Þjóðviljinn - 08.10.1981, Qupperneq 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. október 1981
— Það skiptir held ég miklu
máli að talað sé við krakkana af
hreinskilni og cinlægni. Og þeir
vilja láta tala við sig eins og þeir
væru fullorðið fólk, þvi sjálfir lita
þeir ekki lengur á sig sem börn.
Eitthvað á þessa leið mælti
Gylfi Pálsson, skólastjóri við
Varmárskólann i' Mosfellssveit,
er við Gunnar ljósmyndari sátum
inni i kenna rastofunni hjá honum
sl. föstudag, ásamt þeim ómari
Ægissyniog Jóhanni Emi Héðins-
syni.
Þeir félagar, ómar og Jóhann,
gegna fræðslufulltrúastörfum hjá
SAÁ og voru nú að enda við aö
rabba við krakkana. Komið var
að fundarlokum er blaðamann og
ljósmyndara Þjóðviljans bar að
garði. Krakkarnir sátu hvar sem
auðan blett var að finna nema á
ofurlitilli kringlu, þar sem þeir
stóðu Ómar og Jóhann, töluðu til
skiptis við hina ungu áheyrendur
og gáfu þeim þessá milli færi á að
bera fram athugasemdir og
spurningar. Að lokum sagði svo
Gylfi skólastjóri nokkur orð.
Ennú var fundi slitiöog við sát-
um með kaffibolla inni á kenn-
arastofu. Við spurðum Gylfa fyrst
hvort þetta væri fyrsta heimsókn-
in, sem hann fengi, þessarar teg-
undar.
— Nei, þetta er i þriöja sinn,
sem menn frá SÁÁ koma hingaö
þessara erinda. Fræðsla þeirra
félaga er ekki hvað sist i þvi fólg-
in, að skýra afleiðingar ofdrykkj-
unnar i ljósi þeirrar reynslu, sem
þeir hafa sjálfir orðiö fyrir. Þeir
fara ekki með utanaðlærða
ópersónulega lexiu, þeir segja
sina eigin sögu, skýra frá eigin
reynslu. Og mér finnst að þeir
hafi náð vel til krakkanna.
— Og Ómar og Jóhann, þið eruð
fræðslufulltrúar SÁÁ. Starfið þið
mikiö i skólunum?
— Já, við gefum öllum grunn-
skólum á landinu kost á að fá okk-
ur i heimsókn. Og við höfum nóg
að gera. Viðerum nýkomnirvest-
an af Snæfellsnesi, nú erum viö
hér og á næstunni förum við til
Isafjarðar.
— Er langt siðan SAA-menn
byrjuðu á þessum skólaheim-
sóknum?
— Þetta er þriðja árið, sem
unnið er skipulega að þessari
starfsemi. Forráðamenn skól-
anna hafa tekiðokkur mjög vel og
sýna þessari starfsemi mikinn
skilning. Megintilgangur okkar er
að upplýsa unglingana um vanda-
málin, sem ofdrykkjunni fylgja,
svo þeir eigi auðveldara með að
bregöast rétt við þeim, verði þau
á vegi þeirra sjálfra.
— Og hvernig bregðast krakk-
arnir við boðskap ykkar?
— Sjálfsagt misjafnlega en oft
gerist það, að á eftir koma krakk-
artilokkar og vilja vita meira um
það, sem við höfum verið aö ræða
við þá um.
— Hver kostar þessa starf-
semi?
— Við erum sjálfboðaliðar en
bæði sveitarfélög og verkalýðsfé-
lög hafa lagt fram fjármuni til
stuðnings starfsemi SAA.
Kainsla er hafin. Gylfi skóla-
stjóri leyfir okkur að lita inn i
einn bekkinn. Þar er verið að
kenna dönsku. Viö spyrjum
krakkana hvernig þeim hafi likað
þessi heimsókn og hvað þeir haldi
um áhrif hennar. Svörin voru
ósamhljóða: Mjög gott og fræð-
andi. Hundleiðinlegt. Oft er gam-
an að gera það, sem er bannað.
Maður trúir varla þvi', sem þeir
eru að segja, getur þetta virki-
lega verið svona?
Það er nú þannig, að þegar sáð
er i stóran akur með misjöfnum
jarðvegi þá verður uppskeran
ekki allsstaðar á eina lund. En
menn hætta ekki að sá þó að rækt-
unarstarfið geti verið sein-
unniö. —mhg
„Mér fínnst
að þeir nái
vel til
krakkanna”
Ómar Ægisson ræö:r við áhugasaman fundarmann. A bak við þá standa þeir Gylfi Pálsson, skóiastjóri
og Jóhannes örn iféðinsson. Mynd: —gel.
Krakkarnir sátu hvar, sem auöan blett var að finna.
Hér ræðast þeir við I kaffistofunni Gylfi Pálsson, skólastjóri og Ómar
Ægisson. Mynd: — gel.
Með SÁÁ-mönnum í Varmárskóla
Fimmtudagur 8. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
.
Hlustað af athygli. Mynd: — gel.
Það voru skiptar skoðanir 19. bekknum, eins og gengur og gerist I þjóðfélaginu
Engir hlývindar, blésu þennan haustdag en þó sátu þau fyrir dyrum úti i fundarhléinu. Frá v.: Anna Silfa Þorsteinsdóttir, Þórunn Sverrisdóttir,
Guðmundur Hreinsson og Kjartan Valdimarsson. Mynd: —gei.
Ritgerðir
um
mannleg
fræði
Mál og túlkun heitir safn rit-
gerða um mannleg fræðimeð for-
spjalli eftir próf. Pál Skiilason,
sem Hið islenska bókmenntafélag
gefur út.
I ritgerðinni Textafræöi eftir
Jakob Benediktsson er fjallað um
þá fræöigrein sem margir telja
helstu uppsprettu rannsókna i
sagnfræði, bókmenntafræði og
málfræöí.
Tvær ritgerðir fjalla um túlkun
sögunnar. 1 Sagnfræði og sögu-
speki eftir Inga Sigurösson er
efnið rætt i viðu samhengi, en i
ritgerðinni Orsakaskýringar i
sagnfræðiræðirGunnar Karlsson
um efnið meö hliðsjón af einu
grundvallaratriði i sagnfræði.
Þrjár ritgerðir fjalla hver með
sinum hætti um túlkun texta. ter-
indinu Bókmenntir og bók-
menntatúlkun fjallar Vésteinn
Ólason um efnið á breiðum grunni
og veitir yfirlit yfir svið bók-
menntafræðinnar. 1 ritgerðinni
Ritskýring og túlkun Bibliunnar
ræðir Gunnar Kristjánsson um
efnið I tengslum við það rit sem er
undirstaða kristinnar trúar. t
Nokkur hugtök og úrlausnarefni i
túlkunarfræði leitast Páll Skúla-
son við.að skýra fáein mikilvæg
atriði i fræðigrein sem staðið
hefur i nánum tengslum við
textafræði, ritskýringu, sagn-
fræði og bókmenntafræöi.
Að siðustu fjailar Halldór
Halldórsson um það efni sem
öllum ber að sinna og ekki sist
þeim sem við visindi og fræði
fást. Fyrirlestur hans nefnist Um
málvöndun.
Kennslu -
bókí
veður-
fræði
Út er komin á vegum
IÐUNNAR ný og endurskoðuð út-
gáfa Veðurfræði eftir Markús A.
Einarsson. Bókin er kennslubók
ætluð framhaldsskólum . Er
fjallaö um almenn undirstööuat-
riði veðurfræðinnar og reynt að
gera það á svo auöskilinn hátt aö
lesa megi bókiua án verulegrar
eðlisfræðiþekkingar, segir i
formála höfundar. Bókin skiptist
i tlu kafla: Veöurfræði, Loft-
hjúpurinn; Geislun og orkuskipti;
Hitafar; Loftþrýstingur og
viudar; Raki, ský og úrkoma;
Loftmassar; Skil og lægöir;
Veðurskeyti, veðurkort og veður-
spár; Veðurfar. 1 bókinni er fjöldi
skýringarmynda.
I þessari nýju útgáfu hefur
siðustu köfjlunum tveimur veriö
breytt talávert. Bætt er við efni
um tæknileg hjálpartæki og
veöurlag á Islandi. I siöasta kafla
er aukið við efni um hitabreyt-
ingar á tslandi frá landnámi og
um þætti sem móta veðurfar
landsins. — Veðurfræði er 108
blaðsiður, Oddi f»-entaði
Stjómmála
samband
við
Kólombíu
Rikisstjórnir Islands og Kól-
ombiu hafa tekiö upp stjórn-
málasamband. Ekki hefur verið
ákveöið hvenær skipst veröur á
sendiherrum, aö þvi er segir i
frétt frá utanrlkisráöuneytinu.