Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.08.1981, Blaðsíða 16
DJOÐVHJINN Föstudagur 28. ágúst 1981 Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná iafgreiöslu blaösins isima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 aigreiðslu 81663 Stjórnarfundur Samtaka norrænna verkalýðssambanda Rætt um stefnu EFTA og EBE í vmnumálum ^ * notiö eóös af hnnum viö atvinnu- Alþjóðamál, ástand efnahags- og kjaramála og norræni vinnumarkaðurinn einnig meðal umræðuefna Efnahagsástandiö og staöa kjaramála á Noröurlöndum, niöurstööur leiötogafunda OECD, Efnahagsbandalagsins og EFTA og hugsanlegar mótaögeröir verkalýöshreyfingarinnar viö þeirri stefnu sem þessi samtök fylgja I atvinnumálum, og samn- ingum um sameiginlega vinnu- markaöinn á Noröurlöndum, eru meöal helstu umræöuefna á stjórnarfundi Sámtaka norrænna verkalýössambanda, NFS, sem hófst i Keykjvík i gær. Alls eru 31 fulltrúi á fundinum, og sækja fundinn fulltrúar sam- taka verkalýös, jafnt almennra verkalýðssamtaka og samtaka opinberra starfsmanna, i Danmörku, Noregi, Sviþjóö og Finnlandi, auk fulltrúa BSRB og ASÍ. A stjórnarfundi NFS veröur m.a. kjörinn varaformaður Sam- taka norrænna verkalýössam- banda. Islendingar eiga ekki aöild að núgildandi samningi um sam- eiginlegan norrænan vinnu- markaö. Samningurinn er frá árinu 1954, og hafa Islendingar notiö' góös af honum við atvinnu- leit annarsstaöar á Noröurlönd- um, þótt þeir séu ekki aðilar. Ein af þeim spurningum sem upp koma óhjákvæmilega i þessu sambandi er hvort Islendingar geti tekið þátt i sameiginlegum norrænum vinnumarkaði i framtiðinni, segir i frétt frá Alþýöusambandi Islands i gær. Auk þeirra mála sem hér hefur veriö getið aö framan, veröur einnig fjallað um mörg alþjóöa- mál, sem við koma jafnt verka- fólki sem öðrum. -—ekh. Loðnuverð Bankarnir: Gengis- skráning á morgn- ana Dagleg gengisskráning Seöla- bankans, sem ákvaröast af gengi á erlendum gjaldeyrismörkuö- um, hefur á undanförnum árum yfirleitt fariö fram á hádegi hvern vinnudag, og aö jafnaöi veriö f gildi til hádegis næsta dag. Vegna vaxandigengissveiflna á erlendum markaöi dag frá degi, hefur Seölabankinn nú ákveöiö aö breytaþessu fyrirkomulagi frá og meö 1. september n.k., og veröur þá gildandi gengisskráning tekin til endurskoöunar að morgni, áö- ur en gjaldeyrisviðskipti hefjast og breytt skráning tekur gildi eigi siöar en kl. 10. Gjaldeyrisafgreiöslur bank- anna veröa opnar á sama hátt og veriö hefur þannig, aö hægt er aö leggja inn beiðni um gjaldeyris- viöskipti strax eftir opnun. Gjald- eyrisbankamir munu siöan hefja kaup og sölu gjaldey ris um leiö og nýttgengihefur tekiögildi, vænt- anlega ekki seinna en kl. 10 fyrir hádegi hvern vinnudag. A þennan hátt veröur aöeins eitt gengi I gildi fyrir hvern vinnudag. Alþýðubandalagið í Reykjavík Fjölskyldu- samkoma I Hljómskála- garöi A morgun laugardaginn 29. ágúst veröur haldin fjölskyldu- samkoma i Hljómskálagaröinum kl. 14—17 ef veöur leyfir. Sam- koman verður sunnan stein- hleöslunnar miklu i skjóli fvrir noröan gjólunni. , Það er ætlast til aö menn komi með nestiskörfuna sina og teppi og dvelji i góðu yfirlæti nokkrar klukkustundir. A dagskrá verður m.a.: 1. Hljóðfærasláttur sem Viðar Al- freösson, Reynir Sigurösson og fleiri sjá um. 2. Guörún Helgadóttir rabbar viö gesti. 3. Leikir fyrir ungt fólk á öllum aldri. Samkomustjóri veröur Sig- uröur G. Tómasson. Félagar fjölmenniö og takiö með ykkur gesti. Alþýöubandalagiöi Reykjavfk l.deild ákveðið í gær / Oraun- hæft segja fulltrúar kaupenda Lágmarksverö á loönu var ákveöiö i gær meö at- kvæðum oddamanns og fulltrúa seljenda gegn at- kvæöum kaupenda. Ákvörðun yfirnefndar verðlagsráðs sjávarút- vegsins um verð frá og með 10. ágúst til 30. september er kr. 450 fyrir hvert tonn. Eins og áöur sagöi var veröiö ákveöið af oddamanni nefndar- innar, Bolla Þór Bollasyni og full- trúum seljenda þeim Ingólfi Ingólfssyni og Kristjáni Ragnars- syni gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda, þeirra Jónasar Jónssonar og Guömundar Kr. Jónssonar. I bókun fulltrúa kaupenda segir að verölagning sé algjörlega óraunhæf. Telja þeir markaös- mat oddamanns á proteineiningu i loönumjöli og á lýsistonninu of hátt, sem nemur dollar á mjölinu og 25 dollurum á lýsistonniö. Eft- irspurn sé sama og engin og markaðshorfur lakari en um langt árabil. Telja þeir ljóst aö viö rikjandi markaösástæöur, gengisskráningu og kostnaðar- mat oddamanns, vanti 80 til 100 milljónir króna til að verk- smiðjurnar hafi fyrir fullum vinnslukostnaöi á sumar-og haustvertið. — ekh. Bilarnir eru farnir af staö áöur en fólkiö er komiö alla leiö yfir götuna. — Ljósm. —gel— Eldra fólk þarf allt að 20 sek. til að komast yfir Grænt og gult loga of stutt ,,Allar upplýsingar vel þegnar”, segir Guttormur Þormar ,,A þessum gangbrautarljósum logar grænt ljós I 7 sek. og þaö er ekki hægt aö breyta því, hins vegar er hægt aö stjórna hversu lengi gula Ijósiö blikkar. Viö höf- um prófaö þetta á öllum stööum þar sem gangbrautarljos eru og latiö m.a. gamalt fólk ganga þar yfir og athugaö hversu langan tima þaö tekur, en þaö getur alltaf eitthvaö veriö sem okkur hefur yfirsést, og þá er mjög gott aö fá vitneskju um slfkt”, sagöi Guttormur Þormar fram- kvæmdastjóri umferöadeilda Reykjavlkurborgar f samtali viö Þjóöviljann I gær. Þó nokkrir lesendum Þjóövilj- anshafa haftsamband viö blaöiö, einkum eldra fólk og kvartaö undan þvi hversu stutt græna og gula ljósið loga á sumum gang- brautarljósum i borginni, svo varla gefst tími til aö komast yfir göturnar nema þá á hlaupum, sem allir eru ekki fullfærir um. Einkum á þetta viö um ljósin á Hringbraut á móts viö Þjóö- minjasafniö og gengt Umferöar- miöstööinni. Guttormur sagöiaö áætlaö væri aö meöalmaöur gengi 1,5 m á sek og fulloröiö fólk þá kannski 1 m. Til þess aö ná yfir báöar akreinar þá þarf þaö allt aö 20 sek. ,,Viö höfum mælt timann á þessum gangbrautarljósum alltaf annarslagiö, og þetta á ekki aö breytast. Þó veit maöur aldrei hvaö skeöur og þaö eru vel þegnar allar upplýsingar”, sagði Gut torm ur. — lg. Samband sveitarfélaga á Austurlandi VIIja virkjun sem fyrst 15. aöalfundur Sambands Sveit- arfélaga á Austurlandi fer fram á Neskaupstaö þessa dagana. 50 fulltrúar sveitarfélaga I kjör- dæminu eru mættir til fundarins auk þingmanna og annarra gesta. Fyrir fundinum Bggur tillaga stjórnar Sambands Sveitarfélaga i kjördæminu, þar sem skorað er á rildsstjórn og Alþingi aö láta hefja framkvæmdir hiöfyrsta viö stórvirkjun I Fljótsdal og kisil- mál mverksmiöju eöa annan orkufrekan iönaö, á Reyöarfiröi. A Austurlandi er starfandi iön- þróunarfuiltrúi sem launaöur er af iönaöarfáöuneytinu. Halldór Arnason sem gegnir þessu starfi hélt ræöu á ráöstefnunni i fyrra- dag og lýsti þar starfi si'nu aö fræöslu og kynningu á iönaöar- málum. Jafnframt er iönþróun- arfulltrúinn tengiliöur á milli stofnana iðnaðarins i Reykjavik og iönfyrirtækja i fjóröungnum. 1 máli Halldórs kom fram aö fræöslu á næstunni veröi skipt i tvo hluta, annars vegar fyrir þá sem eru starfandiviö iönfyrirtæki og hins vegar fyrir þá sem stofn- setja vilja slik fyrirtæki. Þá kom fram i máli hans að ætlunin er að fara af staö meö svo kallaö Nýsköpunarverkefni, þar veröur boöiö upp á fræöslu fyrir þá sem vilja stofna og reka iðn- fyrirtæki. Markmiöiö meö Ný- sköpunarverkefninu er aö auka fjölda smáfyrirtækja í iön- aði, treysta möguleika nýrra fyr- irtækja tilaö lifa af byrjunarörð- ugleika.og auka samkeppnisgetu þeirra. 1 þriöja lagier markmiðiö aö móta „iönaöarumhverfi” landshlutans. Þá nefndi Halldór nokkrar framkvæmdir sem væru til at- hugunar. Halldór lauk máli sinu meö þviaö segja aö forsenda þess aö hægt væri aö vinna skipulega og markvisst aö heildar byggöar- þróun I fjóröungnum væri sú, aö ákvörðun lægi fyrir um virkjun og/eöa klsilmálmverksmiöju. Þegar þær ákvaröanir lægju fyrir væri mönnum ekkert aö vanbún- aði aö takast á viö framtiöina og nýta hina fjölmörgu staöarkosti sem Austfirðingar búa yfir sjálf- um sér og þjóöinni til hagsbóta. _óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.