Þjóðviljinn - 09.09.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.09.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 9. september 1981 Rúm fyrir 29 manns Snoírabrautarheimilið með 84 plássum tilbúið í vor inni dagdeiid fyrir 10 geð- trufluð gamalmenni eins og verið hefur. Samtals er því rými fyrir 29 manns í húsinu. Hin dag- deildin, sem verið hefur í Hvítabandinu verður flutt og er verið að leita samninga um nýtt og hentugt húsnæði fyrir hana. Adda Bára Sigfúsdóttir, for- maður heilbrigðisráðs mælti fyrir tillögunni i borgarstjórn á fimmtudag. Hún lagði áherslu á að hér væri um bráðabirgða- lausn að ræða, og hana nokkuð dýra en hins vegar mjög nauð- synlega þar til þær byggingar sem nú er verið að reisa fyrir aldraða sjúklinga komast i gagnið. „Sem betur fer hafa mál nú skipast þanhig, að borgarstjórn Reykjavikur getur sagt að hún sé nú komin verulega á veg með að leysa vandamál aldraðs heilsubilaðs fólks”, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir. „Hvita- bandið er bráðabirgðalausn sem getur komið hérumbil strax i gagnið en næsta lausn sem er miklu betri og varanlegri kemur ekki fyrr en næsta vor. Það er hjúkrunarheimilið við Snorrabraut, þar sem veröa 44 sjúklingar i verulega hag- kvæmri og góðri hjúkrunarað- stöðu, auk þess sem þar verður dvalarheimiii fyrir röskiega 40 manns eða samtals 84 pláss. Siöan er það B-álma Borgar- spitalans, sem framkvæmdir ganga vel. Verið er að steypa Hvftabandinu breytt í sjúkradeild aldraðra: Borgarstjórn sam- þykkti s.l. fimmtudag meö 14 samhljóða at- kvæðum aukafjár- veitíngar til þess að breyta Hvíta bandinu við Skóiavörðustíg í hjúkr- unarheimili fyrir aldraða. Kostnaður við breytingarnar eru áætl- aður 214 þúsund krónur, en auk þess verður keyptur búnaður fyrir 616 þúsund. Á tveimur efri hæðum hússins verður sjúkradeild fyrir 19 aldr- aða sjúklinga, sem hafa fótavist og á neðstu hæð- Adda Bára Sigfúsdóttir Hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra við Snorrabraut sem tilbúíð verður næsta vor. 4. hæöina og uppsteypu verður lokið um áramót og það horfir satt að segja býsna vel um framkvæmdir eftir að Alþingi samþykkti lög um fram- kvæmdasjóð aldraöa rétt i þing- lokin. Ég vona að það geti stað- ist að á næsta ári tökum við tvær efstu hæðirnar i gagnið en þær verða fyrir 58 sjúklinga og siðan hæðirnar hverja af annarri”. í máli öddu kom fram að horfið var frá þvi að setja lyftu i Hvitabandið þvi i ljós kom að jafnvel þótt það yrði gert yrði þar aldrei sjúkradeild, sem talin væri góð eða fullnægjandi. Þess I stað var farinn millivegur og ákveðið að útbúa 19 sjúkra- rými fyrir aldrað fólk sem hefur fótavist. A hvorri hæðinni fyrir sig verður sérstök borðstofa og sagði Adda að þarna ætti að geta veriö mjög heimilislegur staður með mikilli þjónustu og hjúkrun. Um dagdeild geðsjúkra, sem verið hefur á Hvitabandinu og Páll Eiriksson læknir hefur veitt forstöðUjSagði Adda: „Ég tek undir það að það er mikil- vægt að þessi deild geti haldið áfram og nú er verið að vinna að samningi um húsnæði fyrir hana. Ég vona að þeir samn- ingar gangi greitt og fljótt þann- ig að við þurfum ekki að biða allt of lengi með að fara af stað með þessar breytingar á Hvita bandinu.”, — AI Hvitabandið þar sem pláss verður fyrir 29 aldraða á dagdeild og sjúkradeild. Bændameiuiing á hvörfum Cr gestaleik Svenska Teatern I Helsinki: f.v. Márta Laurent, Veronika Mattsson, Ghedi Lönnberg og Laila Björkstam. Gestaleikur Svenska Teatern KVINNORNAPAA NISKAVUORI eftir Heiia Wuolijoki Leikstjóri: Kaisa Korhonen Af litilsháttar kynnum af finnsku leikhúsisýnistmér að þar i landi sé ekki óalgeng aðferð til að setja upp eldri verk sem byggð eru á hinni raunsæislegu hefö og gerð fyrir stifa kassasviösupp- setningu i föstum skorðum 3—4 þátta, aö brjóta upp sviðsmynd- ina og leysa verkið úr hinum föstu skorðum. Þetta er sú leið sem Kaisa Korhonen fer I uppsetningu sinni á Konunum frá Niskavuori. Leik- myndiner hinsamaallan tfmann, hún er einfölduð og stilfærð i heildinni en sett saman úr öldungis raunsönnum hlutum. Það er einungis afstaða þessara hluta innbyrðis sem er brotin upp og einfölduð. Með þessu, og meö hnitmiöaðri og teiknandi ljósa- notkun, opnast möguleikar til að skapa aðra hrynjandi, nýstárleg- ar uppstiilingar, óvæntar áhersl- ur. En jafnframt er fullum trún- aði haldið við hina natúralisku hefð verksins þar sem bæði leik- mátinn og allir hiutir á sviðinu sverja sig i þá ætt. Þessa aðferð hefur Kaisa Kor- honen notað til þess að skapa óvenjulega þokkafulla og áhrifa- mikla sýningu úr verki Hellu Wuolijoki um Konurnar á Niskavuori. Það sem vekur at- hygli er ekki sist hin heilsteypta bygging, hvemig eitt atriði renn- ur inn ihið næsta, hvernig sýning- in ris i rólegri og markvissri stig- andi upp i átakanlegan hápunkt lokaatriðisins. Hvergi er nokkur nóta offast slegin, allt er gert af þeirri hófstillingu sem einkennir hina fegurstulist. Eftirtektarvert er hversu nákvæm tök Kaisa Kor- honen hefur á leikurum, hve markvisst hún byggir upp hlut- verkin i takt við stigandi sýning- arinnar. t leiknum var allt vel gert og sumt frábærlega. Maka- laus var til sæmis framsögn Mártu Laurent i hlutverki gömlu húsfreyjunnar, en hún fer með margar meitluðustu setningarnar I verkinu. Og ekki var siður stór- kostlegur svipbrigöaleikur Lailu Björkstam i hlutverki Martta, eiginkonunnar sviknu, og hvernig henni tekst að gera þessa leiðin- legu persónu átakanlega og næst- um harmræna. Hella Wuolijoki er ein af þrem- ur stórum leikskáldum Finna af kvenkyni, en á undan henni komu Minna Canth og Maria Jotuni. Þessar konur eru áreiðanlega minna þekktar utan Finnlands en Sverrir Hólmarsson skrrfar um ■SF - þær eiga skilið og væri ekki úr vegi fyrir leikhúsin okkar að kanna þau mál nánar. Konurnar á Niskavuori er eitt af flokki leik- rita sem Wuolijoki samdi um finnska bændamenningu og enda- lok hennar. Þessi verk samdi hún seint á fjórða áratugnum undir dulnefni eftir að dyrum leikhús- anna hafði verið lokað fyrir henni af pólitiskum ástæðum eftir að hún samdi umdeiltverk um borg- arastriðið. Kenurnar á Niskavuori lýsa átökum milli bændamenningar- innar, landsins, jarðarinnar ann- ars vegar og hinnar nýju, upp- lýstu borgamenningu með sinu tilfinningaleysi hins vegar. Verk- ið er hlaðiö kimni og meitluðum lífssannindum og allt kom þetta feiknavel til skila i fágaðri upp- setningu Kaisu Korhonen. Hafi Svenska Teatren heila þökk fyrir komuna. Sverrir Hólmarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.