Þjóðviljinn - 27.08.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. ágúst 1981
21. ágúst 1968-1981
Nú eru liðin 13 ár frá
hernámi Tékkóslóvakiu.
Tilraun tékkneskra
kommúnista til að marka
stefnu óháða keisurunum í
Kreml og auka lýðréttindi
og frálsræði i landinu var
stöðvuð með hervaldi. Þró-
un, sem að sumu leyti
minnir á það sem gerst
hefur í Póllandi síðastliðið
ár, endaði skyndilega með
innrás mikils herliðs frá
Sovétríkjunum og fleiri
Varsjárbandalagsrikjum.—
Löglegri stjórn landsins
var bolað frá og hiýðnir
leppar sovéska heimsveld-
isins settir i staðinn.
NIEZALEZNY
SAMORZAÐNY
Z W I A Z E K
ZAWODOWY
2 *
| *>: *> 3*
GltHHjlil Ul*III í
;a ?SÍUON*»u<
»11
sum
Or aðalstöðvum Samstöðu í Gdansk.
Gegn sovéskri útþenslu
Tékkóslóvakía hefur nú veriö
hernumiö land i full 13 ár. Gagn-
rýni á innlend stjórnvöld, og svo
ekki sé talaö um Sovétrlkin, hefur
veriö bæld niöur. Þaggaö hefur
veriö niöur i gagnrýnu listafóiki
og menntafólki. Þar rikir nú friö-
ur á yfirboröinu, en undir niöri
hlýtur aö krauma og sjóöa.
Baráttudagar gegn
útþenslu risans
í austri
21. ágúst hefur hlotiö nokkra
hefö vlöa um lönd sem dagur
mótmæla gegn slvaxandi út-
þenslu Sovétrlkjanna og hernaö-
arlegrar ihlutunar viöa um heim.
Mörg undanfarin ár hafa sérstak-
ar mótmælaaögeröir veriö I
Reykjavik á vegum Samtaka her-
stöövaandstæöinga eöa sérstakr-
ar 21. ágúst-nefndar. 1 fyrra
var látiö nægja aö skrifa yfirlýs-
ingu og óvist hvort Samtök her-
stöövaandstæöinga gera eitt eöa
neitt I þá veru I ár. Eftir þvi sem
sovéska heimsveldiö færir sig upp
á skaftiö, dregur úr mótmælum
hér á Fróni. Þaö er dálitiö öfug-
snúiö. Vonandi eru þessar llnur
mlnar þvl ekki eina rödd hróp-
andans úr eyöimörk vinstri
manna á íslandi.
Víetnam-stríð
okkar tíma
1 Afganistan gerist nú harm-
leikur, sem um margt minnir á
harmleikinn mikla i Vietnam,
sem Bandarlkin leikstýröu. 1 Af-
ganistan geisar- grimmileg
styrjöld. Þar berst bláfátækt
bændafólk meö frumstæöum eöa
stolnum handvopnum gegn há-
tæknivæddum hundraö þúsund
Þorvaldur
Örn Árnason
skrifar
manna innrásarher og her inn-
lendrar leppstjórnar.
Um þaö bil þriöjungur þjóöar-
innar hefur flúiö land og enginn
veit um tölu fallinna. Þaö er til
skammar hve litiö viö tslending-
ar höfum stutt þetta fólk og hve
litiö viö höfum sinnt þvi aö draga
kjarkinn úr andstæöingi þess.
Afganistan er þó ekki eins-
dæmi. Sovétvaldhafar eru ósparir
á „heilræöi” og hernaöaraöstoö
handa byltingaröflum viöa um
heim og viröast illu heilli hafa
árangur sem erfiöi. Sem dæmi
má nefna, aö i Eþióplu rikir
ógnarstjórn I skjóli geysilegrar
sovéskrar aöstoöar. Þar var áöur
keisarastjórn undir ameriskum
verndarvæng. Ég fæ ekki betur
séö en eþiópisk bylting hafi leitt
til enn haröari hernaöarlegrar og
hugmyndalegrar kúgunar á
eþiópiskri alþýöu og nánast geng-
iö milli bols og höfuös á öflpgri
frelsishreyfingu nágrannarlkis-
ins Erltreu, sem haföi barist I 2
áratugi gegn Eþiópiukeisara.
Striöinu þar er þvi ekki lokiö. Enn
eru skæruliöasveitir I fjöllunum
og hafa af og til brotist út tals-
veröir bardagar. Striöiö I Eþlópiu
og Eritreu á mjög drjúgan þátt I
flóttamannavandamáli þess
heimshluta.
Segja má, aö Vletnam sé nú
hluti af hinu nýja sovéska
keisaradæmi. Þeir tóku upp
sovéska hugmyndafræöi og
sósialistum meö aörar skoöanir
var rutt úr vegi. Þeir njóta
sovéskrar aöstoöar viö aö halda
bæöí Kampótseu og Laos her-
numdum. Undarlegt aö Vietnam
skyldi geta lent I hlutverki kúgar-
ans eftir aö hafa keypt eigiö frelsi
svo dýru veröi. Sumir félags-
hyggjumenn hafa ekki viljaö
horfast i augu viö þau breyttu
hlutverkaskipti og trúa þvi I ein-
feldni, aö 100 þúsund manna viet-
namskt herliö I Kampútseu komi
þar góöu til leiöar.
Ég fullyröi, aö frá þvi aö Vlet-
nam-striöinu lauk hafa Sovétrikin
tekiö langt fram úr sjálfum
Bandarikjunum i hernaöarlegri
og hugmyndalegri kúgun annarra
þjóöa. Þeir sem beita þvi, hijóta
aö vera annaöhvort blindir eöa
óheiöarlegir nema aö hvort
tveggja sé.
Ég neita þvi ekki, aö Bandarik-
in geti tekiö forystuna aftur á
næstunni, en þeir hafa þó varla
gert þaö enn þrátt fyrir ófögur
fyrirheit Bandarikjaforseta og
stuöning viö ódæöisverk svart-
asta afturhaldsins I S-Amerfku.
Hvemig réttlæta
Sovétríkin
útþenslu sína?
Samkvæmt kokkabókum Sovét-
rikjanna er hægt aö „flytja
sósialiska byltingu út” til ann-
arra landa, — meö hervaldi ef
annaö dugar ekki. Stjórn Stalins
geröi þetta I reynd, þó hún boöaöi
annaö á prenti. Brésnev hefur
hinsvegar gert sumt af þessari
útþenslustefnu aö opinberri
fræöikenningu. Innrásin I
Tékkóslóvakiu og Afganistan
voru geröar i nafni sósialismans.
Sama myndi gilda um innrás I
Pólland, ef af henni yröi.
Viö sem berjumst fyrir sósial-
isma á Islandi veröum aö sýna I
verki aö viö fyrirlitum sósialisma
af þessari gerö og setjum hann i
gæöaflokki meö auödrottnuninni
sjálfri. Viö megum ekki láta mál-
pipur heimsvaldastefnu Banda-
rikjanna einar um aö andmæla og
sporna gegn útþenslu og striös-
ógnun Sovétrikjanna. Rödd
þeirra, sem snúast einungis gegn
fólskuverkum annars heims-
valdarisans er hjáróma og fölsk,
sama úr hvorri áttinni hún kem-
ur.
Skylda okkar,
sem megum tala
Bandariska heimsveldiö virðist
nú vera aö ná sér aö fullu eftir
áfalliö mikla I Vietnam. Hert
striösstefna þeirra uppsker aö
bragöi öflug mótmæli, jafnt inn-
anlands og utan. Viötæk friöar-
hreyfing vex nú úr grasi I mörg-
um af þeim löndum þar sem sllk
fjöldahreyfing er leyfileg. Hún
einkennist þó ennþá mjög af þvi
aö einblina á hættuna úr vestri,
enda eru striðsöskrin háværust
þar.
Hinu má ekki gleyma, aö á bak
viö allt friöarhjaliö I austri er vig-
búist aö kappi, engu minna en áö-
ur, jafnvel meira. Þar er engin
opin gagnrýni leyfö og andófs-
hreyfingar þar i landi hafa nú
verið brotnar á bak aftur. Leiö-
togar þeirra eru flestir fangelsað-
ir, flúnir eöa reknir úr landi. Þaö
eru þvi ekki miklar likur á friöar-
hreyfingum eöa friöargöngum
þeim megin viö járntjaldiö. Þar
gengur striösundirbúningurinn
ótruflaöur, þökk sé hinu fasiska
stjórnarfari. Brésnef þarf ekki aö
útlista áætlanir sinar opinberlega
til aö fá fjárveitingu til hervæö-
ingarinnar eins og félagi hans
fyrir vestan.
Andstaöa innan Bandarikjanna
og I V-Evrópu átti rikan þátt I aö
Bandarikjaher hrökklaöist frá
Vietnam á sinum tima. Viö getum
varla vænst þess aö andstaöa inn-
an sovéska keisaradæmisins flýti
mjög fyrir brottflutningi
sovéskra hermanna frá Afganist-
an eöa komi I veg fyrir innrás I
Pólland.
Viöbrögö rikisstjórna og al-
mennings á Vesturlöndum viö
innrásinni i Afganistan uröu
vafalaust haröari en þeir
Moskvuherrar áttu von á. Þessi
veröskulduöu viöbrögö (sem
komu reyndar úr höröustu átt)
hafa ef til vill dregiðt nokkuö
kjarkinn úr þeim við aö ráöast inn
I Pólland.
Viö sem enn megum mæla og
aöhafast nokkuö: Notum rétt okk-
ar! Gröfum sem mest viö megum
undan sjálfsöryggi beggja ris-
anna sem ógna heimsfriönum
(svokallaöa). Reynum aö styöja
viö bakið á þeim sem leggja lifiö
aö veöi i baráttunni gegn þessum
ófreskjum. Gerum okkar tii aö
koma i veg fyrir aö færi skapist
fyrir Sovétrikin aö drekkja frels-
inu i Póllandi i blóöi.
16.8 ’81
Þorvaldur örn Arnason
P.S.Kæmi til greina (I okkar fá-
menna landi) aö stofna sameigin-
lega stuöningsnefnd viö and-
stööuöflin i Afganistan, E1 Salva-
dor og Póllandi???
SUNNUDAGS
BLADID
DJOÐVIUINN
alltaf
um
helgar