Þjóðviljinn - 22.09.1981, Page 3
Þriðjudagur 22. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Hleypur á snærið
hjá lestrarhestum
Nýtt og
glæsilegt
bókasafn
í Kópavogi
Bókaormar i Kópa-
vogi eru svo sannarlega
öfundsverðir af nýja
bókasafninu sem var
opnað til útlána i gær.
Að Fannborg 3—5 hefur
bókasafnið nú breitt úr
sér i myndarlegum
húsakynnum, þar sem
nóg pláss er fyrir bækur
og gesti, böm sem full-
orðna. t»ar er hægt að
setjast niður og lesa.
Bókasafnið bjó áöur við
þröngan kost, starfsfólkiö lysti
þvi svo að varla hefði verið hægt
að snúa sér við án þess að rekast
á veggi eða húsgögn. Nú er öldin
önnur, stórir salir, góð vinnu-
aðstaða fyrir bókaverðina, kaffi-
stofa og góðar geymslur.
Nyja húsnæðið er 580 fermetr-
ar, hæð og salur 1 kjallara sem
verður innréttaður sem lestrar-
salur. Þar niðri verður einnig
geymt bókasafn ólafs ólafs-
sonar, sem bókasafn Kópavogs
festi kaup á, en i þvi er að finna
margan dýrgripinn og einkar gott
safn timarita. Þá er að finna
stóran eldtraustan skáp i
kjallaranum.
Kristin Björgvinsdóttir bóka-
safnsfræöingur gekk með
blaðamanni um safnið og sýndi
hvað það hefur upp á að bjóða.
HUn sagði að þaö teldist til
nýjunga að barnadeildinni er
skipt i tvennt, fyrir minnstu
krakkana sem bara skoða og svo
deild fyrir þau sem eru farin að
lesa. Bókasafnið hefur haldiö
uppi kynningum á bókum fyrir
börn og þvi verður haldið áfram
með sögustundum alla föstudaga.
Kristin sagði að ýmsar hugmynd-
ir væru á lofti um nýtingu safns-
ins, nú gæfust möguleikar sem
ekki voru áður til staðar, en það
kemur i ljós hverju hægt verður
aðhrinda i framkvæmd. öryrkja-
bandalagið á blokk i nágrenni
safnsins og sagði Kristin að það
gæfi fötluðum möguleika á að
koma I heimsókn, en safnið sér
einnig um heimsendingarþjón-
ustu.
í bókasafninu gilda þær reglur
að hver lánþegi má fá fjórar
bækur lánaðar, en dagana sem
flutningar stóðu yfir var gerð
undantekning. Þá voru lestrar-
hestarnir látnir hjálpa til við
flutningana meö þvi að taka 10
bækur með heim og skila þeim
svo aftur á nýja safniö.
Bókasafnið er mikið sótt, eins
og reyndar bókasöfn yfirleitt hér
á landi. Á siðasta ári komu 3161 i
safnið, en Utlán voru 122.000.
Starfsmenn eru 10—12, nokkrir i
hlutastörfum. Hrafn Haröarson
bókasafnsfræðingur er forstööu-
maður safnsins.
— ká.
•Síldarverðið: j
jFundað j
j í dag j
■ Enginn fundur var i yfir- !
I nefnd verðlagsráðs sjávar- |
" útvegsins i gær, um nýtt sild- ■
■ arverð, en að sögn Sveins I
® Finnssonar er búist við fundi "
Z i dag. I
I Aðeins einn fundur hefur ■
■ verið haldinn iyfirnefnd, um g
J[ sildarverðið, sl. fimmtudag, ■
■ og kom þar i ljós að langt bil g
■ er aö brúa milli kaupenda og JJ
" seljenda. — lg- ■
Bókasafn Kópavogs I nýjum húsakynnum. Allt er vel merkt og aðgengilegt fyrir bókaorma. Nokkrir starfsmanna safnsins stiiitu sér
app fyrir — eik. ljósmyndara f.v.: Þórunn Theodórsdóttir, Kristin Björgvinsdóttir, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, Kristin Guðmundsdóttir,
Magnús Gestsson, og Hrafn Haröarson forstöðumaður safnsins.
Afgreiðslufólk I verslunum á námskeiði að Bifröst.
Tímamót að Bifröst:
Fyrstu námskeið
verslunarfólks
64. skólaárið hafið með skólastjóraskiptum
1 sl. viku lauk i Samvinnuskól-
anum að Bifröst fyrsta námskeið-
inu fyrir samvinnustarfsmenn i
verslunum sem haldið er i tengsl-
um við Vinnumálasamband sam-
vinnuféiaganna i samræmi við
ákvæði kjarasam ninga. Stóð
námskeiðið fimm daga, og þátt-
takendur voru 23 talsins.
A næstu vikum verða fjögur slik
námskeið haldin á nokkrum stöð-
um á landsbyggðinni, en þessi
námskeið marka þau timamót i
námskeiðahaldi skólans, að nú
hefur þessi fræðslustarfsemi hlot-
ið viðurkenningu i kjarasamning-
um með þvi að launaþrep versl-
unarfólks eru við þau miðuð að
nokkru leyti.
Námskeiðsstjóri var Þórir Páll
Guðjónsson, en leiðbeinendur auk
hans þau Jóhanna Margrét Guð-
jónsdóttir, Niels Arni Lund og
Sigurður Sigfússon. Þótti nám-
skeiðið, sem að hluta til er ný-
lunda, takast með ágætum.
64. skólaár Samvinnuskólans er
nýlega hafið, en skólinn starfar i
þremur deildum, þe. Samvinnu-
skólinn að Bifröst, framhalds-
deildir i Reykjavik og nám-
skeiðahald i þágu samvinnu-
hreyfingarinnar og samvinnu-
starfsmanna. Framhaldsdeild-
irnar voru settar i Reykjavik 15.
sept. sl. og skólinn að Bifröst
verður settur i dag kl. 18. Þar
munu 75 nemendur stunda nám i
vetur, en 21 nemandi er i fram-
haldsdeildunum, sem lýkur með
stúdentsprófi. Haukur Ingibergs-
son lét á sl. sumri af starfi skóla-
stjóra Samvinnuskólans eftir 7
ára stjórn og hefur nú tekið að sér
önnur störf á vegum samvinnu-
hreyfingarinnar, en Jón Sigurðs-
son B.A. verið ráðinn skólastjóri
Frá störfum við skólann hverfa
nú einnig Niels A. Lund og Þórir
Þorvarðsson, en við taka Isólfur
Gylfi Pálmason og Sigrún Jó-
hannesdóttir.
Bæklingur um íslensk
tónskáld á sænsku
Tónlist
/
a
/
Islandi
tslensk tónlist verður i
sviðsljósinu i Stokkhólmi nú á
haustmánuðum. Það er ekki nóg
með að islenskir htjóöfæraleikar-
ar komi fram og leiki tónlist eftir
islensk tónskáid, heldur hefur
Stockholms Konserthusstiftelse
scnt frá sér 55 siðna mynd-
skreyttan bækling um tónlist á
tslandi. Höfundur ritsins er
Göran Bergendal og er hér um að
ræöa ritröð um tónlist.
1 bæklingnum segir höfundur-
inn að hann viljikoma til móts við
tónleikagesti og veita upplýs-
ingar um islenskt tónlistarlif.
Hann minnir á að islensk tón-
listarsaga sé ekki löng og að erfitt
sé að nálgast heimildir, útgáfa
tónverka sé álika tilviljanakennd
og duttlungafull og eldfjöllin. En
hvað sem þvi liði þá bjóði tón-
listarlifið á tslandi upp á mikla
breidd.
Tónlist á Islandi —um einangr-
un og alþjóðlegheit, eins og bækl-
ingurinn heitir er byggður þannig
upp að fyrst er sagt stuttlega frá
iandi og þjóð, en siðan vikið að
sönghefðinni i landinu. Þá er sagt
frá brautryðjendum meðal tón-
skálda, mönnum eins og Svein-
birni Sveinbjörnssyni og Páli
tsólfssyni og þeim alþjóða-
straumum sem þeir veittu til
landsins. Siðan er sagt frá hverju
tónskáldinu á fætur ööru, Jóni
Leifs sem gerð eru itarleg skil,
Þórarni Jónssyni og þvi, hvernig
fyrsti visirinn að synfóniuhljóm-
veit varð til.
Sagan er rakin frá einum
manni til annars, sagt frá Musica
Nova hópnum og þeim tón-
skáldum sem héldu honum uppi.
Bæklingurinn endar á þeim ungu
tónskáldum sem nú eru að ryðja
sér til rúms, Karólinu Eiriksdótt-
ur, Þorsteini Haukssyni,
Hjálmari H. Ragnarssyni, Askeli
Mássyni og Snorra Birgissyni.
Ekki er að efa að Islendingum
mun finnast fengur að þessum
ritlingi Göran Bergendal, þvi jafn
aðgengilegar upplýsingar um
nútima tónskáld, verk þeirra og
einkenni eru vandfundnar, en sá
gallier á gjöf Njarðar að ritið er á
sænsku, enda ætlað þarlendum til
fróðleiks.
— ká.
Steblin-Kamenski
Merkur rússneskur
norrænufræðingur
Steblín-
Kamenskí
látinn
Þann 17. september sl. lést i
Leningrad prófessor Mikhail
Steblin-Ka m enski, ágætasti
fræðimaður Rússa um Islenska
menningu og bókmenntir.
Steblin-Kamenski starfaði
langa ævi við háskólann i Lening-
rad og var yfirmaður norrænu-
deildar háskólans. Hann var mik-
ilvirkur útgefandi fornra
islenskra bókmennta, m.a. stóð
hann tvivegis að útgáfu á úrvali
Islendingasagna, að útgáfu á
Eddukvæðum, Snorra-Eddu og nú
siðast I fyrra Heimskringlu.
Suma textana þýddi hann sjálfur.
Steblin-Kamenskiskrifaði mikinn
fjölda greina um þessi fræði.
Af bókum hans má nefna:
„Menning lslands” (1967), sem
fjallar um sérstöðu islenskrar
menningar að fornu og nýju,
„Fornar norrænar bókmenntir”
(1979) sem er kennslubók fyrir
stúdenta i bókmenntasögu,
greinasafnið „Skáldskaparmál i
sögunni”, sem fjallar m.a. um
dróttkvæðan kveðskap (1978) og
„Góösögnin” (1976). Sú bók
Steblin-Kamenskis sem viðast
hefur farið er „Heimur Islend-
ingasagna” (1971), þar sem lögð
er mikil áhersla á að upplýsa
stöðu sagnaritarans og afstöðu
þrettándu aldar manna til sann-
inda og skáldskapar. Sú bók hefur
verið þýdd á islensku og mun
koma út innan skamms.
Steblin-Kamenski var áhuga-
samur Islandsvinur, stjórnar-
maður i félaginu Sovétrikin-
Island, heiðursdoktor við Háskóla
Islands. Hann heimsótti nokkrum
sinnum Island og var hér vina-
margur. Einhverju sinni bauð
Oxfordháskóli Steblin-Kamenski
til Englands i fyrirlestrarferð —
en hann kvaðst ekki geta farið.
Astæðan var sú, aö Bretar áttu i
þann mund i þorskastriöi við vini
hans, Islendinga. — AB.