Þjóðviljinn - 09.09.1981, Blaðsíða 4
4 SLÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. september 1981
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjódfrelsis
Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardðttir
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson
Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guöni Kristjánsson.
íþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6,
Reykjavik, sími 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf..
Stefna
Samstöðu
• Celinski, ritari stjórnar pólsku verkalýðssamtak-
anna Samstöðu, Solidarnosc, komst svo að orði við upp-
haf fyrsta landsþings samtakanna, að bylting væri að
þróast í Póllandi og að Solidarnosc væri sá kraftur sem
hana ræki áfram. Þetta eru orð að sönnu: hin nýju
verkalýðssamtök hafa á því ári sem þau hafa starfað
hrundið þrefaldri einokun ríkisvaldsins og valdaflokks
þess: einokun á samtakaf relsi, á upplýsingamiðlun og á
ákvörðunarvaldi. Celinski sagði ennfremur að verka-
lýðssamtökin ætluðu að taka í sínar hendur ábyrgð á
endurnýjun þjóðfélagsins og á því að koma landinu út
úr djúpstæðri efnahagskreppu.
• I gær bárust svo fregnir um það, á hvaða brautum
Samstaða vill leita lausna. Samtökin vilja standa að
efnahagslegum umbótum, sem felist einkum í sjálf-
stjórn verkamanna í fyrirtækjum. Þingið gerði sam-
þykkt í þá veru og vill að hún verði lögð undir þjóðarat-
kvæði.
• Hugmyndir um umbætur sem gætu skilað árangri í
framleiðslu, um umbætur sem gætu brúað það hyldýpi
vantrausts almennings á valdhöfum, sem stjórnarhættir
liðinna áratuga hafa grafið, hafa reyndar oftast beinst
einmitt að þessu: auknum beinum áhrifum verkamanna
á skipulagningu starfsins, á starfshætti og stjórnun
vinnustaða. Hitt hefur svo verið Ijóst að það er ágrein-
ingur milli forystumanna kommúnistaflokksins og
Solidarnosc að því er varðar róttækni slíkra umbóta.
Kania f lokksformaður hefur lýst því yfir að f lokkurinn
vilji ekki sleppa úr hendi valdi sínu til að skipa menn í
mikilvægar stjórnunarstöður efnahagslífsins, þótt sú
málamiðlun hafi verið nefnd, að verkamenn á hverjum
vinnustað verði að staðfesta slíkar skipanir svo þær
gildi. Verkalýðssamtökin hafa hinsvegar iagt allþunga
áherslu á þaðað verkamenn haf i f ullt vald til að ráða sér
stjórnendur og setja þá af.
• Það er rökrétt, að umræðan um leiðir út úr þeirri
pólitískri og efnahagslegri kreppu sem Pólland er í statt
beinist í þessa átt.Hinn þekkti andófsmaður og ráðgjafi
Solidarnosc, Jacek Kuron, sagði í ræðu fyrir skemmstu,
að það væri fáránlegt við núverandi aðstæður að halda
áf ram baráttu f yrir hækkuðu kaupi eða þvinga stjórnina
til að slá fleiri lán til matvælakaupa. Hann taldi það og
nauðsyn vegna aðstæðna (átt við möguleika á vopnaðri
íhlutun að austan) að menn stilltu sig um kröf ugerð eins
og þá að Solidarnosc breytti sér í stjórnmálaf lokk, en
þær raddir höfðu heyrst á þeirri ráðstefnu sem Kuron
talaði yfir. Hann taldi það líka hæpið að berjast fyrir
nýjum flokki sem mundi að líkindum líkjast öðrum
valdaflokkum ef hann fengi byr. Kuron lagði aftur á
móti á það þunga áherslu að höfuðverkefnið væri að
berjast fyrir nýjum lýðræðislegum stofnunum, fyrir
sjáffstjórnarstofnunum til að stýra héruðum, efnahags-
lífi, einstökum fyrirtækjum.
#Það er stefna manna eins og Kurons sem hefur sigrað
á þingi Solidarnosc. Það er vitanlega of snemmt að spá
um það, hvernig henni reiðir af í glímu við valdhafa um
einstök atriði.og það er vitað að granninn fyrir austan er
lítt hrifinn af slíkum tilraunum. En ef þessi stefna
verður ofan á til langf rama mun Pólland halda áfram að
verða sú tilraun með breytanleika Austur-Evrópu og
með verkalýðsvöid, sem hver sósíalisti hlýtur að binda
miklar vonir við og styðja með veiviljuðum áhuga hvar
sem hann er niður kominn. Sjálfstjórn verkamanna er
ekki alsköpuð á skammri stund, og þróun hennar fylgir
margur vandi. En hún er eina færa leiðin frá ískyggi-
legum afleiðingum hinnar þunghentu ofskipulagningar
f lokksræðisins. Hægrimenn mundu að sjálfsögðu geta
bent á, að það væri hægt að afhenda einkaframtakinu
verksmiðjur Póllands. En ekki er vitað til þess, að hin
nýja verkalýðshreyfing Póllands hafi minnsta áhuga á
slíkum lausnum. áb.
klippt
Vakti athygli
í Danmörku
Eins og Þjóöviljinn hefur áhur
greint frá var á fundi fulltrúa
friöarhreyfinganna i ýmsum
Evrópulöndum, sem haldinn
var i Kaupmannahöfn um sl
helgi,rætt m.a. um aö útvikka
hugmyndina um kjarnorku-
vopnalaust svæöi á Noröurlönd-
um. Röksemdir herstöövaand-
stæöinga á Islandi fyrir þvi,aö
Island, Grænland og Færeyjar
ættu aö vera meö þegar rætt
væri um stofnun sllks svæöis,
féllu i góöan jaröveg á fundin-
um, og einnig var fjallaö um
Schlesvig-Holstein I þessu sam-
bandi, en a.mJc. þrjár kjarn-
orkuvopnastöövar eru viö suö-
urlandamæri Danmerkur.
Danska blaöiö Information
vekur sérstaka athygli á bar-
áttu islenskra herstöövaand-
stæöinga ifrásögn sinniafþess-
um fundi friöarhreyfinganna. I
blaöinu 7. september er m.a.
birt mynd af plakatinu sem gert
var i sambandi viö Friöar-
gönguna Stokksnes — Höfn 9.
ágúst sl. . Greint er frá hvaöa
tól og stöövar sjást á plakatinu
og sagt frá þvi aö birting mynd-
arinnar hafi veriö bönnuö.
Gylfi gleymdist
Talsvert hefur verið rætt um
Moskvuheimsöknir ýmissa is-
lenskra ráðamanna siöustu
mánuöi, og hefur Alþýöublaðiö
veriö sérstaklega duglegt aö ti-
unda slikar heimsöknir, saman-
ber fimbulfambiö um Moskvu-
för Asmundar og Karvels.
Einhvernveginn hefur þaö þó
fariö fram hjá árvökulu auga
Alþýöublaðsins, að kratahöfð-
inginn Gylfi Þ. Gislason gerði
einnig fræga för til Moskvu I
sumar. Heföi þó ' verið full
ástæöa til þess aö greina frá
henni, þvi hún var i alla staöi
hin menningarlegasta og landi
og þjóö til mikils sóma. Dr.
Gylfi var semsagt aö halda upp
á þaö meö Nikolaj Kúdrjavt-
sev varaforseta félagsins
„Sovétrikin —Island”, aö 20 ár
eru liöin siöan Gylfi undirritaöi
samning um samstarf á sviöi
menningar, visinda og tækni
milli íslands og Sovétnkjanna.
t Vináttuhúsinu i Moskvu rifj-
aði dr. Gylfi upp ljúfar minning-
ar um islensk-sovésk samskipti
og færði Sovétmönnum gjafir
góöar. Frá þessu segir i siöasta
tölublaöi Sovétfrétta:
Ljúfar minningar
„Félagar i vináttufélaginu
„Sovétrikin — tsland” hlýddu
meö mikilli athygli á Gylfa Þ.
Gislason fyrrverandi alþingis-
Moskvuför Gylfa gleymdist
Hræöslubandalag hefur veriö
stofnaö um Geir, segir Guöjón
Hansson.
mann flytja fyrirlestur um sögu
og menningarþróuná tslandi. A
eftir svaraöi hann fjölmörgum
spurningum viöstaddra um is-
lensku handritin, sérkenni is-
lensks máls, þjóðlega tónlist og
núti'matónlist og um unglinga-
vandamáliö.
Fyrir tuttugu árum undirrit-
aöi GylfiÞ.Gislason samstarfs-
samninginn milli landanna. Aö
beiöni viöstaddra sagöi hann frá
þeim minningum, sem hann á i
þvf sambandi.
Orest Vereisky. varaforseti
félagsins „Sovétrikin — tsland”
ávarpaöi hinn góöa gest fyrir
hönd félagsins og sagöi m.a.:
„Það gleöur okkur að hitta
yöur og viö metum heimsókn
ýöar mikils og litum á hana
sem einn þáttinn I vináttu-
tengslum landa vorra.”
Gylfi Þ. Gislason gaffélaginu
heimildarkvikmynd um tsland
og nefnist hún: ,,Hvers vegna á
ekki aö kalla tsland tsland” og
var hún sýnd viðstöddum viö
mikla hrifningu.”
•a
Óvígur her |
Bjarni P. MagnUsson formað- I
ur framkvæmdastjórnar Al-
þýöuftokksins er maöur frjáls- |
lyndur og viösýnn. Enda eru .
niöurlagsorö hans i forsíðuviö- i
tali I Alþýöublaöinu i samræmi I
viö þaö: |
,,Ég er auðvitaö ekkert á móti ■
þvi, aö flokkuHnn stækki, siður i
en svo.”
Hér mun átti viö þá gffurlegu |
fjölgun sem yröi i Alþýðuflokkn- .
um ef KommUnistasamtökin I
yröu innlimuö i flokkinn. Það
gæti verið raunsætt mat á stöðu |
Alþýöuflokksins I dag að hann ■
myndi stækka talsvert við að I
bæta ml aftan viö sig. Nýkratar
og maóistar — það yröi óvfgur
her. ,
Geir vildi |
kommana líka
Guöjón Hansson skrifar i gær I
grein i Morgunblaöiö um for- '
ystumál Sjálfstæöisflokksins og '
framtiö flokksins. Þar fjallar I
hann itarlega um það „hræöslu-
bandalag” sem hann segir að nU
hafi verið myndaö um Geir '
Hallgrimsson formann flokks-
ins. I einum kafla greinarinnar
komafram merkilegar upplys- '
ingar um fulltrUaráðsfund
Sjálfstæðisflokksins i Reykjavi'k
eftir siðustu alþingiskosningar.
„Hræöslubandalag Geirs '
Hallgrimsson hefur hamrað J
á þvi aö undanförnu, aö það
væri hið mesta voöaverk að
'Gunnar Thoroddsen hafi mynd- I
aö stjóm meö kommunum, en '
sannleikurinn er sá, aö á fjöl- |
mennum fundi i fulltrúaráöinu i
Reykjavík sem haldinn var áö- i
ur en núverandi stjórn var J
mynduö kom ég meö tillögu um
að Sjálfstæðisflokkurinn færi
ekki i stjórn meö kommúnist- I
um.Tillagan var studd af Ragn- 1
hildi Helgadóttur og fleirum og I
uröu miklar umræöur um þetta
mál. Geir Hallgrimsson fór þá I
margoft i ræðustólinn og baröist J
gegn þvi aö þessi tillaga yröi
samþykkt, vegna þess aö hann
vildi fara i stjórn meö komm- I
um, þaö voru nú öll heil- J
indin þá, en máliö var þaö að I
Geir vildi veröa forsætisráö- I
herra í þeirri stjóm, en komm- «
arnir vildu ekki Geir, en þeir J
vildu mynda stjórn með Sjálf- I
stæöisflokknum. Framsókn
vildi ekki Geir, en vildi fara i '
stjórn meö Sjálfstæðisflokkn- J
um, allir flokkar vilja vinna I
meö Sjálfstæöisflokknum, en I
enginn meö Geir sem forsætis- *
ráöherra.”
Þaö var nefnilega þaö. Fróö- I
legt. — ekh I
skorið