hafa komið upp að Hólmsá og rennt fyrir fisk. Að vfsu hefur veðrið ekki verið uppá marga fiska undanfarna daga en það virðist ekki hafa aftrað öllum frá veiðinni”, sagði Jakob Haf- stein fiskeldisfræöingur i gær. Ljósmyndari Þjóðviljans leit við á bökkum Hólmsár i gær, en þar var fjöldi fólks að veiðum. Að sögn Jakobs hefur eitthvað fengist af bæði sjóbirting og einn- ig laxi. „Sjálfsagt hefur eitthvað gengið niður Hellnavatn, en ann- ars á að vera fiskur um aila ána. Ég ætla að fara uppeftir á morg- un og setja restina af sjóbirtingn- um úti og einnig að bæta ein- hverju við af löxum,” sagði Jak- ob. _lg. Þeir feðgar Gunnar Öskarsson og Gunnar örn voru að koma til veiða. Þeir voru b jartsýnir á að fá fisk, enda veðrið orðið með besta móti Menn röðuðu sér á árbakkann báðumegin Hólmsár, og allir ætluðu að ná þeim stóra. Sigriður Sigurðardóttir var að velja sér rétta spúninn þegar Ijósmynd- ara bar að garði. Hún sagðist hafa séð til þess stóra. Annaðhvort væru þetta 5 laxar i hylnum, eða þá hún hefði séð sama fiskinn 5 sinnum. Sig- riður sagðist vera með mikla „veiðidellu”, heföi smitast á sinum tima við Þingvallavatn og hefði mikið gaman af öllu saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.