Þjóðviljinn - 03.10.1981, Side 17

Þjóðviljinn - 03.10.1981, Side 17
Helgin 3. — 4. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 bókmenntir Þýðingaraus Hver og einn gæti sagt sinar skrýtlur af þýðingum á islensku, sem allar bera fram sögu af undarlegu ástandi. Hin einfald- asta gæti verið um framtakssam- an prentara sem er að byggja: hann gefur Ut reyfara og þýðir hann sjálfur beint á setjaravél- ina, handritið sjálft var aldrei til. En látum reyfarana vera. Verri og spaugilegri flýtisafglöp verða stundum, þegar einhver tiðindi gerast úti i heimi sem heimta að nú sé rokið til og bók þýdd i snar- hasti. Til dæmis gerðist þaö á striðsárunum að Rússar voru orðnir vinir og bandamenn, þá þurfti að þýða sem skjótast striðssögu eftir rússneskan höf- und. t einni slikri gerist það aö söguhetjan hefur fellt um koll saltstauk og af þvi það er ills viti I þjóðtrúnni að spilla salti, þá tekur hann nokkur saltkorn milli fingra sér og fleygir yfir öxlina á sér — til að sleppa undan ógæfu. Þýð- andinn sem hafði enskan texta fyrir framan sig, lenti i þeim ó- göngum að taka salt cellar fyrir saltkjallara. Setti hann hetjuna ofan i slikan kjallara og lét hann mcicaþarsalti i djöfulmóð þar til einhver ytri atvik björguðu hon- um Ur prisundinni. Af hugsjón Svo gerast átakanlegar sögur af mönnum sem hafa átt sér þá hugsjón að koma meistaraverk- um heimsbókmenntanna á tungu Egils og Snorra. Ágætur sveita- presturvann það þolinmæðisverk að koma einhverri frægustu skáldsögu heims, Bræðrunum Karamazof, á islensku og sendi handritið suður. Þar fór það á flakk milli útgefenda þangað til einhver þeirra týndi þvf. Slikt óhapp fékk ekki á hugsjónamann- inn og hann þýddi alla þessa 17 hundruð blaðsiöna skáldsögu í annað sinn — en Bræðurnir Karamazof eru ekki komnir út enn I dag. Vitanlega eru til hamingjusam- legri sögur af þýöingum: ágætir menn og áhugasamir hafa að þeim staðið, og það hefur verið gert sómasamlega við þá hjá for- lagi og lesendur hafa hrifisteinn- ig. En þessi ástrfka sambúð er sjaldgæf, þvi miður. Afskaplega sjaldgæf. Margt skrýtið Ég hefi ekki gert úttekt á þýðingum. Ég fór um daginn og blaðaöi i bókaskrám og ég veit að hægt er að hafa Ur þeim tölur, en það er lika ljóst að það þarf að umgangast þessar tölur með var- færni. Abókaskrá frá 1979 sést aö þýddar eru 12 norskar skáldsögur á islensku á þvi ári. Sko Norð- menn, gætimaður haldið, en flas er ekki til fagnaðar: af þessum bókum voru átta um Morgan karlinn Kane. 30 bækur þýddar úr frönsku sama ár, segir skráin — en þegar betur er að gáð fæst þessi mikla sókn franskrar menn- ingar inn i okkar landhelgi fyrst og fremst með þvi, að Tinni, Asterix og Lukku-Láki eru allir komnir i norðursókn i' einu. Agætir fyrir sinn hatt, en segja litið um raunverulega stöðu franskkynjaðra bóka hér á landi. Það er svo firnamargt i þýðingarmálum sem er fyrst og fremst skrýtið. Það þarf enginn að vera hissa á þvi, þótt hér séu margir reyfarar þýddir, sumir kenndirvið hasar.aðrir við ástir. Enþað erskrýtið að einmitthér á landi skuli þessar bækur vera gylltar i sniðum, gjafavörur, að Ib Henrik Cavling og kannski Desmond Bagley lika hafi raöað þessum flottu útgáfum á heiðurs- hillur hið næsta sér til að minna gesti á að i einu landi séu þeir taldir menn með mönnum. Það er llka skrýtið, hvers vegna einn si- gildur höfundur er að verulegu leyti kominn á islensku eins og Léf Tolstoj, en landi hans og ná- granni i timanum, og einmitt sá mtóur, sem mest hefur verið á dagskráaf öllumRússum á okkar öld.Dostoéfski, alls ekki. Enþó er eitt sem er skrýtnast og það er hlutfaliið milli þeirra bóka, sem við til hægri verka köllum reyfara Vangaveltur á bókavöku um þýöingar bókmenntaverka á íslensku og hinna sem við kennum við bók- menntir með sæmilegri sam- visku. Uppskeran 1979 Reyfararnir eru auðvitað fleiri, eins og allir vita. En það skrýtna er að þeim f jölgar, en öðrum bók- um fækkar. Áriö 1979 telst mér til að Ut hafi komið á islensku 88 þýddar er- lendar skáldsögur — það er lang- samlega stærsti flokkurinn i þýðingasúpunni. 46 voru þýddar úr ensku, 36 úr Norðurlandamál- um, aðrar tungur komast varla á blað. Af þessum 88 skáldsögum voru kannski 14 bækur sem við kennum við bókmenntir. Þrjár af þeim voru endurútgáfur eldri þýðinga (á Góða dátanum Sjveik eftir Hasek, á H.C. Andersen, á JohnSteinbeck). Singer kom út — af þvi þau sérstöku tiðindi geröust að hann hefði fengið Nóbelsverð- laun. Helgi Hálfdanarson þýddi Sófókles. Helmingurinn af þý&ngunum 14 voru Ur dönsku og sænsku — og það hlutfall er ber- sýnilega tengt þvi að sérstök fyrirgreiðsla var i gangi, NoiTæni þýðingarsjóðurinn. Hann hjálpaði til við að færa okkur ágæta höf- unda — William Heinesen og Strindberg, Per Olof Sundman og Deu Trier Mörch. En hvað hefði gerst ef hann hefði ekki verið? Árið 1978 voru skáldsögurnar erlendu 90, þar af 10 bókmennta- verk. Versnandi hlutfall Fyrir 35 árum, árið 1946, voru Islendingar farnir að gefa út um 90 erlendar skáldsögur á ári, rétt eins og nú. En sá var munur á, að um þriðjungur þessara bóka, um 30 bækur voru nokkur fengur bók- menntalífi. Þetta ár kom út sigild verk alltfrá Tidægru Boccaccios, Balzac og Maupassant og Kleist og Prosper Merimée, bækur eftir Norðurlandameistara eins og Hamsun og Kielland, Selmu Lagerlög og Sigrid Undset, Bandarikjamenn eruí fullu fjöri, Helmingway og Steinbeck og William Saroyan, þarna eru Con- rad og Kipling, einnig Sala- möndrustrið Karels Capeks og söguleg skáldsaga úr Rússlandi, Pétur mikli eftir Alexei Tolstoj. Ein bók af hverjum þrem fyrir 35 árum, kannski ein af tiu nú — hvað veldur? I þá daga voru virkjaðir til bókakaupa áskrif- endur Máls og menningar og Helgafells — en bókafélög eru til enn i dag. Aðrir munu minna á það, að 1946 voru fáar bækur á er- lendum málum á boðstólum — nú sésvo komið að m jög margir lesa erlend mál og fái sér bókmennta- verk á ensku eða dönsku i þeim mæli, að forleggjarar leggja ekki út i nýjar þýðingar — meðan reyfaralesendur t.d. unglingar hafa ekki þessa færni. Það er kannski eitthvað til i þessu. En — svo enn sé vitnað til Dostoéfski: áriö 1978 bregður svo viö að i bókaskrár kemst prentun á Bræðrunum Karamazof, sem sveitapresturinn haföi þýtt á is- lensku. En þetta var óvart þýðing á færeysku: þar er markaðurinn fjórum sinnum minni en hér, og þar eru enn meiri likur til að áhugafólk noti erlent mál, dönsku, en við hér. Samt vinna Færeyingar nú mikil og góð afrek i þýðingum. Sjóðir Við fengum norrænan þýðinga- sjóð, sem hefur látið margt gott af sér leiöa. En honum fylgir sú bakhlið peningsins, að meö þvi að nokkrarbækur frá Norðurlöndum fá sérstaka fyrirgreiöslu um greiðshi þýðingarlauna, þá hafa bækur af þessu málasviði fengið forskot fram yfir afganginn af bókmenntum heimsins. Kannski torveldað beinlinis útkomu nokk- urra þýðinga, hver veit? Þvi er þaö gott mál og nauösynlegt, sem Gúðrún Helgadóttir minntist á hér á bókaviku á dögunum: hún hefur fengið samþykkt lög um þýðingasjóð sem hefur stærri yfirferð. Hún hefur sett dæmið upp sem mannréttindamál, það eigi fleiri en þeir sem búa yfir þeimforréttindum að vera tungu- málafólk að hafa möguleika á að lesa það sem merkilegt hefur ver- ið skrifað i heiminum. Þaö er semsagt ýmislegt sem stendur til bóta. Þrátt fyrir allt. En þvi er enn ósvaraö hvernig skynsamlegast gæti verið að standa að þvi aö fylla upp i þær stóru eyður i þýðingum sem við blasa. Ég hefi stundum verið að gæla við þá hugmynd, að einhver aðili fyndist nógu öflugur til að geta gert langtima áætlun um mikinn bókaflokk sigildra verka úr öllum heimi og væri tekið tillit til islenskra markaðsaöstæðna, gjafahefða ofl. með þvi að útgáf- an hefði samstæðan svip og væri endurnýjuð og stækkuð með reglubundnum hætti. Það er ljóst að verðbólga er mikill fjand- maður slikra áforma, en ein- hverja mótleiki við henni gætu menn sjálfsagt fundið sem væru brennandi i andanum — og hugs- uðu lengra en til bókhaldsupp- gjörs um næstu áramót. —áb. NOTK) TÆKIFÆRIÐ Vegna kynningar á hinum nýju HTH innréttingum undanfarið hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur og því miður margir orðið frá að hverfa. Nú er farið að hægjast um, og ættum við að geta sinnt öllum sem til okkar leita. Kynningarafsláttur gildir enn fyrir þá sem panta fyrir 15. október. Hvetjum ykkurtil að koma og skoða hinar fjölmörgu skemmtilegu HTH innréttingar eða hringja og fá sendan bækling. innrétting; Háteigsvegi 3 105 Reykjavík Verslun sími 27344

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.