Þjóðviljinn - 03.10.1981, Page 3

Þjóðviljinn - 03.10.1981, Page 3
Helgin 3. — 4. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Ein er leiö til Edinborgar Ferðasaga Huga Hraunfjörð verðlaunahafa í áskrifenda- getraun Þjóðviljans Nú hefir Þjóðviljanum tekist eftir 41 árs baráttu að vinna sig upp á kynnis- stig borgarablaðanna og bjóða kúnnanum rauðan belg fyrir gráan og boðið mér ferð til Edinborgar ásamt félaga. Sonur minn verður fyrir valinu. Auövitað verður mér á skyssa sem og öðrum mönnum. Og i hrifningu andartaksins þegar ég er vakinn upp að morgni dags 11.9. með boðsferð til Edinborg- ar að bjóðast til að skrifa um ferðina. Nú er frá þvi að segja að ég er öryrki og geng ekki heill til skógar, þótt ég fyrir rangar hugmyndir leyni heilsufari. Það hefur aldrei þótt til sóma á Is- landi að vera óvinnufær og ókonutækur. Hugi Hraunfjörð. Viö Islendingar miðum allt við þaö, það er aö segja karl- kynið, að vera konum fremri. Viö vöknum upp af vondum draum, þegar við uppgötvum einn daginn að kona er okkar forsvarsmaður. Auðvitað er kona maður, bara ekki karl- maður. Og þá minnist ég ósam- ræmisins i lifinu. Illa löngum likar mér lifið táli grunaö. Geri ég rétt ei getið er, geri ég rangt er munað. Það er erfitt þetta mannlif, enda hef ég brotist yfir stórfljót til að pissa i lækinn. Já vel á minnst ég var að tala um Edinborgarferð. Það er ein- mitt 18.9, klukkan er 5 að morgni og ég er vaknaður. Reyndar ekki sofnaöur. Ferða- hugurinn er svona mikill. En það er annað verra, ég svaf ekki nóttina áður. Ég á erfitt með svefn. Klukkan 5.30 erum við komnir á fætur feðgarnir og innan tiðar fáum við okkur leigubil á Loftleiða- hótelið, og þá er feröin hafin. Það er 15 stiga hiti á Kefla- vikurflugvelli og suddi. Yfir heiðum alvaldans cykur heiður landans. Hleypa á skeiði i skýjafans skunda leiðir andans. A Glasgow-flugvelli er 14 stiga hiti og suddi sýnu meiri en i Keflavik. Lendingin er ein hin besta lending sem ég hef um borið, og hef ég þó oft flogið. Flugmenn eru sko ekkert lakari þótt þeir fljúgi hjá Arnarflugi en ekki Loftleiöum. Og nú er eftir leiðin til Edin- borgar. Það er einkennilegt aö þvi var haldið leyndu aö flogiö væri til Glasgow en ekki Edinborgar. Farið er i „bössa” frá Glasgow, bifreið eða lest. Semsagt það er ekki flogið þangaö frá Islandi. Þaö var mér ekki til trafala þvi ég trúi engum, ekki einu sinni Þjóðviljanum né ferðaskrif- stofunni Úrval. i Edinborg Sólin vermir og skin ,,og hýr gleöur mann” — En það er fleira sem gleöur augað i Edin- borg. Byggingarstillinn er sér- stæður. Hann er ekki enskur og allt i einu verður manni ljóst að England og Skotland eru tvö að- skilin lönd. Enskan er mál Tjallanna, en Skoskan er hin forna islenska. Þegar þú heyrir Skota tala saman er islensku- hreimurinn slikur að þú skilur hvert orð. Og þaö er annaö skylt meö Edinborgarmönnum og Hafnfirðingum. Skotasögur og Hafnarfjarðarbrandarar eru staðleysur. Ég held að Skotar séu svo likir Islendingum, að þeir vilji heldur upplognar sögur en sannar. Allavega eiga Skotar það sam- eiginlegt með Islendingum að þeim þykir meira til sin koma en Englendinga. Það eru mörg skemmtileg söfn i Edinborg og þó held ég að það sem mér finnst merkilegast i Skotlandi þaö, að unglinga- vandamál er ekki til. Ommur og afar eru ékki kúguð til að passa barnabörnin sin. Skosk hjón hafa sjálf gaman af að sjá um sin börn. Og þau eru vaxin upp úr barnaskapnum þegar þau stofna heimili og þykir skömm að snúa sér til pabba og mömmu, enda eiga þau lengri menningararfleifð en islensk hjónaleysi. Skirlifs mig ei böndum bind bregst ei fögrum konum, alltaf get ég einni synd á mig bætt að vonum. Það er seinfariö fyrir öryrkja að hlaupa um Edinborg og það sem helst skyldi skoða. Og hver er kominn til með aö segja hvað er þá helst. 1. Á ég að kynna mér verkalýðs- samtökin og þeirra baráttu? 2. Atti ég að kynna mér list og menningu Skota? 3. A ég að kynna mér kvenna- samtökin og þeirra baráttu? Ég hef aöeins tvo daga upp á að hlaupa i Edinborg. Það tekur einn dag að koma og einn dag aö fara. Semsagt af þessum 4 dög- um eru bara tveir eftir til þess að skoða borgina. Annan daginn sá ég fegurð hennar, hinn daginn gallana. Fegurð er fólgin i hinum forna byggingarstil, sem byggingar- menn nútimans hafa ekki auga fyrir. Gallarnir eru: Oþægindin fyrir hina veikbyggöu sem nú- timabyggingarmenn hafa naumast áttaö sig á. Dyraverð- irnir i Edinborgarkastala hafa þó varað sig á þessu, þvi ég fæ frian inngang i kastalann með sinum stigum, tröppum og tor- færum, sem verða þar á leið okkar. Skotar eru snyrtilegir i klæða- burði, og islenskar konur gera ekki meir en að halda i við þær skosku. Föt eru ódýr og hag- stætt að versla. Sem betur fer á ég enga konu til að eyða aurunum minum i fatakaup, svo ég get eytt þeim i bjór án þess aö blikna eða blána. Já, það er með ólikindum hvað hagkvæmt er að versla i Edinborgarkastali og Princess Street, aðalgata borgarinnar Edinborg, og það liggur við að maður fái ást á Thatcher, og langi til að senda Geir út til Edinborgar til náms, meðan sólin skin frá austri til vesturs yfir fjörðinn Firth of Forth og gamla The Forth Bridge stend- ur. Það er aö segja, gamla, fallega skritna brúin. Verst af öllu sem ég veit er það að ég skuli vera svona gamall og gleyminn að gleyma myndavél- inni. Það man ég ekki fyrr en ég sé þá fegurstu konu sem ég hef séð um dagana. Þvi er þaö sem ég fer i kastal- ann gegnt Princess street, sem endurbyggður var á sjöundu öld, og get ekki tekiö mynd af þessari elstu byggingu Edin- borgar, en rétt hjá kastalanum er Outlook Tower. Þar má sjá Framhald á 26. siðu. ú erum við KOA4NIR miðsvæðis 6] FLaTTOMTÆ) SKIPHOLTl 7 STONDCIM ÞAR ELDHRESSIR OG TILBCINIR AÐ TAKA Á MÓTIYKKGR SIMRAD ITT Siglinga- og fiskileitartæki FRIÐRIR A. •JOVSSOV HF. Skipholti 7 símar 14135 — 14340 sjonvorp, hljómflutningstæki, video, heimilistæki o.fl. m Skipholti 7 símar 20080 — 26800

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.