Þjóðviljinn - 09.09.1981, Blaðsíða 6
fi SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. september 1981
Aður en gripið var til
þessara aðgerða, var því spáð
að verðbólgan myndi verða um 70%
á þessu ári.
I staðinn er raunin sú,
að verðbólguhraðinn er kominn
niður undir 40% og verður um 40%
innan ársins 1981.
Við skulum gera okkur vel ljóst,
að það sem mestu skiptir
um lifskjörin er ekki magn,
heldur gæði þeirrar þjónustu
og þeirra kjara,
sem við búum við á hverjum tíma.
Við höfum orðið þess vör,
að viðhorf okkar eiga vaxandi
stuðningi að mæta,
enda er Alþýðubandalagið nú
eina aflið, sem af ábyrgð
og raunsæi hefur þrek til þess
að standast árásum
afturhaldsaflanna snúning.
Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, formaður Alþýðubandalagsins:
Varnarmúr um lífskjörin
Ræða flutt á almennum
stjórnmálafundi í Vík
í Mýrdal 4. september sl.
Svavar Gestsson hélt þessar ræbu á almennum stjérnmálafundi I Vlk f
Mýrdal og mun þaö hafa veribeinn fjölmennasti stjóriimálafundur sem
þar hefur veriö haldinn um langan tima.
Fyrir nokkrum dögum átti ég
þess kost að sitja fund félags-
málaráðherra Norðurlanda.
Fundurinn ræddi um það hvernig
unnt væri að bæta félagslega
samhjálp nútimasamfélagsins
þegar hagvöxtur fer minnkandi. í
megindráttum má segja að
vandamálinséusvipuö viðfangs á
öllum Norðurlöndunum, en þó er
eitt aðalatriði algjörlega frá-
brugðið á Islandi: Hér er full at-
vinna. Þegar norrænir starfs-
bræður mínir fjalla um félagslega
þjónustu koma þeir jafnan að at-
vinnuleysinu, þvi vofan ægilega
skilur hvarvetna eftir sig spor i
manniegu samfélagi: Það var
sama hvort rætt var um heil-
brigðismál, félagslega þjónustu
sveitarfélaga, skólamál, trygg-
ingamál — ævinlega var atvinnu-
leysið versti vágesturinn sem
skapaði ótal vandamál sem opin-
berir aðilar verða að glima við og
þó ekki sist á vettvangi dóms-
mála þar sem afbrotum fjölgar
stöðugt. Hrikalegast kemur þetta
vandamál fram gagnvart unga
fólkinu sem kemur vel menntað
úr skólakerfi Norðurlandanna út
á atvinnumarkaö þar sem gróða-
sjónarmið eru i fyrirrúmi þar er
þekkingu þessa fólks hafnað og
gert litið úr vinnuvilja einstakl-
inganna « Afleiðingarnar birtast i
stórfelldum félagslegum vanda-
málum og sjúkdómum, ekki sist
geðrænum og einn fylgifiskur at-
vinnuleysisins er vaxandi fikni-
efnaneysla, rikjandi vonleysi og
svartsýni. Hvergi hafa þessar
staöreyndir tekið á sig óhugnan-
legri birtingarform en i Bretlandi
þar sem þúsundir ungmenna fá
orku sinni útrás með innbrotum
og eyðileggingarstarfsemi. I
framhaldi af þessu blasir við alls-
herjarupplausn samfélagsins og
þá er skammt yfir i enn skelfi-
legri tiðindi eins og þau sem við
nú lesum um i sögubókum að
gerst hafi i Þýskalandi á dögum
Weimarlýðveldisins þegar
nasisminn skaut rótum og náði að
hremma æðstu völd með veru-
legum stuðningi i almenn m kosn-
ingum
Forgangsverkefni:
Atvinnuöryggi
Þessi mynd atvinnuleysisins og
afleiðinga þess er okkur íslend-
ingum framandi. Hér er það þó
venjan að gera jafnan meira úr
vandamálunum en efni standa til,
en ekkiminna. Hér á landi er ekki
atvinnuleysi og þau félagslegu
vandamál sem fylgja atvinnu-
leysinu þekkjast ekki hér á landi.
Enguaðsiður verðum við að gera
okkur ljóst að það gerist ekki
sjálfkrafa fyrir einhver tilvilj-
unarkennd náttúrulögmál að hér
er haldið uppi fullri atvinnu.
Stefna stjórnvalda birtist i þvi að
leggja áherslu á þetta megin-
atriði og i stjórnarsáttmálum
þeirra rikisstjórna, sem Alþýðu-
bandalagið hefur verið aðili að
frá 1978 hefur atvinnuöryggið
jafnan haft forgang. Núverandi
rikisstjórn mun ekki liða það að
atvinnuleysisvofan ráðist á lifs-
kjör almennings eins og á „við-
reisnarárunum” og mun gera allt
sem i hennar valdi stendur til
þess að koma i veg fyrir slikt.
Engu að siður skulum við gera
okkur ljóst að hér er um að ræða
mikið verkefni sem i framkvæmd
getur kostað það að önnur mark-
mið viki til hliðar um sinn, enda
verkefnið svo stórt að það hlýtur
að hafa forgang fram yfir allt.
I þessum efnum eins og öðrum
skiptast stjórnmálasjónarmið i
tvær meginfylkingar, annars
vegar eru þeir sem halda þvi
fram að atvinnustarfsemin eigi
eingöngu að lúta lögmálum
einkagróðans, hins vegar þeir
sem leggja áherslu á margvisleg
félagsleg sjónarmið, jafnréttis-
sjónarmið og byggðasjónarmið
en þó framar öðru á það grund-
vallaratriði að Islendingar eigi
svo trausta bjargræðisvegi að
okkur takist að tryggja sjálfstæöi
þjóðarinnar ,efnahagslegt jafnt og
stjórnarfarslegt. Þau öfl sem
vilja að fjármagnið hafi forystu
eru I litlum minnihluta með þjóð
okkar og enginn stjórnmála-
flokkur nýtur fylgis til þess að
koma hægri sjónarmiðum i fram-
kvæmd. Þeim viðhorfum var til
dæmis hafnað hér á landi i siðustu
kosningum með eftirminnilegum
hætti þegar „leiftursókn” Sjálf-
stæðisflokksins var kveðin i kút-
inn og þegar stefnu viðreisnar-
stjórnarinnar var jafnframt visað
á bug. En við þurfum enn að vera
vel á verði hér á landi þvi is-
kaldur hægri vindurinn fer hratt
yfirálfur um þessar mundir. Það
kemur fram i Bretlandi og i
grannriki okkar Noregi er engu
likara en stjórn hægriflokksins sé
yfirvofandi og þar með yrðu
kaflaskipti i stjórnmálum á
Norðurlöndum þvi slikur flokkur
hefur aldrei komist til útslita-
áhrifa á Norðurlöndunum fyrr.
Skortur á skýru
andsvari
Hér er þvi ástæða til að staldra
við og velta fyrir sér hvað er að
gerast. Hvernig stendur á þvi að
velferðarþjóðfélagið norræna
kallar á „leiftursókn”, afturhald
af svartasta toga á sama tima og
hagvöxtur fer minnkandi og öllu
skiptir i raun, að kjósendur sem
eru að yfirgnæfandi meirihluta
launamenn, standi á verði um
þau lifskjör sem verkalýðshreyf-
ing og vinstrimenn hafa tryggt
með stjórnmálastarfi liðinna ára-
tuga. Skýringarnar á þessum tið-
indum eru margar og sjálfsagt
eru ekki allir sammála um þær.
Helsta skýringin er að minu mati
skortur á skýru andsvari við
kreppueinkennunum, sem veldur
þvi að sósialdemókrataflokk-
arnarnir hafa ekki megnað að
veita nægilega viðspyrnu.
Þessir flokkar og forystumenn
þeirra hafa i raun verið á flótta
undan „leiftursókninni” i stað
þess að búast til varnar með þvi
að benda á ný úrræði og nýja
kosti. Hægri öflin hafa rekið flótt-
ann og háfa siðan með þvi að
vinna kosningasigra tryggt sér
valdaaðstöðu til þess að niða
niður áratuga baráttu fyrir bætt-
um kjörum og betra mannlifi. En
hver má þá vera okkar vörn hér
á þessu landi?
Ég tel að sú rikisstjórn sem
mynduð var i febrúarmánuði 1980
sé einn hlekkur þeirrar varnar-
keðju sem þarf að styrkja á fleiri
sviðum hér á landi. Með rikis-
stjórninni var tekin ákvörðun um
það að halda áfram eflingu marg-
háttaðrar félagslegrar þjónustu
og þar var einnig tekin ákvörðun
um það að reyna að leysa efna-
hagsvandann i'samráði og sam-
starfi við launafólk eftir þvi sem
frekast er kostur. Þar með varð
stjórnarsáttmáli þessarar rikis-
st jórnar i raun samningur um það
að langvinnu upplausnarástandi
lyki og þar með komið i veg fyrir
þann háska sem sliku ástandi
fylgir og áður var minnst á.
1 stjórnarsáttmálanum birtist
grundvöllur stjórnarstarfsins og
rikisstjórnin hefur leyst verk-
efnin á þeim grundvelli og innan
rikisstjórnarinnar hefur skapast
eðlilegt vinnuandrúmsloft. t heild
hefur þvi stjórnarsamstarfið tek-
ist vel og þar hafa allir stjórnar-
aðilar lagt sig fram um að leysa
úr vandanum með lýðræðislegum
hætti. En þar með er ekki sagt að
komin sé allsherjarlausn allra
vandamála. Þvi fer viðsfjarri, en
margt hefur tekist allvel, sumt
vitaskuld miður, en yfirleitt hefur
samstarfið verið gott.
Aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar
Það sem mér er efst i huga i
starfi rikisstjórnarinnar I sextán
mánuði er tvennt: 1 fyrsta lagi
hefur á hennar tið verið sett lög-
gjöf um margvisleg félagsleg
málefni sem munu þegar hafa
veruleg áhrif á líf fólks og þegar
fram i sækir geta þau skipt
sköpum. Mér er þar ofarlega i
huga lögin um aðbúnað á vinnu-
stöðum, húsnæðislögin, lög um
skyldutryggingu lifeyrisréttinda,
lagasetning i þágu fatlaðra,
margvislegar lagfæringar á lög-
um um almannatryggingar, lög
um framkvæmdasjóð aldraðra,
lög um hollustuhætti og heil-
brigðiseftirlit, lög um eftirlaun
aldraðra og siðast en ekki sist lög
um fæðingarorlof. Á öllum þess-
um sviðum hafa veruleg tiðindi
gerst sem vert er að minnast og i
þessum lögum felast réttindamál
alþýðu sem verður að verja og
bæta i framtiðinni, en að baki
þeirra liggur áratuga barátta. I
öðru lagi tel ég að með stefnu nú-
verandi rikisstjórnar i efnahags-
málum hafi tekist að snúa af
þeirribraut sem áður var fylgt og
gat ekki leitt til neins annars en
efnahagslegs öngþveitis fyrir
þjóðina og þar með stefnt sjálf-
stæði hennar i hættu. Um siðustu
áramót tók rikisstjórnin ákvarð-
anir um aðgerðir i efnahags-
málum sem hafa skilað þeim ár-
angri sem að var stefnt. Aður en
gripið var til þessara aðgerða var
þvi spáð að verðbólgan myndi
verða um 70% á þessu ári. 1 stað-
inn er raunin sú að verðbólgu-
hraðinn er kominn niður undir
40% og verður um 40% innan árs-
ins 1981.
Þessi árangur hefur náðst með
þvi að gripið var til alhliða efna-
hagsaðgerða þar sem öllum var
gert að leggja nokkuð af mörkum
i baráttunni gegn verðbólgu.
Framlag launamanna voru 7% i
kaupi frá 1. mars.
Þrátt fyrir þetta hefur kaup-
máttur launa orðið betri á þessu
ári en ella hefði orðið og nú á
siðari hluta þessa árs fer kaup-
máttur launa batnandi. Astæð-
urnareru tvær. Fyrstsú að nú er i
gildi visitölukerfi sem bætir
launamönnum verðhækkanir
betur en áður og i annan stað er
verðbólgan mun minni en áður
sem kemur fram i betri kaup-
mætti. Þá var i efnahagsráðstöf-
unum rikisstjórnarinnar snúið frá
sifelldu gengissigi og gengi krón-
unnar aðlagað innlendum kostn-
Þau öfl sem vilja
aö fjármagniö hafi forystu
eru i litlum minnihluta
með þjóð okkar, og enginn
stjórnmálafiokkur nýtur fylgis
tii að koma hægri sjónarmiðum
í framkvæmd.
Skort hefur á skýr andsvör
við kreppueinkennum samtimans.
Sósíaldemókratískir flokkar
hafa i raun verið á fiótta undan
„leiftursókninni”, í stað þess
að foúast til varnar og benda á ný
úrræði og nýja kosti.
Ég tei að sú ríkisstjórn,
sem mynduð var
í febrúarmánuði 1980, sé einn
hiekkur i þeirri varnarkeðju,
sem þarf að styrkja
á fleiri sviðum hér á iandi.