Þjóðviljinn - 27.08.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.08.1981, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 27. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 frá Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Um ágæti LORAN C I miðvikudagsblaöi Þjóð- viljans er ágæt grein um nýsjálenskan friðarrannsókn- armann, sem Wilkes heitir. i þeirri grein er þó smá klausa sem stingur mjög i stúf við annað efni hennar. Þar kemur fram að minu mati algjört þekkingarleysi blaöamanns- ins á þvi sem hann er að skrifa um. Klausan hljóðar eitthvað á þessa leið: „Einnig benti Wilkes á, að Lóran-C stöðvar i Noregi sem fáir vita um eru aðallega not- aðar til nákvæmrar staðsetn- ingar kjarnorkukafbáta, ein slik stöð er látin vera hér á Gufuskálum á Snæfellsnesi”. Eins og öllum islenskum sjómönnum er kunnugt, þá er lóranstöð á Gufuskálum enda væri ekki auðvelt að leyna henni, þar sem lóranmastrið er hæsta mannvirki á Islandi, um 400 m hátt. Stöðin er hlekkur i lóran-C staðsetningar keðju sem þekur allt N-Atlantshaf. Ekki efa ég að kjarnorku- kafbátar hafa not af þessu kerfi eins og öll önnur skip, en hvað okkur islenska sjómenn snertir og þá einnig alla þá sjómenn sem stunda veiðar á N-Atlantshafi er lóran-kerfið ein sú mesta bylting sem fram hefur komið i fiskveiðitækni hin siðari ár, enda eru nú lóranmóttakarar i svo til öll- um islenskum fiskiskipum, allt niður i trillubáta. 1 stærri skipum eru yfirleitt tveir eða þrir móttakarar og þá einn með skrifara sem færir leið skipsins á fiskislóð- ina jafnóðum út i kort. Þessu tæki beita togaraskip- stjórar eingöngu orðið sem staðsetningartæki á miðunum, ratsjáin er aðeins notuð til þess að fylgjast með ferðum nálægra skipa. Ekki er heldur neitt slor fyrir skipstjóra á neta og linu- bátum að geta siglt að bpuju i myrkri og byl með allt að 10 m nákvæmni en slik er geta þessa tækis. Farskipamenn kunna einnig vel að meta öryggi það og ná- kvæmni á siglingu er þetta tæki veitir þeim þar sem þess nýtur við. Svona mætti lengi telja en skoðun min er semsagt sú, að lóran-C keðjan þjóni okkur sjómönnum við N-Atlantshaf að miklu meira leyti en her- veldunum og skili sinu hlut- verki fullkomlega sem öryggis- og hjálpartæki við okkar störf. Sjómaður. Tengslin skoðuð Það má taka undir hvert orð sem sjómaður segir i ofan- rituðum pistli. Enda þótt LORAN-C kerfið hafi hern- aöarlega hlið þá kemur það öllum til góða á hafinu. Hins- vegar beinast augu þeirra sem með hernaðarmálefnum fylgj- ast æ meir að þvi fjarskipta- neti sem byggt er upp kring- um herstöðvar. 1 nútima- hernaði eru fjarskiptin lykil- atriði. En það er alveg sama um hvað spurt er, hvort heldur um er að ræða jarðstöö, lág- tiðnisenda, eða Loran C, alltaf verður svar hernaðaryfir- valda og opinberra aðila á sömu lund: Þessi tækjabún- aöur þjónar aðeins almennu fjarskiptahlutverki. Þaö getur verið sannleikur, en þó ekki nema hálfur. Almenn umferð getur notið góðs af fjarskipta- kerfum herjanna eins og i Lorán C dæminu, en það sem máli skiptir eru tengsl hinna óliku fjarskiptakerfa og þeir notkunarmöguleikar sem þau opna. Sem hliðstætt dæmi má taka samkeyrsiu upplýsinga i tölvu. A tölvuöld er hægt að hugsa sér að ýmsar stofnanir, svo sem skatturinn, fasteigna- matið, félagsmálastofnanir, kirkjan, bankarnir o.s.frv. hafi á tölvuspólum sinum geymdar margskonar upplýs- ingar um einstaklinga. Væri það allt samkeyrt inn á eina tölvu værusamankomnar upp- lýsingar á einn stað um einka- hagi viðkomandi, sem nota mætti á hinn margvislegasta hátt. Slik samkeyrsla vegur i sjálfu sér aö friðhelgi einka- lifsins. Þegar fjarskiptakerfi eins og t.d. er hér á íslandi kring- um bandarisku herstöðvarnar er skoðað sem heild, verður ljóst að sifellt er veriö aö end- urbæta það i þvi augnamiði að gera alla staðsetningar- og miðurarstarfsemi nákvæm- ari. U m leið er þvi haldið fram af hernaðarsérfræðingum að viövörunar- og fjarskiptakerfi Bandarikjahers miðist i æ rik- ara mæli við stjórnun árásar- hernaðar.Inni þá myndkoma atómvopnin sem vegna nýrrar miðunartækni eru að verða æ markvissari og alltkapp er nú lagtá að þróa þannig að hægt verði að beita þeim án útrým- ingarhættu fyrir stórveldin. Og ástæðan fyrir þvi að hern- aðarsérfræðingar telja að Is- land sé forgangsskotmark i atómstriði er fyrst og fremst sú, að fjarskiptabúnaðurinn hér er í raun stýribúnaður I slikri styrjökd, og þvi for- gangsmál að taka hann úr sambandi. — Einar Karl Barnahornid Þrifin mús og fuglinn fljúgandi Andrea Hólm, sem er 7 ára gengur í ísaksskóla og á heima í Fífuseli 39, hefur sent okkur tvö kvæði eftir sig, annað myndskreytt um litla mús og hitt um f uglinn f Ijúgandi. Lítil mús sá litið hús og fór og keypti það. En þá uppgötvaði hún, að þar var ekkert bað. Fuglinn flýgur um loftin blá heim á sínar slóðir. Frjáls um loftin blá og há og sólin er hans móðir. Ut í bláinn SiguröurSiguröarson og Orn Petersen hafa i allt sumar gert útvarpsþætti vikulega um ferðalög og útilif og munu halda þeirri iðju áfram allt fram i miðjan september. Þeir félagar hafa byggt þætti sina upp á viðtölum við þá aðila sem starfa að ferðamálum og við fræga feröalanga auk ýmissa nytsamlegra upplýsinga um áhugaverða staði og hvernig best verði á þá komist. I dag kl. 14:00 munu þeir sem endra nær kynna ferðir helgarinnar, sem farnar eru á vegum hinna ýmsu ferðafélaga, spjallað verður um jaröfræði, útlistaðar hinar aöskiljanlegu náttúrur dyngja. Einnig verða raktar greinargóöar upplýs- ingar um Gullfoss og Geysi, staði sem flestir þekkja og hafa heimsótt en færri vita nánari deili á. Þess má að lokum geta, að kynnt veröur ferðasöngbókin Spangólina og stemmingslög sett á fóninn. örn Petersen, annar tveggja stjórnenda þáttarins ,,tJl i blainn”. Útvarp kl. 14.00 Aðstandendur kómediunnar I Þjóðleikhúsinu á sinum tima: leikararnir Rúrik Ilaraldsson og Herdis Þorvaldsdóttir, Bjarni Guðmundsson leikmyndateiknari og Benedikt Árnason leikstjóri. Gamaldags kómedía 1 kvöld kl. 20.05 verður flutt i útvarpinu leikritið „Gamaldags kómedia” eftir Aleksei Ar- busov, i þýðingu Eyvindar Erlendssonar. Leikstjóri er Benedikt Arnason, en Herdis Þorvaldsdóttir og Rúrik Haraldsson fara með hlut- verkin. Flutningur leiksins tek- ur 107 minútur. Tæknimaður: Þorbjörn Sigurðsson. Leikurinn gerist við sjávarsiðuna hjá Rigu i Lett- landi sumarið 1968. Rodion Nikolaévits, yfirlæknir heilsu- hæiis og hinn föngulegasti maður, situr i körfustól utan við vinnustofu sina, þegar Lidia Vasiliévna kemur i heimsókn. Hún er ein af sjúklingum hans, en það verður brátt ljóst að hún er ekki komin til að ræða um veikindi sin. Aleksei Arbusov er fæddur i Moskvu árið 1908. Hann stofnaði æskulýösleikhús þar i borg 1941 og hefur bæði starfað sem leik- ari og leikstjóri. Arbusov varö verulega þekktur á Vestur- löndum fyrir „Sögur frá Irkutsk” 1959, en haföi þá skrifað leikrit allt frá þvi um 1930. Frægasta leikrit hans er sennilega „Tanja” 1938, og hef- ur m.a. verið samin viö það ópera. Þjóðleikhúsið sýndi „Gamal- dags kómediu” veturinn 1979—80 og útvarpið hefur áður flutt þrjú verk Arbusovs: „Tönju” 1962, „Glataða soninn” 1963 og „Vesalings Marat minn” 1977. Útvarp kl. 22.35 Jónas Ingimundarson. „Þú mæra list, ó hafðu þökk” Útvjarp kl. 20.05 Sigriður Ella Magnúsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.