Þjóðviljinn - 03.10.1981, Side 19

Þjóðviljinn - 03.10.1981, Side 19
Helgin 3. — 4. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Margir ætluóu aft hefna harma sinna... ast og ráöa ráöum sinum. Eg segi strákarnir þvi þaö er staöreynd aö stúlkurnar sækja litiö hingaö, þó viö höfum reynt mikiö til aö fá þær til aö koma. Þaö hefur svo aftur þau áhrif aö strákunum finnst staöurinn minna spennandi fyrir vikiö. Þaö er helst um helgar aö stúlk- urnar sæki hingaö, þegar opiö er diskótek, en þá kemur annaö vandamál uppá teninginrv eldri unglingunum finnst litiö spenn- andi aö eyöa laugardagskvöldi hér, þau vilja heldur fara eitthvaö annaö sem býöur upp á bari og fjölbreyttari skemmtan. (Aldurs- takm. er 18 ár inn á vinveitinga- staöi; innsk.) I stuttu máli þá veröur aö segjast einsog er aö eldri unglingarnir koma ekki hingaö nema þeim finnist þeir ekkertskárra hafa aö gera og þaö sem þeim finnst skárra finnst vist flestum öörum mun lakara. Þaö er svo aftur þessi aldurshópur sem flestum vandamálum veld- ur. Lifnaðarhættir atvinnuleysis Svo til allir unglingar hér sem eru 16 ára og eldri eru hættir i skóla og fæstir hafa atvinnu, svo þaö liggur nokkuö ljóst fyrir hvernig ástandiö hlýtur aö vera. Hvaö atvinnumöguleika varöar þá er nokkuö jafnt á komiö fyrir hvita og svart^ þaö er hreinlega enga atvinnu aö fá. 1 þeim skiln- ingi njóta hvitir og svartir fyllsta jafnréttis. En réttlát óánægja blökkuunglinganna er sprottin af þvi aö þegar atvinna býöst þá ganga hinir hvitu oftast fyrir. Og það er aöallega sök atvinnuveit- endanna sjálfra sem viröast taka hina hvitu framyfir. En vandamáliö er margþætt- ara en svo að þaö yrði leyst meö þvi einu aö bjóöa upp á næga at- vinnu fyrir alla. Allflestir þeirra unglinga sem eru 16 ára og eldri hafa aldrei haft atvinnu og hreinlega kunna ekki að vinna. Unglingur sem gengiö hefur atvinnulaus i tvö ár eöa lengur hefur vanist á ákveöið lifs- munstur sem mjög erfitt er aö skilja fyrir þann sem ekki hefur reynt þaö sjálfur. Aö slæpast all- an daginn og þvælast um göturn- ar meö félögunum er þaö eina sem hann þekkir og hann fer jafn- vel aö trúa þvi aö þannig eigi þaö að vera. Aö stunda reglulega vinnu er eitthvaö fjarlægt óraun- verulegt hugtak og það er jafn liklegt að ef honum yröi boöin vinna aö hann færi aö hlæja og segði: Nei heyrðu vinur, þú hefur fariö mannavillt, þaö er fólkiö i finu hverfunum sem gerir þess háttar. Ég segi ekki aö þetta sé algilten viöhorf svipuð þessu eru rhjög ráöandi. Og hvernig ætti annað aö vera? Nei, ég er hrædd- ur um aö fyrir marga af þessum unglingum yröi að koma til algjör umskólun og hreinlega endurhæf- ing áöur en þaö yrði raunhæft aö tala um atvinnu fyrir þá. En þaö er ekki siöur óraunhæft aö skella skuldinni á unglingana sjálfa og saka þá um leti og andfélagslegt athæfi. Mér er nær að halda aö sökin sé þeirra sem veifa slikum slagoröum i tima og ótima. Og þaö er ekki nema eölilegt aö ung- lingarnir bregöist ókvæöa viö þegar sliku er slengt framan i þá. Þeir eiga erfitt meö aö skilja aö eina lifið sem þeir þekkja sé aö einhverju leyti rangt. Afbrot Hin háa glæpatiðni hér i Moss Side og Hilme er svo aftur bein afleiöing alls þessa. Hnupl og rán veröa aö flokkast undir daglegt brauö og þó alvarlegri glæpir séu sem betur fer fátiöari er þó tiöni þeirra mun hærri en viöast hvar annars staðar. Framferöi lög- reglunnar hefur lika einkennst af þessu. Unglingur sem handtekinn er vegna gruns um afbrot er sek- ur þar til sakleysi hans hefur sannast og af þessu er sprottin hin rótgróna andúö ibúa hverfanna á lögreglunni. En hér veröur lika aö draga skörp skil milli hvitra og svartra. Upp undir 90% allra þeirra sem veröa fyrir likamsárás eöa eru rændir segja lögreglunni aö árás- armennirnir eöa árásarmaöurinn hafi veriö blökkumaöur og þó að draga megi sannleiksgildi þeirra orða mjög i efa i mörgum tilfell- anna á þeim forsendum, aö oft getur veriö erfitt fyrir fórnarlam- biö aö átta sig á hörundslit árás- armannsins i svarta myrkri, þá hefur lögreglan litiö annaö til þess að fara eftir. Afleiöing þessa er siöan auövit- aö sú aö blökkuunglingarnir verða mun oftar fyrir baröinu á lögreglunni en hinir hvitu, þó þaö sé mikiö vafamál aö afbrot meöal svartra séu eitthvaö tiöari en meöal hvitra unglinga hér i hverfunum. Fyrir þaö fyrsta þá eru ekki nema u.þ.b. 25% ibúanna i Hulme- blökkumenn og i Moss Side 45 - 50 prósent, og min reynsla af unglingunum hérna hefur ekki verið sú aö þeir hvitu séu eitthvaö betri en þeir svörtu hvaö þetta varöar. Þaö er líka mjög erfitt að draga einhver mörk milli hvitra og svartra á þennan hátt og i rauninni er það aö mörgu leyti rangt. Þaö geta veriö klikur og hópar hvitra og svartra sem eiga I illdeilum sin á milli, en margar klikurnar eru blandaöar hvitum og svörtum innbyröis og unglingarnir viröast skipa sér meira saman eftir svæöum innan hverfanna frekar en aö hörundslitur ráði. Þaö er helst i samskiptum þeirra viö lögregluna sem þessi mismunun kemur fram. Og þaö er staöreynd aö ef um utanaö- komandi ógnun er aö ræöa þá standa allir hópar saman sem einn, hvort heldur þaö er lögregl- an sem á i hlut eöa áhangendur einhvers knattspyrnuliös sem kemur aö keppa viö Manchester City. (Maine Road, heimavöllur Man. City stendur i miöju Moss Side hverfinu. innsk.) Þaö kom lika greinilega I ljós I óeiröunum 1 sumar aö kynþáttamisréttiö er örvaö utanfrá en ekki aö þaö sé aliö á þvi innan hverfisins. Hér sitja allir viö sama borö hvaö varöar efnalegt og félagslegt misrétti. Lögreglan Lögreglan reyndi á timabili að milda andúöina meö þvi aö vinna meö starfshópum innan hverf- anna en þaö var fljótlega eyöilagt af aöilum innan lögreglunnar sjálfrar sem sjá sér hag i aö ala á úlfúö og kynþáttamisrétti. And- úöin blossaöi siöan upp af marg- földum krafti i vor og sumar eins- og flestum er kunnugt um. Þaö er mjög sterk tilfinning á meðal blökkumannanna að lögreglan sé tæki hinna hvitu til aö vernda hina hvitu og óbreyttir lögreglu- menn á götunum hafa heyrst hampa þeirri skoöun aö öll vandamál i landinu séu hinum svörtu að kenna. Þaö fer ekki allt- af saman yfirlýstur fagurgali lög- regluyfirvalda og þær skoöanir og viöhorf sem lögregluþjónarnir birta i oröi og verki i viöskiptum sinum viö Ibúa þessa lands. En þaö veröur siðan aö segjast einsog er aö margir þessara ung- linga eru hreinir afbrotamenn og rökrétt afleiðing af þvl er siöan óvild og hræösla viö lögregluna. En lögreglan hefur gert þau reg- inmistök aö meðhöndla alla sem slika og þar meö fengiö alla upp á móti sér. Þaö kom lika greinilega i ljós daginn eftir fyrsta óeiröa- kvöldiö aö margir unglinganna voru staöráönir I aö nota tækifær- iö og hefna harma sinna á lög- reglunni og þaö má segja að óeiröirnar hafi einkennst af blindu hatri gagnvart öllu og öll- um frekar en aö um eitthvert sameiginlegt markmiö hafi veriö aö ræöa. Undir öllu þessi situr siöan harmi slegið samfélag i Moss Side sem oröiö hefur fyrir óbætanlegu tjóni og er I ofanálag meöhöndlað sem annars flokks ibúar þessa lands. Ég vildi feginn geta leyft mér aö lita á lögregluna sem vinsam- lega og sanngjarna, en dæmin sanna hiö gagnstæöa og þaö veld- ur áreiöanlega fleirum en mér áhyggjum. Þaö væri ósköp auö- velt aö segja sem svo: „Lögregl- an sýnir mér alltaf kurteisi og viröingu svo ég hef ekki yfir neinu aö kvarta,” en mér dettur ekki i hug aö imynda mér aö slikri silki- hanska meðferö sé beitt viö hóp svartra unglinga sem hanga und- ir vegg einhvers staðar og hafa þó ekkert annab til saka unniö en vera illa til fara, fátækir og at- vinnulausir. Ef óeiröirnar leiddu ekki annaö af sér en þaö aö lög- reglan reyndi aö betrumbæta sig þá væri miklu náö og versti hjall- inn yfirstiginn en þaö er sjálfsagt borin von ab gera ráö fyrir sliku. Allt bendir til hins gagnstæöa. Vlöa á Princess Road eru enn plötur fyrir gluggum. !-----------------------------------1 I Blökkumaður frá Suður-Afriku: Vítahringur ofbeldisins Moon Noonsany, eiginmaöur Maureen sem rætter viö annars staöar á siöunni, er blökku- maöur fæddur ég uppalinn i Suöur-Afriku eu fluttist til Ettg- lands á striösáruuum og hefur búiö i Manchester siöastliöiun 30 ár.Hann er læröur rafvirki og vanu sem slíkur hjá fyrirtæki hér i Manchester þar til fyrir tveimur árum aö hann missti vinnuna. Siöan hefur haun gengiö atvinnulaus. Hann hefur þó ekki lagt árar i bát og hefur notaö timann til aö fylgja fram ýmsum baráttumálum fyrir ibúana bæöi i Moss Side og Hulme. Hanu er meölimur i Moss Side Defense Comitee, ráö sem ibúamir settu á fót meöau á óeiröunum stóö i sumar til þess að standa vörö um rétt þeirra sem uröu fyrir barðinu á lög- reglunni. Ofsðknir lögreglunnar Ég held þvi fram að meginor- sök óeirðanna i Moss Side hafi verið ófsóknir lögreglunnar á hendur ibúunum undanfarin ár. Atvinnuleysið á auövitaö sinn þátt i aö hverfiö erviðkvæmt, en hér hefur verið atvinnuleysi lengi en ekki óeirðir fyrr en i sumar. Og sökina er að finna hjá lögreglunni framar öllu ööru. Hún hefur lengi gengiö hér fram meö handtökum og barsmi-öum og hefur jafnt gengiö yfir seka og saklausa, hvita og svarta. Ef þú er hvitur þá ertu kallaöur svertingja- vinur og ef þú ert svartur þá ertu kallaöur svört skepna. Kynþáttavandamál innan hverfisins hefur aldrei verið áberandi en lögreglan hefur si- fellt alið á þvi. Ekki aö þaö skipti máli hvaða hörundslit menn hafa hér, þaö er nóg að hafa á sér stimpilinn „býr i Moss Side”. Siöan fyrir u.þ.b. 8 mánuðum hefur veriö haföúr annar háttur á viö löggæslu hverfisins. Hinar svokölluöu gömlu góöu löggur sem margar hverjar höföu slarfaö hér lengi og þekktu hverfiö og ibúana voru látnar fara og i staöinn komu nýir haröhentari og alls ókunn- ugir lögreglumenn sem virtust hafa veriö undirbúnir á þann hátt að hér þekktust ekki önnur lögmál en „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn”. Ég er ekki aö segja aö hinir „gömlu góöu” hafi verið algóöir, langt frá þvi, en þaö voru alltaf einstaklingar sem reyndu aö skilja vanda- málin. NU er þvi ekki fyrir aö fara lengur. Siöan þegar lögin um að leyfilegt væri handtaka fólk fyrir aö liggja undir grun einum saman voru innleidd, varö ástandiö gjörsamlega óþolandi. Unglingarnir voru dregnirniöur á stöö hvenær sem lögreglunni dattihugoghaldiö i yfirheyrslum i einn og tvo sólar- hringa oft án nokkurar sjáan- legrar ástæöu (Arrest on suspicion, þessi lög voru af- numin eftir óeiröirnar i sumar, innsk.) Þetta hleypti auövitað illu blóöi i'alla og þá sérstaklega unglingana sem gátu aldrei verib óhultir fyrir ófsóknum lögreglunnar. Snúist til varnar Viö settum ibúaráöiö upp meðan á óeiröunum stóð til þess aö vernda rétt þeirra sem lög- L___________________________ reglan handtók. Þvi þaö var I staöreynd aö fjfilmargir voru j handteknir fyrir engar sakir. ■ Allir þeir sem særöust og þurftu ■ að leita til læknis voru hand- | teknir um leiö og þeir komu inn | á spitalana, þaö var talin nægi- ■ leg sönnun fyrir sekt að vera | særöur þó margir hefðu ekkert | annaö gert en lenda á milli lög- | reglu og unglinganna þegar ■ áhlaupin voru gerð. Viö höfum | einnig reynt að útvega þeim I sem hafa verið formlega | ákæröir, lögfræðiaöstoö, þvi ■ þeir lögfræðingar sem dómstól- I arnir leggja til ráðleggja öllum I aö játa sig seka hversu fárán- | legar sem kærurnar eru. Og • margir hafa alls ekkert gert af I sér. Ef niu af hverjum tiu eru | sekir þá réttlætir það ekki aö sá ■ tiundi sé dæmdur lika og þaö er I þess vegna sem við settum ráöiö | upp. Einn piltur var handtekinn | og ákærður fyrir að hafa notaö ■ bensinið af bilnum sinum til I þess aö búa til bensinsprengjur. | Það tókst aö sýna fram á aö | billinn heföi veriö á verkstæði á ■ umræddum tima,en þá var bætt I við alls konar kærum og á end- | anum var hann dæmdur i 18 I mánaöa fangelsi fyrir aö | haf» fieygt múrsteini i gegnum glugga. Þaö er svona Ugla sat á kvisti meðferð sem viö felium okkur ekki viö, en auövitað höfum viö veriö sökuð um aö hindra lögin og fyrir aö hylma yfir meö ótindum glæpa- mönnum. Meöan á óeiröunum stóð beittum viö okkur aöallega fyrir þvi aö komast að hvar Wnir handteknu voru niöur- komnir og koma þeim i sam- band viö ættingja, vini og lög- fræöinga þar sem þess þurfti meö. Enþettareyndistoftmjög erfitt þvi lögreglan haföi þann háttinn á aö flytja hina hand- teknu mjög ört á milli fangelsa og lögreglustöðva til þess ein- mitt aö koma í veg fyrir aö þeir næöu sambandi viðnokkum. Aö nokkur fengi að hringja heim til sin kom auðvitað ekki til mála, jafnvel þó um væri aö ræöa 14—15 ára unglinga i mörgum tilfellana sem lögreglan hélt innilokuöum sólarhringum saman. Foreldrar og ættingjar voru frávita af áhyggjum þvi þaö var ekki nokkur leiö aö vita hvort viökomandi lægi stórslas- aöur á spitala eða væri einungis i haldi hjá lögreglunni. Oeiröimar voru slæmar aö þvileyti aöum leiöog fólk fer aö beita hvert annaö ofbeldi, þá gleymast þvi allar afrar leiöir. Ég hef bæöi séö og þolaö mikið ofbeldi á æfinni og er sann- færöur um aö af ofbeldi leiðir ekki annaö en meira og stjórn- iausara ofbeldi og þaö getur aldrei leitt til góös. En samt er erfittab sjá hvernig öðruvisi gat farið i sumar þvi lögreglan hefur ætiö gengið á undan og haft ofbeldið fyrir fólkinu. Ég held aö fólk hér sé ekki ólög- hlýönara en annars staöar i landinu, en þau lög sem lög- reglan hefur framfylgt hér i Moss Side og reynt aö kúga fólk til aö hlýöa eru ekki hin sömu lög og hægt er að lesa i stjórnar- skránni. Lög lögreglunnar eru einhver allt önnur og fjandsam- leg fólkinu og gegn sliku er hverjum og einum skyltaö berj- ast. Ég hef séö þau fyrr. — H.S.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.