Þjóðviljinn - 22.09.1981, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 22.09.1981, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. september 1981 In memoríam Hallgrímur Vllhjálmsson tryggingafulltrúi, Akureyri Fæddur 11. desember 1915— Dáinn 14. september 1981 Lygn streymir Don og lygnt rann ævifljót Hallgrims Vil- hjálmssonar tryggingafulltrúa Akureyri aö ósinum eilífa, en enginn sem til þekkti efaöist um aö þaö fljót væri bæði þungt og vatnsmikið. Viö héldum hjónin, siöast þegar leiöir okkar lágu saman að enn ætti þar eftiraö renna mikið vatn tilsjávar, og uröum ekki siöur en aörir undrandi á hverfulleik lífs- ins. Þvi þessar linur, — með kveðju frá okkur hjónum og Birni litla. Fundum okkar bar fyrst saman ioktóber 1975 er Hallgrimur, likt og svo oft siðar meö einurö, drenglund og hollráöum greiddi götu okkar á Akureyri. Hallgrimur haföi sérstakt lag á að birtast þegar ráöa var þörf og þegar hann fór var likt og aldrei heföi veriö þar vandamál. Uröu nú tiðir fundir okkar hjóna meö Hallgrími og hans ágætu konu, Asgeröi Guömunds- dóttur og löngum setiö fram eftir viö rabb og spil. Var aldrei aö finna aö aldursmunur væri þar á, þóttyfirburöa þeirra gættistrax i umræöu og vallarsyn. Vorum viö tekin allt í senn, sem félagar, vinirog börn þessara ágætu hjóna sem svo vel sameinuðu bestu eiginleika þingeysks stórhöfö- ingja og HUnvetnskrar sóma- konu. Er viö 1978 héldum frá Akur- eyri á ný fylgdu okkur góöar kveðjur og óskir um góöa endur- fundi. Þótt heimsóknir strjáluöust héldust tengslin með bréfaskrift- um og ekki hvaö sist er viö héld- um til Svfþjóðar — og hallaöi þá heldur á okkur ef eitthvað var. Alltaf var unun af bréfum Hall- grims, sem voru allt i senn, fræð- andi, uppörvandi og drjúg af holl- um rá öum. Oft furöuöum viö okkur á hve timi hans varö drjúgur — þvi áhugamál átti hann fjölmörg þó útivera,félags- og stjórnmál ættu hug hans mestan. Hallgrimur tók virka afstööu til flestra mála og ætiö drengilega og aldrei heyrö- um viö hann halla máli. Hann vann og langan vinnudag sem tryggingafulltrúi og forstöðu- maöur Tryggingastofnunar rikis- ins á Akureyri og taldi þar mikil- vægust mál kjör aldraðra og einn lifeyrissjóð fyrir alla landsmain, þvi jafnaðarmaöur var hann ekki aðeins i oröi heldur á boröi. Óhætter aö fullyröa aö fáir hafi veriö svo gjörkunnugir trygg- ingamálum og löggjöfum al- mannatrygginga sem Hall- grimur. Við áttum aðeins skamma stund meö Hallgrimi og þvi margir aörir sem betur kunna að segja sögu hans — en af þeim þunga sem á okkur lagöist við þá váfrétt aö Hallgrimur væri allur, skiljum við aö mikill er harmur þeirra sem áttu hann allan og betur þekktu. Viö sjálf rifjum upp stuttkynni og seinustu fundi i ágúst siöast- liönum er viö Elinborg kynntum Björn litla Hallgrimi og konu hans Ásgerði aö Viðivöllum Akur- eyri og var þaö honum vel aö skapi. Við þökkum af alhug góð en þvi miður stutt kynni. Við sendum Asgeröi, börnum, tengda- og barnabörnum samúöarkveðjur og óskum Hall- grimi vini okkar góðrar heim- komu og guðsblessunar. Arnar, Elinborg og Björn. Minning Olafur Halldórsson verkamaður Fæddur 7. febrúar 1898 — Dáinn 15. september 1981 Þegar ég kveö vin minn ólaf Halldórsson þá rifjast upp fyrir mér margar minningar, m.a. hugljúfar æskuminningar. Ég held að það hafi verið i 9 ára bekk ibarnaskóla aö nyr strákur kom i bekkinn. Sá var Halldór B. Stefánsson. Þaö atvikaðist svo þótt við værum tortryggnir á ný- liöa aö hann var fljótlega tekinn i innstu klíku. Og hann varðeinn af mínum góöu bernsku- og æsku- vinum. Nokkuð fljótlega fór ég mdl) Halldóriheim til hans.Hann átti heima hjá aldraöri ömmu sinni og fóstra sinum, sem var fóöurbróöir hans. Þetta var i gömlum og hrörleg- um kjallara vestur á Bræðra- borgarstig. Þessigamla kona var undurgóð, ef kalt var úti þá lét hún okkur setjast viö ofninn þvi það var ekki heitt inni heldur. En hún var þvi hlýrri. Ef við vorum blautir i fæturna þá þurrkaði hún sokkana og ef vel stóö á ef Ólafur haföi t.d. haft vinnu alla vikuna þá gaf hún okkur heitt súkkulaöi. Mikiö ieið manni alltaf vel 1' ná- vist þessarar gömlu konu. Þessi gamla og þreytta kona austan af fjöröum bjó yfir einhver/i þeirri hlýju og mildi sem ég get ekki lýst, en minningin um hana yljar mér enn um hjartarætur. Og ég kynntist Ólafi lika. Hann vann á Eyrinni, þegar vinnu var aö fá, hlýr og kátur, lágvaxinn en snar og kvikur i hreyfingum. Á þessu heimili komst ég i bækur sem ég hafði litið kynnst áöur. Ég man eftir aö ólafur lánaöi mér bókina „Móöirin” eftir Maxim Gorki, það var ekki sú eina af þei rri gerð. Ó laf ur var á einhvern hátt þeirrar gerðar aö börn lööuö- ust að honum. Ólafur Halldórsson var fæddur að Krossi á Berufjarðarströnd 7. febrúar 1898 sonur hjónanna Elisabetar Brynjólfsdóttur og Halldórs Halldórssonar. Barn- ungur flutti hann meö foreldrum sinum og systkinum að Hafnar- nesi viö Faskrúðsfjörð. Innan viö 10 ára aldur var hann farinn að stunda sjóróöra á trillu og þegar hann er 16 ára er hann oröinn for- maöurá trillu. Siöan liggur leiöin til Vestmannaeyja á vetrarvertiö eins og svo margra austfiröinga i þá tiö. Þær urðu 11 vetrarvertið- irnar sem hann var á mótorbátn- um „Glað” frá Vestmannaeyjum með þekktum aflamanni. Siðar fluttist hann alfarinn til Vest- mannaeyja með móöur sinni, sem þá var oröin ekkja. Arið 1930 flytjast þau til Reykjavikur og um þaö leyti missti bróöir hans Stefán Halldórsson eiginkonu sina frá tæplega 3ja ára syni. Þá tóku Ólafur og móðir hans Hall- dór aö sér. Og nú viö lát Ólafs skiljast fyrst leiðir þeirra. Er til Reykjavikur kom stundaöi ÓlafurEyrina á vetrum og var á sild eöa handfæraveiöum á suijirum. Um 1940 fær hann stööuga vinnu hjá Eimskip og vannþar sem hafnarverkamaður um 30 ára skeiö. Þetta er aöeins upprifjun á ytri starfsferli ólafs, en hUn segir ákaflega fátt um manninn Ólaf. Sannleikurinn er sá aö þó Ólafur væri litill vexti þá var hann einn harðduglegasti dugnaöarmaöur viö alla vinnu sem hann snerti á, hvort sem þaö var á sjó eða landi. Þaö var t.d. engin tilviljun aö á striÖ6árunum báöu vélstjórar á skipunum um aö Ólafur væri látinn lempa kol- um i boxum, ekkisist efst í þeim upp undir dekki. En þaö var ein sú erfiöasta vinna sem hægt var að láta menn i og alls ekki sama hver starfiö vann. Ég held aö ég hafi veriö eitthvaö um 18 ára þegar ég vann nokkra daga meö Ólafi við aö stafla 200 punda sekkjum. Ég slagaði heim að kvöldi, en Ólafur lék viö hvern sinn fingur og þegar hætt var á Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágúst mán- uð 1981, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4.5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. október. Fjármálaráðuneytið, 21. september 1981. kvöldin þá var hann eins og hann væri að byrja aö morgni. Ólafur var itvö lestinni hjá Eimskip sem kallaö var. Þar voru nokkrir öö- lingar — eitt einkenni þeirra var aö ef unglingar komu i lestina til þeirra þá vernduðu þeir þá og gættu fyrir slysum, leiöbeindu þeim viö vinnu og umfram allt að þeir ofreyndu sig ekki i bakinu, sögðu þeir. Og tóku oft á sig þeirra vinnu. Strax i Vestmannaeyjum tók Ólafur virkan þátt i verkalýös- baráttunni. 1 sviptingum og átök- um er þar uröu i vinnudeilum hliföi hann sér hvergi. Maðurinn var svo einlægur sósáiisti og rétt- lætiskennd hans var svo rik að fágætt var. 1 öllum átökum Dags- brúnar var hann ómetanlegur, þó heyröi ég þennan mann aldrei prédika, og aldrei leggja illt orö til annars fólks, skapið var svo gott, dagfarsleg gleöi svo rik, aö ég held aö öllum hafi veriö hlýtt til þessa manns. Ég veit ekki hvort Ólafs veröi nokkurn tima getiö I annálum eöa sögulegum heimild- um, hann var einn aí þessum mönnum sem voru vikingar til allrar vinnu með stálvilja, einn af þessum nafnlausu mönnum, sem lagði grunninn aö verkalýðsfélög- um og átti rikulegan þátt i aö breyta þessu þjóðfélagi tii aukins jafnaöar og réttlætis. Eftir aö Halldór fostursonur hans giftist var hann til heimilis hjá þeim hjónum. Siöustu mánuð- ina dvaldi hann á Hrafnistu þrot- inn að heilsu og kröftum. Við Dagsbrúnarmenn þökkum Óiafi samfylgdina og starfið. 1 dag fer fram Utför Ólafs, þegar þessi aldni verkamaöur er lagður til moldar þá er gott aö hafa átt þennan mann aö samherja og vini. Menn meö slikan æviferil eru salt jaröar. Atorka, réttlæti og bræöralag hvila yfir minningu hans. Guörn. J. Guömundsson. 1 dag veröur jarösettur i Foss- vogskirkjugaröi, Ólafur Hall- dórsson, verkamaöur Brúnastekk 3, Reykjavík. ólafur, eöa óli frændi eins og viö kölluöum hann, fæddist aö Krossi á Berufjaröar- strönd þann 7. febrúar 1898. Óli bjóhjá foreldrum sinum, Halldóri Halldórssyni og Elisabetu Brynjólfsdóttur lengst af i Hafnarnesi viö Fáskrúösfjörö, þar til hann missti íöður sinn áriö 1924. Hann bjó siöan meö móöur sinni á sama staö til 1928. Þaö ár fluttu þau mæöginin til Vestmannaeyja og siöan tii Reykjavikur áriö 1930. Atvikin höguöu |>vi þannig aö þau mæöginin Elisabet og Óli tóku fööur okkar i fóstur og ólu hann upp. Og áttu þeir óli siöan alltaf heimili saman. Aö þeirra tima hætti byrjaöi Óli aö erfiöa barn aö aldri, strax eöa jafnvel áöur en kraftar leyfðu. Framan af stundaöi Óli aöallega sjómennsku, var ma. 11 vertiöir i Vestmannaeyjum. Eftir aö til Reykjavikur kom, vann hann fyrstu árin þau verk, sem til féllu á vetrum, en fór á sfld á sumrin. En frá byrjun seinna striös starf- aöi hann nær eingöngu sem hafnarverkamaöur hjá Eimskip, þangaö til aö hann varö aö hætta vegna aldurs. Erfið kjör æskuáranna og ótrygg afkoma i kreppunni, mót- uöu viöhorf hans I mörgu. Seigla viö aö ná I vinnu og aö halda henni voru dyggöir, sem hann mat mikils. Enda varö þaö aldrei haft gegn honum aö hann leysti ekki verk sin af hendi með trú- mennsku og dugnaöi. Trúmennska Óla viö atvinnu- rekendur átti þó skýr mörk. Þótt hann seldi þeim vinnuafl sitt refjalaust, vildi hann ekki bjóða þeim neitt sjálfdæmi um kaup og kjör. Hann skipaöi sér undir merki verkalýöshreyfingarinnar löngu áöur en þaö þótti sjálfsagt aö allir væru I verkalýösfélagi og hreyfingin bókstaflega barðist fyrir lifi sinu. Þá þurfti oft aö beita handafli til að lægja rostann I leiguþýjum atvinnurekenda og þá lét Óli ekki á sér standa. Óli frændi veitti sjálfum sér ekki mikinn munaö um dagana, hann var alltaf aö þræla fyrir og hugsa um velferö annarra þéirra sem honum þótti vænst um. Hann var maöur hreinskiptinn, laus viö alla undirhyggju, en orðhvatur. Við ólumst upp með Óla og nut- um ástar hans og umhyggju svo lengi sem heilsa hans leyföi. Þegar viö kveðjum hann i dag er bjart yfir þeim minningum, sem honum eru tengdar. Asta, Ella, Ólöf og Palli. Styrkir til náms i Sambandslýðveldinu Þýskalandi Þýska sendiráðið i Reykjavik hefur tilkynnt islenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa Islendingum til náms og rannsóknastarfa i Sambandslýö- veldinu Þýskalandi á námsárinu 1982—83: 1. Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. 2. Þrir styrkir til að sækja tveggja mánaða þýskunám- skeið sumarið 1982. Umsækjendur skulu hafa lokiö eins árs háskólanámi og hafa góða undirstööukunnáttu I þýskri tungu. 3. Nokkrir styrkir til visindamanna til námsdvalar og rannsóknastarfa um allt að fjögurra mánaða skeið, og 4. Nokkrir styrkir ætlaöir námsmönnum i hugvisinda- greinum til að sækja þriggja-fjögurra vikna sumar- námskeið. Umsækjendur skuiu hafa lokiö eins árs há- skólanámi og áskilin er næg kunnátta i þýskri tungu. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6,' 101 Reykjavik, fyrir 25. októ- bern.k. Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást i ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 17. september 1981. jjjf^ Fulltrúastaða í ® utanrikisþjónustunni Staða háskólamenntaðs fulltrúa i utan- rikisþjónustunni er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist utanrikisráðu- neytinu, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavik, fyrir 10. október 1981. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 17. september 1981.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.