Þjóðviljinn - 03.10.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 03.10.1981, Page 6
6 StDA<^ ÞJÓDVICJtNN Helgiif á.- -* 4. októbér 1981 r f * * fú.s.v » » 4 * »%* « » * « ♦ « XDJOÐVIUINN Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir úmsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Símavarsia: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. son.Jón Guðni Kristjánsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Jónsdóttir. i Crtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Reykjavik, simi 8 13 33. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Prentun: Blaöaprent hf.. Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (itgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. rátstjörnararcin Árangri náð í dagvistarmálum • Meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gengið vel að efna loforð vinstri f lokkanna um úrbætur í dagvistarmálum og breytingar á innra starfi í dag- vistarkerf inu. Þegar þessu ári lýkur hafa verið byggð heilmingi fleiri dagheimili heldur en á öllu sfðasta kjör- tímabili Sjálfstæðisfiokksins í Reykjavík, eða 12 á móti 6. Um næstu áramót verða 3170 pláss á dagvistunar- stofnunum borgarinnar og hafa577 þeirra eða 18% bæst við f rá miðju ári 1978. Þar við bætist að verið er að bjóða út byggingu þriggja dagheimila til viðbótar sem opnuð verða á næsta ári. • Það er ekki ósennilegt að mun sterkari itök kvenna í stjórnun borgarkerfisins á þessu kjörtímabili en áður hefur tíðkast ráði nokkru um að dagvistarmálin hafa færst í betra horf. i félagsmálaráði borgarinnar og stjórnarnefnd dagvistarstofnana, þar sem konur eru í meirihluta, hefur verið unnið gott og ötult starf undir forystu þeirra Gerðar Steinþórsdóttur og Guðrúnar Helgadóttur. • Árangurinn kemur meðal annars fram í því, að nú eru mun færri börn á biðlistum eftir dagvistun en áður. Áárunum 1967 til 1978 voru að jafnaði 1700 börn á biðlist- um, en nú eru þau innan við 1400. Þetta segir þó ekki alla sögu. Siðan dagmæðrakerf ið var sameinað dagheimilun- um fá f lestir einhverja úrlausn og börnin sem nú eru á biðlistum eru því ekki í reiðileysi. Tvö hundruð þeirra eru innan við tveggja ára aldur, en börn eru ekki tekin á leikskóla fyrr en þeim aldri er náð. Þá eiga börn giftra foreldra og foreldra í sambúð aðgang að biðlistum á dagvistunarheimili borgarinnar, en áður komu aðeins svokallaðir forgangshópar til álita. Að öllu samanlögðu er þvi Ijóst að stórbreyting hefur orðið á til batnaðar það sem af er kjörtimabili meirihluta Alþýðubandalags, Framsóknarf lokks og Alþýðuf lokks í borgarstjórn. • Hér er þó aðeins um talnalegan samanburð að ræða sem ekki segir alla sögu. Samþykkt hef ur verið í borgar- stjórn iætlun um uppbyggingu dagvistarheimila sem gerir ráð fyrir að þörf fyrir dagvistarrými verði full- nægt fyrir lok þessa áratugar. Einnig hafa verið sam- þykktar í borgarstjórn tillögur starfshóps um innra starf dagvistarheimila. Margaraf tillögum hópsinseru þegar komnar til framkvæmda, svo sem blöndun aldurshópa, sveigjanlegur starfstími, foreldrasamstarf og ýmislegt fleira. Þá hefur Alþingi samþykkt að láta gera námsskrá fyrir dagvistarheimili, en hópurinn gerði tillögur þar að lútandi. • ( byrjun kjörtímabils voru dagvistarheimili opnuð í ríkari mæli en áður þroskaheftum bömum. Ráðnir hafa verið sálf ræðingar til starfa við dagheimilin og á þeirra vegum starfar einnig fafkennari. Snemma á kjörtímabilinu var dagmæðrakerfið sameinað stjórn dagvistarstofnana og starfa nú fimm starfsmenn við eftirlit með því. Þá er að Ijúka sameiningu gæsluvalla borgarinnar og dagvistarkerfisins, en Ijóst var orðið að nýting gæsluvalla hafði farið hraðminnkandi, og má hugsanlega nýta einhverja þeirra fyrir leikskóldadeild- ir. • Stjórn dagvistarheimila hefur reynt að bæta kjör starfsmanna og vinnuaðstöðu alla, og höfð hefur verið náin samvinna við starfsmenn dagvistarkerfisins um allar þær margháttuðu breytingar sem gerðar haf a verið og framundan eru. Breytingar á innra starfi dagheimil- anna eru ekki síður mikilvægar en hröð uppbygging eins mikilvægar uppeldisstofnanir og dagheimilin eru orðin. En halda verður vel á spöðunum í náinni framtíð eigi ástandið að geta talist viðunandi og svo takast megi að ná settu marki. Leikskólinn við Hólaborg, sem senn verður tekinn í notkun, er tilraun til þess að byggja ódýrt einingahús úr timbri yfir dagvistarstofnun og reynist það vel, er ef til vill fundin leið til þess að hraða upp- byggingu dagvistarkerf isins enn f rekar. — ekh. úr aimanakinu Að morgni miðvikudagsins 30. september sat ég að venju við eldhúsborðið með tebollann minn til hægri handar og Þjóð- viljann fyrir framan mig. Sem ég er að fletta blaðinu nemur auga mitt staðar við yfirskrift leiðarans og ég hrökk óþyrmi- lega við. Fleiri tslendinga, stóð þar stórum stöfum. Þegar betur varað gáð fjallaði leiðarinn um skort á vinnandi höndum á Austfjörðum og fyrir vestan, en við þurfum fleiri tslendinga var niðurstaðan án þess að nokkuð væri skýrt hvernig ætti að fjölga þeim. Það sem kom mér til að hrökkva við, var aö ég hef viða rekist á ofannefnda setningu i öðru samhengi og verra. Það er nefnilega stutt frá kröfum / hugmyndum um nauðsyn mannfjölgunar yfir i umræður um bann við fóstureyöingum og þau stórmál sem varða konur svo miklu: hver á að ráða yfir líkama konunnar og þar með mannfjölguninni, hún sjálf eöa karlveldið? Hér er komið að grundvallarþættinum i frelsis- baráttu kvenna, þvi atriöi sem tekist hefur veriö á um aldir og árhundruð, yfirráöunum yfir auðlindinni KONU sem gerir allt i senn að framleiða nýtt vinnuafl, taka þátt i fram- leiöslustörfum og þjóna þvi vinnuafli sem komið er á legg. Nú dettur mér ekki til hugar aö væna ritstjórann um að vilja þrengja aö konum á nokkurn hátt. Mig grunar einfaldlega að hann hafi ekki fylgst með þeim umræöum sem nú geysa viða um lönd og eru kenndar við hreyfinguna „Réttur lifsins” og kem ég þá að ástæðunni fyrir viðbrögöum minum þennan morgun. I Bandarikjunum er nú i gangi mikil barátta um frjálsar fóstureyöingar. 1 kjölfar hægri sveiflunnar sem feykti Reagan upp i forsetastólinn hefur hreyf- ingum sem berjast fyrir banni viðfóstureyöingum vaxið fiskur um hrygg. Sviar, Frakkar, ttalir og fleiri hafa fengið sinn skammt af „hetzinu”. Yfir- skriftirnar eru i ætt við þessar: ,1 Auschwitz dóu 6 miljónir, 2 miljónir deyja árlega i Banda- rikjunum”, „Fdstureyðing er morð, veljið lifiö”. Hreyfingin hefur hengt upp skilti með myndum af fóstrum i ruslafötu hvar á stendur: hver leyfði sér að troða siöferðisinu upp á þessi börn og þannig mætti lengi telja. Reagan forseti hefur heit- ið hreyfingunni stuöningi sín- um, svo þaö er von að konum i Bandarikjunum litist ekki á blikuna. Nú skal það tekið fram að fóstureyöing er neyðarúrræöi vestur þar sem hér á landi, en eina raunhæfa leiöin til aö draga úr fóstureyðingum er að auka fræöslu um kynlif og getnaöar- varnir og bæta félagslega aðstöðu kvenna. t Banda- rikjunum og viöar er einmitt hiö þveröfuga uppi á teningnum. Reaganstjðrnin sker og sker, félagsleg þjónusta er að verða að engu, skólakerfið er komiö undir skuröhnifinn og það þarf ekki aö leiöa getum að þvi á hverjum niöurskurðurinn bitnar verst; auðvitað minnihluta- hópunum og þeim sem verst eru settir, einkum og sér i lagi konum. Hvað er að gerast, af hverju beinast sjónir að fóstureyð- ingum? Margt kemur til. Fyrst má nefna að hvitum ibúum fjölgar mun hægar en t.d. svert- ingjum eöa fólki sem upphaf- lega kom frá Puerto Rico, enda hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs aö gera ófrjósemisaðgerðir istórum stil, á svörtum konum, oftast að þeim forspurðum. Mestu skiptir þó aö hér er um að Hver á að ráða? ræöa grundvallarspurningar um fjölskylduna og stööu henn- ar, vinnumarkaðinn og þarfir hans og þá breytingu sem orðið hefur á stöðu kvenna i kjölfar baráttu kvennahreyf- ingarinnar. Það þarf vart að nefna, að kvennahreyfingunni er kennt um alla ógæfu Ameriku, upplausn og siðleysi. Það er komin upp ný staða sem kapitalið (og stjórnvöld nánast hvar sem er), ráða illa við. Auðvaldið hefur haft sinar aðferöir til að stýra konum inn og út af vinnumarkaðnum, en nú er öldin önnur. Með þvi að konur geta stjórnað barn- eignum sinum, er erfiöara að senda þær heim þegar vinnan minnkar, þær láta einfaldlega ekki reka sig aftur að pottunum, enda veröa þær að sjá sér far- borða og æ algengara er að karlinn (fyrirvinnan) og börnin mörgu sem fjölskylduhug- myndin fagra byggir á, séu ekki til staðar. Vinnumarkaöurinn þarf á fólki aö haldsa sem vill hluta- starfenda eiðir örtölvubyltingin af sér aö störfum fækkar og vinnutíminn styttist. Þvi er nauösynlegt (aö dómi karlveld- isins) aö koma konunum aftur heim, til að gefa körlunum rúm og til þess að hægt sé aö kalla i þæreftir þörfúm. En veröur það hægt? Um þaö snýst baráttan. Þaö á að koma konunum aftur á sinn bás og þar vestra dreymir millistéttina um endur- reisn fjölskyldunnar og borgaralegra verðmæta. Onnur hreyfing er komin til skjalanna „Moral Majority” (móralski meirihlutinn) sem vill fjarlægja allt það sem hefur slæm áhrif á kjarnaf jölsky lduna , reka vinstrisinna, kvenfrelsiskonur og samkynhneigða úr vinnu hjá hinu opinbera og hreinsa skóla- bækurnaraf öllum „áróðri”. Ef einhver skyldi halda að hér séu einhverjir nöldrarar á ferðinni sem erigan hljómgrunn fái, þá skal tekið fram að þeir eiga sér formælendur meðal þingmanna og það er svona fólk sem studdi Reagan kúreka til valda. Ógnvænleg þróun ekki satt, ekki sist vegna þess að við þekkjum svo mörg dæmi þess hvernig konum hefur veriö sett- ur stóllinn fyrir dyrnar með lög- gjöf og áróðursherferðum siða- postula. Þaö má visa austur á bóginn til frekari sönnunar. Eftir byltinguna i Rússlandi fengu kröfur róttækra kvenna hljómgrunn, fóstureyðingar voru leyfðar og ýmis konar félagsleg þjónusta sett á lagg- irnar, en það stóð ekki lengi. Stalin karlinn og pótintátar hans sáu að það vantaði fólk til vinnu og striðs (kannski þurfti að koma konum út af vinnu- markaðnum?), fóstureyöingar voru bannaðar og það stóö ekki á bræðraflokkunum i Evrópu að apa boöskapinn eftir. Agætur kommúnisti i Danmörku, Marie Nielsen, sem alla siöa tið baröist fyrir frjálsum fóstur- eyðingum i þeim tilgangi að af- létta neyð verkakvenna, var rekin úr flokknum fyrir að vilja ekki hlýðaerkibiskups dómi. Nú um stundir eru fóstureyðingar notaðar sem getnaðarvörn i A- Evrópu og framkvæmdar á stöðum sem konurhafa lýst sem verstu sláturhúsum, þar sem varla hefst undan. Nú er enn verið að reka konur heim i Sovét, og banna þeim að vinna ýmis störf. Karlveldið hefur þungar áhyggjur af örri fjölgun asiuþjóða, og barnleysi hvita kynstofnsins. Hvað skyldifylgja • i kjölfarið? Nei, það stoðar litt að fara fram á fjölgun tslendinga, án þess aö spyrja hvers vegna fólk vill / getur ekki átt fleiri en eitt eða tvö börn. Svörin eru mörg. Þau felast i félagslegum aöstæðum hvers og eins, þeim kröfum sem fólk gerir til lifins, og ekki sist þeirri staðreynd að okkar þjóöfélag er börnum fjandsamlegt og veröldin öll svo válynd að þeir sem á annað borð hugleiöa barneignir hugsa sig tvisvar og þrisvar og komast þvi miöur margir að niöurstöð- unni nei, ekki nú. Við erum komin svo langt frá þeim lifsins gangi aö viöhald mannlifsins sé eölilegt og sjálfsagt, aö augu manna hljóta að fara að opnast fyrir þvi að blaðinu verður að snúa viö.Ekki með þvi að banna fóstureyöingar, heldur með þvi aö setja mannlifið og mannleg samskipti i fyrsta sætið, hag- vöxtinn og framleiðsluna i ann- að og þriöja. Það reynir á okkur konur aö standa okkur i barátt- unni fyrirbreyttuþjóöfélagi, við höfum ýmislegt aö verja og enn meira aö vinna. Aö þessum orðum rituðum sendi ég lesendum Þjóðviljans minar höröustu baráttukveðjur, ég yfirgef nú málgagn sósial- isma, verkalýöshreyfingar og þjóöfrelsis; — hittumst i næsta strlöi. — ká

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.