Þjóðviljinn - 08.10.1981, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. október 1981
DJOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyffingar og þjódf relsis
Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
Umsjónarmaður sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson.
Afgreiðslustjóri: Vaiþór Hlöðversson
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guðni Kristjánsson.
tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson.
Otlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: GuörUn Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6,
Heykjavik, simi 8 13 33.
Prcntun: Blaöaprent hf..
Alþjóðahyggjan
Verkalýðsbaráttan er alþjóðleg. Því ættu menn síst
að gleyma. Þess vegna hafa verkalýðssamtökin um
allan heim skyldum að gegna við verkafólk í Póllandi og
samtök þess. Þar er hin örlagaríkasta barátta háð um
þessar mundir fyrir brauði og f yrir mannréttindum.
Verkalýðshreyfingin í sérhverju landi, hefur
alþjóðlegum skyldum að gegna, þeim skyldum að sýna ír
verki samstöðu með þeim, sem brýnustu baráttuna
heyja f yrir hagsmunum verkafólks.
Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands
íslands er nýkominn úr ferðaiagi til Póllands, þar sem
hannsat þing Samstöðu, hinna óháðu pólsku verkalýðs-
samtaka. Þjóðviljinn birtir í dag viðtal við Asmund um
þessa för. Það viðtal ættu allir Islendingar að lesa.
Miðstjórn Alþýðubandalagsins hefur sent Lech
Walesa, formanni Samstöðu í Póllandi svohljóðandi
skeyti:
„Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins sendir þér,
félögum þinum og samtökum ykkar kveðjur og óskir um
árangur i baráttu ykkar fyrir sjálfsforræði pólskrar
alþýðu, fyrir úrbótum varðandi daglegar nauðsynjar,
fyrir uppbyggingu lífvænlegs efnahagskerfis, fyrir
lýðræði og mannréttindum í Póllandi. Ykkar sigrar
styrkja alþýðuhreyfingar i öllum löndum".
Þetta skeyti var undirritað af Svavari Gestssyni,
formanni Alþýðubandalagsins. —k.
Tveir þriðju — einn þriðji
»
Nú hefur Dagblaðið birt niðurstöður úr fimmtu
skoðanakönnun sinni um fylgi manna og andstöðu við
núverandi ríkisstjórn.
Sjálfsagter að taka þessum könnunum með fullum
fyrirvara. En hvað sem öllum slíkum fyrirvörum líður,
verður það þó að teljast einkar athyglisvert, að í hverri
einustu skoðanakönnun á þessu og síðasta ári, verður
niðurstaðan sú, að ríkisstjórnin reynist njóta stuðnings
yfirgnæfandi meirihluta þeirra kjósenda, sem til er '
leitað og tjá vilja afstöðu sína.
I þeirri skoðanakönnum, sem Dagblaðið birti niður-
stöður úr nú í gær, reyndust 64,1% þeirra, sem afstöðu
tóku, vera fylgjandí ríkisstjórninni, en hins vegar aðeins
35,9% andvigir stjórninni.
I öllum þeim fjórum skoðanakönnunum, sem Dag-
blaðið hefur framkvæmt að loknum „hveitibrauðs-
dögum" ríkisstjórnarinnar, þá hefur fylgi hennar meðal
þeirra sem hringt var til og afstöðu tóku, verið á bilinu
61,4—74,7%. Eftir því sem skoðanakannanirnar verða
f leiri, og allar meðsvo áþekka útkomu, þá vaxa líkurnar
á því, að í raun sé fylgi stjórnarinnar hjá landslýðnum
eitthvað í nánd við þessar tölur.
Samkvæmt nýjustu könnun Dagblaðsins nýtur ríkis-
stjórnin aðeins minna fylgis nú, en hún gerði í vor, en
hins vegar er fylgi hennar meira núsamkvæmt þessari
könnun, heldur en það var fyrir éri síðan í könnun sem
þá var f ramkvæmd.
Það segir líka sína söga að þóft fylgi ríkisstjórn-
arinnar sé nú örlítið minna heldur en í vor, samkvæmt
skoðanakönnun Dagblaðsins, þá hefur fylgi stjórnand-
stæðinga ekki vaxið nokkurn skapaðan hlut, heldur hef ur
þeim óákveðnu aðeins f jölgað lítið eitt.
Ef marka má skoðanakönnun Dagblaðsins nú, þá
hafaöll ofstopaskrif Morgunblaðsins og fylgitungla þess
gegn ríkisstjórninni á undanförnum mánuðum harla lít-
inn árangur borið.
I síðustu alþingiskosningum var fylgi Alþýðubanda-
lagsins 19,7%, fylgi Framsóknarf lokksins24,9% og fylgi
Sjálfstæðisflokksins að meðtöldum ffstum þeirra
Eggerts Haukdal og Jóns Sólnes 37,3%.
Geri maður ráð fyrir því, að allir kjósendur Alþýðu-
bandalagsins og Framsóknarflokksins í slðustu þing-
kosningum styðji rikisstjórnina, en allir kjósendur
Alþýðuflokksins séu henni andvígir, þá bendir
niðurstaðan i skoöanakönnun Dagblaðsins nú til þess, að
af kjósendum Sjálfstæðisfiokksins styðjí rösklega 52%
rikisstjórnina, en tæp4C% þeirra halli sér aö fiokksbroti
Geirs Haligrimssonar.
Með þessar vísbenaingar fýrirliggjandi ættu
fulltrúar á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins að
hafa nóg aðhugsa um* — k.
þlippt
Góöur
þáttur
Nil fer tími prófkjara og fram-
boöa i hönd og er þess þegar
fariö aö sjást merki i opinberri
umræöu. 1 sjónvarpinu i fyrra-
kvöld ræddu konur hvort
kvennaframboð væru vænleg
leiö i stjórnmálabaráttu og fórst
þaö ákaflega myndarlega úr
hendi. Þátturinn var stjórnend-
um til sóma, sjónarmið voru
sett skilmerkilega fram, og úr
varð ágætt sjónvarpsefni þótt
ekki væri hasarinn né persónu-
legar sviviröingar. Svo getur
mönnum sýnst sitthvaö um þau
sjónarmiö sem fram voru sett
en ágreiningur um leiðir er
greinilega ekkert einkamál
karla.
I sambandi viðprófkjörin sem
ekki hafa komið vei út, skoöað
frá jafnréttissjónarmiði, voru
hafðar uppi þær skoðanir i
þættinum að enda þótt konur
hefðu átt erfitt uppdráttar i
þeim fram til þessa væri þetta
að koma og vænta mætti meiri
árangurs á næstunni.
Prófkjörin hafa alla tið verið
ærið umdeild og ekki sist fram-
kvæmd þeirra. Hin opnu próf-
kjör eru af mörgum talin vafa-
söm. A hinn bóginn er á það bent
að miðað við kjósendur hvers
flokks séu flokksbundnir afar
fáir og þvi ekki fullnægjandi að
eingöngu flokksmenn raöi á
lista með innanflokksforvali, en
þann hátt hefur Alþýðubanda-
lagið nú viðast á.
Marklaust
lýðrœði?
1 nýútkomnu hefti timaritsins
Réttar fjallar Einar Olgeirsson
um þessi mál og er ómyrkur i
máli. Hann telur opnu prófkjör-
in ekki eingöngu vera helbera
vitleysu heldur lika lögbrot og
jafnvel stjórnarskrárbrot. Rök-
semdafærsla hans er þessi:
„Það hefur farið að tiðkast
nokkuð við kosningar til þings
eða bæjarstjórna undanfarið að
menn hafa látið fara fram opin
prófkjör um röð á framboðslista
og hefur hvaða kjósandi sem er
getað komið og kosið þannig hjá
viðkomandi flokki eða flokkum.
'Jafnvel eru dæmi þess að
helmingi fleiri hafi kosið við
slikt prófkjör en á kjörskrá
voru, sem sé gengið á milli
flokksskrifstofa og kosið all-
staðar.
Þetta opna prófkjör er i senn
þverbrot á öllu lýöræði og
stefnir að þvi aö gera það hlægi-
legt og marklaust.
Stjórnarskrár-
brot
*
og lögbrot
Samkvæmt stjórnarskránni
(31. gr. o.fl.) er leynilegur
kosningaréttur á Islandi. Þetta
er helgur lýðræðisréttur og al-
þýðu manna sérstaklega dýr-
mætur, þvi hann afnam það
vald atvinnurekenda og kaup-
manna að geta haft eftirlit með
, hverjum einstaklingi', sem ef til
vili var efnahagslega háður
þeim, með þvi hvernig hann
kysi og látið hann gjalda þess
eöa umbunað honum, eftir þvi
hvernig þessum herrum likaði.
Leynilegur kosningaréttur
varfyrstnotaðurhér 1908og átti
sinn þátt i að sá mikli sjálf-
stæðissigur vannst að fella
„uppkastið”.
Til þess að tryggja að ekki sé
verið að óþörfu að grennslast
eftir einkaskoðunum kjósenda,
setursvo löggjafinn þau ákvæði,
t.d. um framboð til alþingis-
kosninga i Reykjavik að ekki
megi hafa fleiri stuðningsyfir-
lýsingar við framboöslista en
200. (27. gr. kosningalaga til Al-
þingis.)
Þannig hefur verið reynt i
stjórnarskrá og lögum að
tryggja hinn dýrmæta leynilega
kosningarétt og varðveita
skoðanafrelsi manna og þarmeð
einkalif gegn ágangi og njósn-
um, og eru þessi ákvæði alþýðu
manna dýrmæt en hinsvegar
vafalaust tilhneiging hjá valda-
mönnum yfir vinnu annarra til
að brjóta þessi réttindi.
Og það er gert með opnu próf-
kjörunum og á tvimælalaust að
banna þau. Prófkjör vissra
stjórnmálafélaga eru auövitað
allt annað mál, þar er um að
ræða fólk, sem opinberlega
hefur ákveðið skoðanir sinar á
stjórnmálum”.
Helber
vitleysa
og misnotkun
„Svo hefur þaö og sýnt sig og
gæti sýnt sig á enn hættulegri
hátt en hingað til að „opin próf-
kjör” gera lýðræðið aö hreinni
skripamynd.
Tökum sem dæmi hugsanlegt
„opið prófkjör” hjá t.d. Sjálf-
stæðisflokknum og Alþýðu-
flokknum, sterkasta og minnsta
flokknum. Setjum svo að for-
ingjar Sjálfstæðisflokksins, t.d.
við bæjarstjórnarkosningar
skipulegðu þúsundir fylgjenda
sinn til að taka þátt i opnu próf-
kjöri hjá Alþýðuflokknum og
kjósa sem nr. 1 ákveðna per-
sónu, sem öruggt væri að myndi
mynda meirihlutastjórn með
Sjálfstæðisflokknum, ef atkvæði
beggja dygðu. — Þarmeð væri
lýðræðislegur réttur kjósenda
Alþýöuflokksins til að ráða
bæjai;fulltrúum sina að engu
gerður.
Það sér hver maöur, sem á
annað borð er annt um lýöræði
og vald kjósenda að „opið próf-
kjöt-” verður helber vitleysa og
afskræming lýðræðis auk þess
að vera stjórnarskrár- og laga-
brot”.
Kjósendur ráði
í kjörklefanum
Einar telur það yfirskinsrök
aö opnu prófkjörin séu eina leið-
in til þess að draga valdið úr
höndum flokksstjórna til þess að
ráöa röðun á lista og færa það til
kjósenda. Þessum lýðræðislega
rétti einstaklinganna megi ná
með allt annarri og eðlilegriað-
ferð. Hann leggur til að flokks-'
stjórnir- eða flokksfélög — leggi
fram óraðaða lista og það sé
látið kjósendum eftir hverjum
ogeinumaðraða. Þarmeð heföi
kjósandinn i einrúmi kjörklefans
valdið til að raða á listann og
velja á milli þeirra er flokks-
stjórnin kýs að tefla fram. Þetta
er raunverulegt prófkjör að
mati Einars:
„Spurningin er aðeins hvort
flokksstjórnir, þingmenn og
bæjarfulltrúar þyrðu þannig að
láta kjósendur flokks sins ráða
og dæma sig og gerðir sinar. —
Vafalaust verður viss tilhneig-
ing hjá flokksstjórnum og hin-
um að hálda hinu einræðislega
valdi og raða á listana, en láta
ekki kjósendur gera það á þann
eina löglega og lýðræðislega
hátt, sem hægt er”.
Jafnréttis-
sjónarmið
Einar Olgeirsson segir enn-
fremur að út frá jafnréttiskröfu
kvenna þá mætti setja i lög að
hélmingur þeirra frambjóðenda
sem flokksfélög kjósa að tefla
fram skuli vera konur, hinn
helmingurinn karlmenn. Hann
leggur semsagt til að það verði
einnig lagt i vald kjósendanna
sjálfra hvort jafnrétti kynjanna
skuli i heiðri haft við röðun.
Ýmislegt fleira er sagt i
Réttargreininni um tæknilega
útfærslu þessarar leiðar. Hana
þyrfti að ræða frekar og þá ekki
sist út frá jafnréttissjónar-
miðinu. Margir spyrja nú
hvernig flokkarnir muni
bregðast við þeirri vakningu
sem orðið hefur i umræðu um
stöðu kvenna og við hugmynd-
um um kvennaframboð. Eru
prófkjörin eða breytingar á
kosningafyrirkomulagi leið i
þessum efnum? —ekh