Þjóðviljinn - 03.10.1981, Page 9

Þjóðviljinn - 03.10.1981, Page 9
.k — feijM! ///(jr/OiV.'iMii- Helgin 3. — 4. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Laugavegur inni viö Rauöará, myndin er tekin af Sigfúsi Eymundssyni, likiega áriö 1907. Þarna viröist þó vegurinn vera sæmilega fær. Arni Thorsteinsson landfógeti situr i vagninum og aftan viö hann sést Árni ljósmyndari og tónskáld. Lárus H. Bjarnason prófcssor situr gráa hestinn til vinstri og lengst tii hægri er Ludvig Hansen kaupmaöur. Til vinstri viö keyri iandfógetans sést ofan á Hegningarhúsiö viö Skóla vöröustig. Staka húsiö til vinstri var nefnt Mýrdalur. Þaö er nú nr. 92 viö Laugaveg. Laugavegur ófær „Formaður veganefndar skoöaöi Laugaveg inn i Rauðar- ártraöir. — Hann var ákaflega blautur og upptroöinn á köflum og ófær nú i þiöu og illfær þótt frjósi. Verst var frá vestara hliði Elsumýrarblettar — aust- ur um c. 70 faðma innan vert viö brú yfir Rauðarárlæk c. 30 faöma frá brúnni inn í miðjar traöir — c. 60 faðmar. Ekkert mun duga nema stórgerö möl eöa púkk.” Fundargerð vega nefndar 7. mars 1895 Ljósker á stöng „Lampaglös föluö til lukta fyrir 1897 hjá Jóni kaupmanni bóröarsyni. Hann lætur eftir þörfum án þess aö heill kassi sé tekinn i einu, ef mikiö þá veröiö 18 kr. Glösin frá Thomsen gáfust illa upp á siðkastið, aö þvi er kveikjari segir.” Fundargerð veganefndar 1896 „Nefndin ákveöur aö setja ljósker á stöng að vestanveröu við Bakkastig niður viö sjó: ennfremur aö leggja til viö bæj- arstjórn aö nýttljósker á stöng verði settað neöanveröu viö Ný- lendustig rétt fyrir austan Geirsbrunn, sömuleiöis aö nýtt ljósker á stöng veröi sett aö neö- anveröu við Vesturgötu beint á móti Stýrimannastig, en ljósker það sem nú er á norska húsinu veröi flutt á homiö á hUsi Guð- laugs Torfasonar, þannig aö þaö beri birtu bæöi i Vesturgötu og Brunnstig. Beiöni um ljósker i mitt Fischersund sér meirihluti nefndarinnar sér ekki fært að mæla með, sökum þess að ljós- ker eru f báöum endum götunn- ar og hún stutt.” Fundargerð veganefiidar 27. nóv.1901 777 varnaöar gegn moldryki í miöbœ „Lagt til aö fylltur verði Frostastaðabrunnur og Miðhús- lind. Ennfremur að gjörður veröi nýr brunnur inn á Skell, þannig lagaður, aö hægt sé aö taka þar vatn i vagna.” (Fundargerö veganefndar 19. des. 1906. Þess skal hér getið að Frostastaöabrunnur var þar sem nú er port Sláturfélags Suðurlands viö Skúlagötu. Skellur var tún rétt innan við Barónsstig og var umræddur brunnur settur bak viö húsiö nr. 84 viö Laugaveg) „Samþykkt var aö heimila verkfræðingi að láta útbúa vatnsvagn til þess að varna moldryki i miöbænum. Kostnað viö það skal taka af þvi sem ætlaö er til þrifnaöar.” (Fundargerð veganefndar 16. janúar 1908) Myndavél til sölu Prýðileg Practica myndavél til sölu, ásamt 28 mm. gleiðlinsa og 135 mm. aðdráttarlinsu. Jóhannes Eiríksson Sími 72465 ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVÍK Framlenging á umsóknarfresti um stöður hjá Orkustofnun Ákveðið hefur verið að framlengja til 20. október 1981 umsóknarfrest um neðan- taldar tvær stöður hjá Orkustofnun, sem áður hafa verið auglýstar lausar til um- sóknar. Þegar sendar umsóknir gilda áfram og þarf ekki að endurnýja þær. 1. Staða forstjóra Stjórnsýsludeildar. Háskólamenntun áskilin. Menntun á sviði stjórnunarfræða og reynsla i stjórnun æskileg. 2. Staða starfsmannastjóra. Lögfræðimenntun æskileg og reynsla i starfsmannastjórn. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf sendist fyrir 20. október n.k. til orkumálastjóra, Orkustofnun, Grensás- vegi 9, 108 Reykjavik, sem veitir nánari upplýsingar. Orkustofnun SÍBS dagurinn Sunnudaginn 4. okt. er árlegur merkja-og blaðsöludagur til ágóða fyrir starfsemi SÍÐS. Sölubörn óskast kl. 10 árdegis. Foreldrar, hvetjið börnin til að leggja góðu málefni lið. Merkin eru númeruð og gilda sem happdrættismiðar. Vinningur er myndsegulbandstæki. Merki dagsins kostar 5 krónur og blaðið Reykjalundur 15 krónur. Afgreiöslustaðir merkja og blaða í Reykjavík og nágrenni: SÍBS, Suðurgötu 10, simi 22150 Mýrarhúsaskóli Melaskóli Austurbæjarskóli Hlíðaskóli Álftamýrarskóli Hvassaleitisskóli Vogaskóli Árbæjarskóli Fellaskóli Breiðholtsskóli Hólabrekkuskóli ölduselsskóli Otrateigur 52, s. 35398 Laugateigur 26, s. 85023 Kópavogur: Kársnesskóli Kópavogsskóli Digranesskóli Garðabær: Flataskóli Hafnarfjörður: Breiðvangur 19 Lækjarkinn 14 Reykjavíkurvegur 34 Þúfubarð 11 B

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.